Reykjavíkurborg

Menningin
Gufunes verði þorp lista og skapandi greina
Reykjavíkurborg ætlar að auglýsa rúmlega sex þúsund fermetra í Gufunesi til umsóknar fyrir listamenn, frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Hugmyndin er að Gufunes verði þorp skapandi greina.
25.05.2020 - 19:50
Myndskeið
Byggingarstjóri segir kostnaðinn mun meiri en 22 þúsund
Byggingarstjóri Hótels Reykjavíkur við Lækjargötu segir að lagt hafi verið í mikil útgjöld við að tryggja öryggi vegfarenda og 22 þúsund króna leyfisgjald sé alls ekki allur kostnaðurinn við lokun tveggja akreina.
20.05.2020 - 19:14
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32
Opna sundlaugar á miðnætti á sunnudagskvöld
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar laust eftir miðnætti á sunnudaginn þegar kominn er mánudagur og einni mínútu betur. Þá verður 18. maí genginn í garð, langþráður dagur fyrir sundþyrsta. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Sakar Vigdísi um árásir á starfsfólk borgarinnar
Deila Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, og meirihlutans í borginni vegna skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra heldur áfram að magnast. Vigdís lagði fram fimm samhljóða bókanir á fundi borgarráðs í gær þar sem hún mótmælti nærveru skrifstofustjórans. „Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg,“ svaraði meirihlutinn.
15.05.2020 - 11:07
Foreldrar geta stytt leyfi barna sinna í sumar
Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt að fækka orlofsdögum leikskólabarna. Breytingin er gerð til að koma til móts við foreldra sem hafa þurft að skerða sumarleyfi sitt í COVID-19 faraldrinum.
Funda með borgarstjóra um Fossvogsskóla
Formaður og sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs munu síðar í vikunni funda með borgarstjóra um athugasemdir foreldra barna í Fossvogsskóla um úttekt á framkvæmdum þar. Fundinn sitja einnig fulltrúar umhverfis- og skipulagssviðs sem bera ábyrgð á viðhaldi húsnæðis borgarinnar. Þar verða einnig lagðar línur um hvernig samskiptum við foreldrafélag skólans verður háttað. Þetta segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
12.05.2020 - 17:41
Myndskeið
Bjóða VHS-spólur á kostakjörum
Dauð vídjóspóla í hillu er eins og dauð bók í hillu segir kaupmaðurinn á horninu sem er líklega sá eini á landinu sem enn býður VHS-spólur til sölu. Þótt nærri tveir áratugir eru liðnir síðan ný tækni ruddi VHS spólunni af markaði seljast spólurnar ennþá.
11.05.2020 - 19:37
Tilkynningar til barnaverndar ekki fleiri síðan 2018
Tilkynningar um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu voru 46 í apríl, undanfarin tvö ár hafa þau að meðaltali verið 18 á mánuði. Framkvæmdastjóri segir það áhyggjuefni og mikilvægt sé að ræða málin opinskátt í kjölfar farsóttarinnar.
120 milljónir í endurgerð á opnum leiksvæðum í borginni
Reykjavíkurborg ætlar að verja 120 milljónum króna í að endurgera fimm opin leiksvæði í sumar. Ekki er um árlegt viðhald að ræða, heldur eru um að ræða svæði sem komin eru á tíma og forgangsraða þurfti eftir ástandsskoðun.
07.05.2020 - 14:01
Íbúðarhúsnæði reist við Veðurstofu og Sjómannaskólann
Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Veðurstofuhæðar og Sjómannaskólareits þannig að þar verður hægt að reisa íbúðarhúsnæði. Báðir reitirnir voru áður skilgreindir fyrir samfélagsþjónustu.
06.05.2020 - 14:00
Skátarnir vilja byggja í nágrenni við Morgunblaðið
Bandalag íslenskra skáta stefnir á að byggja nýjar höfuðstöðvar í Hádegismóum í Reykjavík, sunnan við byggingar Morgunblaðsins. Tillaga að deiliskipulagi vegna þessa var til umfjöllunar á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku.
05.05.2020 - 06:51
Breytingar á velferðarþjónustu með rýmra samkomubanni
Nokkrar breytingar hafa orðið á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar frá og með deginum í dag vegna rýmkunar á samkomubanni. Skert þjónusta og lokanir hafa verið í gildi á allmörgum starfstöðvum síðan að almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins í byrjun mars.
04.05.2020 - 16:56
Tvö brot gegn samkomubanni í gærkvöld og nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í tvígang afskipti af samkomum á veitingahúsum í borginni, þar sem fleira fólk var samankomið en reglur um fjöldasamkomur leyfa. Þær reglur kveða á um að ekki skuli fleiri en 20 manns koma saman á einum og sama staðnum.
Ósammála um fjárhagslega stöðu borgarinnar
Borgarstjóri segir að ársreikningur síðasta árs sýni fram á sterkan fjárhag borgarinnar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir aftur á móti að borginni hafi ekki tekist að greiða niður skuld­ir í mesta tekjugóðæri sög­unn­ar.
30.04.2020 - 17:01
Þorsteinn Gunnarsson ráðinn borgarritari
Borgarráð samþykkti í dag að ráða Þorstein Gunnarsson í starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Hann verður æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þorsteinn tekur við starfinu af Stefáni Eiríkssyni, sem nú er útvarpsstjóri. 
30.04.2020 - 16:42
Eiga að finna framtíðarlausn fyrir Sundabraut
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar, að meta á ný hönnun og legu Sundabrautar. Starfsfhópurinn á að gera nýtt kostnaðarmat fyrir jarðgöng og lágbrú og leggja til framtíðarlausn um legu Sundabrautar. Niðurstaðan á að liggja fyrir í lok ágúst.
Sektaður um tæpa milljón fyrir heimagistingu á Booking
Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur lækkað sekt sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu úr 1,5 milljónum króna í 950 þúsund vegna heimagistingar sem auglýst var á bókunarvefnum Booking.com. Þar hafði fasteign verið leigð út sem tvö gistirými, annars vegar stúdíóíbúð í kjallara og íbúð á hæð, án leyfis.
Réðist á nágranna sem kvartaði undan hávaða
Lögregla var kölluð á vettvang í Austurborg Reykjavíkur á ellefta tímanum í gær þegar mjög ölvuð kona brást ókvæða við kvörtun nágranna undan hávaða. Var hún handtekin fyrir líkamsárás og vinkona hennar sem var að skemmta sér með henni var líka handtekin fyrir reyna að hindra lögreglu við störf sín.
Slökkviliðið kallað út að Ráðhúsi Reykjavíkur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að brunaboði fór í gang í Ráðhúsi Reykjavíkur um tíu leytið í morgun. Varðstjóri slökkviliðsins segir að tvær stöðvar hafi verið sendar á staðinn. Enginn eldur hafi fundist en smá reykjarlykt hafi fundist í húsinu.
27.04.2020 - 10:27
Myndskeið
Í folfi, fótafimi eða fljúgandi á svifvængjum
Fjöldi fólks skemmti sér í folfi og svifvængjaflugi í dag og þið megið telja hvað eru mörg eff í því. Fólk naut veðurblíðunnar í dag ýmist á jörðu niðri eða skýjum ofar.
26.04.2020 - 19:31
Myndskeið
„Hef ekki skoðun á því hvort göngugötur auki áhættu“
Sóttvarnalæknir segist ekki hafa skoðun á því hvort göngugötur almennt auki smithættu eða dragi úr henni. Borgarstjóri greindi frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að hann hefði hug á að loka fleiri götum fyrir bílaumferð. Hann hygðist ræða þetta við sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þeir ræði saman í síma í dag.
26.04.2020 - 15:03
Skaðabótaskyld vegna klúðurs í útboði umferðarljósa
Reykjavíkurborg þarf að greiða Smith & Norland bætur vegna klúðurs við útboð á stýribúnaði umferðarljósa. Bæturnar eiga að nema kostnaði fyrirtækisins við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboðinu.
23.04.2020 - 21:46
Myndskeið
Réttindalausir leita aðstoðar hjá borginni
Erlent starfsfólk sem nýtur engra réttinda í kerfinu hefur leitað á náðir félagsþjónustu Reykjavíkur eftir að COVID-19 faraldurinn hófst. Fólkið var ekki skráð inn í landið og laun þess voru ekki gefin upp.
20.04.2020 - 09:09
Jarðstrengur gaf sig - rafmagn komið aftur á í Fossvogi
Rafmagn er komið á aftur í Fossvogi, þar sem rafmagn fór af skömmu fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það gamall háspennustrengur í jörðu sem gaf sig, með þeim afleiðingum að straumur fór af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala.
20.04.2020 - 04:48