Reykjavíkurborg

Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Of margir barir á kostnað verslana
Fjölgun bara og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur á kostnað verslana er ein ástæða ölvunar og ofbeldis um helgar segir borgarfulltrúi minnihlutans. Fulltrúi meirihlutans segir opnunartímann bundinn aðalskipulagi og verði ekki breytt með skömmum fyrirvara. 
Skila þurfi frelsinu sem fólk afsalaði sér
Upplifun Borgarstjórnar er sú að skila þurfi aftur því frelsi sem borgarbúar afsöluðu sér í byrjun kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Alexandra Briem forseti Borgarstjórnar í umræðu um opnunartíma skemmti- og veitingastaða í kvöldfréttum RÚV í kvöld. 
09.07.2021 - 21:37
Stórir bólusetningardagar á Akureyri og í Reykjavík
Víðir Reynisson var í dag síðastur af þríeykinu góða til að fá bólusetningu. Hann mætti á svokallaðan opinn dag í Laugardagshöllinni eins og fjöldi annarra. Fólk sem fékk seinni sprautuna á Akureyri segist nú loksins geta farið að skipuleggja frí og ferðalög.
Ákvörðun ekki verið tekin um Sundabrú eða Sundagöng
Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Sundabraut verður lögð alla leið á Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd. Þó er ekki ljóst hvort Kleppsvík verði brúuð eða undir hana grafin göng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík undirrituðu í dag.
06.07.2021 - 16:51
Ótímabært að tala um framúrkeyrslu
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hann teldi að ekki væri enn komið að því að tala um framútkeyrslu í kaupum borgarinnar á húsnæði við Kleppsveg, sem til stendur að breyta í leikskóla. Hann vill ekki meina að þarna sé nýtt braggamál í uppsiglingu.
06.07.2021 - 11:13
„Meirihlutinn stendur heilshugar með þessu verkefni“
Ástandið á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík reyndist verra en upphaflega var talið og umfangi og kostnaði við verkið svipar til þess að byggður yrði nýr leikskóli. Upphaflega var talið að kostnaðurinn við endurbæturnar gæti mest orðið 600 milljónir en nú stefnir í að hann verði um milljarður.
05.07.2021 - 14:18
Opið hús fyrir Janssen á miðvikudag
S.k. opið hús verður í Laugardalshöll á miðvikudag, 7. júlí, fyrir þá sem kjósa að fá Jansen bóluefnið. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram í bólusetninguna.
Kaupin lýsi virðingarleysi fyrir almannafé
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi meirihlutann hjá Reykjavíkurborg í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun fyrir kaup á húsnæði við Kleppsveg sem til stendur að breyta í leikskóla. Upphaflegur kostnaður átti samkvæmt minnisblaði að vera á bilinu 370-600 milljónir króna en nú er ljóst að hann verður um 1,2 milljarðar.
Kostar sinn skilding að breyta Adam & Evu í leikskóla
Komið hefur í ljós að ástandið á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152, sem áður hýsti arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & EVU, er verra en upphaflega var talið. Nálgast verður verkefnið að byggja þar leikskóla með „öðrum og kostnaðarsamari hætti“ og umfangið og kostnaður svipar til þess að byggja nýjan leikskóla.
01.07.2021 - 17:41
Reisa á íbúðir í stað verslunarkjarnans í Arnarbakka
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að verslunarkjarni við Arnarbakka í neðra-Breiðholti verði rifinn og í stað hans reistar níutíu nýjar íbúðir, almennar jafnt sem námsmannaíbúðir. Þetta kemur fram í fundargerð.
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Guðjón útnefndur Reykvíkingur ársins
Guðjón Óskarsson er Reykvíkingur ársins 2021. Hann hlýtur nafnbótina fyrir frumkvæði sitt við að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum borgarinnar.
20.06.2021 - 11:45
Klúður við útboð á hleðslustöðvum reynist borginni dýrt
Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gert henni að bjóða út að nýju uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þá telur kærunefndin að Reykjavíkurborg sé skaðabótaskyld gagnvart Ísorku og er auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna.
16.06.2021 - 10:20
Tillögur um hönnun umferðarstokka kynntar
Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar um hönnun Miklubrautarstokks og Vogabyggðarstokks á opnum fundi borgarstjóra Reykjavíkur undir yfirskriftinni Reykjavík á tímamótum: Miklabraut og Sæbraut í stokk. 
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Einelti í borgarráði og margir upplifað kvíða
Erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafa gengið mjög nærri starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Margir hafa fundið til kvíða, sérstaklega fyrri tvö árin, og telja að einelti hafi viðgengist á vettvangi ráðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kynningu á úttekt sálfræðistofunnar Lífs og sálar á starfsumhverfi borgarráðs. Þar segir enn fremur að andrúmsloftið og hegðun sem hafi verið höfð í frammi hafi skaðað málefnalega og frjóa umræðu í borgarráði.
11.06.2021 - 07:34
Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Viðtal
Óttaðist að tapa nánum vinum sínum
Alexandra Briem sagði engum frá því að hún væri trans kona því að hún vildi ekki vera með vesen gagnvart fjölskyldu sinni og vinum. Hún bar harm sinn í hljóði og líðan hennar versnaði stöðugt. Þegar hún fékk lyf við athyglisbresti var hún loks tilbúin að takast á við kynáttunarvanda sinn.
01.06.2021 - 12:59
Búið að verja 600 milljónum í endurbætur Fossvogsskóla
Viðgerðir og endurbætur á Fossvogsskóla, sem staðið hafa yfir í tæp tvö ár, hafa þegar kostað 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Skólinn verður ekki opnaður aftur fyrr en húsnæðið „hefur fengið fullgilt heilbrigðisvottorð“.
27.05.2021 - 16:59
„Minn hugur er með foreldrum“ vegna Fossvogsskóla
Engin kennsla verður í húsnæði Fossvogsskóla næsta vetur þar sem ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur vegna myglu og raka í byggingum skólans. Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir að hugur sinn sé hjá foreldrum vegna þess mikla róts sem hefur verið á skólastarfi barnanna.
Engin kennsla í Fossvogsskóla á næsta skólaári
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að flýta framkvæmdum við Fossvogsskóla og verður engin starfsemi í skólanum á næsta ári. Stefnt er að því að skólastarf verði í Korpuskóla. Ljóst er að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir rakaskemmdir og raka í öllum byggingum skólans og því þarf að fara í frekari lagfæringar.
26.05.2021 - 22:31
Smit leikskólastarfsmanns hefur áhrif á tvo aðra skóla
Starfsmaður í leikskólanum Árborg í Árbæ hefur greinst með COVID-19. Á föstudaginn fór starfsmaðurinn í ferð þar sem elstu börn í þremur leikskólum fóru saman. Því eru starfsmenn á tveimur leikskólum til viðbótar komnir í sóttkví.
26.05.2021 - 10:30
Sömdu um hjúkrunarheimili fyrir 144
Hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa rís við Mosaveg í Grafarvogi í Reykjavík og á það að verða tilbúið til notkunar eftir rúm fimm ár. Út á þetta gengur samningur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag. Áætlað er að bygging hjúkrunarheimilisins kosti 7,7 milljarða króna. Ríkið borgar 85 prósent en borgin afganginn.