15:35
Átta raddir
Sigrún Hjálmtýsdóttir

Þáttaröð þar sem Jónas Sen heimsækir átta íslenska söngvara og spjallar við þá um heima og geima. Þættirnir voru frumsýndir 2011. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.

Diddú byrjaði söngferilinn í Spilverki þjóðanna. Hún færði sig yfir í óperusöng tiltölulega seint en hefur samt aldrei sagt skilið við dægurtónlistina. Lögin sem Diddú flytur í þættinum endurspegla þessa miklu breidd. Í þættinum er fjallað um feril Diddúar, horfnar hetjur af íslensku óperusviði, heyrnarleysi, Jose Carreras, samspil lita og tónlistar, berdreymni og trú.

Var aðgengilegt til 16. október 2023.
Lengd: 44 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,