Samgöngumál

Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fá nýtt þak yfir höfuðið
Hefja á byggingu nýs 2.800 fermetra flugskýlis Landhelgisgæslunnar í vetur. Eftir að nýjar þyrlur komu til sögunnar hefur ekki verið pláss fyrir þær í gamla flugskýli gæslunnar.
16.09.2021 - 15:56
Sjónvarpsfrétt
Vöfflur á Bíldudal hápunktur 1000 km Vestfjarðaferðar
Sundspretturinn er kærkominn fyrir ameríska hjólahópinn sem hefur nú lagt að baki um þúsund kílómetra leið. Á sex dögum þræddi hópurinn Vestfjarðaleiðina sem spannar alla helstu staði Vestfjarðakjálkans og Dala. Hjólaleiðin er löng og ströng, með háum heiðum og djúpum fjörðum.
14.09.2021 - 13:05
Rafmagni hleypt á Kröflulínu 3
Rafmagni hefur nú verið hleypt á Kröflulínu 3, nýja háspennulínu frá Kröfluvirkjun austur í Fljótsdalsstöð. Forstjóri Landsnets segir þetta mikilvægan áfanga í uppbyggingu raforkukerfisins.
13.09.2021 - 10:44
Vígðu fjórar nýjar brýr og einbreiðum brúm fækkar enn
Fjórar nýjar brýr voru formlega opnaðar á hringveginum sunnan Vatnajökuls í gær. Þetta eru brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná. Bygging þeirra var boðin út fyrir tveimur árum og lauk framkvæmdum í ár.
11.09.2021 - 08:54
Fleiri ferðast til og frá vinnu á einkabíl en áður
78,7 prósent höfuðborgarbúa ferðast til og frá vinnu á einkabíl samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem gerð var fyrir Reykjavíkurborg dagana 3. til 30. júní. Í fyrra ferðuðust 71,5 prósent svarenda með einkabílnum til og frá vinnu og árið 2019 76,9 prósent.
08.09.2021 - 21:58
Geta snarminnkað sóun matvæla á flutningsleiðum
Talið er að um 30-40% af öllum mat sem framleiddur er í hinum vestræna heimi sé sóað og hent. Meira en helmingur af þessari sóun á sér stað við flutning og framleiðslu, -það er að segja áður en fæðan ratar á nokkurn disk. Til eru tæknilausnir til að sporna við þessu sem munu snarminnka sóun á næstu árum.
Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.
07.09.2021 - 15:11
Formaður bæjarráðs segir oddvita hafa brotið siðareglur
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, sakar Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um að hafa brotið fjórar greinar siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og ákvæði sveitastjórnarlaga og bæjarmálasamþykktar. Hann ætlar að fá þar til bær yfirvöld til að skera úr um það. Hildur Sólveig segir það Njáli til minnkunar að saksækja hana þegar hún leiti leiða til að tryggja vernd og vellíðan starfsmanna bæjarins.
Hægt að fylgjast með Skaftárhlaupi í vefmyndavél
RÚV hefur sett upp vefmyndavél við gömlu brúna yfir Eldvötn við Ása. Ætlunin er að fylgjast með hlaupinu í Skaftá.
06.09.2021 - 01:47
Bílvelta á Suðurstrandarvegi
Fólksbíll valt út af Suðurstrandarvegi um klukkan sex í kvöld. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki gefið nánari upplýsingari um slysið að svo stöddu en meiðsl á fólki eru talin vera minniháttar.
05.09.2021 - 20:36
Umferðin jókst um 6% í ágúst - þó minni en fyrir covid
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp sex prósent í síðasta mánuði miðað við ágúst í fyrra. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferðin sé þó ekki búin að ná sömu hæðum og áður en faraldurinn skall á.
05.09.2021 - 14:59
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
Óaðgæsla og eðlilegs öryggis ekki gætt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ekki hafi verið farið að siglingareglum þegar sæþota og RIB-bátur lentu í hörðum árekstri á ytri höfn Reykjavíkur í ágúst á síðasta ári. Farþegi á sæþotunni slasaðist mikið. Nefndin segir að slysið megi rekja óaðgæslu og að eðlilegs öryggis hafi ekki verið gætt. Myndavélakerfi Faxaflóahafna náði slysinu á mynd og studdist nefndin við upptökur úr því.
02.09.2021 - 09:02
Bótaskylt fyrir flug sem felld voru niður vegna COVID
Samgöngustofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur farþegum skaðabætur eftir að flug þeirra voru felld niður vegna COVID-19. Annar farþeginn átti bókað flug til Óslóar í júní á síðasta ári en hinn var að koma til Íslands frá Dyflinni í mars í fyrra. Samgöngustofa telur Icelandair ekki hafa getað aflýst ferðunum á grundvelli „óviðráðanlegra aðstæðna“.
Eitt tilboð í byggingu flugstöðvar á Akureyrarflugvelli
Aðeins eitt tilboð barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Fyrirtækið Húsheild ehf. í Hafnarfirði bauð rúmar 910 milljónir króna í verkið.
01.09.2021 - 13:25
Play tryggir sér sex nýjar flugvélar
Flugfélagið Play hefur tryggt leigu á sex nýjum flugvélum sem koma inn í reksturinn á næstu tveimur árum og hyggst félagið bæta við sig allt að 200 starfsmönnum í vor. Félagið kynnti í morgun hálfs árs uppgjör.
01.09.2021 - 12:06
Hver flugmiði niðurgreiddur um 106 þúsund krónur
Ríkissjóður greiddi tæpan hálfan milljarð króna í ríkisstyrki með innanlandsflugi í fyrra. Hver farmiði með flugi á Bíldudal og Gjögur var niðurgreiddur um rúmar hundrað þúsund krónur. Mjög dró úr flugi á alla áfangastaði vegna covid.
30.08.2021 - 07:37
Telur óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja en reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair sem séð hefur um þjónustuna síðan í vor hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 15:47
Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
Reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 08:08
Farsæl björgun við tvísýnar aðstæður
Björgunarsveitarmaður sem var á vettvangi þegar rúta festist í Krossá fyrr í dag segir vel hafa gengið að ná fólki sem og rútu á land, en staðan geti orðið tvísýn þegar svona stendur á.
Aðgerðir myndu raska minnst 21 flugferð hjá Icelandair
Flugrekstrarstjóri Icelandair segir óvissuna í ferðaþjónustu aukast með boðaðri vinnustöðvun flugumferðarstjóra. Formaður félags þeirra segir óvænta kröfu viðsemjenda um lengri samning hafa ráðið nokkru um að ekki náðist saman í gær.
24.08.2021 - 19:42
Milljónir í vandræðum vegna verkfalls lestarstjóra
Lestarsamgöngur verða í lamasessi í Þýskalandi í dag og á morgun, þar sem verkfall lestarstjóra, sem áður náði eingöngu til vöruflutningalesta, teygði anga sína inn í farþegaflutningakerfið í nótt sem leið. Verkfallið hefur áhrif á milljónir Þjóðverja.
23.08.2021 - 06:40
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Óvenju mikið um slys atvinnuflugmanna í einkaflugi
Óvenju mikið hefur verið um flugslys og alvarleg flugatvik hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi á undanförnum árum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa á banaslysi í flugi árið 2017. Nefndin beinir því til atvinnuflugmanna í einkaflugi að huga að flugöryggi og hvika hvergi frá notkun á gátlistum, að þeir fylgi verkferlum og faglegum vinnubrögðum sem þeir eru vanir að notast við daglega í störfum sínum.
22.08.2021 - 08:52