13:30
Kastljós
Kjör ræstingafólks, Guðmundur Ingi

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Verkalýðshreyfingin sakar fyrirtæki í ræstingaþjónustu um að hafa umsamdar launahækkanir af starfsfólki, sem sé jafnframt gert að vinna við óhóflegt álag. Það sé forsendubrestur á kjarasamningum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Árnason, formaður vinnumarkaðssviðs SA, voru gestir Kastljóss.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson á langan feril að baki sem spannar leiksvið, kvikmyndir, tónlist og tölvuleiki. Hann er nýbúinn að leika á móti Anthony Hopkins og fer með hlutverk í nýrri pólsk-kanadískri kvikmynd. Við litum yfir feril listamannsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 27 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,