Sjávarútvegsmál

Svipt veiðileyfi vegna ítrekaðrar framhjálöndunar
Fiskiskipið Valþór GK-123 hefur verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna ítrekaðrar framhjálöndunar. Veiðileyfissvipting gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september 2021.
Skipverjar Kap VE II í sóttkví í Grundarfjarðarhöfn
Grunur leikur á um að skipverjar í áhöfn Kap VE II séu smitaðir af kórónuveirunni.
27.07.2021 - 13:14
Strandveiðiheimildir auknar um nær 1.200 tonn
Strandveiðimenn fá að veiða tæplega 1.200 tonn af þorski í viðbót við það sem þegar hefur verið veitt, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað.
21.07.2021 - 06:43
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Makríll, loðna og íslensk síld sjást í leiðangrinum
Makríll og síld hafa sést í rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar sem nú er hálfnaður. Mest á óvart hefur þó komið að loðna fannst fyrir norðan. Það er óvenjulegt í sumarleiðöngrum segir fiskifræðingur. 
Sjónvarpsfrétt
Fiskvinnsla opnuð aftur í Hrísey
Uppbygging fiskvinnslu í Hrísey er langt komin eftir stórbruna sem varð þar í fyrravor. Eigendur fiskvinnslunnar segja að það hafi verið þeim mikilvægt að koma vinnslu aftur af stað í eynni.
16.07.2021 - 11:42
Heildarafli í júní 21% minni en í júní 2020
Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn og nemur það samdrætti upp á 21% frá því í júní 2020.
Rannsóknaskip við makrílrannsóknir
Enn hefur ekki fundist makríll í veiðanlegu magni í íslensku lögsögunni og er allur íslenski flotinn við veiðar í Síldarsmugunni. Mælingar á makríl eru meðal verkefna í uppsjávarleiðangri sem Hafrannsóknastofnun tekur nú þátt í.
Lúðuafli hefur fjórfaldast en er þó enn afar lítill
Lúðuafli hefur fjórfaldast frá árinu 2012, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand lúðustofnsins. 35 tonnum af lúðu var landað fiskveiðiárið 2012-2013 en 142 tonnum á síðasta fiskveiðiári. Stofninn er engu að síður afar lítill og ekkert bendir til þess að það breytist á næstunni.
07.07.2021 - 05:48
Öll makrílveiðin á vertíðinni utan landhelginnar
Engin makrílveiði hefur verið í íslensku lögsögunni það sem af er vertíð, en tveggja sólarhringa sigling er á miðin í Síldarsmugunni. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar gagnrýnir Norðmenn og Færeyinga fyrir að taka sér mun meiri makrílkvóta en eðlilegt geti talist.
06.07.2021 - 18:06
Loðnan skilar rúmlega 16 milljörðum króna
Á fyrstu 5 mánuðum ársins voru flutt úr landi um 26 þúsund tonn af loðnuafurðum fyrir 16,4 milljarða króna. Vegna aflabrests undanfarin tvö ár hefur verðið hækkað og er meðalverð á hvert kíló hærra en það hefur áður verið.
05.07.2021 - 12:23
15 blaðamannafundir kostuðu yfir sjö milljónir
Ríkisstjórnin hélt 15 blaðamannafundi á rúmu ári, frá 27. febrúar 2020 til 20. apríl 2021. Langflestir voru vegna faraldurins, allir nema fjórir. Heildarkostnaður ríkisins vegna þessara funda nam rúmum sjö milljónum króna. Fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra voru á flestum fundum, utan forsætisráðherra sem var á öllum 15. Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra voru á fæstum.
Afli strandveiðibáta svipaður og í fyrra
Tæplega fimm þúsund og fimm hundruð tonn af þorski eru komin á land, nú þegar veiðitímabil strandveiða er hálfnað.
01.07.2021 - 12:01
Segir mat um afturkræfa erfðablöndun óforsvaranlegt
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis Fiskeldis Austfjarða hf. í Stöðvarfirði þar sem áætlað er að framleiða um 7.000 tonn af laxi á ári í sjókvíaeldi. Þar segir að eldi á frjóum laxi komi ekki til greina með óbreyttu áhættumati.
26.06.2021 - 09:34
Fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
„Loftslagsmál verði aðalstefnumál allra“
Grænvangur, samstarf sjö atvinnugreinafélaga, kynnti í dag loftslagsvegvísi atvinnulífsins. Vegvísirinn er staðfesting á einörðum vilja atvinnulífsins til að taka þátt í baráttunni við loftslagsvána í samstarfi við stjórnvöld.
Ámælisverðir viðskiptahættir viðgengust í Namibíu
Forstjóri Samherja biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en segir það eindregna afstöðu sína að engin refsiverð brot hafi verið framin þar, nema af hálfu Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Þá er einnig beðist velvirðingar á mistökum sem gerð voru í Færeyjum. Samherji birti í morgun niðurstöður rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu. 
22.06.2021 - 08:16
Kuldi veldur því að makríll hefur ekki fundist
Kalt veður í vor og sumar veldur því að makríllinn finnst seinna á miðunum en undanfarin ár, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann kveðst þó engar áhyggjur hafa af stöðunni. Frá sjómannadeginum í upphafi mánaðar hafa tveir leiðangrar haldið út á miðin í leit að makríl en árangur leitarinnar hefur látið á sér standa.
19.06.2021 - 12:43
Óttast að kvótinn klárist í júlí
Strandveiðisjómenn eru búnir að veiða tæplega helming kvótans þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af veiðitímabilinu.  Svo gæti farið að búið yrði að veiða allan kvótann í lok júlí.
18.06.2021 - 12:16
Sendi norska sjávarútvegsráðherranum harðort bréf
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sent Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, harðort bréf þar sem hann segist aldrei hafa fengið viðlíka skilaboð frá yfirvöldum í neinu landi og frá norska ráðherranum. Hann telur að ný fyrirmæli norska ráðherrans kunni að brjóta í bága við EES-samninginn. „Þeir geta notað þau orð sem þeir vilja,“ segir ráðherrann um bréf íslenska forstjórans.
17.06.2021 - 11:04
Myndskeið
Byggja upp laxeldi á landi fyrir um 45 milljarða króna
Samherji hefur samið við HS Orku um uppbyggingu á allt að 40 þúsund tonna laxeldi á landi við Reykjanesvirkjun. Framkvæmdin kostar um 45 milljarða króna.
16.06.2021 - 19:43
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Spegillinn
Ljósið sem laðar að fæðu fyrir þorskinn
Fjarðabeit gæti orðið ný tegund fiskeldis á Íslandi. Hún er fólgin í því að nota ljós í neðansjávarbúrum til að laða að ljósátu sem fæðir þorskinn í búrunum. Rannsóknir standa yfir í Steingrímsfirði. Sjávarlíffræðingur segir að árangurinn lofi góðu. Þá eru hugmyndir um að nota sömu tæki til að tæla þorskseiði inn í búr og ala þau þar. Fyrirtækið Ocean EcoFarm ehf. stendur að þessum rannsóknum. Stærstu hluthafar eru norska fyrirtækið Brage inovition og Ísfélag Vestmannaeyja.
Sjónvarpsfrétt
Græða merki í fiska til að fylgjast með ferðum þeirra
Hlustunardufl og merki nýtast við að fylgjast með ferðalögum fiska á Vestfjörðum og hvernig loftslagsbreytingar og sjókvíaeldi hafa áhrif á háttalag þeirra.
15.06.2021 - 15:40
Þorskstofninn ofmetinn og dregið verður úr veiði
Hafrannsóknastofnun mælir með þrettán prósenta samdrætti í þorskveiði á næsta fiskveiðiári og leggur til að aflamark verði rúm 222 þúsund tonn. Samdrátturinn hefði orðið mun meiri ef ekki væri fyrir sveiflujöfnun í aflareglu, þá væri líklega gerð tillaga um 27 prósenta samdrátt í veiðum. Í ljós hefur komið að stærð stofnsins hefur verið ofmetin síðustu ár.
15.06.2021 - 09:55