13:40
Kastljós
Forsetakosningar, Vondi hirðirinn og menningarfréttir
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Allmargir ganga með þann draum í maganum að verða næsti forseti Íslands. Síðustu daga og vik­ur hef­ur mik­ill fjöldi fólks annaðhvort lýst yfir fram­boði eða lýst áhuga á fram­boði til embætt­is for­seta. Gengið verður til kosninga laugardaginn 1. júní og enn bætast frambjóðendur við en framboðsfrestur er til 26. apríl. Rætt við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa.

Heimurinn er fullur af hlutum og allir hlutir eiga sér sögu. Friðgeir Einarsson, rithöfundur og sviðslistamaður, hefur vanið komur sínar í Góða hirðinn síðustu mánuði og dregist þar að alls kyns persónulegum hlutum með það fyrir augum að skila þeim aftur til eigenda sinna. Friðgeir Einarsson er Vondi hirðirinn.

Í menningarfréttum vikunnar var meðal annars fjallað um veglega páskadagskrá víðsvegar um landið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,