Reykjavíkurborg

Koma fyrr heim úr skólaferðalagi og beint í skimun
Nemendur í 9. bekk Álftamýraskóla í Reykjavík þurfa að koma fyrr heim úr skólabúðum á Laugarvatni þar sem nemandi í bekknum, sem þó var ekki með í ferðalaginu, greindist með COVID-19 í gær.
Myndskeið
Hefði viljað skoða fleira en að lækka hámarkshraða
Auka á loftgæði og fækka slysum með því að lækka hámarkshraða í Reykjavíkurborg á næstu árum. Þessar breytingar munu kosta um einn og hálfan milljarð. Framkvæmdastjóri FÍB segir að skoða hefði mátt fleiri möguleika.
Borgin mátti takmarka útleigu íbúða til ferðamanna
Reykjavíkurborg var í fullum rétti að takmarka útleigu íbúða í miðbæ Reykjavíkur til gistiþjónustu með breytingum á aðalskipulagi, samkvæmt dómi Landsréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta tímamótadóm sem staðfesti sterkan rétt borgarinnar til að ráða skipulagsmálum sínum.
Myndskeið
Bræðraborgarstígsbruninn: Metinn ósakhæfur
Karlmaður á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg síðasta sumar þar sem þrír létust, er metinn ósakhæfur, samkvæmt yfirmati geðlækna, sem staðfestu fyrra mat. 
Kemur brátt í ljós hvort kosið verður um Kanye West
Reykvíkingar fá á næstu dögum og vikum að velja milli þeirra hugmynda sem fengust í hugmyndasöfnun meðal borgarbúa og metnar hafa verið framkvæmanlegar innan þess ramma sem verkefninu Hverfið mitt hefur verið skapaður. Í lok vikunnar kemur í ljós hvaða hugmyndir sérfræðingar Reykjavíkurborgar telja tækar fyrir hverfin Grafarvog og Kjalarnes. Á fimmtudag verður síðan líklega ljóst hvort tillaga um að reist verði stytta af Kanye West fái að fara í kosningu.
17.03.2021 - 15:24
Ótímabært að slá Hvassahraun út af borðinu
Í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga hafa spurningar vaknað um hvort ráðlegt sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í gær allar forsendur brostnar fyrir flugvallarstæði í Hvassahrauni og vill hún tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir ótímabært að slá allan Reykjanesskaga út af borðinu vegna þess að þar sé virkt eldstöðvasvæði.
Grænum fingrum borgarbúa greinilega að fjölga
Svo virðist sem íbúar í Reykjavík sýni matjurtaræktun meiri áhuga. Í dag var opnað fyrir umsóknir fyrir matjurtagarða á vegum borgarinnar og aðsóknin hefur sjaldan verið meiri. Útlit er fyrir að biðlisti myndist í vikunni eftir að fá úthlutað garði.
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Myndskeið
Ætla að reisa um 800 íbúðir á tveimur reitum
Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningum sem ganga út á að um eða yfir 800 íbúðir verði reistar á Heklureitnum við Laugaveg og á Orkureitnum við Suðurlandsbraut. Borgarstjóri segir að þessir samningar séu til marks um það hversu mikill áhugi sé á uppbyggingu á lóðum meðfram borgarlínunni.
09.03.2021 - 19:29
Myndskeið
Reisa 700 íbúðir í Gufunesi á sex árum
Fyrsta skóflustungan að nýrri 700 íbúða byggð í Gufunesi var tekin í gær. Búist er við því að fyrstu íbúar geti flutt inn eftir eitt og hálft ár.
05.03.2021 - 19:52
Hafa ekki fengið greitt í 3 mánuði fyrir Kirkjusand
Íslenskir aðalverktakar segja að ástæða þess að samningi 105 miðborgar var rift sé sú að upp hafi komið ágreiningur um skilning á ákvæðum verksamnings. Fyrirtækið segist ekki hafa fengið greitt fyrir verkið seinustu 3 mánuði. Þá hafi verkkaupi ekki tekið tillit til heimsfaraldursins við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar.
03.03.2021 - 14:42
Rifta samningi við ÍAV
Fjárfestingafélagið 105 Miðborg hefur sagt upp samningi sínum við verktakafyrirtækið ÍAV vegna uppbyggingar á Kirkjusandi í Reykjavík. Framkvæmdirnar eru langt komnar. Annar verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka við verkið.
03.03.2021 - 12:27
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Myndskeið
Íbúðir fyrir allt að 20.000 manns á Ártúnshöfða
Allt að 20.000 manns munu flytja upp á Ártúnshöfða á næstu árum, gangi áætlanir Reykjavíkurborgar eftir. Varaformaður skipulagsráðs segir stefnt að því að flytja þá starfsemi sem fyrir er á höfðanum í útjaðar borgarinnar.
25.02.2021 - 19:28
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðrannsóknarinnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo menn í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu manns eru því í haldi vegna málsins.
Aðfinnsluverð málsmeðferð vegna starfsemi Vöku
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála telur að málsmeðferð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna starfsemi Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík hafi verið aðfinnsluverð. Eftirlitið hafi ekki haft heimild til að leyfa Vöku að halda starfsemi sinni gangandi án þess að fyrir lægi starfsleyfi eða undanþága ráðherra frá kröfu um starfsleyfi. Heilbrigðiseftirlitið fór í sjö eftirlitsferðir frá mars til september eftir að íbúar höfðu kvartað undan mengun og ónæði.
19.02.2021 - 11:58
Korpuskóli stendur auður þrátt fyrir áhuga Hjallastefnu
Korpuskóli stendur auður eftir að starfsemi hans var hætt í fyrravor. Hjallastefnan óskaði eftir að hefja grunn- og leikstólastarfsemi í húsnæðinu en var tjáð að borgin væri þegar búin að leigja helming húsnæðisins fyrir eigin starfsemi. Reykjavíkurborg lagði af skólahald í Kelduskóla Korpu síðastliðið vor og fóru nemendur hans í Engjaskóla og Borgarskóla.
12.02.2021 - 17:24
Myndskeið
Olíumengun í Elliðaánum
Olíumengunar hefur orðið vart í Elliðaám neðan við Árbæjarkirkju. Ekki er vitað hvaðan olían kemur og áhrif mengunarinnar á lífríkið eiga eftir að koma í ljós.
11.02.2021 - 19:41
Spegillinn
Átak í íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál
Reykjavíkurborg ætlar að bæta verulegu fjármagni í íslenskukennslu fyrir börn sem hafa annað móðurmál en íslensku. Formaður Skóla- og frístundaráðs segir þetta mjög mikilvægt enda þörfin mikil.
Leit að uppruna olíu í Elliðaám engan árangur borið
Olía barst út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk tilkynningu um mengunina á hádegi í dag og fór starfsfólk Reykjavíkurborgar strax á staðinn með mengunarvarnarbúnað. Olían kom úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið.
10.02.2021 - 17:42
Styður niðurstöðu starfshóps um Sundabraut
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fagnar niðurstöðu starfshóps um lagningu Sundabrautar og segir að hefjast þurfi handa.
Bolli biður borgarstjóra afsökunar á rangfærslu
Bolli Kristinsson, kaupmaður sem oft er kenndur við 17, hefur beðist afsökunar á rangfærslu í myndbandi sem Bolli gerði ásamt fleirum, og fjallar um framkvæmdir á Óðinstorgi og heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Bolli hefur óskað eftir því að myndbandið verði fjarlægt.
Myndskeið
Byggja hátt í 800 íbúðir á Héðinsreit og í Gufunesi
Framkvæmdir við byggingu 330 íbúða á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Framkvæmdastjóri Spildu ehf. sem stendur að hluta verkefnisins segir að nú sé mun auðveldara að fjármagna slík verkefni en fyrir ári síðan. Sama félag hyggst byggja 600 til 700 íbúðir í Gufunesi á næstu fimm árum.
Myndskeið
Endurreisa NASA í upprunalegri mynd
Endurbygging NASA, eins vinsælasta tónleikastaðar landsins, er vel á veg komin. Til stendur að halda þar ráðstefnur, árshátíðir og tónleika að nýju.
30.01.2021 - 19:51
Hætta með útsendingar- lögbundið, segja sjálfstæðismenn
Samþykkt var á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í gær að hætta útvarpsútsendingum af borgarstjórnarfundum, en kostnaður af því að senda út hvern fund er um 180.000 krónur og með þessu sparast um tvær milljonir á ári. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu halda útsendingunum áfram og bentu á að það væri lögbundið. Fulltrúar meirihlutans sögðu að fylgjast mætti með fundunum á netinu.
30.01.2021 - 18:10