Sjávarútvegsmál

Hrognkelsaframleiðsla úr 100 þúsundum í 3 milljónir
Gífurleg framleiðsluaukning hefur orðið á hrognkelsum hjá fyrirtækinu Benchmark Genetics í Höfnum. Hrognkelsin eru nýtt til að éta laxalús í sjókvíaeldi.
26.10.2021 - 22:29
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
Sjónvarpsfrétt
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55
Eignarhlutir útgerða skipta hundruðum
Stærstu útgerðarfélög landsins eiga beinan og óbeinan eignarhlut í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Samherji og Síldarvinnslan eru umsvifamestu útgerðarfélögin.
Sjónvarpsfrétt
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar. 
Tekjur af fiskeldi aldrei jafnmiklar og í fyrra
Tekjur af fiskeldi hafa hafa aldrei verið eins miklar og í fyrra, eða um 33,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Deloitte um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árið 2020.
19.10.2021 - 14:30
Arðgreiðslur í sjávarútvegi tvöfölduðust milli ára
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í arðgreiðslur í fyrra, sem tvöfölduðust frá árinu á undan. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte sem var kynnt á Sjávarútvegsdeginum í morgun.
Gefa út fyrstu grænu og bláu skuldabréfin
Brim hefur lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Skuldabréfin eru þau fyrstu á Íslandi sem eru bæði græn, það eru skuldabréf sem fjármagna verkefni sem stuðla að sjálfbærni, og blá, en þau fjármagna verkefni tengd hafi og vatni.
18.10.2021 - 15:30
Sláturskip - óhefðbundið en nauðsynlegt
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish fékk norska sláturskipið Norwegian Gannet til að slátra 500 tonnum af laxi í byrjun vikunnar og sigla með til Danmerkur. Óhefðbundin en nauðsynleg aðgerð segir forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish. Nýtt fiskisláturhús er á teikniborðinu.
16.10.2021 - 09:48
Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.
48 dagar á strandveiðum verði festir í lög
Lagasetning sem tryggir strandveiðikerfið til frambúðar var ein helsta krafa Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi þess sem hófst í dag. Framkvæmdastjóri LS segir nýlegar yfirlýsingar frambjóðenda til Alþingis auka bjartsýni.
Vilja að leyfi til eldis í sjó verði afturkölluð
Landssamband Veiðifélaga vill að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó verði afturkölluð eða ógild eftir að Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að mat á lífrænum áhrifum sjókvíaeldis skuli háð ákvæðum laga um umhverfsimat.
Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
Gríðarlegur niðurskurður þorskkvóta í Eystrasalti
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkja hafa ákveðið að skera þorskkvótann í vesturhluta Eystrasalts niður um 88 prósent. Niðurskurðurinn bitnar einkar illa á dönskum sjómönnum. Gert er ráð fyrir að allt að eitt hundrað bátar þurfi að hætta veiðum.
12.10.2021 - 16:36
Myndskeið
Stofnfrumukjötát almennt og sjálfsagt innan fárra ára
Stofnfrumukjöt, ræktað í tönkum gæti orðið dagleg fæða fólks í náinni framtíð að mati tæknistjóra hjá Orf líftækni. Framleiðslan er möguleg í dag en tæknin er enn rándýr. Vísindamenn hamast við að lækka kostnaðinn svo lausnin, sem er umhverfisvæn, verði að veruleika og kjötið fáanlegt í kjörbúðum fyrr en síðar.
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
„Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir“
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir ástæðu til bjartsýni nú þegar niðurstöður úr nýjustu mælingum á loðnustofninum liggi fyrir. Stærð hrygningastofns loðnu sé í sögulegu hámarki.
Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Hámarksafli loðnu ekki meiri frá árinu 2003
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki meiri en 904.200 tonn. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla loðnu hefur ekki verið stærri frá því árið 2003.
01.10.2021 - 09:30
Engin fiskfræðileg rök til að banna veiðar með dragnót
Sjávarútvegsráðuneytið hefur hafnað beiðni byggðarráðs Norðurþings um að veiðar með dragnót verði bannaðar í Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. Fimm skip stunduðu veiðar með dragnót á Skjálfandaflóa í samtals 151 dag og segir ráðuneytið að það geti vart talist mikil sókn á það svæði.
30.09.2021 - 16:15
Hafrannsóknarráðið vill draga úr veiðum
Áætlaður heildarafli í makríl, síld og kolmunna fyrir næsta ár er langt umfram veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins, ICES.
30.09.2021 - 15:36
Nýjum Brúarfossi formlega gefið nafn í Færeyjum
Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskips var gefið nafn með formlegum hætti á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram á Skansabryggjunni nýju í Þórshöfn höfuðstað Færeyja sem er heimahöfn skipsins.
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47