Reykjavíkurborg

Telur líklegt að TikTok-stjarna gefist upp á refnum
Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem heldur utan um málefni dýra og dýrahald í landi Reykjavíkur, skorar á samfélagsmiðlastjörnuna Ágúst Beintein Árnason að afhenda yrðling sem hann hefur haldið sem gæludýr. Þetta kemur fram í færslu sem þjónustan birti á Facebook-síðu sinni. Þar segir enn fremur að þetta sé lögbrot „enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“
30.09.2021 - 16:33
Fjórir leikskólar opnaðir á næstu mánuðum
Reykjavíkurborg áformar að setja á fót fjóra nýja leikskóla í vetur sem rúma 340 börn.
Friðlýsing byggðar á Laugarnestanga stendur í borginni
MInjastofnun hefur hug á því að friðlýsa menningarlandslagið á Laugarnestanga. Þar eru meðal annars þrjú hús og vinnustofur listamanna sem stofnunin segir að hafi notið frelsis „til þess að móta híbýli sín og nánast umhverfi þeirra eftir eigin höfði.“ Minjastofnun telur að húsin sem slík hafi ótvírætt menningarsögulegt gildi „sem vitnisburður um líf, list og skapandi starf íbúanna.“ Umhverfis-og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar furðar sig á vinnubrögðum Minjastofnunar.
24.09.2021 - 14:31
Kjördæmamörkum í Reykjavík breytt lítillega
Landskjörstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Borgar 1,2 milljónir í leigu til Hjálpræðishersins
Reykjavíkurborg borgar 1,2 milljónir í leigu á mánuði til Hjálpræðishersins fyrir bráðabirgðahúsnæði undir nemendur Fossvogsskóla. Leigusamningurinn er í gildi frá 23. ágúst til 17. september með möguleika á framlengingu um mánuð. Innifalið eru húsgögn, hiti, rafmagn, þrif og húsvarsla.
29.08.2021 - 21:29
Fossvogsskóli
Kennsla fer fram í húsi Hjálpræðishersins
Niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg lagði fyrir kennara og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla er skýr. Lýst var yfir miklum stuðningi við að skólastarf í þessum árgöngum færi fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
Vesturbærinn heitavatnslaus lengur en til stóð
Öllu lengri tíma tekur að koma heitu vatni aftar á í Vesturbæ Reykjavíkur en ráð var fyrir gert. Veitur tóku heita vatnið af um klukkan þrjú í nótt vegna tengingar heitavatnslagnar við nýja Landspítalann. Upphaflega var gert ráð fyrir að heita vatnið væri aftur farið að hlýja Vesturbæingum um klukkan fjögur í dag en nú er útlit fyrir að það verði ekki fyrr en um klukkan tíu í kvöld.
17.08.2021 - 19:24
Kærunefnd hafnaði tveimur erindum um hleðslustöðvar
Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að hafna skuli endurupptökubeiðni Orku náttúrunnar í máli gegn Reykjavíkurborg og Ísorku ehf. Þá hafnaði nefndin einnig erindi Reykjavíkurborgar um að réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar frá í júní yrði frestað.
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Of margir barir á kostnað verslana
Fjölgun bara og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur á kostnað verslana er ein ástæða ölvunar og ofbeldis um helgar segir borgarfulltrúi minnihlutans. Fulltrúi meirihlutans segir opnunartímann bundinn aðalskipulagi og verði ekki breytt með skömmum fyrirvara. 
Skila þurfi frelsinu sem fólk afsalaði sér
Upplifun Borgarstjórnar er sú að skila þurfi aftur því frelsi sem borgarbúar afsöluðu sér í byrjun kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Alexandra Briem forseti Borgarstjórnar í umræðu um opnunartíma skemmti- og veitingastaða í kvöldfréttum RÚV í kvöld. 
09.07.2021 - 21:37
Stórir bólusetningardagar á Akureyri og í Reykjavík
Víðir Reynisson var í dag síðastur af þríeykinu góða til að fá bólusetningu. Hann mætti á svokallaðan opinn dag í Laugardagshöllinni eins og fjöldi annarra. Fólk sem fékk seinni sprautuna á Akureyri segist nú loksins geta farið að skipuleggja frí og ferðalög.
Ákvörðun ekki verið tekin um Sundabrú eða Sundagöng
Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Sundabraut verður lögð alla leið á Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd. Þó er ekki ljóst hvort Kleppsvík verði brúuð eða undir hana grafin göng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík undirrituðu í dag.
06.07.2021 - 16:51
Ótímabært að tala um framúrkeyrslu
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hann teldi að ekki væri enn komið að því að tala um framútkeyrslu í kaupum borgarinnar á húsnæði við Kleppsveg, sem til stendur að breyta í leikskóla. Hann vill ekki meina að þarna sé nýtt braggamál í uppsiglingu.
06.07.2021 - 11:13
„Meirihlutinn stendur heilshugar með þessu verkefni“
Ástandið á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík reyndist verra en upphaflega var talið og umfangi og kostnaði við verkið svipar til þess að byggður yrði nýr leikskóli. Upphaflega var talið að kostnaðurinn við endurbæturnar gæti mest orðið 600 milljónir en nú stefnir í að hann verði um milljarður.
05.07.2021 - 14:18
Opið hús fyrir Janssen á miðvikudag
S.k. opið hús verður í Laugardalshöll á miðvikudag, 7. júlí, fyrir þá sem kjósa að fá Jansen bóluefnið. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram í bólusetninguna.
Kaupin lýsi virðingarleysi fyrir almannafé
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi meirihlutann hjá Reykjavíkurborg í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun fyrir kaup á húsnæði við Kleppsveg sem til stendur að breyta í leikskóla. Upphaflegur kostnaður átti samkvæmt minnisblaði að vera á bilinu 370-600 milljónir króna en nú er ljóst að hann verður um 1,2 milljarðar.
Kostar sinn skilding að breyta Adam & Evu í leikskóla
Komið hefur í ljós að ástandið á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152, sem áður hýsti arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & EVU, er verra en upphaflega var talið. Nálgast verður verkefnið að byggja þar leikskóla með „öðrum og kostnaðarsamari hætti“ og umfangið og kostnaður svipar til þess að byggja nýjan leikskóla.
01.07.2021 - 17:41
Reisa á íbúðir í stað verslunarkjarnans í Arnarbakka
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að verslunarkjarni við Arnarbakka í neðra-Breiðholti verði rifinn og í stað hans reistar níutíu nýjar íbúðir, almennar jafnt sem námsmannaíbúðir. Þetta kemur fram í fundargerð.
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Guðjón útnefndur Reykvíkingur ársins
Guðjón Óskarsson er Reykvíkingur ársins 2021. Hann hlýtur nafnbótina fyrir frumkvæði sitt við að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum borgarinnar.
20.06.2021 - 11:45
Klúður við útboð á hleðslustöðvum reynist borginni dýrt
Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gert henni að bjóða út að nýju uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þá telur kærunefndin að Reykjavíkurborg sé skaðabótaskyld gagnvart Ísorku og er auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna.
16.06.2021 - 10:20
Tillögur um hönnun umferðarstokka kynntar
Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar um hönnun Miklubrautarstokks og Vogabyggðarstokks á opnum fundi borgarstjóra Reykjavíkur undir yfirskriftinni Reykjavík á tímamótum: Miklabraut og Sæbraut í stokk.