Samgöngumál

Mikill hafís norðvestur af landinu miðað við árstíma
Talsvert mikill hafís er á Grænlandssundi og Íslandshafi miðað við árstíma samanborið við undanfarin ár. Þetta segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
11.04.2021 - 18:08
Segir einhvern hafa opnað inn í brunninn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði í gærkvöld konu upp úr vatnsbrunni við Lágafell í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir greinilegt að einhver hafi opnað brunninn. Hann hafi ekki staðið opinn.
11.04.2021 - 15:14
Féll ofan í ískalt vatn í brunni
Slökkviliðsmenn komu konu til bjargar í Mosfellsbæ í gærkvöld sem hafði dottið ofan í vatnsbrunn.
11.04.2021 - 08:10
Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.
Vikulokin
Kallar eftir samráði við setningu reglugerða
Formaður velferðarnefndar segir að samvinna við þá sem sjá um framkvæmd nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um aðgerðir við komuna til landsins hefðu átt að hafa meiri aðkomu að setningu hennar. Fyrri reglugerð var ekki í samræmi við lög.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
Nýorkubílar eru um 67% nýskráðra bíla á árinu
Nýskráningum svokallaðra nýorkubíla heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg en hlutfall þeirra er um 67% af seldum bílum það sem af er árinu. Hlutfall þeirra var nálægt 60% á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum bíla fækkaði nokkuð milli ára.
Ekki hægt að stóla endalaust á sjálfboðaliða við gosið
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ótækt að manna vöktun og gæslu með sjálfboðaliðum björgunarsveita við gosstöðvarnar til langs tíma litið. Stefnt sé að því að fá landverði til að taka við hlutverkinu, sem gæti haft góð áhrif á atvinnulíf Suðurnesjamanna.
09.04.2021 - 17:05
Aukning í frakt- og innanlandsflugi Icelandair
Fraktflutningar Icelandair jukust á milli ára í marsmánuði í ár en heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í flutningatölum fyrir mars sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
Fólk hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar
Borgarbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun vegna mikils styrks köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks í andrúmsloftinu.
Spegillinn
Íbúa dreymir um samgöngubætur en vilja halda skólum
Í sumar og haust verður kosið um sameiningar í 11 sveitarfélögum. Þetta eru fjögur sveitarfélög á Norðvesturlandi, tvö á Norðausturlandi og fimm á Suðurlandi. Í öllum kosningunum gildir það sama, íbúar í hverju sveitarfélagi þurfa að samþykkja sameiningu svo af henni verði. Ef íbúar á einum stað fella, verður ekki sameinað í hinum sveitarfélögunum á svæðinu.
Umferð um Súesskurðinn komin í eðlilegt horf á ný
Fráflæðisvandinn sem myndaðist á Súesskurði við strand hins risavaxna gámaflutningaskips Ever Given á dögunum leystist endanlega í gær og er umferð um skurðinn farin að ganga sinn vanagang. Þetta upplýsti Osama Rabie, stjórnarformaður Súesskurðarins í gær.
04.04.2021 - 06:44
Sjónvarpsfrétt
Sprengingin áminning um eldhættu í Múlagöngum
Sprengingin í Múlagöngum á dögunum er að mati bæjarstjórans í Fjallabyggð áminning um að göngin eru klædd innan með eldfimu efni. Hann undrast að lögregla skyldi ekki tilkynna bæjaryfirvöldum strax um atburðinn.
Ríkið hleypur undir bagga með Strandabyggð
Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórn Strandabyggðar undirrituðu í dag samkomulag um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins.
30.03.2021 - 18:04
Farþegar með bólusetningarvottorð skulu fara í sýnatöku
Þeim farþegum sem koma til landsins frá og með 1. apríl næstkomandi og framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu ber að fara í eina sýnatöku. Þeim ber þó ekki að dvelja í sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað sínum.
Láta Delta finna til tevatnsins í færslu um Íslandsflug
Bandarískir Twitter-notendur hafa hvatt farþega til að sniðganga flugfélagið Delta eftir að það lýsti yfir stuðningi við umdeild kosningalög sem samþykkt voru í Georgíu-ríki í síðustu viku. Færsla flugfélagsins um væntanlegt Íslandsflug á Twitter var undirlögð af fólki sem sagðist ætla að fljúga til landsins en með öðru flugfélagi eða lýsti því yfir því að það myndi aldrei aftur fljúga með Delta.
30.03.2021 - 10:00
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Búið að losa flutningaskipið Ever Given
Það virðist sem það sé loksins að takast að losa flutningaskipið Ever Given úr Súes-skurðinum. Hver fréttatilkynningin á fætur annarri berst austan frá, nú síðast að búið sé að rétta skipið um 80% af. Talsmaður útgerðarinnar sagði örlítið fyrr að búið væri að snúa skipinu, en það væri ekki komið á flot.
29.03.2021 - 04:20
Endurbætur á sjóvarnargörðum í Fjallabyggð
Á næstunni hefjast endurbætur á sjóvarnargörðum í höfnum í Fjallabyggð. Hækka þarf varnargarða, til að varna því að sjór flæði á land, og gera við skemmdir af völdum sjógangs.
28.03.2021 - 19:12
Heimskviður
Kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágústsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var meðal annars fyrsti formaður landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979.
Fjórir bílar fastir á Austurlandi
Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull voru kallaðar út fyrir austan vegna fastra bíla á Fjarðarheiði og í Möðrudalsöræfum. Að sögn Lögreglunnar á Egilsstöðum voru tveir bílstjórar búnir að tilkynna að þeir væru fastir á Fjarðarheiði, og aðrir tveir á Möðrudalsöræfum. Björgunarsveitarfólk er nú á leið til þeirra.