Samgöngumál

Óheillakráka talin hafa valdið stórtjóni í Noregi
Yfirvöld í norska sveitarfélaginu Sandefjord grunar að kenna megi ólánsamri óheillakráku um eldsvoða sem leiddi af sér verulegar truflanir á lestasamgöngum og mikið fjárhagstjón.
05.10.2022 - 05:34
Grettir sterki verður Baldri innan handar næstu mánuði
Dráttarskipið Grettir sterki er komið til Stykkishólms. Þar verður hann Breiðafjarðarferjunni Baldri til halds og trausts þar til nýtt skip kemur í stað núverandi ferju.
Landinn
Ekkert mál að búa í Hrísey og vinna í landi
„Þetta er allt í hausnum á manni. Það eru milljónir manna út um allan heim sem þurfa að sækja vinnu miklu lengra en við erum að gera. Þetta er ekkert mál,“ segir Ómar Hlynsson íbúi í Hrísey.
03.10.2022 - 17:08
Viðtal
Rafmagni hleypt á Hólasandslínu
Hólasandslína, nýjasta háspennulínan í kerfi Landsnets, verður tekin í notkun með formlegum hætti í dag. Þá eykst raforkuöryggi á norðausturhorni landsins til muna og segir forstjóri Landsnets að það verði að einhverju leyti sambærilegt við Suðvesturland.
30.09.2022 - 13:48
Föst á Egilsstöðum
Munaði minnstu að aftur yrði flogið til Parísar
Búið var að tilkynna farþegum í vél franska flugfélagsins Transavia, sem beint var til Egilsstaða þegar Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöld, að flogið yrði með það aftur til Parísar þegar þau tíðindi bárust að búið væri að opna fyrir umferð til Keflavíkur á ný. Farþegar fengu ekki að fara út úr vélinni á meðan hún staldraði við á Egilsstöðum.
29.09.2022 - 04:50
Búið að opna fyrir umferð um Keflavíkurflugvöll
Keflavíkurflugvöllur hefur verið opnaður fyrir flugumferð að nýju, eftir að hafa verið lokaður í um það bil fjórar klukkustundir vegna sprengjuhótunar um borð í þotu bandaríska flutningafélagsins UPS, sem lenti á vellinum á tólfta tímanum í gærkvöld. Viðbragðsaðilar voru enn að á fimmta tímanum í nótt, þegar þetta er skrifað en engin sprengja hefur fundist í vélinni.
29.09.2022 - 04:29
Öllu flugi beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar
Öllu flugi hefur verið beint frá Keflavíkurfluvelli til annarra flugvalla á landinu og erlendis vegna komu flutningavélar á vegum UPS, sem var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna þegar sprengjuhótun barst. Var vélinni þá beint til Keflavíkur þar sem hún lenti á tólfta tímanum í kvöld. Keflavíkurflugvöllur er lokaður fyrir allri flugumferð um óákveðinn tíma vegna þessa.
Umboðsmaður minnir Dag á fyrirheit um ókeypis í Strætó
Bæjarstjórar þeirra sveitarfélaga sem eiga Strætó og borgarstjórinn í Reykjavík hafa hunsað erindi sem umboðsmaður barna sendi í desember og snerist um hækkun á árskorti fyrir ungmenni í Strætó úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur. Á sama tíma lækkaði mánaðarkort fyrir fullorðna. Umboðsmaður minnir borgarstjóra á fögur fyrirheit nýs meirihluta; að það eigi að vera frítt í Strætó fyrir öll grunnskólabörn.
27.09.2022 - 16:34
Segir nauðsynlegt að bæta sjóvarnir í Húsavíkurhöfn
Nauðsynlegt er að gera breytingar á innsiglingunni í Húsavíkurhöfn til að stöðva sjógang inn í höfnina. Forseti bæjarstjórnar segir hafnarmynnið eins og stórfljót við ákveðnar aðstæður. Þar urðu skemmdir á flotbryggjum og bátum um helgina.
27.09.2022 - 14:16
Hæsta krafan 6,5 milljónir króna
Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu samtals 171 milljón króna í fyrra. Sem fyrr er ölvun tjónvalda í umferðinni helsta ástæða endurkrafna en endurkröfum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna fer hlutfallslega fjölgandi.
27.09.2022 - 11:05
Ölvun á rafhlaupahjólum bönnuð
Refsivert verður að fara um ölvaður á rafhlaupahjóli verði frumvarpsdrög innviðaráðherra að lögum. Þá leggur ráðherra til að börnum yngri en 13 ára verði óheimilt að aka smáfaratækjum. Einnig verður lagt bann við því að breyta hjólunum og hækka þannig hámarkshraða þeirra.
23.09.2022 - 15:11
Fá hvorki flugmiða né Loftbrú endurgreidda
Ódýrasta flugfargjald Icelandair, Economy Light, veitir enga endurgreiðslu, hvorki hjá Icelandair eða Loftbrú, ef notandinn gerir sjálfur breytingar á flugmiðanum. Við þetta eru notendur loftbrúnnar ósáttir og vonast eftir úrbótum.
23.09.2022 - 13:50
Ísland áttunda neðst yfir hlutfall látinna í umferðinni
Ísland er í áttunda neðsta sæti meðal Evrópuríkja á lista yfir fjölda látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa. Eitt markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði meðal þeirra fimm neðstu.
23.09.2022 - 06:35
Hjólið vel nothæft allan ársins hring á Íslandi
Ráðstefnan Breyttar ferðavenjur fór fram í Menningarhúsinu Hofi í gær í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni. Skipulagsfulltrúi Akureyrbæjar segir kröfu fólks um aðskilda göngu- og hjólastíga sífellt aukast, sérstaklega með rafvæðingu síðustu ára.
Fé til viðhalds vega í Færeyjum uppurið þetta árið
Fjármunir til viðhalds vega í Færeyjum eru uppurnir í ár. Ráðherra samgöngumála heitir því að viðgerðir á vegum verði í forgangi á næsta ári.
Innviðaráðherra: „Það var erfitt að horfa“
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að auka þurfi fræðslu til erlendra ferðamanna um hvernig eigi að keyra á íslenskum vegum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvort setja eigi mörk um hámarksaldur eða hámarksakstur bílaleigubíla. Hann vonar að sorgarsaga breskrar fjölskyldu, sem lenti í hræðilegu bílslysi hér á landi, verði öðrum víti til varnaðar.
Sjónvarpsfrétt
Tekur frásögnina nærri sér og lofar breytingum
Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess að stuðla að auknu öryggi ferðamanna í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 í Kveik í gær. Sérstaklega verði litið til aldurs og heildaraksturs bílaleigubíla. Ráðherra segist taka frásögnina nærri sér og lofar breytingum.
Spegillinn
Veggjöld á höfuðborgarsvæðinu handan við hornið
Innheimta veggjalda gæti hafist á höfuðborgarsvæðinu innan tveggja ára. Gjaldtakan á að skila um fimm til sex milljörðum á ári en féð nýtist í þær samgönguframkvæmdir sem eru fyrirhugaðar á svæðinu, svo sem borgarlínu, Fossvogsbrú og umferðarstokka.
Flogið milli Akureyrar og Keflavíkur næsta vor
Icelandair hyggst hefja beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur í vor. Frá þessu greindi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Flogið verður snemma á morgnana frá Akureyri til Keflavíkur, til móts við brottfarir til Evrópu og komur frá Norður-Ameríku. Flesta daga vikunnar verður einnig flogið seinni partinn.
20.09.2022 - 09:21
Boðuðu forstjóra Icelandair á fund um innanlandsflugið
Forstjóri Icelandair hefur verið boðaður á fund á Akureyri í dag í til að ræða ítrekaðar truflanir í innanlandsflugi félagsins. Fulltrúi sveitarfélaga á Norðausturlandi segir að traust íbúanna til flugfélagsins hafi beðið mikinn hnekki.
19.09.2022 - 13:51
Vildu bætur fyrir að fljúga með „rangri flugvél“
Samgöngustofa hefur hafnað kröfu fjögurra farþega sem kröfðust þess að fá skaðabætur eftir að hafa flogið með Fly2sky-leiguflugvél til Alicante á vegum Play en ekki Airbus-vél flugfélagsins eins og þeir höfðu bókað.
17.09.2022 - 16:34
„Er bara beðið eftir því að við pökkum saman og förum?“
Rekstur Grímseyjarferjunnar verður brátt boðinn út, sem gerir að verkum að bókunarkerfið nær ekki lengra en fram í apríl á næsta ári. Ferðaþjónustuaðili á svæðinu segir það ólíðandi á þessum háannatíma í bókunum.
16.09.2022 - 18:00
Segir börn á leið úr Vogabyggð oft í hættu á Sæbraut
Íbúi í Vogabyggð er orðinn langþreyttur á aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir á Sæbraut. Börn sem sækja skóla hinumegin við Sæbraut þurfa á hverjum degi að fara yfir umferðarþunga götuna og oft skapast þar hætta.
BSO verður um kyrrt fram í maí
Bifreiðastöð Oddeyrar, betur þekkt sem BSO, verður áfram til húsa við Strandgötu í miðbæ Akureyrar líkt og síðustu 66 ár. Bæjarráð Akureyrar veitti í gær framlengingu á stöðuleyfi til 31. maí á næsta ári.
15.09.2022 - 16:04
Endurræsing ferðaþjónustunnar
Fyrir heimsfaraldur var íslensk ferðaþjónusta á leið út af teinunum með miklum átroðningi ferðamanna sem innviðauppbygging hélt ekki í við. Styrking krónunnar síðustu misseri hafi sjálfkrafa vinsað út beturborgandi ferðamenn sem skilja nú eftir sig meiri verðmæti en þeir sem áður ferðuðust til Íslands. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi Samtaka ferðaþjónustunnar í Hörpu í dag sem bar yfirskriftina Endurræsing.
14.09.2022 - 22:36