Samgöngumál

Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
Sýknaðir af mútubrotum - sakfelldir fyrir umboðssvik
Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis voru fyrir skömmu sakfelldir fyrir umboðssvik í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum. Þjónustustjórinn fyrrverandi hlaut tólf mánaða dóm en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilborðsbundna refsingu. Mennirnir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um mútubrot.
04.08.2020 - 16:56
Undirbúa heimild til þess að sekta strætófarþega
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt áform um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Í frumvarpinu verður lagt til að unnt verði að leggja févíti á þá farþega sem virða ekki reglur um greiðslu fargjalds, aðgangstakmarkanir, notkun aðgangskorta, umgegni eða aðra þætti í þjónustu rekstraraðila reglubundinna farþegaflutninga.
03.08.2020 - 16:45
Halda þarf aðra hönnunarkeppni um brú yfir Fossvog
Úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála felldi í júlí úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópabogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Því þarf að halda aðra hönunarkeppni, sem kemur til með að fresta framkvæmdinni. Verkefnastjóri borgarlínunnar telur þó að uppsetningu Borgarlínunnar á svæðinu verði lokið 2023, líkt og til stóð.
03.08.2020 - 16:17
Óttast öngþveiti í almenningssamgöngum
Samgönguyfirvöld í Svíþjóð óttast aukinn troðning í almenningssamgöngum víða um land þegar skólarnir hefjast á ný eftir sumarfrí. Dagens Nyheter greinir frá þessu.
03.08.2020 - 12:57
Landgangurinn við Herjólf hrundi
Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hrundi í dag þegar hann losnaði af festingum við afgreiðsluhúsið við höfnina. Landgangurinn er nýr og var settur upp í síðustu viku. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við fréttastofu að engan hafi sakað og engar skemmdir orðið á eignum. Eyjafréttir greindu frá í dag.
01.08.2020 - 18:44
Myndskeið
Hvorki tveggja metra regla né grímuskylda í strætó
„Þó við höfum notað orðið grímuskylda þá var nú ekki meiningin að gera þetta að skyldu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um tilkynningu sem Strætó sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni kom fram að farþegum yrði skylt að bera grímur í strætó.
Myndskeið
Enginn fer grímulaus um borð í Herjólf
„Í næstu ferð fer enginn um borð nema með grímu,“ segir skipstjóri Herjólfs. Margir voru með grímur um borð í morgun áður en nýju reglurnar tóku gildi, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan.
31.07.2020 - 14:13
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Samtök evrópskra starfsmanna í samgönguiðnaði (ETF) fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna flugfélagsins í garð flugfreyja. Samtökin gagnrýna harðlega að flugmenn félagsins hafi ekki hafnað því að þeir myndu ganga í störf flugfreyja þegar flugfreyjum var sagt upp fyrr í mánuðinum.
Ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð í strætó
Það er ómögulegt að tryggja tveggja metra bil milli farþega í öllum ferðum strætó, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum. 
31.07.2020 - 11:48
Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.
31.07.2020 - 10:52
Grímuskylda í strætisvögnum frá hádegi í dag
Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum, þrátt fyrir ummæli forsvarsmanna almannavarna í gær um að Strætó á höfuðborgarsvæðinu sé undanþeginn grímuskyldu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Strætó. Grímuskyldan tekur gildi klukkan 12:00 á hádegi í dag.
31.07.2020 - 09:39
Spánverji á sjötugsaldri gripinn með kókaín
Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
29.07.2020 - 17:46
Flugumferðarstjórar og Isavia ANS semja
Samkomulag hefur náðst í deilu Isavia ANS og flugumferðarstjóra vegna skerðingar á vinnu og launum flugumferðarstjóra.
28.07.2020 - 16:58
Af vegaframkvæmdum næstu daga
Næstu þrjú kvöld má búast við töfum á Þjóðvegi 1 milli Borgarness og Hafnarfjalls vegna malbiksviðgerða. Þá stendur til að malbika Austurveg á Selfossi og fræsa og malbika gatnamót og beygjuramp við Miklubraut. Gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar verða lokuð annað kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
28.07.2020 - 13:45
Nær helmingur fylgjandi Borgarlínu
Tæplega helmingur svarenda í skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins er hlynntur Borgarlínu, en tæpur þriðjungur segist mótfallinn henni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Könnunin náði til fólks um land allt og var stuðningurinn langmestur í Reykjavík þar sem 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi Borgarlínu en um fjórðungur mótfallinn.
28.07.2020 - 06:21
Rússar hefja millilandaflug á ný
Rússar ætla að hefja millilandaflug að nýju um næstu mánaðamót, eftir þriggja mánaða hlé vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fyrst í stað verður einungis flogið til þriggja landa.
24.07.2020 - 17:48
Farþegar BA rukkaðir um COVID-próf fyrir Íslandsferð
British Airways hefur beðist afsökunar á því að hafa krafið farþega, sem voru á leið til Íslands, um að fara í sýnatöku fyrir COVID-19 fyrir brottför. Þetta gerði flugfélagið þrátt fyrir að íslensk yfirvöld hafi lýst því yfir að ekkert mark yrði tekið á slíkum sýnatökum. COVID-prófið sem ferðamennirnir voru skikkaðir í kostaði 150 pund eða 26 þúsund og þeir þurftu síðan einnig að greiða fyrir annað COVID-próf á Keflavíkurflugvelli.
24.07.2020 - 08:11
FÍB: Einkaframkvæmd þriðjungi dýrari en ríkisframkvæmd
Það er þriðjungi dýrara að fjármagna fimm tilteknar vegaframkvæmdir með aðkomu einkafjárfesta, eins og lagt er til í samgönguáætlun, en ef ríkið fjármagnar þær eingöngu. Þetta segja útreikningar FÍB. Framkvæmdastjóri félagsins segir ríkið verða að fara betur með almannafé.
23.07.2020 - 21:55
Myndskeið
Djúp undiralda á vinnumarkaði
Fyrirætlanir Icelandair um að semja við annað stéttarfélag en Flugfreyjufélag Íslands voru aðför að stöðu verkalýðshreyfingarinnar, að mati prófessors í sagnfræði. Sérfræðingur í vinnumarkaðsfræði segir atburði síðustu daga gefa vísbendingar um djúpa og þunga undiröldu á vinnumarkaði. 
22.07.2020 - 18:55
Tafir á Miklubraut og Vesturlandsvegi í kvöld
Stefnt er að því að malbika tvo kafla á Miklubraut í kvöld og fræsa hluta af Vesturlandsvegi.
22.07.2020 - 15:18
Kæru vegna breytinga á Bústaðavegi hafnað
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur hafnað kæru íbúa við Birkihlíð vegna breikkunar og færslu Bústaðavegar. Íbúarnir kröfðust þess ákvörðun skipulags-og samgönguráðs um að veita framkvæmdaleyfi yrði felld úr gildi, hljóðmön færð til fyrra horfs og að bættur yrði sá gróður sem hefði verið skemmdur eða fjarlægður.
21.07.2020 - 08:46
Icelandair vill klára alla samninga fyrir mánaðamót
Icelandair hefur sett stefnuna á að klára samninga við 15 lánardrottna, stjórnvöld og flugvélaframleiðandann Boeing fyrir mánaðamót áður en farið verður í hlutafjárútboð í ágúst. Flugfélagið á viðræðum við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara.
21.07.2020 - 08:03
Ekki búið að kæra siglingu gamla Herjólfs
Vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi hefst á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi og að deilan verði leyst við samningaborðið.
20.07.2020 - 13:07
Viðtal
Fagnar því að kjaradeilan leystist við samningaborðið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að kjaradeila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafi verið leyst við samningaborðið. Hún segist hafa verið í samskiptum við ríkissáttasemjara en ekki hafa rætt beint við forstjóra Icelandair. Katrín segir að fyrirheit um aðstoð við Icelandair hafi byggt á því að það væri flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem hefði íslenska kjarasamninga á íslenskum markaði.
19.07.2020 - 18:40