Sjávarútvegsmál

Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði íslenska uppsjávarflotans er nú hafin suður af Færeyjum og gengur vel. Rúmlega tugur íslenskra skipa er þar á veiðum - tæpar fjögurhundruð mílur frá Íslandi.
14.04.2021 - 20:00
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Fiskistofa fær að krefja útgerðir upplýsinga
Fiskistofa fær heimildir til að kalla eftir upplýsingum frá útgerðum og opinberum stofnunum til að ganga úr skugga um hvort einstök fyrirtæki eða tengdir aðilar séu komnir yfir leyfilega hámarkshlutdeild í kvóta. Þetta er meðal breytinga sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur til í frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum um fiskveiðistjórn. 
07.04.2021 - 21:12
Greinargerð um ytri mörk landgrunnsins skilað
Endurskoðuð greinargerð sem íslensk stjórnvöld hafa skilað til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna felur í sér endurskoðaða kröfugerð Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna.
Spegillinn
Mútugreiðslur og alþjóðlegur sjávarútvegur
Í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er fastur liður að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Það er ekki hægt að yppa öxlum yfir að í sumum löndum, til dæmis í Afríku, séu mútur landlægur vandi. Það eru lög, einnig á Íslandi, gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis.
31.03.2021 - 17:12
Þorsteinn skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður í embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára.
Ráðgjöf um veiðar á grásleppu hækkar um 74%
Hafrannsóknastofnun leggur til að veiða megi allt að 9.040 tonn af grálseppu á vertíðinni sem nú er nýhafin. Lagt er til að upphafskvóti verði tæp 3.200 tonn.
31.03.2021 - 10:15
Spegillinn
Samherjamálið í alþjóðlegu samhengi
Undanfarinn áratug eða svo hafa alþjóðastofnanir og samtök beint sjónum sínum að spillingu tengdri sjávarútvegi. Skýrslur og umfjöllun þeirra um þessi efni gefur Samherjamálinu samhengi.
Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Heimskviður
Kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágústsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var meðal annars fyrsti formaður landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979.
„Útlitið er náttúrulega bara mjög slæmt“
Grásleppusjómenn eru ekki bjartsýnir fyrir vertíðina sem hefst á morgun. Útlit er fyrir lágt verð á grásleppuhrognum og markaður fyrir grásleppuna sjálfa í Kína hefur hrunið.
Grásleppuveiðar mega hefjast í næstu viku
Heimilt verður að hefja grásleppuveiðar að morgni þriðjudagsins 23. mars samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað. Veiðar á innanverðum Breiðafirði eru undanskildar, en þar má ekki byrja fyrr en 20. maí.
Sjómenn tortryggja verðlagningu á loðnu íslenskra skipa
Forysta Sjómannasambands Íslands telur brýnt að kanna hvernig standi á því ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem þó var í hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það, hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar.
Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð á enda
Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp 70 þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.
Einna mest um tegundasvindl á íslenskum veitingahúsum
Tegundasvindl fiskafurða er viðvarandi vandamál á heimsvísu. Samkvæmt 44 ólíkum rannsóknum hafa um 36% af þeim 9000 tegundum sjávarafurða sem til rannsóknar voru hjá veitingastöðum, fisksölum og í verslunum víðs vegar um heim verið seld undir fölsku flaggi. Mest var um að viðskiptavinir fengju annað en þeir pöntuðu á veitingastöðum á Íslandi, Spáni og Finnlandi. „Mér er það mjög til efs að þetta sé vandamál innanlands,“ segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og fiskútflytjenda.
15.03.2021 - 14:29
Engin bílaferja tiltæk meðan Baldur er bilaður
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn vélarvana á Breiðafirði og bíður eftir dráttarbátnum Fönix sem er á leið frá Reykjavík. Á meðan gert verður við Baldur er ekkert skip sem getur leyst Baldur af hólmi sem getur flutt bíla, aðeins farþega.
Myndir
Hvalreki við Garðskaga
Hvalreka varð vart rétt fyrir utan Garðskagavita í gær. Í gærkvöld var hann svo kominn upp í fjöruna skammt sunnan við vitann að sögn Magnúsar Stefánssonar bæjastjóra í Suðurnesjabæ.
10.03.2021 - 16:27
Íslendingar í Namibíu sagðir í Færeyjum
Færeyskur skattasérfræðingur telur Samherja hafa brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að borga Íslendingum sem störfuðu í Namibíu laun í Færeyjum og skrá þá ranglega í áhöfn færeyskra flutningaskipa. Fjallað er um tengsl Samherjamálsins við Færeyjar í færeyska sjónvarpinu í kvöld.
09.03.2021 - 19:00
Stefna á tæplega sjö þúsund tonna laxeldi í Djúpinu
Mast hefur nú unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna eldi á frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi fyrir Háafell ehf. Fyrirtækið heyrir undir Hraðfrystihúsið Gunnvöru og er nú þegar með leyfi fyrir 6.800 tonna regnbogasilungseldi í Djúpinu sem mun þá víkja fyrir nýju leyfi til laxeldis.
Myndskeið
Vinnsla hafin á loðnuhrognum á Akranesi
Fyrstu loðnunni sem berst til Akraness í þrjú ár var landað þar í nótt. Um leið hófst vinnsla á loðnuhrognum og þar með verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.
02.03.2021 - 20:29
Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar framundan
Loðnufrystingu á vertíðinni er nú um það bil að ljúka og við tekur vinnsla á loðnuhrognum. Vegna veðurs hefur lítið veiðst af loðnu frá því á föstudag en flest skipin eru nú við loðnuleit á Breiðafirði.
01.03.2021 - 17:59
Marsrallið hafið hjá Hafrannsóknastofnun
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í dag og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Verkefnið er einnig kallað marsrall eða togararall, en þessar rannsóknir hafa verið gerðar á sama hátt á hverju ári síðan 1985.
Kveikur
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
Úrskurður héraðsdóms um gögn Samherja ómerktur
Landsréttur ómerkti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember um að Héraðssaksóknari ætti að fá afhentar upplýsingar og gögn um þjónustu sem KPMG veitti Samherja og dótturfélögum þess. Landsréttur úrskurðaði að málsmeðferð í héraðsdómi hefði ekki verið sem skildi því saksóknari var ekki boðaður til þinghalds og málsgögn lágu ekki fyrir. Því verður Héraðsdómur Reykjavíkur að taka málið til meðferðar að nýju.