Sjávarútvegsmál

Brexit skaðar Grænlendinga
Bretar leggja nú 20 prósenta toll á fiskafurðir Grænlendinga þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi á milli Bretlands og Grænlands eftir Brexit. Grænlendingar vonast til að geta gengið frá fríverslunarsamningi sem fyrst en óttast að þeir séu aftarlega í forgangsröðinni hjá Bretum vegna smæðar Grænlands.
18.01.2021 - 21:21
Loðna á stóru svæði undan Austfjörðum
Þrjú veiðiskip voru send til loðnumælinga undan Austfjörðum í gær eftir að töluvert sást af loðnu þar við landgrunnskantinn. Talið er að þetta getir verið viðbót við þá loðnu sem mældist í rannsóknaleiðangri fyrr í mánuðinum.
18.01.2021 - 11:29
Skipverjum létt við dóm
Verkalýðsfélag Vestfirðinga segir að skipverjum á togaranum Júlíusi Geirmundssyni sé mjög létt við að máli vegna COVID-hópsmits um borð í togaranum í veiðiferð hafi lokið með dómi í Héraðsdómi Vestfjarða í vikunni. Óvissan hafi verið þeim þungbær.
16.01.2021 - 08:18
Loðnuleit skilaði ekki árangri og ráðgjöfin óbreytt
Loðnuleiðangri fimm skipa á vegum Hafrannsóknarstofnunar sem lauk um liðna helgi sýndi ekki fram á aukið magn loðnu innan lögsögunnar, þvert á móti og því þykir ljóst að ekki verði gerð breyting á ráðgjöf um leyfilegt magn loðnu á komandi vertíð.
12.01.2021 - 18:32
Freista þess að kafa niður að Munin í fyrramálið
Freista á þess að kafa niður að fóðurprammanum Munin í fyrramálið og loka loftunargötum á olíutönkum prammans, en hann sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri síðastliðna nótt. Muninn var hlaðinn um 300 tonnum af laxafóðri, en það er í þéttum sílóum sem sjór kemst ekki að, segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar fiskeldis, sem á prammann. 
10.01.2021 - 22:10
Stór og mikill fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í nótt
Fóðurpramminn Muninn, sem er í eigu Laxa fiskeldis, sökk á Reyðarfirði á fjórða tímanum í nótt. Enginn var um borð í prammanum og ekki er talið að öðrum sæfarendum stafi hætta af honum þar sem hann liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi á móts við vitann Grímu á Berunesi, ekki langt frá landi. Varðskipið Þór er á vettvangi.
Leggja til að eldi meira en tvöfaldist í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi til allt að tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Dýrafirði á Vestfjörðum fyrir Arctic Sea Farm, sem heyrir undir Arctic Fish. Það er meira en tvöföldun frá fyrra starfsleyfi, en núverandi leyfi hljóðar upp á 4200 tonn á ári. Fyrirtækið hefur stefnt að því að auka við eldi í firðinum í þó nokkur ár.
08.01.2021 - 12:07
Kveikur
Neitar að afhenda ársreikninga Samherjafélaga
Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur hafnað beiðni Kveiks um aðgang að ársreikningum erlendra félaga sem tengjast Samherja, með þeim rökum að gögnin séu hluti af rannsókn sakamáls og því eigi almenningur ekki rétt á þeim í krafti upplýsingalaga.
06.01.2021 - 07:00
Miklar væntingar um góða loðnumælingu
Fimm skip eru nú rétt að hefja loðnumælingar norður af landinu, en skipin héldu af stað í rannsóknaleiðangur í gær. Áætlað er að fara yfir heldur stærra hafsvæði en rannsakað var í leiðangri í desember. Hafís er enn á svæði á Grænlandssundi sem ekki náðist að skoða þá.
Heimurinn í lok farsóttarársins 2020
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þau mál sem hæst bar í erlendum fréttum á árinu 2020. Þau reyndu einnig að skyggnast fram í tímann og spá fyrir um hvað verður á nýju ári. Farsóttin, Brexit, popúlismi voru meðal umræðuefna í síðasta Heimsglugga ársins.
Brexit eykur vanda breskrar útgerðar
Í tíu mínútna ávarpi á aðfangadag þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti fríverslunarsamning Breta við Evrópusambandið hnykkti hann á að með útgöngu úr Evrópusambandinu hefðu Bretar nú aftur stjórn á eigin fiskveiðum.
29.12.2020 - 14:47
Sautján sjómenn drukknuðu á Barentshafi
Sautján sjómenn eru taldir af eftir að rússneska togveiðiskipinu Onega hvolfdi í aftakaveðri á Barentshafi snemma í morgun. Tveir úr áhöfninni fundust á lífi.
28.12.2020 - 14:38
Loðnumælingar í janúar og febrúar
Hafrannsóknastofnun áætlar að farið verði í rannsóknaleiðangur á fimm skipum, til að mæla loðnu, í byrjun janúar og annar leiðangur er áætlaður í febrúar.
Breskir sjómenn ósáttir við Brexit
Bresk stjórnvöld hafa gefið út útgöngusamning landsins úr Evrópusambandinu. Samtök breskra sjómanna eru ekki sátt við niðurstöðu Brexit-samningaviðræðnanna.
27.12.2020 - 09:31
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Brexit-samningur að öllum líkindum kynntur í dag
Búist er við því að samningur um viðskilnað Breta og Evrópusambandsins verði kynntur til sögunnar í dag, eftir stíf fundarhöld síðustu daga og nætur. Samninganefndir og starfsfólk þeirra hefur verið að störfum meira og minna í alla nótt og hamast við að greiða úr síðustu hnökrunum.
24.12.2020 - 06:30
Skipstjóri ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur skipstjóra togarans Júlíusar Geirmundssonar vegna hópsýkingar sem varð þar um borð í október.
Segja þyrluleysið spila með líf sjómanna
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í fyrradag og er engin þyrla Landhelgsigæslunnar útkallshæf. Sjómannafélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þyrluleysisins og segja það ámælisvert að spilað sé með líf og heilsu sjómanna. Þyrlurnar séu sjúkrabílar sjómanna, öryggistæki sem eigi alltaf að vera til staðar.
Leggja til að loðnukvóti verði tæp 22 þúsund tonn
Hafrannsóknarstofnun leggur til að að loðnukvóti fyrir veturinn verði 21.800 tonn í stað fyrri ráðgjafar um að engin veiði fari fram. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir.
Loðnan komin austar en undanfarin ár
Mælt verður með veiðum á loðnu á næstunni ef niðurstaða úr rannsóknarleiðangri sem lauk í dag, gefur tilefni til. Loðna er á svæðinu frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.
Höfnuðu hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu
Smábátasjómenn höfnuðu, á aðalfundi sínum á föstudag, hugmyndum um að kvóti verði tekinn upp við grásleppuveiðar. Þetta mál er umdeilt meðal smábátaeigenda en talsmaður þeirra vonar að menn sætti sig við niðurstöðuna.
Bretar fjölga varðskipum í landhelgi sinni eftir Brexit
Breski flotinn hefur gert fjögur skipa sinna klár til að sinna landhelgisgæslu frá áramótum, ef svo skyldi fara að ekki náist samningar um viðskilnað Breta og Evrópusambandsins, eins og allt útlit er fyrir að verði raunin.
12.12.2020 - 05:42
Enn langt á milli Breta og ESB
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.
Myndskeið
Kominn í land eftir hálfa öld og tvö þorskastríð
Halldór Nellett skipherra sigldi varðskipinu Þór í höfn í síðasta sinn í morgun. Þar með lýkur nærri hálfrar aldar starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir vel heppnuð björgunarstörf standa upp úr, en líka tvö þorskastríð.
Deilt um kvótasetningu grásleppuveiða
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir það hlutverk aðalfundar að skera úr um álit félagsins á kvótasetningu grásleppuveiða. Það sé ekki rétta leiðin að fara til ráðherra með stuðningsyfirlýsingu við grásleppukvóta.