Sjávarútvegsmál

Gagnrýndi Samherja og Alþingi fyrir gjafakvóta
Þjóðþingið stendur ekki undir nafni meðan það lætur gjafakvótakerfið viðgangast og fólk getur ættleitt börn sín að syndandi fiski í sjónum. Þetta sagði Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi prestur í Neskirkju, þegar hann flutti predikun í Breiðholtskirkju í morgun. Messan er tileinkuð eldri borgurum og hefð fyrir að fá presta sem komnir eru á eftirlaun til að flytja predikun. Örn Bárður gerði að umtalsefni nýleg eigendaskipti Samherja þar sem börn stofnenda erfðu stóran hluta fyrirtækisins.
21.05.2020 - 16:33
Siðanefnd HÍ vísar deilum fræðimanna frá
Siðanefnd Háskóla Íslands birti í gær niðurstöðu sína í deilum prófessors við lagadeild HR og forstöðumanns Hafréttarstofnunar.
19.05.2020 - 23:01
Kastljós
Hafnar því alfarið að hafa tengsl við aflandsfélag
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafnar því alfarið að hafa nokkur tengsl við aflandsfélagið About fish á Tortola. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld.
18.05.2020 - 21:59
Heildaraflinn dregst saman vegna áhrifa kórónuveiru
Heildarafli íslenskra fiskiskipa í apríl var ríflega tuttugu prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Helst skýringin er hrun í sölu á fiski til veitingahúsa og hótela í Evrópu.
15.05.2020 - 15:00
Börn stærstu hluthafa fá nær öll hlutabréfin í Samherja
Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Áttu þau samtals 86,5% hlut í fyrirtækinu sem verður 2% eftir breytingarnar.
15.05.2020 - 14:21
21% minni afli í apríl en í sama mánuði í fyrra
Afli íslenskra fiskiskipa var 89 þúsund tonn í apríl sem er 21% minni afli en í apríl 2019. Þorskafli var álíka og í fyrra en  verulegur samdráttur varð í veiðum á ýsu, ufsa og karfa að því fram kemur í tölum Hagstofunnar. Uppsjávarafli var líka minni, landað magn kolmunna dróst saman um 31%.
15.05.2020 - 09:30
Samherji endurgreiðir ríkinu vegna hlutastarfaleiðar
Samherji bættist í dag í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur vegna starfsmanna sem fóru í hlutastörf vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtækið ætlar líka að greiða starfsfólki að fullu.
Leiðangur til að rannsaka norsk-íslenska síldarstofninn
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hófu um helgina þátttöku í árlegum rannsóknarleiðangri sem ber yfirskriftina „Vistfræði Austurdjúps.“ Megin viðfangsefnið er norsk-íslenski síldarstofninn.
12.05.2020 - 12:16
Hvetur ráðherra til að skoða ný gögn um grásleppu
Formaður Atvinnuveganefndar Alþingis segir að í ljósi nýrra gagna sem nefndin hafi aflað, verði að meta hvort endurskoða eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á vertíðinni. Veiðarnar voru stöðvaðar nær fyrirvaralaust um mánaðarmótin.
Viðtal
„Mig langaði til að fara í stríð við þá“
Guðmundur Kristjánsson, sem tilkynnti fyrir viku að hann hafi ákveðið að láta af störfum sem forstjóri útgerðarfélagsins Brims, segist hafa tekið þá ákvörðun vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í Brimi. Hann segist upplifa rannsóknina sem persónulega herferð gegn sér. Þess vegna hafi hann talið best fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að hann léti af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 20:46
Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims
Samkeppniseftirlitið ætlar að hefja sjálfstæða rannsókn á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar, en tilkynnt var um rannsóknina samhliða því að Samkeppniseftirlitið ákvað að aðhafast ekkert frekar í kaupum Brims á Fiskvinnslunni Kambi hf og Grábrók ehf.
06.05.2020 - 09:11
Myndskeið
Segir að kvóti á grásleppu myndi ekki bæta úr skák
Sjómaður á Þingeyri segir að skyndileg stöðvun grásleppuveiða fyrir helgi hafi verið óréttlátur skellur. Hugmyndir um kvótakerfi séu ekki til bóta. 
05.05.2020 - 22:06
33% fleiri hefja strandveiðitímabilið
Þrjú hundruð og níutíu umsóknir um strandveiðileyfi hafa borist. Veiðarnar leggjast illa í strandveiðimann sem hallmælir kerfinu. Hann gefur lítið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og bíður eftir kosningum
Grásleppuveiðar stöðvaðar á miðnætti
Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti og öll leyfi til grásleppuveiða felld úr gildi. Þó verður heimilt að gefa út veiðileyfi í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar á innanverðum Breiðafirði árin 2018 eða 2019.
02.05.2020 - 08:27
Má veiða tæpum 100 tonnum meira af rækju
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli við Snæfellsnes verði ekki meiri en 491 tonn, fram til 15. mars á næsta ári. Ráðgjöf var 393 tonn fyrir síðasta ár og má því veiða tæplega hundrað tonnum meira núna. 
01.05.2020 - 10:10
Fleiri ætla á strandveiðar í sumar
Fleiri smábátaeigendur virðast ætla að stunda strandveiðar í ár en á síðustu vertíð. Í sumar verður leyft að stunda veiðar á almennum frídögum og frekari breytingar eru í vændum.
Ungir Grímseyingar bæta við flotann í eynni
Tveir ungir Grímseyingar hafa fest kaup á strandveiðibátum. Þeim var tekið eins og konungum þegar þeir lögðu við bryggju og eyjaskeggjar eru ánægðir með þróunina.
29.04.2020 - 14:37
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Brot Múlabergs talin meiriháttar
Skuttogarinn Múlaberg SI 22 var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti við gullkarfaveiðar á Reykjaneshrygg í febrúar. Sviptingin tók gildi 21. apríl.
28.04.2020 - 14:43
Múlaberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts
Skuttogarinn Múlaberg frá Siglufirði var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti. Skipstjórinn fullyrðir að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar.
28.04.2020 - 12:30
Strandveiðar allt árið á meðan kórónu-áhrifa gætir
Landssamband smábátaeigenda vill að strandveiðar, sem nú eru takmarkaðar við fjóra mánuði ársins, verði heimilaðar allan ársins hring á meðan áhrifa farsóttarinnar gætir. Það sé kjörið tækifæri til að bæta atvinnuástand og afla aukinna tekna í þjóðarbúið.
27.04.2020 - 13:13
Sjólaskipasystkin krefjast frávísunar
Verjendur fjögurra systkina sem oft eru kennd við Sjólaskip kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málum héraðssaksóknara gegn þeim yrði vísað frá dómi. Systkinin sæta öll ákærum vegna skattalagabrota. Verjendur þeirra vísa til þess að óheimilt er að beita tvöfaldri refsingu fyrir brot, þeir töldu að sú yrði raunin bættist dómsmál ofan á þá meðferð sem mál þeirra hefðu þegar fengið hjá skattayfirvöldum.
27.04.2020 - 11:28
Kanna hvort loðnan hafi farið til Færeyja
Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum og hafa sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verið í sambandi við færeyska fiskifræðinga sem telja ekki ólíklegt að þetta sé loðna sem hafi áður verið við Ísland. Áætlað er að rannsaka sýni frá Færeyjum, meðal annars með tilliti til erfðafræði. Þá er fyrirhugað að áætla rek seiðanna með straumlíkönum.
27.04.2020 - 07:55
Fór íslenska loðnan til Færeyja?
Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum. Það er án fordæmis segir fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Færeyja, sem ekki telur ólíklegt að þetta sé loðna sem áður hafi verið hér við land.
23.04.2020 - 17:58
Segir fellt þingmál sett í COVID-gervi
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin reyndi að bregða COVID-dulargervi á frumvarp til að koma því í gegnum þingið án mikillar umræðu. Hann átti við frumvarp um matvælasjóð og sagði þingið þegar hafa hafnað slíkum sjóði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði frumvarpið og sagði að það væri tvímælalaust hluti af viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum.