Samgöngumál

„Af brautinni alveg í hvínandi hvelli. Vélin er komin“
Litlu mátti muna að De Havilland Dash 8-400 vél frá Flugfélagi Íslands rækist í sandara þegar hún var að koma inn til lendingar á Egilsstaðaflugvelli í febrúar á síðasta ári. Flugradíómanni á flugvellinum gafst ekki tími til að vara flugmennina við sandaranum og flaug vélin því yfir hann. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áætlar að minnsta fjarlægð flugvélarinnar frá sandaranum hafi verið um tíu metrar.
23.06.2021 - 18:34
Áformað að þjóðnýta Cabo Verde Airlines
Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja segir að til standi að þjóðnýta flugfélagið Cabo Verde Airlines. Það hefur síðustu ár verið í meirihlutaeigu dótturfélags Icelandair Group og íslenskra fjárfesta.
23.06.2021 - 12:09
WOW air búið að sækja um flugrekstrarleyfi
Flugfélagið WOW air hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem starfar fyrir Michele Ballarin eiganda WOW, segir að fullur ásetningur sé til þess að endurreisa hið fallna félag, að því er Fréttablaðið segir frá.
23.06.2021 - 08:50
Brýnt að byggja upp Þrengslin lokist Suðurstrandarvegur
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu segir bæjarstjórinn i Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Opinn fyrir rafskútubanni um helgar
Hugmyndir um að leyfa ekki leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er mjög áhugaverð segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.
22.06.2021 - 14:43
Ná fram „launahagræðingu en ekki úr umslagi launþega“
Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Play var í morgun en flugfélagið stefnir á að fá allt að 4,3 milljarða aukningu á hlutafé. Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, sem kynnti starfsemina sagði ákveðins misskilnings hafa gætt um kjör starfsmanna félagsins og kvaðst feginn að þeirri dulúð væri aflétt.
22.06.2021 - 11:37
Kalt er á fjöllum og Sprengisandur að mestu ófær
Meira en helmingur Sprengisandsleiðar er ófær og lokaður vegna snjóa og aurbleytu. Kjalvegur er fær fjallabílum en verið er að hefla fyrir fólksbíla inn að Hveravöllum  Nokkrir tugir göngugarpa hafa lagt á Laugaveginn. Flestir gista í skála því lítt viðrar til tjaldútilegu.
22.06.2021 - 11:01
Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag
Hlutafjárútboð í nýja íslenska flugfélaginu Play hefst á fimmtudag og stefnir félagið að því að ná allt að 4,3 milljörðum króna í nýtt hlutafé. Áætlanir Play gera ráð fyrir að tekjur þess gætu numið 25 milljón dollurum eða tæpum 3,1 milljarði króna á þessu ári, en að þær gætu margfaldast á næstu árum.  
21.06.2021 - 21:49
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Forstjórinn látinn fara og fjármálastjórinn tekur við
Jacob Schram er hættur sem forstjóri norska flugfélagsins Norwegian. Frá þessu er greint í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Þar segir Svein Harald Oygard stjórnarformaður að Schram hafi verið látinn fara en hann hefur ekki viljað ræða ástæðu uppsagnarinnar við norska fjölmiðla.
21.06.2021 - 07:49
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Níu hinna látnu eru börn á aldrinum frá níu mánaða til sautján ára. Illviðri gengur yfir svæðið og telja sérfræðingar rekja megi slysið til þess.
21.06.2021 - 02:41
Varað við hvassviðri á vestanverðu landinu
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri á vestanverðu landinu. Samkvæmt spá Veðurstofunnar gengur í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu með rigningu, en hvassara verður í vindstrengjum á Vesturlandi. 
21.06.2021 - 01:17
Hvalfjarðargöngin opin að nýju öðru sinni í kvöld
Umferð hefur verið hleypt um Hvalfjarðargöng að nýju eftir umferðaróhapp sem varð þar á tólfta tímanum.Tvisvar þurfti að loka göngunum í kvöld vegna umferðaróhappa og varðstjóri hjá slökkviliði hvetur ökumenn til aðgátar.
Hvalfjarðargöng opin að nýju eftir umferðaróhapp
Hvalfjarðargöng eru opin fyrir umferð að nýju eftir að þrír bílar skullu þar saman í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs hvetur til varkárni á vegum úti enda umferð tekin að þyngjast.
Reykjavíkurflugvöllur á skipulagi til 2032
Íbúðamagn er aukið á ýmsum reitum í borginni og nýr stokkur fyrir bílaumferð um Sæbraut er settur inn í skipulag. Þá er landnotkun vegna flugvallar framlengd til ársins 2032.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Evrópusambandið afléttir ferðabanni íbúa átta ríkja
Evrópusambandið samþykkti í gær að aflétta ferðabanni sem í gildi hefur verið gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir, ásamt borgurum sjö ríkja og svæða til viðbótar, komast þar með á hvítlista sambandsins sem heimilar ferðalög til ríkja þess að nýju.
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Völlurinn uppspretta 40 prósent umsvifa á Suðurnesjum.
Í dag verðar kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt að sjálfbærri framtíð. Keflavíkurflugvöllur er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum.
16.06.2021 - 09:28
Breyting á ferðaþjónustunni til framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók skóflustungu að nýrri 1100 fermetra nýbyggingu sem byggð verður við núverandi flugstöð á Akureyri. Auk nýrrar flugstöðvar verður flughlaðið stækkað þannig að flugvöllurinn verður betur í stakk búinn til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta vél Play komin
Fyrsta vél flugfélagsins Play lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis og var tekið á móti henni með viðhöfn. Fyrsta áætlunarflugið verður í næstu viku.
15.06.2021 - 19:58
Tillögur um hönnun umferðarstokka kynntar
Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar um hönnun Miklubrautarstokks og Vogabyggðarstokks á opnum fundi borgarstjóra Reykjavíkur undir yfirskriftinni Reykjavík á tímamótum: Miklabraut og Sæbraut í stokk. 
Fimm létust í flugslysum í Ölpunum um helgina
Fimm létust í tveimur flugslysum í svissnesku Ölpunum um helgina og lögregla rannsakar nú hvort slysin tvö tengist með einhverjum hætti. AFP fréttastofan greinir frá.
14.06.2021 - 19:14
Út í geim í 10 mínútur fyrir 28 milljónir dollara
Dularfullur og óþekktur einstaklingur bauð 28 milljónir bandaríkjadala í farmiða út í geim sem Jeff Bezos, stofnandi Amazon bauð til sölu í gær. Flugsætið rándýra er um borð í geimskipi Blue origin fyrirtækisins sem er í eigu Bezos.
13.06.2021 - 03:49
Kölluðu Hálendisþjóðgarð opinbera útför
Fjöldi atkvæðagreiðslna stendur ný yfir á Alþingi. Tillaga um að vísa frumvarpi Umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnar var samþykkt. Þar með er formlega ljósa að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu málið opinbera útför.