Seltjarnarnesbær

Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Ásgerður hyggst hætta sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Hún hefur verið bæjarstjóri á Seltjarnarnesi frá árinu 2009 og setið í bæjarstjórn frá árinu 2002.
29.01.2021 - 09:01
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurgreiða áfram skólamáltíðir grunnskólabarna
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í fyrradag að niðurgreiða áfram skólamáltíðir grunnskólabarna. Til stóð að hætta niðurgreiðslunni alfarið en athugasemdir frá foreldrafélagi grunnskólans urðu til þess að bæjarstjórn endurskoðaði ákvörðun sína.
11.09.2020 - 07:19
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Myndskeið
Hefur miklar áhyggjur af verkfalli Eflingar
Um 270 félagsmenn í Eflingu hætta störfum á hádegi á morgun þegar verkfall hefst í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfus. Foreldri leikskólabarna hefur miklar áhyggjur af verkfallinu og segir ástandið erfitt. Loka þarf nokkrum leik- og grunnskólum, þeim sömu og var lokað í tíu daga í mars vegna verkfalls.
Verkfall Eflingar hefst á morgun
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Viðtal
„Algjörlega óboðlegt“ ef verkfall truflar skólahald
Sveitarstjórnarráðherra segist skilja áhyggur barna af því að geta ekki mætt í skólann í næstu viku komi til verkfalls. Ráðherra segir það óboðlegt verði skólahald ekki með eðlilegum hætti í fjórum sveitarfélögum sem verkfall tæki til. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa náðst samningar.
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
Myndskeið
Efast um að 600 milljóna króna lán dugi
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að með auknum lánveitingum til Sorpu upp á sex hundruð milljónir sé verið að boða gjaldskrárhækkun og efast um að þetta dugi til að rétta af fjárhaginn. 
Viðtal
Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. til skoðunar
Sveitarfélögin sem eiga Sorpu bs. þurfa að ábyrgjast sex hundruð milljóna króna lán til að rétta af rekstur byggðasamlagsins. Stjórnarformaður Sorpu og nýráðinn framkvæmdastjóri segir að skoðað verði hvort hækka þurfi gjaldskrár til að mæta þessu. Svipuðum aðferðum verður beitt til að rétta af rekstur Sorpu bs. og gert var hjá Orkuveitunni eftir bankahrunið. Nýr framkvæmdastjóri Sorpu segir að aðgerðaáætlunin verði þó ekki nefnd Stóra planið eins og hjá Orkuveitunni.
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu. 
Myndskeið
Áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um Sorpu er áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu bs. Stjórnin setti framkvæmdastjórann í leyfi. Hann segir skýrsluna ranga. 
Harma bókun bæjarstjórnar og biðjast afsökunar
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness harmar þá bókun sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í seinstu viku og biður kennara og skólastjórnendur afsökunnar. Fundað var um málið í dag og sátu fulltrúar bæjarstjórnar, skólastjórnendur og kennarar fundinn ásamt formanni Skólastjórafélagsins.
03.12.2019 - 18:16
Lýsa fullu trausti við skólastjórnendur og kennara
Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og ánægju með skólastarfið til fjölda ára.
02.12.2019 - 15:47
Segja gróflega vegið að starfsheiðri sínum
Stjórnendur og kennarar Grunnskóla Seltjarnarness lýsa vanþóknun sinni á ummælum og vinnubrögðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar/Neslistans á síðasta bæjarstjórnarfundi. Þeir segja gróflega vegið að heilindum sínum, fagmennsku og starfsheiðri. Þetta kemur fram í ályktun kennarafundar sem haldinn var í Valhúsaskóla í morgun. Kennsla var felld niður í dag því að kennarar og stjórnendur treystu sér ekki til að taka á móti börnum eftir gagnrýni sem þau fengu á bæjarstjórnarfundi.
02.12.2019 - 15:02
Kennarar telja bæjarfulltrúa hafa vegið að sér
Kennarar í Valhúsaskóla felldu niður kennslu í sjöunda til tíunda bekk í dag vegna óánægju með framgöngu kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn bað nemendur í tíunda bekk sem útskrifuðu síðasta vor, og foreldra þeirra, afsökunar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Þetta voru viðbrögð bæjarins vegna óánægju foreldra með hvernig staðið var að námsmati í skólanum í vor.
02.12.2019 - 10:31
Segir skólann fá falleinkunn
Skólanefndarmaður á Seltjarnesi segir Grunnskóla Seltjarnarness hafa fengið falleinkunn fyrir námsmat nemenda sem luku grunnskólagöngu í vor. Hann segir að vegna rangrar aðferðar við námsmat sé ekki hægt að treysta því að einkunnir séu réttar.
01.12.2019 - 12:27