Reykjavíkurborg

Myndskeið
Greinilegur galli í hönnunarkeppni Fossvogsbrúar
Endurtaka þarf hönnunarkeppni um brú yfir Fossvog. Úrskurðarnefnd útboðsmála felldi niðurstöðu forvals fyrri hönnunarkeppni úr gildi í júlí. Kostnaður vegna brúarinnar gæti aukist vegna þessa og framkvæmdum seinkað.
05.08.2020 - 22:10
Takmarka heimsóknir til eldri borgara
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að takmarka fjölda gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum, í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara, íbúakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk. Þetta er gert til þess að vernda viðkvæma hópa gegn kórónuveirusmiti.
30.07.2020 - 20:03
Sundlaugar verða opnar, með takmörkunum þó
Sundlaugar í Reykjavík verða opnar næstu tvær vikur. Þó verða fjöldatakmarkanir við lýði, í samræmi við nýjar reglur sem taka gildi á morgun. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði í dag um aukna smitgát í starfsemi borgarinnar vegna breyttra sóttvarnarreglna.
30.07.2020 - 19:27
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16
Vinnuskólinn rúmum 200 milljónum dýrari en áætlað var
Talsvert meiri aðsókn var í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar en búist hafði verið við, starfstími ungmennanna var lengdur og fjölga þurfti starfsfóki Vinnuskólans. Kostnaðurinn jókst talsvert vegna þessa.
24.07.2020 - 15:03
Snjallgangbrautir verða á fjórum stöðum í Reykjavík
Stefnt er að því að setja upp snjallgangbrautir á fjórum stöðum í Reykjavík á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Við gangbrautirnar verður tækjabúnaður sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast þær og kveikir þá á LED-götulýsingu. Lýsingin verður sett þannig upp að aðeins gangbrautin og vegfarendurnir lýsast upp.
23.07.2020 - 17:54
Myndskeið
Tyggjóið í ruslið, en kyngja því annars
Guðjón Óskarsson, sjötugur Reykvíkingur,  er kominn í herferð gegn tyggjóklessum á gangstéttum, en honum blöskraði sóðaskapurinn. Hann segir að ef fólk geti ekki hent í ruslið eigi bara að kyngja því, það komi út eins og það fór inn.  Hann býst við að hreinsa allt að tuttugu þúsund tyggjóklessur af gangstéttum miðborgar Reykjavíkur á tíu vikum.
22.07.2020 - 19:50
Kæru vegna breytinga á Bústaðavegi hafnað
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur hafnað kæru íbúa við Birkihlíð vegna breikkunar og færslu Bústaðavegar. Íbúarnir kröfðust þess ákvörðun skipulags-og samgönguráðs um að veita framkvæmdaleyfi yrði felld úr gildi, hljóðmön færð til fyrra horfs og að bættur yrði sá gróður sem hefði verið skemmdur eða fjarlægður.
21.07.2020 - 08:46
Tvö þeirra sem fórust í eldsvoðanum voru í Eflingu
Tvö af þeim þremur sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðustu viku voru félagsmenn í Eflingu, segir í tilkynningu frá félaginu. Þau hafi verið verkafólk af erlendum uppruna og komið hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þeir atvinnurekendur sem ekki geti tryggt öryggi starfsmanna sinna eigi að finna sér eitthvað annað að gera í lífinu en fást við atvinnurekstur.
30.06.2020 - 08:59
Svöruðu ekki athugasemdum vegna Bræðraborgarstígs
Fjögur ár eru síðan byggingafulltrúinn í Reykjavík gerði athugasemdir við húsið við Bræðraborgarstíg sem brann á fimmtudag. Þrír fórust í eldsvoðanum. Athugasemdunum var ekki svarað og þeim var ekki fylgt eftir þar sem borist hafði umsókn frá eigendum um breytingar á húsnæði. Þeirri umsókn var hafnað og önnur umsókn hafði ekki verið afgreidd þegar húsið brann.
Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður
Niðurstaða forsetakosninganna var mjög lík í Reykjavíkurkjördæmunum. Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum í Reykjavíkurkjördæmi norður reyndist Guðni Th. Jóhannesson hafa hlotið rúm 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson tæplega átta prósent.
28.06.2020 - 04:19
Talningu lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður
Rétt tæplega tveir þriðju kjósenda á kjörskrá Reykjavíkurkjördæmis suður greiddu atkvæði í forsetakosningunum í gær. Atkvæðin skiptust þannig að tæp 92% kusu sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, en rúm 8% kusu Guðmund Franklín Jónsson.
28.06.2020 - 03:18
Á gjörgæslu eftir eldsvoða við Bræðraborgarstíg
Fólkið sem var flutt slasað á sjúkrahús frá brennandi húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í dag er allt á gjörgæslu. Slökkvistarfi í húsinu er ekki lokið og mikil vinna eftir. Slökkvilið hefur náð fullri stjórn á útbreiðslu eldsins.
„Tyggjóklessur og veggjakrot eru óþolandi vandamál“
Skilti hafa verið sett upp í miðborg Reykjavíkur til þess að hvetja fólk til að henda tyggjóinu sínu í ruslið. Borgin eyðir milljónum í að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum ár hvert.
25.06.2020 - 15:43
Morgunútvarpið
Sjálfsagt að ríkið rukki starfsfólk fyrir bílastæði
„Þetta er mjög áberandi í umræðu hjá öllum skipulagsfræðingum,“ segir Björn Teitsson, nemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskóla, um þá hugmynd að ríkisstofnanir og sveitarfélög rukki starfsmenn sína um gjald fyrir bílastæði.
25.06.2020 - 11:35
Myndskeið
Blankur borgarstjóri og sjálfsvorkunn vegna veðurfars
Hvað gerir blankur borgarstjóri þegar hann sér ekki fram á að hafa efni á að standa við kosningaloforðin, spurði þingmaður Miðflokksins, í viðræðum um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður Pírata sagði að sér sýndist umræður um borgarlínu hvorki snúast um kostnað eða afstöðu til strætisvagna heldur um tíðaranda og menningu, þar sem fólk væri fast í gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og sjálfsvorkunn vegna veðurfars.
Viðtal
Fáir ferðamenn í Reykjavík - flest hótel lokuð
Töluvert hefur verið um að landsmenn kaupi sér hótelgistingu á landsbyggðinni en afar lítið er um það í höfuðborginni. Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair Hotels segir að mörg hótelin í Reykjavík hafi verið lokuð en nú standi til að opna Canopy-hótelið um mánaðamótin. Icelandair Hotels rekur sjö hótel í höfuðborginni. Núna er aðeins Hilton hótelið opið.
23.06.2020 - 14:54
Myndskeið
Miðflokksmenn hættu umræðu um samgönguáætlun
Annarri umræðu um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára lauk nú í hádeginu. Þá fluttu þingmenn Miðflokksins sínar síðustu ræður. Umræðan hafði þá staðið í 46 klukkustundir. Hún stóð yfir fjóra daga í síðustu viku og var haldið áfram í gær og í dag. Umræðan stóð til klukkan tvö í nótt. Miðflokksmenn hafa varið miklum tíma í að gagnrýna áform um Borgarlínu og ítrekuðu þá gagnrýni í lok umræðunnar.
Sektuð um 15 milljónir fyrir skattsvik í Airbnb-útleigu
Yfirskattanefnd hefur lagt nærri fimmtán milljóna króna sektir á konu vegna útleigu Airbnb íbúða án þess að greiða skatt af starfseminni. Konan verður að greiða íslenskra ríkinu ellefu milljónir króna og Reykjavíkurborg 3,9 milljónir.
23.06.2020 - 11:13
Myndskeið
Valdi í Hjólakrafti er Reykvíkingur ársins
Þorvaldur Daníelsson, eða Valdi í Hjólakrafti eins og hann er kallaður, er Reykvíkingur ársins 2020. Markmið Hjólakrafts er að hvetja ungt fólk til að hjóla.  
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Menningarnótt verður 10 daga hátíð
Hátíðahöld vegna Menningarnætur munu dreifast yfir tíu daga vegna COVID-19 faraldursins. 
19.06.2020 - 14:10
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Fjögur óska rökstuðnings eða gagna vegna ráðningar
Fjórir af átján umsækjendum um stöðu borgarritara hafa óskað eftir rökstuðningi, upplýsingum eða gögnum vegna ráðningaferlis í starf borgarritara. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 30. apríl að ráða Þorstein Gunnarsson, þáverandi sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starfið. Hann tók við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem hætti sem borgarritari til að taka við starfi útvarpsstjóra.
15.06.2020 - 15:00
Lögreglan lýsir eftir þremur mönnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þremur rúmenskum karlmönnum. Þeir komu hingað til lands á þriðjudaginn var. Þá voru þeir í fylgd með þremur öðrum sem handteknir voru í gær grunaðir um þjófnað á Selfossi. Í ljós kom að tveir þeirra handteknu voru haldnir COVID-19.