

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Tölurnar fara yfir þau ýmis form sem þau geta myndað í Stampólingarðinum.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.

Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.

Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.

Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.

Þættir frá 1990-1992 þar sem íslenskir tónlistarmenn eru sóttir heim.
Umsjón: Jónas Jónasson. Dagskrárgerð: Kristín Björg Þorsteinsdóttir.

Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum sem er helgaður stöðunni á Reykjanesskaga. Í fyrri hluta þáttarins koma Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Í síðari hluta þáttarins koma Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.
Heimildarmynd um Surtsey eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon. Myndin var gerð í tilefni af því að 60 ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey, allt frá því að fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu- og dýralíf er í eynni. Saga Surtseyjar er rifjuð upp í árlegum vísindaleiðangri á vegum Surtseyjarfélagsins sumarið 2023.

Þættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
Kyriama family, Skítamórall, Una Stef og Júníus Meyvant.

Eftir að hafa kynnst menningu rappara og uppistandara er kominn tími til að kynnast nördum í Reykjavík. Dóri DNA fer á stúfana og kemst að því hvers vegna nördar eiga eftir að erfa heiminn. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson.
Í þriðja þætti er fjallað um tölvuleiki. Dóri heimsækir meðal annars íslenskt tölvuleikjafyrirtæki og fylgist með Íslandsmeistarmótinu í skotleiknum Counter Strike.
Þögnin rofnaði á heimsvísu með #metoo byltingunni, en #dammenbrister byltingin í Svíþjóð og Finnlandi færði athyglina enn nær. Konur í öllum stéttum, á öllum aldri verða fyrir kynferðisofbeldi. En hverju hafa byltingarnar skilað okkur?
Þögnin rofnaði á heimsvísu með #metoo byltingunni, en #dammenbrister byltingin í Svíþjóð og Finnlandi færði athyglina enn nær. Konur í öllum stéttum, á öllum aldri verða fyrir kynferðisofbeldi. En hverju hafa byltingarnar skilað okkur?

Danskur heimildarþáttur um samtímaljósmyndun. Daglega myndum við líf okkar og birtum á Instagram, Facebook og Snapchat. Um leið og gefin eru góð ráð til að bæta ljósmyndatæknina er fylgst með fimm efnilegum ljósmyndurum keppast um titilinn Besti ljósmyndari ársins.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem skyggnst er inn í sálarlíf þjóðarinnar með það að markmiði að draga upp áhugaverða mynd af viðhorfi og hegðun þjóðarinnar. Markaðsrannsóknir leika veigamikið hlutverk og leikmenn, jafnt sem sálfræðingar, velta vöngum yfir hegðun okkar og skoðunum í ákveðnum málaflokkum. Hvað hreyfir við okkur og hvernig erum við í raun og veru? Umsjón: Guðrún Dís Emilsdóttir.
Þjóðarsál er hugtak sem gjarnan er haldið á lofti yfir sameiginleg sérkenni í hugsun, viðbrögðum og tilfinningalífi þjóðar. Hvaða sérkenni einkenna sálarlíf íslensku þjóðarinnar og hvað sameinar okkur? Er „þetta reddast“ viðhorfið allsráðandi og trúum við enn á töfra þjóðsagna um álfa og huldufólk?

Hver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr ásnum? Þættir frá 2023 sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.


Þrjár stelpur etja kappi með hugann að vopni í hönnunarkeppni. Stílistarnir Nico og Andrés láta þær hafa skemmtileg verkefni í leit að næstu hönnunarstjörnu.

Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Færeyskir þættir þar sem Elin á Rógví hittir krakka og ræðir við þau um margvísleg málefni eins og hvernig er að eiga átta systkini eða hvernig er að missa foreldri.

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Tara Ósk Markúsdóttir er sautján ára nemi í vélstjórn. Hún er ein fárra kvenna í náminu, en konur eru aðeins um tvö prósent útskrifaðra úr vélstjórn í Tækniskólanum. „Ég ætla að taka þessa þekkingu og reyna að fá vinnu út á sjó,“ segir Tara. Sjórinn er Töru ekki framandi. Hún er líklega ein fárra Íslendinga sem hefur alist upp á sjó, í skútunni Sæúlfi.

Íþróttafréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elvar Örn Egilsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að kynna okkur heillandi heim samskynjunar, við förum á músaveiðar, við hittum Tálknfirðing og við skellum okkur á Skjálfta.
Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
Rykið er dustað af strípibúllufárinu sem tröllreið öllu um stund áður en dannaðri skemmtistaðir á borð við Astró og Nasa stýrðu næturlífinu aftur á rétta braut.

Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.

Frönsk-japönsk kvikmynd frá 2019 í leikstjórn Hirokazu Koreeda. Fabienne er frönsk kvikmyndastjarna sem er vön að vefja karlmönnum um fingur sér. Eftir að hún gefur út endurminningar sínar snýr dóttir hennar, Lumir, aftur til Parísar, ásamt bandarískum eiginmanni sínum og barni. Endurfundir mæðgnanna eru viðburðaríkir og ýmis leyndarmál koma í ljós þegar þær neyðast til að horfast í augu við sannleikann. Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Juliette Binoche og Ethan Hawke. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2021. Þegar jörðin var í heljargreipum heimsfaraldurs notuðu margir dansinn til að fá hreyfingu og halda tengslum við fólk. Þessi mynd var tekin á átta mánuðum í þremur heimsálfum meðan faraldurinn geisaði og sýnir hvernig margs konar dans kom alls konar fólki í gegnum einangrun þegar mest á reyndi.