Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.