Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Verkalýðshreyfingin sakar fyrirtæki í ræstingaþjónustu um að hafa umsamdar launahækkanir af starfsfólki, sem sé jafnframt gert að vinna við óhóflegt álag. Það sé forsendubrestur á kjarasamningum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Árnason, formaður vinnumarkaðssviðs SA, voru gestir Kastljóss.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson á langan feril að baki sem spannar leiksvið, kvikmyndir, tónlist og tölvuleiki. Hann er nýbúinn að leika á móti Anthony Hopkins og fer með hlutverk í nýrri pólsk-kanadískri kvikmynd. Við litum yfir feril listamannsins.

24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við í átta liða úrslitum lið Árborgar og Hafnarfjarðar. Lið Árborgar skipa Ólafur Helgi Kjartansson, Páll Óli Ólason og Þóra Þórarinsdóttir og fyrir Hafnarfjörð keppa Elíza Lífdís Óskarsdóttir, Gísli Ásgeirsson og Silja Úlfarsdóttir.

Beinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Keppni í blandaðri boðgöngu á HM í skíðaskotfimi.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að kafa í hinar ýmsu fóbíur. Við kynnum okkur áhrif tónlistar á fólk með heilabilun á Seyðisfirði. Við förum á ljósmyndasýningu í Skaftafelli og skellum okkur síðan á rapptónleika í Gamla bíó í Reykjavík.

Leikir í undankeppni EM karla í körfubolta.
Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM karla í körfubolta.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aldrei hafa fleiri slasast alvarlega eða látið lífið vegna þreytu í umferðinni á Íslandi og í dag en einn af hverjum fimm hafa verið nálægt því að sofna undir stýri. Rætt er við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem stýrði aðgerðum og björgun í banaslysi sem varð í Skötufirði fyrir fjórum árum þar sem talið er að þreyta ökumanns hafi orsakað slysið. Ágúst Mogensen, fyrrverandi forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa er gestur Kastljóss og ræðir um þreytu og svefn í umferðinni.
Jóga fyrir andlitið, kortisól-afvötnun, magnesíum fyrir svefninn og húðrútína í mörgum þrepum. Þetta er meðal þess notendur samfélagsmiðla hafa ef til vill orðið varir við, ásamt fleiri ráðum um það hvernig sé best að leggja rækt við bæði líkama og sál. Á Torginu á þriðjudaginn verður rætt um sjálfsrækt frá ýmsum hliðum.
Sífellt fleiri leita í hinn svokallaða andlega heim í von um betri líðan. Framboðið virðist sífellt vera að aukast og ljóst að það er af nógu að taka. Við heimsækjum Sigríði Sólarljós í lok þáttar.
Spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands mætast. Keppendur frá Menntaskólanum við Hamralíð: Atli Ársælsson, Valgerður Birna Magnúsdóttir og Flóki Dagsson. Keppendur frá Verzlunarskóla Íslands: Dagbjörg Birna Sigurðardóttir, Katla Margrét Jónsdóttir og Óskar Máni Stefánsson.
Þættir um íslenska dægurtónlist þar sem tónlistarmenn koma í stutt viðtöl og flytja tónlist. Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
Fram koma Soffía, Inspector Spacetime, Spacestation , Kári Egils og Gosi.
Stuttir heimildarþættir um sjö íslenska ljósmyndara, vinnsluaðferðir þeirra og verk. Þættirnir spruttu upp úr þáttaröðinni Ímynd sem fjallaði um ljósmyndun og íslenska ljósmyndara. Framleiðsla og stjórn upptöku: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson nam ljósmyndum í Stokkhólmi og hefur komið að flestum tegundum ljósmynda – portrait, auglýsingum og blaðaljósmyndun. Síðustu ár hefur hann meðal annars tekið stórbrotnar ljósmyndir úr lofti af íslensku landslagi og gefið út í bók.

Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Verðlaunuð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Dramaþættir frá Bretlandi sem fjalla um hvernig ástin getur bankað upp á þegar fólk á síst von. Þrjár manneskjur sem eiga erfitt með að ná sér eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika vonast til að sjá ljósið við enda ganganna. Aðalhlutverk: Harry Lawtey, Sophia Brown og Andi Osho.

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru: Benedikta Björk Þrastardóttir og Kristján Bjarki Gunnarsson og búa þau til verðlaunagrip á 10 mínútum. Hefur þú unnið til verðlauna? Hver er flottasti verðlaunagripur sem þú hefur séð - kannski er hann hérna í þættinum.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við getum alltaf gefið okkur sól í hjarta, gefið öðrum og okkur sjálfum smá kærleika og hlýju.

Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Verkföll og smásögur á ensku. Við fjöllum stuttlega um kennaraverkföllin og förum síðan í Veröld: hús Vigdísar Finnbogadóttur að ræða við krakka sem sigruðu í smásagnakeppni á ensku. Gunnar Hrafn sér um Krakkafréttir dagsins.