Samgöngumál

Icelandair: 9 ferðir á viku til Danmerkur frá 15. júní
Icelandair ætlar að fljúga níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar frá 15 júní. Forstjórinn vonast til að hægt verði að endurráða starfsfólk en segir framboð ferða alltaf ráðast af eftirspurn.
Myndskeið
Hættulegt að aka húsbíl í miklum vindi
Fyrsta stóra ferðahelgin gengur nú í garð með aukinni umferð frá höfuðborgarsvæðinu. Forvarnarfulltrúar tryggingafélags hvetur fólk til að aka ekki húsbílum eða draga tengivagna í miklum vindi og ekki í meira en 15 metrum á sekúndu. Þess eru dæmi að húsbílar hafi splundrast í miklu roki. 
29.05.2020 - 19:07
Myndskeið
Segir að breyta verði rekstri Icelandair
Norskur sérfræðingur í flugrekstri segir að Icelandair þurfi að leggja af áherslu sína á að flytja farþega til og frá Evrópu og einbeita sér að því að flytja farþega til Íslands. Samkeppnin sé að verða of hörð. Félagið verði að taka rækilega til í rekstrinum svo bjarga megi flugfélaginu.
28.05.2020 - 18:42
Segir Isavia ANS ekki geta sagt upp starfsfólki annarra
Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir félagið sjálfstætt félag og því geti uppsagnir ekki farið eftir starfsaldurslista sem taki þá til fleiri félaga. Flugumferðarstjórar telja listann gilda og því séu uppsagnir hundrað flugumferðarstjóra andstæðar honum.
28.05.2020 - 13:41
Myndskeið
Ranglega farið að uppsögnum segja flugumferðarstjórar
Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að kjarasamningar hafi verið virtir að vettugi þegar ákveðið var að segja upp 100 flugumferðarstjórum hjá Isavia ANS og ráða þá í 75 prósent starf. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS telur að reksturinn verði kominn í sæmilegt jafnvægi fyrri hluta næsta árs.
27.05.2020 - 18:21
Tryggja samgöngur milli byggða - „Það stefndi í óefni“
Auknar fjárveitingar hafa verið tryggðar til reksturs almenningssamgangna milli byggða. Um er að ræða siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna milli byggða. Einnig verður Isavia bætt tekjutap á innanlandsflugvöllum og ferðir Baldurs um Breiðafjörð tryggðar í sumar.
Flugumferðarstjórum sagt upp og ráðnir í lægra hlutfall
Öllum flugumferðarstjórnum í flugstjórnarmiðstöðinni hjá Isavia ANS, dótturfélagi ISAVIA, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Vísir sagði fyrst frá uppsögnunum, en í frétt Vísis kemur fram að um hundrað flugumferðarstjóra sé að ræða. 
27.05.2020 - 15:59
Gætu að hámarki skimað 500 manns á dag
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er ekki í stakk búin til að vinna nema 500 veirsýni á dag fyrir farþega þegar skimanir á Keflavíkurflugvelli hefjast. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnastjórnar um opnun landamæra.
26.05.2020 - 15:50
Heimildir til að vísa fólki burt þurfa að vera skýrar
„Eftirfylgni gagnvart þeim sem ekki ætla sér að hlíta sóttvarnarráðstöfunum getur verið erfið í framkvæmd. Upp hafa komið dæmi þar sem lögregla hefur þurft að hafa slík afskipti af fólki,“ segir í skýrslu verkefnastjórnar um opnun landamæra. Skýrslan var birt eftir hádegi í dag. Meginniðurstöður hennar eru að gerlegt sé að hefja skimanir á Keflavíkurflugvelli í stað þess að krefjast tveggja vikna sóttkvíar. Ýmiss skilyrði þarf þó að uppfylla.
26.05.2020 - 15:20
Áhætta fyrir spítalann að hefja skimanir í Keflavík
Það verður veruleg áhætta fyrir Landspítala í sumar að hefja skimanir á Keflavíkurflugvelli í stað tveggja vikna sóttkvíar fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands. Spítalinn mun strax fara á hættustig með fyrsta sjúklingi sem þarfnast innlagnar, með tilheyrandi röskun á starfsemi spítalans.
26.05.2020 - 14:37
Telja gerlegt að bjóða sýnatöku á Keflavíkurflugvelli
Það er gerlegt að bjóða þeim sem koma til Íslands frá 15. júní að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli í stað þess að sæta tveggja vikna sóttkví, eða skila inn vottorði sem sýnir niðurstöðu úr sýnatöku erlendis. En til þess að svo megi verða þarf að ráðast í ýmsar aðgerðir. Þetta er niðurstaða verkefnastjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum.
26.05.2020 - 12:26
Þjóðverjar opna fyrir flugferðir til Íslands
Ísland verður meðal þeirra áfangastaða sem þýska ríkisstjórnin er tilbúin að létta ferðahömlur af um miðjan næsta mánuð, ef kórónuveirufaraldurinn leyfir. Frá þessu greinir þýska fréttaveitan DPA.
26.05.2020 - 06:11
Þýska ríkið eignast fimmtungshlut í Lufthansa
Þýska flugfélagið Lufthansa náði samkomulagi við þýsk stjórnvöld í gær um níu milljarða evra björgunarpakka til þess að forða því frá gjaldþroti. Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í fyrirtækinu, sem það hyggst svo selja fyirr árslok 2023. Samkomulagið á eftir að fá samþykki hluthafa í Lufthansa og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins áður en það öðlast gildi. 
26.05.2020 - 04:36
Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29
Flugfreyjur hafa boðið tímabundinn fleytisamning
Flugfreyjur hafa boðið Icelandair svokallaðan fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann í kreppunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins segir þó ekki koma til greina að skerða laun og réttindi  flugfreyja til frambúðar.
22.05.2020 - 15:58
Icelandair fær sennilega að auka hlutafé
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ekki von á öðru en að stjórn Icelandair fái heimild til að auka hlutafé í félaginu á hluthafafundi í dag. Lífeyrissjóðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann taki þátt í hlutafjárútboðinu.
22.05.2020 - 12:45
útvarpsfrétt
Þekkt aðferð til að rjúfa samstöðu
Flugfreyjur sitja nú á félagsfundi og ræða stöðuna í kjaradeilunni við Icelandair. Forseti Alþýðusambandsins segir að forstjóri Icelandair beiti þekktum aðferðum til að rjúfa samstöðu flugfreyja. Aðfarir félagsins verði ekki látnar óátaldar.
Viðtal
Þrauka þótt tekjur verði engar út árið
Isavia getur þraukað þetta ár þótt svo tekjurnar verði engar segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri fyrirtækisins. Hann segir að nú eigi Keflavíkurflugvöllur að geta tekið við aukinni flugumferð hvenær sem er.
22.05.2020 - 08:22
Hefja flug á ný
Stjórnendur breska lágfargjaldaflugfélagsins Easy Jet tilkynnti í morgun að félagið ætli að hefja farþegaflug á ný 15. júní. Flugfélagið lagði öllum flugvélum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst um sinn gerir flugfélagið aðeins ráð fyrir að sinna takmörkuðu innanlandsflugi í Bretlandi og Frakklandi. Þó kunna fleiri flugferðir að bætast við eftir því sem útgöngu- og samkomubönn eru rýmkuð og eftirspurn eykst.
21.05.2020 - 09:09
Kínverjar fjárfesta í flugfélaginu Norwegian
Kínverska ríkið hefur keypt um það bil fjögur hundruð þúsund hluti í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ríkisfyrirtækið BOC Aviation er skráð fyrir kaupunum. Með þeim eignast Kínverjar 12,67 prósenta hlut í flugfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu þess til kauphallarinnar í Ósló í dag.
20.05.2020 - 14:46
Myndskeið
Umferðin breyttist við sönginn
Fjölgun kórónuveirusmita varð til þess að draga úr umferð á höfuðborgarsvæðinu og svo samkomubann. Þá hafði söngur þríeykisins og poppara landsins letjandi áhrif á akstur. 
19.05.2020 - 19:22
Lánar Isavia rúma sex milljarða
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt að lána Isavia 40 milljónir evra sem eru um 6,3 milljarðar króna. Er þetta lokadráttur vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,
19.05.2020 - 12:53
Byrja að sekta fyrir nagladekkin í vikunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu byrjar að sekta fyrir notkun nagladekkja frá og með 20. maí. Ökumenn eru því hvattir til að skipta strax af nagladekkjum til að forðast sektir.
18.05.2020 - 11:50
Sumaráætlun Strætó tekur gildi á morgun
Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun aka samkvæmt sumaráætlun frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þjónustuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins sé því lokið og allar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu munu því aka samkvæmt óskertri áætlun fyrir utan leiðir 18, 24 og 28, en þær munu áfram aka á 30 mínútna fresti í sumar. 
17.05.2020 - 18:18
Flugfreyjur og Icelandair á vinnufundum
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair eru nú á svokölluðum vinnufundum, en formlegur samningafundur hefur ekki verið boðaður. Icelandair leggur áherslu á að ná samningum fyrir hlutahafafund á föstudag
17.05.2020 - 12:25