Reykjavíkurborg

Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
Myndskeið
Skólabörn í sóttkví „Þetta er alveg drepleiðinlegt“
Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví. Eitt smit hjá nemanda getur haft víðtæk áhrif á skólastarf. Tveir vinir í Réttarholtsskóla segjast vera orðnir mjög þreyttir á einverunni sem faraldurinn veldur. Þeir eru orðnir þreyttir á að hanga heima og geta ekki hitt vinina, farið í skólann eða stundað íþróttir. Þeir vona að lífið fari að komast í samt horf.
18.10.2020 - 19:11
358 reykvísk börn með leyfi frá skóla vegna COVID-19
636 börn á grunnskólaaldri voru annað hvort í sóttkví eða í leyfi að ósk foreldra á fimmtudag, samkvæmt tölfræði sem skóla-og frístundasvið tekur reglulega saman. 373 börn voru í sóttkví þann dag en Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs, segir þessa tölu sveiflast til og frá. Hátt í 500 nemendur á unglingastigi í tveimur grunnskólum borgarinnar voru settir í úrvinnslusóttkví eða sóttkví um helgina.
Viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur fyrir borgarráð
Borgarráð fjallað á fundi sínum í dag um drög að breyttu aðalskipulagi fyrir Reykjavíkurborg til ársins 2040. Fulltrúar minnihluta borgarráðs gagnrýna áformin og segja skorta hagstætt byggingarland og að ekki sé minnst á Sundabraut í tillögunum. Þá er það gagnrýnt að leggja eigi hraðbraut þvert á Vetnsendahvarf.
15.10.2020 - 23:34
Fallið frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg
Vegagerðin ætlar að breyta útfærslu fyrirhugaðra vegamóta við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Fallið er áformum um mislæg gatnamót en í stað þess verða sett ljósstýrð gatnamót.
14.10.2020 - 16:54
Myndskeið
Ósátt við framkvæmdir borgarinnar í Öskjuhlíð
Reykjavíkurborg hyggst leggja malbikaðan göngustíg í Öskjuhlíð til að bæta aðgengi að útivistarsvæðinu. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Hlauparar, hjólagarpar og aðrir sem sækja mikið í svæðið eru ósáttir við ákvörðun borgarinnar. 
08.10.2020 - 09:00
Smit í Háteigsskóla: Á annað hundrað í úrvinnslusóttkví
Allir nemendur á unglingastigi Háteigsskóla í Reykjavík, auk kennara, eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit greindist hjá nemanda í unglingadeild. Unnið er að því að rekja smitið innan skólans, en á meðan eru 144 nemendur og 10-12 starfsmenn í úrvinnslusóttkví.
08.10.2020 - 08:43
Smit hjá starfsmanni gistiskýlis - Húsdýragarður lokar
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður lokaður þar til annað verður ákveðið eftir að þjónusta Reykjavíkurborgar verður færð upp á neyðarstig, samhliða neyðarstigi almannavarna sem tekur gildi í kvöld. Gistiskýlinu í Grandagarði hefur verið lokað tímabundið vegna smits hjá starfsmanni.
04.10.2020 - 20:57
Rótin tekur við rekstri Konukots
Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, hefur tekið við rekstri Konukots samkvæmt samningi sem gerður hefur verið við velferðarsvið Reykjavíkur. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur og býður þeim upp á þjónustu sína án þess að taka greiðslu fyrir. Talskona Rótarinnar segir að samtökin hafi tekið verkefnið að sér með skömmum fyrirvara og ekki verði farið í miklar breytingar á starfseminni til að byrja með.
02.10.2020 - 17:18
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Óska eftir stað undir 2 metra bronsstyttu af Jóni Páli
Fjölskylda Jóns Páls Sigmarssonar, með son hans og barnsmóður í broddi fylkingar, hafa safnað áheitum fyrir styttu af kraftlyftingamanninum. Hópurinn hefur óskað eftir því við borgina að styttan fá að rísa við Jakaból þar sem Jón Páll steig sín fyrstu skref í lóðaþjálfun.
01.10.2020 - 13:34
Myndskeið
Finna enn fyrir myglu þrátt fyrir úrbætur
Móðir barns í Fossvogsskóla, sem finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbætur á húsnæði skólans, segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda. Kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni en Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótum.
26.09.2020 - 19:44
Yfir 500 börn í sóttkví í Reykjavík
Í þriðju bylgju faraldursins hefur talsvert meira verið um smit á meðal ungmenna og barna á leik- og grunnskólaaldri miðað við fyrr í faraldrinum. Hið minnsta 534 börn eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu vegna 22 smita í grunnskólum og leikskólum, ýmist meðal barna eða starfsmanna.
25.09.2020 - 17:12
Myndskeið
Telur mistök að fara í mikinn niðurskurð
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að borgin verði að taka lán til að mæta verri afkomu vegna COVID faraldursins, óskynsamlegt væri að fara í niðurskurð. Oddviti Sjálfstæðisflokks vill hagræða og segir að borgin eigi að einbeita sér að kjarnastarfsemi.
23.09.2020 - 22:21
Þrír handteknir eftir hnífstunguárás í Árbænum
Þrír menn eru í haldi lögreglu eftir að maður var stunginn með hníf við fjölbýlishús við Rauðás í Árbænum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki talinn alvarlega slasaður.
22.09.2020 - 15:22
Ekki tilefni til að rífa Fossvogsskóla
Reykjavíkurborg telur að ekki séu forsendur til að taka ákvörðun um að rífa Fossvogsskóla. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að hún vilji að skólinn verði rifinn til að uppræta myglu í skólanum. Von er á lokaskýrslu lokaúttektar frá Verkís í vikunni.
22.09.2020 - 13:08
Úttekt á starfsumhverfi borgarráðs kostar 2 milljónir
Kostnaður við úttekt á starfsumhverfi borgarráðs sem sálfræðistofan Líf og sál var fengin til að gera nemur tveimur milljónum króna. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kvartað til Persónuverndar vegna úttektarinnar og kært hana til samgöngu-og sveitastjórnarráðuneytisins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins kallar hana „tóma vitleysu.“
21.09.2020 - 23:12
Forsprakkar drengjahópa slíðruðu sverðin í dómsal
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag sautján ára unglingspilt í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann stakk jafnaldra sinn í kviðinn í Jórufelli í apríl á þessu ári. Dómari horfði til þess að drengirnir tveir hefðu ákveðið að slíðra sverðin þegar þeir hittust undir aðalmeðferð málsins.
21.09.2020 - 17:40
Fresta samræmdum prófum vegna sóttkvíar nemenda
Samræmdum prófum í sjöunda bekk Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla og Melaskóla í Reykjavík hefur verið frestað. Líklega verður samræmdum prófum í 4. bekk Hvassaleitisskóla einnig frestað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það.
21.09.2020 - 11:44
Viðtal
Smit í þremur grunnskólum og einum leikskóla
COVID-19 smit hafa greinst í þremur grunnskólum í Reykjavík og einum leikskóla. Allir nemendur í sjöunda bekk Vesturbæjarskóla fóru í sóttkví sem og sjö starfsmenn eftir að einn nemandi greindist með COVID-19. Tveir starfsmenn í Hvassaleitisskóla greindust með veikina og hafa allir nemendur í fjórða bekk verið settir í sóttkví. Einn starfsmaður Tjarnarskóla hefur greinst með smit og er verið að kanna hvaða áhrif það hafi á skólastarf.
Upptaka
Breikka sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda
Undirbúningur er hafinn að því að breikka verulega sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda þar sem öldur ollu skemmdum í gærkvöld og í morgun. Innkauparáð tekur tilboð fyrir í vikunni og ef allt gengur upp verður ráðist í breikkun innan skamms.
20.09.2020 - 13:27
Myndskeið
Miklar öldur rifu upp torfur og lentu á hjólreiðamanni
Mikill sjávargangur hefur verið á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Há sjávarstaða og sterkir straumar hafa valdið því að öldur hafa gengið á land. Ein aldan lenti á hjólreiðamanni sem átti þar leið um, eins og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni.
19.09.2020 - 20:50
Hagstæðara að reisa stærra hús fyrir innanhússíþróttir
Það er um 800 milljónum króna dýrara að reisa þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir sem tæki 8.600 áhorfendur en fyrir 5.000 áhorfendur. Stærra hús myndi leysa án aukakostnaðar húsnæðisþörf til langrar framtíðar auk þess sem það gæfi meiri möguleika á nýtingu til menningarviðburða. Laugardalur er fyrsta val starfshóps fyrir slíkt íþróttahús.
18.09.2020 - 07:55
Kirkjuráð samþykkir tilboð í Laugaveg 31
Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í Laugaveg 31 sem var húsnæði biskupsstofu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ákveðnir fyrirvarar á tilboðinu, meðal annars um fjármögnum og það skýrist síðar í þessum mánuði hvort af verður. Ásett verð á eignina er 570 milljónir en húsnæðið er 1.540 fermetrar. Ekki fengust upplýsingar um hver gerði tilboðið sem kirkjuráð samþykkti.. 
14.09.2020 - 19:45