09:37
Stundin okkar
Hver stal kökunni I, Saxófónn og ógeðslegar bakteríur
Stundin okkar

Bolli og Bjalla eyða Stundinni okkar úr manna minnum og þurfa að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir að hún gleymist að eilífu.

Þau ferðast í gegnum sögu Stundarinnar okkar og hitta þar fyrrverandi þáttastjórnendur, þá Gunna og Felix, Björgvin Franz, Sigyn Blöndal, Flakkarann og fleiri góðkunningja.

Ætli Bolla og Bjöllu takist að bjarga Stundinni okkar fyrir jól eða ætli þau eyði jólunum líka?

Þessi næst síðasti þáttur ársins er í tveim hlutum en í þessum fyrri hluta hverfur kakan í krúsinni úr herberginu hans Bjarma og spæjaraálfurinn Spæjó Pípudóttir mætir til að ráða ráðgátuna ásamt tryggum samstarfsálfi, Penna Gormsson.

Bjarmi lærir allt um saxófón í skólahljómsveitinni og þær Hekla og Ólafía komast að því hvað hendurnar á þeim eru ógeðslega ógeðslegar.

Var aðgengilegt til 18. febrúar 2024.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,