Sjávarútvegsmál

Drangur kominn á flot
Togarinn Drangur sem sökk við bryggju á Stöðvarfirði snemma á sunnudagsmorgun er aftur kominn á flot og liggur við bryggju. Eftir nokkurra daga undirbúning var skipinu lyft í dag.
29.10.2020 - 11:51
Ekki vitað af hverju línubátur sökk í Hafnarfirði
Engin skýring fannst á því af hverju línubáturinn Jökull SK 16 sökk í Hafnarfjarðarhöfn í ágúst síðastliðnum. Þegar búið var að taka bátinn upp og dæla úr honum reyndist enginn leki vera til staðar.
28.10.2020 - 15:16
Skýrslutöku af áhöfn Júlíusar Geirmundssonar lokið
Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt 23 skipverja á Júlíusi Geirmundssyni. Lögreglunni hefur enn ekki borist kæra frá stéttarfélögunum fimm.
28.10.2020 - 12:27
Ætla að lyfta Drangi af hafsbotni á morgun
Stefnt er að því að lyfta togaranum Drangi af hafsbotni í höfninni á Stöðvarfirði á morgun. Ef allt gengur upp verður tekið til við að reisa skipið snemma í fyrramálið.
28.10.2020 - 10:52
Léttvægt að segjast draga lærdóm af málinu
Það eru léttvæg viðbrögð að segjast ætla að draga lærdóm af máli eins og kórónuveirusmitinu um borð í Júlíusi Geirmundssyni, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Raunir skipverjanna megi ekki endurtaka sig á íslensku skipi.
26.10.2020 - 18:46
Myndskeið
Reyna að hefta olíumengun frá Drangi
Björgunarsveitar og slökkviliðsmenn berjast við að hefta útbreiðslu olíu úr togaranum Drangi sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði snemma í morgun. Varðskipið Þór er komið til Stöðvarfjarðar til að aðstoða við aðgerðirnar.
25.10.2020 - 11:13
Myndskeið
„Minnir á mál sem komu upp á stríðstímum“
Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, segir mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni jafnvel einstakt í íslenskri sögu. Hún velti því fyrir sér hvort brotið hafi verið á grundvallarmannréttindum.
24.10.2020 - 19:35
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna. 
Skrifstofustjóri ráðuneytis frestaði gildistöku laga
Fyrrverandi skrifstofustjóri í Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu fór fram á frestun lagabirtingar um laxeldi í Stjórnartíðindum seinasta sumar. Lögin tóku því ekki gildi strax og laxeldisfyrirtækjum gafst svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi.
23.10.2020 - 14:29
„Þeir eru sárir og reiðir út í útgerðina“
Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að framkoma Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út togarann Júlíus Geirmundsson, lýsi algjöru skeytingarleysi og virðingarleysi fyrir störfum sjómanna. Allir verkferlar hafi verið þverbrotnir. Þrettán af 25 í áhöfn skipsins eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
22.10.2020 - 18:11
Ekki ástæða til að óttast COVID-19 smit í aflanum
Matvælastofnun telur ekki ástæðu til að meðhöndla aflann úr Júlíusi Geirmundssyni með öðrum hætti en venjulega þótt kórónuveirusmit hafi greinst um borð.
21.10.2020 - 12:37
Grásleppusjómenn sýknaðir af ákæru um brottkast
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað útgerðir og skipstjóra tveggja grásleppubáta af ákæru um brottkast. Þeim var gefið að sök að hafa losað úr grásleppunetum, og hent aftur í sjóinn, samtals ellefu fiskum.
Spegillinn
Spár ekki talningar á fiskum segir fiskifræðingur
Í síðustu viku kynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður úr loðnumælingum haustsins og lagði til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vetur, en ráðgjöfin verði endurskoðuð eftir áramót í ljósi mælinga sem gera á í upphafi árs. Þetta gæti orðið þriðji veturinn í röð þar sem verður loðnubrestur því ekki hefur mælst nægilega mikið til þess að Hafrannsóknastofnun geti mælt með veiðum.
20.10.2020 - 10:31
„Alls ekki hægt að segja að saga loðnunnar sé búin“
Ekki er hægt að fullyrða að loðnustofninn hér við land sé hruninn, þrátt fyrir að Hafrannsóknarstofnun mæli ekki með að gefinn verði út kvóti þriðju vertíðina í röð. Jákvæð teikn eru á lofti fyrir næstu vertíð.
Vel heppnaðri síldarvertíð að ljúka
Veiðum íslenskra skipa á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum er nú rétt að ljúka. Vertíðin hefur verið afar góð og síldin haldið sig mun lengur við landið en oft áður.  
15.10.2020 - 12:22
Hundruð mótmæltu grænlensku landstjórninni
Hundruð mótmælenda gengu um götur Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, síðdegis á þriðjudag og kröfðust afsagnar grænlensku landstjórnarinnar og kosninga við fyrsta tækifæri. „Nóg er nóg!" hrópuðu mótmælendur, og „Við viljum kosningar!"
14.10.2020 - 02:40
Frívaktin svaf af sér veiðina í örstuttum síldartúr
Börkur landaði síld í Neskaupstað í gærmorgun eftir örstutta veiðiferð á miðin austur af landinu. Veiðiferðin var raunar svo stutt að þeir skipverjar sem voru á frívakt sváfu af sér veiðina.
12.10.2020 - 17:09
Tvö skip farin til mælinga í haustralli Hafró
Stofnmæling botnfiska að haustlagi (haustrall) er hafin hjá Hafrannsóknastofnun. Tvö skip taka þátt í verkefninu og standa rannsóknirnar yfir næstu fjórar vikur.
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Krabbameinsvaldandi efni í krabbakjöti
Norskir krabbaveiðimenn eru uggandi þrátt fyrir að miðin séu gjöful. Rannsóknir sýna að hættulegt magn málma sé að finna í stórum hluta krabbanna.
12.10.2020 - 05:52
Fiskeldi - grynnkar á bunkanum hjá MAST
Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir fiskeldi hjá Matvælastofnun eru nú afgreiddar mun hraðar en áður eftir að starfsfólki var fjölgað. Þrjátíu og fimm umsóknir bíða afgreiðslu en tvö leyfi voru afgreidd í vikunni.
10.10.2020 - 18:34
Rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi kært
Rekstrarleyfi Arctic Sea Farm fyrir 5300 tonna regnbogasilungseldi við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi hefur verið kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir meðal annars að Skipulagsstofnun hafi ekki metið hvort eldið væri háð umhverfismati og að aðrir valkostir hafi ekki verið skoðaðir.
06.10.2020 - 18:30
Enginn úr áhöfn Gullvers með COVID-19
Enginn úr áhöfn skuttogarans Gullvers NS reyndist með COVID-19. Grunur lék á að kórónuveirusmit væri um borð og í gærkvöld voru skipverjar ýmist sendir í einangrun eða sóttkví.
01.10.2020 - 17:20
Meiri síldveiði en minna af makríl og kolmunna
Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið leggur til meiri veiði á norsk-ís­lenskri síld á næsta ári miðað við ráðgjöf þessa árs. Hinsvegar er lagt til að minna verði veitt af mak­ríl og kol­munna.
01.10.2020 - 16:36
Hvetur útgerðir til að herða smitvarnir og skimun
Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu.