10:00
Með okkar augum
Með okkar augum

Tólfta þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Í þessum þætti kynnumst við bogfimiíþróttinni sem er heldur betur að ryðja sér til rúms hér á Íslandi og þar geta allir tekið þátt, við ræðum við kvikmyndaleikstjórann Friðrik Þór, bregðum okkur í sögustund á Dalvík og skoðum okkur um á safni Jóhanns Svarfdælings. Kíkjum á listasýningu Rutar Ísafold Kristjánsdóttur í Hinu húsinu og fáum mæðginin Ellen Kristjáns og Eyþór Inga í Uppáhaldslögin með Andra Frey.

Var aðgengilegt til 25. september 2023.
Lengd: 27 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,