Reykjavíkurborg

Segir erfitt að ræða breytingar undir málaferlum
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir erfitt að ræða breytingar á greiðslum til Reykjavíkurborgar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga meðan staðið sé í málaferlum. Hann lýsir yfir vilja til viðræðna við borgina.
Reykjavíkurborg stefnir og kallar eftir sáttum
Reykjavíkurborg hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega 5,4 milljarða króna vegna vangoldinna greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á sama tíma og ríkinu er stefnt óskar borgin eftir sáttaviðræðum við ríkið um lausn á málinu.
Auðskilið mál
Reykjavíkurborg hirðir ekki jólatré borgarbúa
Þrettándinn er á morgun. Þá taka margir niður jólaskrautið og jólatréð. Borgin tekur ekki við jólatrjám. Það á að fara með þau í Sorpu eða borga íþróttafélögunum fyrir að sækja þau.
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Leyfi fyrir nýju húsi við Skólavörðustíg fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi byggingarleyfi fyrir þriggja hæða staðsteyptu húsi við Skólavörðustíg 36. Það átti að rísa í stað friðaðs húss sem var rifið í leyfisleysi í haust. Verslunarhúsnæði átti að vera á fyrstu hæð en íbúðir á annarri og þriðju hæð.
25.12.2020 - 14:27
Reykjavíkurborg fór yfir á rauðu ljósi
Reykjavíkurborg og Vegagerðinni hefur verið gert að greiða stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki boðið út uppsetningu stýribúnaðar fyrir umferðarljós. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði um þetta í gær.
Myndskeið
80 heimilislausir bíða húsaskjóls
Vandi heimilislausra hefur ekki minnkað í faraldrinum. Í Reykjavík bíða áttatíu heimilislausir eftir húsaskjóli. Í ár hafa þrjátíu prósentum fleiri þáð mataraðstoð frá Frú Ragnheiði hjá Rauða krossinum. 
06.12.2020 - 19:26
Frestur vegna meintrar milljarða skuldar að renna út
Frestur sem Reykjavíkurborg gaf ríkinu til að greiða tæpa níu milljarða króna vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga rennur út í dag.
Trúnaðarherbergi útbúið með gögnum um Arnarholt
Borgarskjalasafnið hefur lagt til við borgarráð að sett verði upp trúnaðarherbergi í húsnæði safnsins við Tryggvagötu þar sem borgarfulltrúum gefst kostur á að kynna sér þau skjöl um Arnarholt sem varðveitt eru hjá safninu. Borgarfulltrúar verða að undirrita sérstaka trúnaðaryfirlýsingu um að þeir megi ekki birta, afhenda eða nota upplýsingarnar.
Skipulag hótels í gamla sjónvarpshúsinu fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 176 - 178, Bolholt 4-8 og Skipholt 33- 37. Til stendur að breyta gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 í hótel og hafði verið undirritað samkomulag við Hyatt-hótelkeðjuna.
03.12.2020 - 14:54
Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna kuldans
Neyðarskýlin fjögur í Reykjavík verða opin allan sólarhringinn dagana 3. til 7. desember vegna yfirvofandi kuldakasts.
02.12.2020 - 15:27
Myndskeið
„Skattar verða ekki hækkaðir“
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ekki standi til að hækka skatta. Þá verði gjaldskrár almennt ekki hækkaðar. Hann segir að það sé aldrei fyrsti kostur að ráðast í lántökur, en það sé þó nauðsynlegt til þess að bregðast við samdrætti vegna faraldursins. Þjónusta borgarinnar verði varin og gert sé ráð fyrir að borgin skili jákvæðri niðurstöðu eftir tvö ár.
Viðtal
„Hér er gríðarleg skuldsetning“
„Ég sé ekki að þetta sé sjálfbær rekstur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um fjárhagsáætlun borgarinnar sem meirihlutinn lagði fram í dag. Þar er gert ráð fyrir að halli á rekstri borgarinnar á næsta ári verið 11,3 milljarðar króna og að hallinn verði viðvarandi í tvö ár.
01.12.2020 - 16:58
Rekstur borgarinnar neikvæður um 11,3 milljarða 2021
Rekstrarniðurstaða af samstæðu Reykjavíkurborgar verður neikvæð um 11,3 milljarða á næsta ári, miðað við fjárhagsáætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti áætlunina á fundi borgarstjórnar í dag.
01.12.2020 - 15:33
Byggð á Fram-svæði myndi opna á „erfiðar tilfinningar“
Íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis, foreldrafélag Álftamýraskóla, forsvarsmenn leikskólans Álftaborgar og Íbúasamtök Háaleitis og Bústaða eru andsnúin því að byggja eigi á svæðinu þar sem íþróttafélagið Fram hefur haft aðstöðu. Fyrirhugað er að Fram flytji starfsemi sína úr Safamýrinni og að annað íþróttafélag, Víkingur, taki við eftir tvö ár og leggi undir íbúðabyggð.
29.11.2020 - 10:05
Skólabyggingar líklega nýttar fyrir bólusetningu
Skólabyggingar og íþróttahús verða líklega nýtt til þess að bólusetja marga á skömmum tíma þegar bóluefni við kórónuveirunni berst til landsins. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu saman í gær um húsnæði fyrir bólusetningu. Starfsfólk heilsugæslunnar býr sig nú undir að geta með skömmum fyrirvara hafið bólusetningu.
Vigdís vill verða næsti borgarstjóri
Vigdís Hauksdóttir vill gefa kost á sér sem borgarstjóri. Hennar fyrsta val í borgarstjórnarsamstarfi væri Sjálfstæðisflokkurinn. Á aukalandsþingi Miðflokksins liðna helgi bauð Vigdís sig ein fram til varaformannsembættis en kosið var um að leggja embættið niður og fjölga í stjórn flokksins í sex manns.
Myndskeið
Margir í miðbænum en enginn í jólagjafakaupum
Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í dag og ljóst að hugsanir um kórónuveirufaraldurinn eru ekki lengur einvaldur. Margir kíktu í búðir eða að minnsta kosti í búðarglugga en hins vegar fór lítið fyrir því að fólk væri í jólagjafahugleiðingum. Það var algengara var að tilefnið væri heilsubótarganga.
21.11.2020 - 20:52
Segir hugsanlegt að Alþingi verði að rannsaka Arnarholt
Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að skipa formlega rannsóknarnefnd sem hefði víðtækari heimildir en nefndir á vegum Reykjavíkurborgar, til þess að skoða málefni Arnarholts. Þetta er bráðabirgðaniðurstaða borgarlögmanns, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá á fundi borgarstjórnar í dag. Dagur sagði að slík nefnd fengi væntanlega víðtækara hlutverk en að skoða einungis málefni Arnarholts.
Viðtal
Eldra fólk er þakklátt fyrir símtöl en sjaldan einmana
Nokkrir starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa tekið að sér ný verkefni í faraldrinum. Mikið hefur mætt á Velferðarsviði og því hafa starfsmenn annarra sviða hlaupið undir bagga og brugðið sér í ný hlutverk í vinnunni, meðal annars að hringja í eldra fólk.
17.11.2020 - 15:12
Myndskeið
Dagur felldi Óslóartréð í Heiðmörk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk í morgun. Fyrir valinu varð myndarlegt sitkagrenitré, sem var að líkindum gróðursett á tíu ára afmæli Heiðmarkar fyrir sextíu árum. Tréð verður flutt niður á Austurvöll í vikunni.
14.11.2020 - 13:13
Ekki þörf á lögreglurannsókn á skjalamáli Braggans
Borgarlögmaður telur ekki tilefni til að vísa efni skýrslu borgarskjalavarðar um Braggamálið svokallaða til lögreglu. Hún segir að skjalavistun skrifstofu eigna og atvinnuþróunar í málinu hafi ekki falið í sér brot á ákvæðum laga um opinber skjalasöfn.
13.11.2020 - 11:57
Hafa áhyggjur af brottfalli barna úr íþróttastarfi
Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur segist hafa áhyggjur af því að börn og ungmenni flosni upp úr skipulögðu íþróttastarfi í vetur. Íþróttastarf þurfi að vera hluti af daglegri rútínu barna líkt og skólastarf.
13.11.2020 - 10:29
Kostar 196 milljónir að breyta Adam & Evu í leikskóla
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa lóð og atvinnhúsnæðið við Kleppsveg 150-152. Þar voru meðal annars til húsa verslunin Adam & Eva sem seldi hjálpartæki ástarlífsins og arkitektastofa. Til stendur að breyta húsnæðinu í leikskóla. Samkvæmt minnisblaði umhverfis-og skipulagssviðs er kaupvirðið 652 milljónir en heildarkostnaður vegna kaupa og breytinga á núverandi húsnæði og lóð er 1,2 milljarðar. Miðað við 120 barna leikskóla kostar hvert nýtt pláss því rúmar tíu milljónir.
13.11.2020 - 10:26
Leikskóli í stað kynlífstækjabúðar
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í morgun að festa kaup á húsnæði við Kleppsveg þar sem áður var til húsa kynlífstækjaverslunin Adam og Eva. Til stendur að koma þar upp nýjum 120 barna leikskóla.