Sjávarútvegsmál

Verðmæti íslenskrar útflutningsvöru eykst mikið
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi, sjávar- og landbúnaðarafurðum hefur aukist verulega á undanförnum þremur árum, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur verið fluttur út varningur héðan fyrir nær 319 milljarða króna, en á sama tímabili árið 2020 var andvirði íslensks vöruútflutnings tæplega 197 milljarðar.
Bílddælingar uggandi yfir fyrirhuguðu risasláturhúsi
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax ætlar að reisa níu þúsund og fimm hundruð fermetra sláturhús á Vatneyri á Patreksfirði. Ekki liggur fyrir hver framtíð sláturhúss fyrirtækisins verður á Bíldudal, en heimamenn eru uggandi.
12.05.2022 - 18:00
Rússneskum skipum bannað að koma í íslenskar hafnir
Þetta gildir um farþega- og flutningaskip sem eru 500 brúttótonn eða stærri, skemmtiferðaskip og lystisnekkjur. Bannið tók gildi á föstudag.
Rússnesk fiskiskip undanþegin norsku hafnbanni
Rússneskum skipum stærri en fimm hundruð brúttótonn, öðrum en fiskiskipum, er ekki lengur heimilt að leggjast að bryggju í Noregi. Hafnbann sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu tók gildi í Noregi um helgina.
Segir verðmæti laxeldis geta orðið jafn mikið og þorsks
Ísland er sílikondalur sjávarútvegsins segir sérfræðingur norska bankans DNB. Hann segir að innan þriggja ára geti útflutningstekjur af eldislaxi orðið jafn miklar og af þorski.
08.05.2022 - 18:43
Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
444 komnir með leyfi til að stunda strandveiðar
Fleiri ætla að stunda veiðarnar í ár en í fyrra en þá voru leyfin 395. Heimilt er að stunda veiðarnar í 12 daga í mánuði frá maí til ágúst.
Bjartsýnn á að 48 strandveiðidagar verði tryggðir
Allt að 400 bátar gætu haldið til strandveiða þegar tímabilið hefst á mánudaginn. Þótt strandveiðarnar fái nú hærra hlutfall af leyfilegum heildarafla þorsks en nokkru sinni, er útlit fyrir að það dugi ekki til að ljúka veiðitímabilinu.
Vill bjarga „krúnudjásni“ íslenskrar sjósögu
Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem nú situr á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri grænna, vill bjarga skipinu Maríu Júlíu sem var fyrsta varðskip og hafrannsóknarskip Íslendinga.
26.04.2022 - 16:46
Mikilvægast að hámarka arð þjóðarinnar af kvótakerfinu
Lektor í auðlindafræðum segir það ekki skipta öllu máli hver heldur á aflaheimildum í kvótakerfinu eða hvaðan því sé stýrt. Aðalatriðið sé að hámarka það sem þjóðin fái út úr kerfinu. Þá verði að ríkja um það sátt og tiltrú almennings í landinu.
14.04.2022 - 14:07
Grásleppubátar verði að geta komið með meðaflann í land
Formaður Landssambands smábátaeigenda segir nauðsynlegt að í reglum um grásleppuveiðar sé gert ráð fyrir meðafla. Það sé ótækt að sjómenn þurfi að kasta í sjóinn fiski sem komi í netin og ekki eru heimildir fyrir.
Færeyingar óttast ekki matvælaskort
Ólíklegt þykir að innrás Rússa í Úkraínu hafi áhrif á matvælaöryggi í Færeyjum. Stjórnvöld þar telja að áfram verði unnt að flytja inn þær matvörur sem landsmenn þarfnist og óttast ekki að birgðakeðjur bresti.
Stórfellt brottkast við grásleppuveiðar
Allt að 90 prósentum af öllum þorski sem kom í net sjö grásleppubáta, í sex daga eftirliti Fiskistofu, var kastað aftur í sjóinn. Brottkast var hjá öllum grásleppubátum sem myndaðir voru með dróna Fiskistofu þennan tíma.
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Leggja til að öllum viðskiptatengslum verði slitið
Stjórnarandstöðuflokkarnir á lögþingi Færeyja vilja setja öðrum ríkjum fordæmi og slíta á öll viðskiptatengsl við Rússa. Landstjórnin segir slíkt ekki einfalt í framkvæmd en lögþingið greiðir fljótlega atkvæði um löggjöf varðandi viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Gengið frá samningum um nýtt hafrannsóknaskip
Matvælaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar undirrituðu í dag samning við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armón um byggingu nýs hafrannsóknaskips. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir það mikil tímamót nú þegar sér fyrir endann á að nýtt skip fáist í stað Bjarna Sæmundssonar.
Silfrið
Seyðfirðingar með efasemdir um laxeldi í firðinum
Nokkuð hefur borið á óánægju á Seyðisfirði með áform um laxeldi í firðinum en Fiskeldi Austfjarða lætur nú meta umhverfisáhrif af tíu þúsund tonna eldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, sem er í forsvari fyrir félagið Vá, félag um verndun fjarðar, segir að fjöldi íbúa vilji ekki laxeldi í firðinum en lítið samráð hafi verið haft við íbúa. Forsvarsmenn laxeldisins hafi gefið það út að starfsemi hefjist í firðinum á næsta ári, en ekkert leyfi sé enn fyrir því.
28.03.2022 - 12:59
Vindmyllur sem geta framleitt 5-30% af orkuþörf skipa
Fyrirtækið Sidewind hefur undanfarin þrjú ár unnið að þróun vindtúrbína sem koma á fyrir í opnum gámum á flutningaskipum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningum og minnka útblástur frá skipum. Eftir ár af vinnu við hönnum og smíði er frumgerðin nú tilbúin. Hún verður prófuð hjá Samskipum á næstu mánuðum.
24.03.2022 - 13:10
Jákvæðni í garð ESB en lítill áhugi fyrir inngöngu
Almenningur í Færeyjum er almennt jákvæður í garð Evrópusambandsins en hins vegar virðast eyjarskeggjar lítinn áhuga hafa á aðild, ef marka má nýja skoðanakönnun. Niðurstöður hennar sýna að 25 prósent Færeyinga eru áhugasamir um inngöngu en rétt tæpur helmingur andvígur.
Stefnt að hvalveiðum í sumar
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar eftir fjögurra ára hlé frá veiðum.
23.03.2022 - 12:13
„Frekar dauft yfir körlunum þetta árið"
Grásleppuvertíðin hófst í gær í skugga mikillar óvissu um verð. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir dauft yfir körlunum þetta árið en er bjartsýnn á að greinin taki við sér.
Sjómanni bjargað úr sjónum undan Reykjanesi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar voru kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var að veiðum í grenndinni, hafi brugðist skjótt við og tekist að kasta björgunarhring til skipverjans, og að skipsfélagar mannsins hafi svo komið honum til bjargar á léttabát skömmu síðar.
Vonar að Rússar beri gæfu til að losa sig við Pútín
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, lýsti þeirri von í ræðu á flokksþingi í dag að rússneska þjóðin losi sig við núverandi ráðamenn sem hann kallaði „illmennin í Kreml“. Hann lagði áherslu á orkusjálfstæði og sagði að útflutningur á rafeldsneyti gæti orðið mikilvægur til að ná stærðarhagkvæmni. Sigurður Ingi kallaði eftir gjaldtöku af ofurhagnaði í sjávarútvegi og fjölbreyttu innlendu eignarhaldi í fiskeldi í stað samþjöppunar í eigu útlendinga.
Sjónvarpsfrétt
Mikil óvissa við upphaf grásleppuvertíðar
Mikil óvissa ríkir við upphaf grásleppuvertíðar en veiðar mega hefjast á sunnudag. Kaupendum grásleppuafurða hefur fækkað, verð þarf að hækka talsvert svo veiðarnar beri sig og þá vita sjómenn enn ekki hve mikið má veiða á vertíðinni.
Farþegaskip í rússneskri eigu væntanlegt til landsins
Farþegaskip í rússneskri eigu er væntanlegt til hafnar nú í júní. Yfirhafnsögumaður segir hafnir hafa móttökuskyldu við skip. Matvælaráðherra tilkynnti nýverið um afturköllun löndunar- og umskipunarleyfi fyrir rússneska togara.