Samgöngumál

Biden framlengir ferðabann til Bandaríkjanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst framlengja bann við ferðum annarra en bandarískra ríkisborgara til Bandaríkjanna frá Brasilíu, Bretlandi og öllum eða flestum Schengen-ríkjum. Þá tekur bannið líka til farþega frá Suður-Afríku og allra þeirra sem nýlega hafa verið í Suður-Afríku, jafnvel þótt þau ferðist frá ríkjum sem ekki eru á bannlistanum. Markmiðið er að stemma stigu við útbreiðslu nýrra og að líkindum meira smitandi afbrigða af COVID-19.
25.01.2021 - 00:41
Myndskeið
Nota jarðýtu til að komast til og frá bænum
Talsvert hefur snjóað um landið norðan og vestanvert seinustu daga. Í utanverðri Kinn í Þingeyjarsveit þurfa bændur að nota ýtu til að ryðja vatni og krapa af veginum svo að mjólkurbíllinn komist heim á bæi. Íbúar gagnrýna Vegagerðina fyrir aðgerðaleysi og óttast hvað gerist ef slys eða veikindi verða með ónýtan veg.
24.01.2021 - 21:48
Svíar banna ferðir frá Noregi
Sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að bann við ferðum til landsins frá Noregi taki gildi á miðnætti í kvöld, vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar í Noregi. Bann við ferðum frá Danmörku og Bretlandi hefur verið í gildi í Svíþjóð frá því í lok desember. Komubannið frá öllum ríkjunum gildir til 14. febrúar.
24.01.2021 - 17:06
Búið að aflétta rýmingum á Flateyri
Búið er að aflétta rýmingum í fjórum íbúðarhúsum á Flateyri sem voru rýmd í gær auk bensínstöðvarinnar í þorpinu. Rýmingar í atvinnuhúsnæði á Ísafirði eru enn í gildi. Búið er að opna veginn frá Ísafirði til Súðavíkur og vonir standa til að hægt verði að opna Steingrímsfjarðarheiði síðar í dag.
24.01.2021 - 15:02
Sjúkraflutningur í kafaldsbyl og ófærð
Björgunarsveitarmenn á Þórshöfn og víðar á Norðausturhorninu unnu þrekvirki í gær þegar koma þurfti sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyrar með hraði í ófærð og þreifandi byl.
24.01.2021 - 05:53
Varðskipið Þór fer vestur á Flateyri í nótt
Áhöfn á varðskipinu Þór hefur verið kölluð út. Varðskipið leggur úr höfn í Reykjavík síðar í kvöld vestur á Flateyri til að vera til taks vegna snjóflóðahættu. Varðskipið Týr liggur við bryggju á Akureyri vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga.
23.01.2021 - 19:12
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í kvöld, milli Bakkaselsbrekkunnar og Grjótár, og var heiðinni lokað í kjölfarið vegna hættu á frekari snjóflóðum. Engan sakaði. Töluvert var um að björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi þyrftu að aðstoða bíltstjóra í vanda.
23.01.2021 - 01:31
Rýmingu ekki aflétt á Siglufirði í dag
Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Það er óvissustig á öllu Norðurlandi og snjóflóðhætta á Vestfjðrum er að aukast. Það er mikil ófærð á öllu norðanverðu landinu, skafrenningur og slæmt skyggni.
Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu
Ólafsfjarðarmúla var lokað á áttunda tímanum í kvöld og hættustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu. Hættustig er vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og gul viðvörun í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði.
21.01.2021 - 21:20
Viðtal
Vonandi tímamót í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra, formlega nýja skýrslu, en Össur var formaður nefndar sem gerði skýrsluna „Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum“ að beiðni Guðlaugs Þórs. Í henni eru fjölmargar tillögur til að styrkja og efla samvinnu landanna. Guðlaugur Þór sagði í dag, er skýrslan var kynnt, að hann teldi hana marka tímamót.
Segir ekki ganga að fólk sé innikróað dögum saman
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútímasamfélagi að íbúar í 2.000 manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Siglfirðingur, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna. 
Icelandair stefnir á að senda MAX í loftið í mars
Gangi áætlanir eftir tekur Icelandair að minnsta kosti sex flugvélar af gerðinni Boeing-737 MAX í notkun í mars. Kanadísk flugmálayfirvöld samþykktu notkun vélanna í gær, áður hafði notkun þeirra verið samþykkt í Bandaríkjunum og búist er við að leyfi verði veitt í Evrópu í næstu viku. MAX-vélar verða allt að þriðjungur flugflota Icelandair á næstu árum.
20.01.2021 - 12:20
Hefur áhyggjur af tillögum frá almenningi um kjötbann
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af því á borgarstjórnarfundi í dag að of róttækar hugmyndir um takmörkun á bílaumferð og kjötneyslu væru að ryðja sér til rúms innan meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.
19.01.2021 - 17:09
Lokað um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur ófær
Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá er Siglufjarðarvegur ófær.
19.01.2021 - 09:56
Trump afléttir ferðabanni – Biden segir nei
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að ferðabanni frá Brasilíu og flestum ríkjum Evrópu verði aflétt frá og með 26. janúar. Farþegar frá þessum slóðum verða þó að framvísa neikvæðu COVID-19 sýni áður en þeir leggja af stað, segir í tilkynningu Trumps.
19.01.2021 - 01:07
100 þúsund færri bílar um Vaðlaheiðargöng
Um eitthundrað þúsund færri bílar keyrðu um Vaðlaheiðargöng á nýliðnu ári en árið tvöþúsund og nítján. Áætlað er að tekjur dragist saman um tuttugu prósent milli ára.
18.01.2021 - 21:34
Myndskeið
Fjarskiptasamband í Djúpi á að vera tryggt á þessu ári
Samgönguráðherra segir stórt verkefni að bæta fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Mælingar sýna að samband í Skötufirði var slitrótt þegar banaslys varð þar á laugardag.
Vill viðbragðsaðila framar í forgangsröð um bóluefni
Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði segir að aðstæður viðbragðsaðila við banaslys sem varð í Skötufirði á laugardag gefi til kynna hve brýnt sé að bólusetja þá. Tuttugu manns fóru í sóttkví eftir slysið.
Viðtal
Skólarúta og jeppi fóru út af veginum í hálku
Flughált er víða á landinu, þar á meðal á Biskupstungnabraut þar sem skólarúta og jeppi runnu út af veginum. Engin meiðsl urðu þó á fólki. Margir eru hins vegar í vandræðum með að komast leiðar sinnar.
15.01.2021 - 09:31
Vilja innkalla Tesla-bíla í Bandaríkjunum
Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum vilja að Tesla innkalli um 158 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna öryggisgalla. Gallinn er í skjám í mælaborði bílanna. Hann veldur sambandsleysi við bakmyndavél og fleiri vandamálum. Gallann er að finna í Model S bílum Tesla sem framleiddir voru frá árinu 2012 til 2018 og Model X bílum framleiddum frá 2016 til 2018.
14.01.2021 - 04:55
Náðu flugrita upp á yfirborðið
Köfurum tókst í dag að ná í annan flugrita Boeing farþegaþotunnar sem fórst á Javahafi á laugardag, skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Það var ferðritinn svonefndi sem þeir náðu. Hann skráir ýmsar tæknilegar upplýsingar meðan á flugferð stendur, svo sem flughraða og hæð.  
12.01.2021 - 14:15
Segir forsendur hlutafjárútboðs halda
Forstjóri Icelandair segir forsendur hlutafjárútboðsins halda þrátt fyrir að flug sé með minnsta móti. Hann spáir aukningu í vor og segir mikið að gera í fraktflutningum.
11.01.2021 - 19:38
Hafa fundið líkamsleifar og brak úr vélinni sem fórst
Björgunarsveitir hafa fundið líkamsleifar og brak úr farþegaþotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya, sem hrapaði í Javahaf skammt undan ströndum höfuðborgarinnar Jakarta í gær. Þá hafa leitarmenn numið boð frá neyðarsendi vélarinnar og er flaksins leitað út frá þeim. 
10.01.2021 - 07:07
Varð alelda skömmu eftir brotlendingu á Skálafelli
Einkaflugvélin sem brotlenti á Skálafelli í september fyrir tveimur árum varð alelda á skömmum tíma. Eldurinn kviknaði skömmu eftir að vélin skall í jörðina en flugmanninum tókst að komast út úr flakinu. Klukkustund leið þar til flugmanninum var bjargað og má það meðal annars rekja til þess neyðarboð gáfu til kynna að vélin hefði verið um 1,5 kílómetra frá slysstað. Leit hófst því við Móskarðshnjúka. Talið er að neyðarsendir vélarinnar hafi brunnið áður en uppfærð staðsetningarmerki fengust.
09.01.2021 - 17:46
Hefðu getað séð fyrir krefjandi aðstæður í Svefneyjum
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að aðstæður í Svefneyjum, þegar flugvél hafnaði í fjöruborðinu eftir flugtak í ágúst fyrir tveimur árum, hafi verið mjög krefjandi vegna veðurs. Það hefði þó verið hægt að sjá það fyrir ef ítarlegri veðurfarsupplýsinga hefði verið aflað.
09.01.2021 - 17:04