Samgöngumál

Sjónvarpsfrétt
Umferð stöðvuð á Hringbraut í átaki gegn ölvunarakstri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp vegartálma á Hringbraut í Reykjavík í kvöld, þar sem hver einasti ökumaður var prófaður með áfengismæli. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að því miður hefðu aðeins liðið nokkrar mínútur þar fyrsti ökumaðurinn mældist ölvaður undir stýri.
Fyrirséð tap vegna Vaðlaheiðarganga
Fyrirséð er að ríkissjóður taki á sig högg vegna lánveitingar til Vaðlaheiðaganga hf.
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir betri Vatnsnesvegi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur sett af stað hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg. Sveitarstjóri segir óásættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árunum 2030 til 2034 og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Rafskútur í París á gönguhraða
Borgaryfirvöld í París hafa samþykkt að lækka hámarkshraða rafskútna á flestum götum borgarinnar niður í 10 kílómetra á klukkustund í íbúðagötum. Þó má áfram aka á 20 kílómetra hraða á hjólreiðastígum og breiðstrætum, sem tengja borgina við úthverfi. Rafskútuleigum verður gert að uppfæra hubúnað í skútunum þannig að þær komist ekki hraðar en reglur segja til um hverju sinni.
25.11.2021 - 18:17
Samþykkja kaup á óvirkum innviðum Sýnar og Nova
Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup félagsins ITP ehf á óvirkum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova. ITP er í eigu bandaríska sjóðsstýringafélagsins Digital Bridge Group Inc.
23.11.2021 - 23:26
Norðan hríð í nótt og varasamt ferðaveður
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðan hríðar sem gengur yfir stóran hluta landsins í nótt og í fyrramálið.
23.11.2021 - 22:02
Refsiaðgerðir gegn hvítrússnesku flugfélagi
Evrópusambandið ætlar að koma í veg fyrir að hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia fái að taka flugvélar á leigu af fyrirtækjum innan sambandsins. Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, tilkynnti þetta á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi í dag.
23.11.2021 - 16:33
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
Sjónvarpsfrétt
Umferðaröryggi aukist, en maðurinn aðal áhrifavaldurinn
Betri vegir og betri bílar hafa aukið umferðaröryggi, en maðurinn er samt alltaf aðal áhrifavaldurinn, segir samgönguráðherra. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst í dag.
21.11.2021 - 19:51
Eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu í flugstöð
Maður á fimmtugsaldri er eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu sem hann hafði í fórum sínum á flugvelli við Atlantaborg í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað meðan starfsmaður í flugstöðinni var að gegnumlýsa tösku byssueigandans.
Bilun í smáforriti gerði rafbíla óvirka um stund
Allmargir eigendur rafmagnsbíla bandaríska framleiðandans Tesla víða um heim lentu í því að koma bílnum sínum ekki í gang. Forstjóri fyrirtækisins hafði persónulega samband við marga og hét því að vandinn endurtæki sig ekki.
20.11.2021 - 04:47
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28
Vel miðar við gangagerð í Færeyjum
Aðeins á eftir að bora rúmlega fimmhundruð metra þar til neðansjávargöngin kennd við Sandey í Færeyjum verða tilbúin. Göngin verða tæpir elllefu kílómetrar að lengd og eiga að tengja Straumey og Sandey.
20.11.2021 - 02:55
Kanadaher aðstoðar íbúa hamfarasvæða
Kanadaher mun aðstoða íbúa þeirra svæða sem verst urðu úti í hamfaraveðrinu í Bresku Kólumbíu. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna gríðarlegra flóða og aurskriðna sem ollu verulegu tjóni, því mesta í manna minnum.
Tilraunaferðir tunglfars SpaceX hefjast á næsta ári
Auðkýfingurinn Elon Musk stofnandi Tesla bílaframleiðandans og eigandi SpaceX segir að fyrsta tilraunaferð Starship geimfars fyrirtækisins sem ætlað að flytja geimfara til tunglsins verði snemma á næsta ári.
18.11.2021 - 04:17
Lögregla þurfi að hraðamæla rafmagnshjól
Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna, telur ekki þörf á því að gerðir séu sérstakir hjólastígar fyrir hraðari hjólaumferð. Þá bendir hann á að það sé í verkahring lögreglunnar að taka rafmagnshjól eða létt bifhjól úr umferð sem fari of hratt á göngu- eða hjólastígum.
Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.
16.11.2021 - 05:12
Nýtt greiðslukerfi og ný gjaldskrá á morgun
Strætó hefur notkun á nýju snertilausu greiðslukerfi í höfuðborginni á morgun. Að auki tekur gildi breytt og einfölduð gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó segir breytinguna hafa reynst vel í prófunum og hvetur notendur til þess að hlaða niður nýja greiðsluappinu, KLAPP.
15.11.2021 - 12:40
Heimskviður
Norrænt samstarf eftir COVID
Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við. Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar segir að þetta megi ekki gerast aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfsbróðir hennar, vonar að þeirri öfugþróun sem var í norrænu samstarfi hafi verið snúið við á þingi Norðurlandráðs í Kaupmannahöfn.
Meðalhraðamyndavélar teknar í notkun eftir helgi
Í byrjun næstu viku verða teknar í notkun hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á milli punkta. Þetta eru fyrstu slíkar myndavélar sem teknar eru í notkun hér á landi.
Mildi að ekki fór verr þegar tjörupapparúlla féll á bíl
Mildi þykir að ekki fór verr þegar tjörupapparúlla féll ofan af þaki byggingar við Grettisgötu í Reykjavík og lenti á þaki fólksbíls sem stóð í bílastæði fyrir neðan. Bíllinn er mjög illa farinn og jafnvel ónýtur.
12.11.2021 - 13:53
Fá bætur vegna flugslyssins í Eþíópíu
Boeing flugvélasmiðjurnar hafa náð samkomulagi um að greiða bætur til ættingja þeirra sem fórust með 737 MAX farþegaþotu í Eþíópíu vorið 2019. Slysið er rakið til galla í hugbúnaði þotunnar.
Heimsglugginn
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja sem fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins.
Kostar smáaura að rjúfa einangrun Árneshrepps
Stjórnvöld verða að grípa til sinna ráða ef halda á Árneshreppi á Ströndum í byggð, segir verkefnisstjóri Brothættra byggða í hreppnum. Stjórnvöld hafa fengið tillögur að aðgerðum í hendurnar. Það sé forgangsatriði að taka aftur upp reglubundinn snjómokstur á veginum norður í hreppinn fyrstu þrjá mánuði ársins. Það kosti 16,7 milljónir á ári, sem séu smáaurar.
09.11.2021 - 12:32
Ferðafólk streymir til Bandaríkjanna
Búist er við fjölda ferðafólks til Bandaríkjanna eftir að ströngum takmörkunum var aflétt á miðnætti að staðartíma. Allir verða þó að sanna að þeir séu heilir heilsu. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan landinu var lokað að mestu fyrir erlendu ferðafólki vegna heimsfaraldursins.
08.11.2021 - 14:07