Stjórn

Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara.
Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt. Stjórn: Varastjórn:
Jóhanna Hreiðarsdóttir Jónas Skúlason
Mörður Árnason Margrét Tryggvadóttir 
Jón Ólafsson Bragi Guðmundsson
Guðlaugur G. Sverrisson Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
Brynjólfur Stefánsson Jón Jónsson
Mörður Áslaugarson Kristín Amalía Atladóttir
Marta Guðrún Jóhannesdóttir Dorothée Kirch
Björn Gunnar Ólafsson Kolfinna Tómasdóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir Valgeir Vilhjálmsson

 

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar RÚV í kjölfar aðalfundar var Jóhanna Hreiðarsdóttir kjörin formaður og Brynjólfur Stefánsson varaformaður.

Starfsreglur stjórnar RÚV
Starfsáætlun stjórnar RÚV
Fundargerðir stjórnar RÚV

Stjórnendur og skipurit

Mynd með færslu

Útvarpsstjóri er ráðinn af stjórn til fimm ára í senn. Hann er æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar og hefur daglegan rekstur Ríkisútvarpsins með höndum. Hann skal hafa að leiðarljósi hlutverk og skyldur þess eins og kveðið er á í lögum. Útvarpsstjóri ræður aðra starfsmenn Ríkisútvarpsins þ.m.t. framkvæmdastjóra.Stjórnendur:

Starfssvið:

Stefán Eiríksson Útvarpsstjóri
Anna Bjarney Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri - fjármál, mannauður og tækni
Baldvin Þór Bergsson Dagskrárstjóri - númiðlun og Rás 2
Birgir Sigfússon Framkvæmdastjóri framleiðslu
Margrét Magnúsdóttir Skrifstofustjóri 
Rakel Þorbergsdóttir Fréttastjóri
Skarphéðinn Guðmundsson  Dagskrárstjóri - sjónvarp
Þröstur Helgason Dagskrárstjóri - menning og Rás 1

 

RÚV sala er dótturfélag RÚV.  Dótturfélagið heldur utan um tekjuöflun RÚV, svo sem sölu á auglýsingum, útleigu á húsnæði og búnaði, sölu á safnaefni og sölu á dagskrárefni til innlendra og erlendra aðila. Stjórn RÚV sölu skipa Brynjólfur Stefánsson, Anna Bjarney Sigurðardóttir og Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri RÚV sölu er Einar Logi Vignisson.

22. nóvember 2021