Samgöngumál

Varasöm ísing á vegum á Suðvesturlandi og víðar
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar, Einar Sveinbjörnsson, sendi fréttastofu ábendingu um að hætta sé á hálku á landinu suðvestanverðu í nótt. Þar eru vegir blautir og nú þegar létt hefur til og hægviðri dottið á er hætt við að varasöm ísing myndist á flestum vegum á suðvesturhorninu og því rétt að aka enn varlegar en ella.
31.10.2020 - 23:54
Fleiri þurfa að nota grímu í strætó
Einstaklingar fæddir 2014 eða fyrr þurfa frá og með morgundeginum að nota grímu í stætó samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins. Áður voru börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu um borð í strætó.
30.10.2020 - 22:27
Vél Icelandair lenti án heimildar eftir óhapp
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp í Keflavík í október á síðasta ári. Þá rann sjúkraflugvél frá Bandaríkjunum út af flugbrautarenda og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Þetta leiddi til þess að vélum var beint til Akureyrar. Flugstjóri vélar Icelandair, sem var að koma frá Seattle, lýsti hins vegar yfir neyðarástandi eftir 17 mínútna biðflug vegna eldsneytisstöðu og lenti án heimildar á annarri flugbraut.
29.10.2020 - 21:46
Icelandair gert að greiða bætur fyrir aflýst flug
Samgöngustofa kvað upp úrskurð þess efnis í fyrradag að Icelandair skyldi greiða vissum viðskiptavinum sínum 400 evrur í bætur vegna flugs sem var aflýst. Icelandair hafnaði kröfunni þar sem aðstæður hefðu verið óviðráðanlegar vegna faraldursins.
29.10.2020 - 17:10
Nýtt leiðakerfi strætó á Akureyri kynnt
Fyrstu tillögur að nýju leiðaneti Strætisvagna Akureyrar hafa nú verið kynntar á vef bæjarins. Akureyrarbær vinnur nú að þróun á nýju leiðakerfi fyrir Strætisvagna Akureyrar. Horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum.
29.10.2020 - 13:49
Leggja til að borgin rukki fyrir rafbílahleðslur
Til skoðunar er að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu rafbíla á hleðslustöðvum sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni. Ekki liggur fyrir hversu mikið það myndi kosta, en ástæðan er meðal annars sú að hingað til hefur borgin verið að bjóða gjaldfría þjónustu sem þarf að greiða fyrir hjá ýmsum fyrirtækjum.
29.10.2020 - 13:41
„Gaman að sjá að Tesla hefur mikla trú á markaðnum hér“
Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Stöðin er tæp­lega 70% afl­meiri en aðrar hlöður sem settar hafa verið upp hér á landi. Um 900 Teslur eru nú á Íslandi.
28.10.2020 - 13:55
Enn óvíst hvernig Strætó mætir tekjutapi
Ákvörðun um það hvernig tekjutapi Strætós vegna COVID-19 verður mætt á næsta ári hefur ekki verið tekin. Stjórnendur Strætós og stjórn byggðasamlagsins hafa undanfarið unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Stefnt er að því að niðurstaðan liggi fyrir á næstu dögum.
28.10.2020 - 13:24
Leggjast gegn landfyllingu í Skerjafirði
Landfylling í tengslum við uppbyggingu íbúðahverfis í Skerjafirði myndi skerða náttúrulegar fjörur í Reykjavík, sem eru á undanhaldi. Þetta kemur fram í umsögnum nokkra stofnanna við breyttu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.
28.10.2020 - 08:30
Banaslys rakið til þreytu eftir langt flug frá Ameríku
Banaslys sem varð til móts við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október á síðasta ári má rekja til þreytu ökumanns eftir langt flug frá Ameríku. Hjón frá New York-ríki ásamt þremur börnum þeirra voru í bílnum. 17 ára sonur hjónanna lést eftir að hann og systir hans köstuðust út úr bílnum sem valt rúma 40 metra. Stúlkan var föst undir bílnum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir björguðu sennilega lífi hennar með því að velta bílnum ofan af henni og hefja endurlífgun í framhaldinu.
26.10.2020 - 14:45
Myndskeið
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
Löng bílaröð við Dýrafjarðargöng – Eftirvæntingin mikil
Vestfirðingar bíða margir spenntir eftir að aka jómfrúarferðina í gegnum Dýrafjarðargöng en þau voru formlega opnuð nú klukkan 14.
25.10.2020 - 14:15
Óvenjuleg vígsla Dýrafjarðarganga á sunnudag
Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, 25. október, en vígsla þeirra verður með óvenjulegu sniði vegna heimsfaraldursins. Í stað þess að ráðherra klippi á borða við annan enda ganganna, verður fjarskiptatæknin í aðalhlutverki.
19.10.2020 - 16:27
Fargjaldatekjur lækkuðu um 800 milljónir
Framkvæmdastjóri Strætó gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist í vikunni um hvort og hvernig verður hægt að brúa það tekjutap sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins. Fargjaldatekjur hafa dregist saman um 800 milljónir króna.
19.10.2020 - 12:37
Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
Vegagerðin varar við lúmskri hálku í nótt
Vegagerðin vekur athygli á að það kólnar norðantil á landinu. Á fjallvegum kemur til með að frysta með krapa, éljum og hálku. Á láglendi ætti að haldast frostlaust en á stöku stað verður lúmsk hálka í nótt og fyrramálið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi.
18.10.2020 - 11:11
Rimlahlið á mörkum varnarsvæða fjarlægt án samráðs
Yfirdýralæknir hefur beðið sveitarstjóra Húnaþings vestra afsökunar að rimlahlið sem aðskilur varnarsvæði búfjársjúkdóma hafi verið fjarlægt án vitundar sveitarfélagsins. Hliðið verði sett aftur upp í vor og lágmarksáhætta sé á að fé fari á milli hólfa á meðan.
Væri afarkostur að skerða þjónustu Strætós
Stjórnendur og eigendur Strætós funda þessa dagana um fjárhagsáætlun næsta árs. Fyrirtækið hefur orðið fyrir töluverðu tekjutapi vegna COVID-19 faraldursins og er nú unnið að viðbrögðum, segir Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Strætós.
15.10.2020 - 06:24
Kastljós
Skilur vel reiði fjölskyldunnar
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist skilja vel reiði fjölskyldu fólksins sem lést í banaslysi á Kjalarnesi í sumar þar sem malbik reyndist gallað.
14.10.2020 - 23:10
Fallið frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg
Vegagerðin ætlar að breyta útfærslu fyrirhugaðra vegamóta við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Fallið er áformum um mislæg gatnamót en í stað þess verða sett ljósstýrð gatnamót.
14.10.2020 - 16:54
Tekjur Vaðlaheiðarganga dragast saman
Tæpar 60 milljónir króna vantar upp á að tekjur af umferð um Vaðlaheiðargöng fyrstu átta mánuði ársins verði þær sömu og á sama tímabili í fyrra. Framkvæmdastjóri ganganna býst við meiri samdrætti á næstu vikum. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu félagsins af láni til ríkissjóðs, en greiðslur eiga að hefjast um mitt næsta ár.
14.10.2020 - 13:39
Myndskeið
Óvarlegt að boða umbyltingu á vegagerð eftir slysið
Forstjóri Vegagerðarinnar telur óvarlegt að boða umbyltingu í vegagerð þrátt fyrir að stofnunin endurskoði verklag í kjölfar banaslyss á Kjalarnesi í sumar. Aukin áhersla verður á að tryggja hæfni verktaka.
13.10.2020 - 22:01
Veggöng í Fjallabyggð uppfylla ekki allar öryggiskröfur
Samgöngustofa telur að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli ekki að fullu reglur um öryggiskröfur og verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum sé ekki fylgt sem skyldi. Óskað er eftir að Vegagerðin skili tímasettum áætlunum um úrbætur.
13.10.2020 - 20:40
Endurskoða alla verkferla við malbikun vegna slyssins
Vegagerðin er með alla verkferla við malbikun þjóðvega til endurskoðunar, að sögn Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Hún sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umræðunnar í kjölfar banaslyss sem varð á Vesturlandsvegi í sumar. Markmið endurskoðunarinnar er að tryggja að sambærilegt slys geti ekki komið fyrir aftur.
13.10.2020 - 12:24
Minni umferð á ný eftir hertar sóttvarnaaðgerðir
Hertar samkomutakmarkanir eru farnar að endurspeglast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á ný, rétt eins og í fyrri bylgjum faraldursins. Merkja má samdrátt í umferð á milli vikna eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í síðustu viku.
13.10.2020 - 08:15