Reykjavíkurborg

Sjónvarpsfrétt
Kæra fyrirhugaða veglagningu og vilja nýtt umhverfismat
Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag þriðja áfanga Arnarnesvegar um Vatnsendahvarf. Hópur íbúa á svæðinu hyggst kæra fyrirhugaða framkvæmd, þar sem hún byggir á nærri tveggja áratuga gömlu umhverfismati. 
„Eins og að tala við stein“ að vara meirihlutann við
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir að miklir fjármunir hafi verið lagðir í skipulagningu tæplega sjö hundruð íbúða byggðar í Skerjafirði sem innviðaráðherra hefur sett á ís. Hún efast um að þeir fjármunir nýtist. Meirihlutinn hafi virt að vettugi athugasemdir minnihlutans síðastliðinn tvö ár. 
Sjónvarpsfrétt
Líf og fjör í Reykjavík
Mikið líf og fjör var í Reykjavík í dag og fjöldi skemmtilegra viðburða á dagskrá. Borgarbúar fjölmenntu meðal annars í skrúðgöngu í Breiðholti, á flóamarkað í Vesturbæ og götuhátíð í miðbænum.
25.06.2022 - 19:22
Kamila og Marco útnefnd Reykvíkingar ársins
Kamila Walijewska og Marco Pizzolato voru í morgun útnefnd Reykvíkingar ársins 2022. Þau standa fyrir svokölluðum frísskáp í miðbæ Reykjavíkur, þar sem markmiðið er að draga úr matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frísskápa.
20.06.2022 - 08:05
Sjónvarpsfrétt
Vill lækka fasteignagjöld og sér litlar breytingar
Skipað var í helstu ráð og nefndir á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir að sáttmáli nýs meirihluta var kynntur í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að lækka ætti álagningarprósentu fasteignagjalda strax um næstu áramót. Engin merki þess sjáist í nýjum sáttmála fyrir utan lækkun gjalda á atvinnuhúsnæði í lok kjörtímabilsins. 
Búið að skipa helstu ráð og nefndir í borgarstjórn
Á fundi borgarstjórnar í dag var kosið í helstu nefndir og ráð borgarinnar. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var kosinn formaður menninga-, íþrótta- og tómstundaráðs, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, verður formaður skóla- og frístundaráðs og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingu verður formaður velferðarráðs.  
07.06.2022 - 16:55
Óánægja með vinnubrögð meirihluta á fyrsta fundi
Minnihluti í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki paránægður með vinnubrögð nýs meirihluta Framsóknar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar tengd breytingartillögum á ráða- og nefndaskipan borgarinnar. Tillaga meirihlutans var borin upp á fyrsta borgarstjórnarfundi en í andsvari kom fram að minnihlutinn hafi fengið tillögurnar í hendurnar 33 mínútum áður en fundur hófst. Vonandi ekki til marks um það sem koma skal á kjörtímabilinu, sagði oddviti Sjálfstæðisflokksins meðal annars.
07.06.2022 - 15:44
Dagur tekur fram úr Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu
Tvenn tímamót verða við stjórn Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu ef áform nýja meirihlutans í borgarstjórn ganga eftir. Framsóknarmaður verður í fyrsta sinn borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson færist upp í fjórða sæti yfir þá borgarstjóra sem hafa gegnt embættinu lengst. Hann kemst þá upp fyrir Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Reykjavíkur hefst klukkan 14. Á þessum fyrsta fundi verður kosið í helstu nefndir og ráð borgarinnar.
07.06.2022 - 13:45
Viðræðurnar ganga „mjög vel“
Meirihlutaviðræður í Reykjavík ganga mjög vel, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í borginni. Samfylking, Framsókn, Píratar og Viðreisn hófu viðræðurnar fyrir níu dögum og hafa stefnt á að ljúka þeim fyrir fyrsta fund borgarstjórnar, þriðjudaginn 7. júní.
Fasteignamatshækkun
Fasteignamat hækkar fleira en fasteignagjöld
Hækkun fasteignamats hækkar ekki aðeins skatta heldur er stór hluti sveitarfélaga landsins með vatns- og fráveitugjald bundið við fasteignamatið. Önnur hafa fast gjald sem miðast við stærð húsnæðis. Reykjavíkurborg er í síðarnefnda hópnum. Íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru háðir sveiflum á fasteignamati varðandi greiðslu fyrir vatn og fráveitu.
Þriðji fundur mögulegs meirihluta nýhafinn
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í Reykjavík halda áfram í dag. Á fundi sem hófst klukkan ellefu halda fulltrúar flokkanna áfram að ræða helstu málefni sem mögulegt samstarf yrði byggt á.
Viðtal
„Í dauðafæri með nýtt upphaf“
„Mér finnst við vera í dauðafæri með nýtt upphaf og nýjan meirihluta. Við vorum búin að vera alla vikuna eftir kosningar að tala saman, þreifa. Það var málefnalegur þéttleiki fannst mér. Þannig að við tókum á skarið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, um hvers vegna flokkurinn fer í viðræður ásamt Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Pírötum um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Blaðamannafundur
Ræða myndun meirihluta á miðjunni
Oddvitar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar lýstu allir ánægju með að þeir séu nú að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, sem myndi ef samningar nást verða meirihluti á miðjunni. Framsóknarmenn buðu hinum flokkunum til viðræðna eftir að hafa rætt við grasrót flokksins í gærkvöld.
24.05.2022 - 10:08
Sjónvarpsviðtal
„Viljum skora svolítið á Framsókn að taka af skarið“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa viljað taka greinilegt skref fram á við þegar kemur að meirihlutamyndun með útspili sínu í dag.
Veltur á hvort samflot meirihlutans haldi
Enginn augljós meirihluti kom upp úr kjörkössunum í Reykjavík að mati stjórnmálafræðingsins Eiríks Bergmann.
Tengja sig saman en útilokar ekkert í pólitík
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að Viðreisn, Samfylking og Píratar, skyldu hafa ákveðið að fylgjast að næstu daga í viðræðum um nýjan meirihluta. 60 prósent kjósenda í Reykjavík hafi annars vegar lýst yfir stuðningi við samgöngusáttmálann sem snúist um annað og meira en borgarlínu heldur líka skipulagsmál og loftslagsmál og svo uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
16.05.2022 - 14:23
Einar hittir Dag í dag - vill líka ræða við Hildi
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á fundi í dag. Hann upplýsti þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil líka ræða við Hildi [Björnsdóttur],“ bætti Einar við. Möguleikum Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta hefur fækkað eftir að ljóst var að Viðreisn, Píratar og Samfylking ætluðu að fylgjast að í viðræðum næstu daga.
16.05.2022 - 09:05
Myndskeið
Dagur, Dóra Björt og Þórdís ætla fylgjast að í viðræðum
Oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík ætla að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann sagði ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafa fækkað valkostum. „Það er gott að hafa breiðan meirihluta, að því gefnu að fólk sé sammála um meginlínur.“
16.05.2022 - 08:29
Pólitískir refir sitja um Framsókn í Hafnarfirði
„Ég átti óformleg samtöl við bæði Rósu [Guðbjartsdóttur] og Guðmund Árna [Stefánsson] en engar formlegar viðræður eru hafnar,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Þar eins og víða annars staðar höfuðborgarsvæðinu er Framsókn í lykilhlutverki við myndun nýs meirihluta.
16.05.2022 - 08:15
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Meirihlutinn fallinn og útlit fyrir flóknar viðræður
Framsóknarflokkurinn er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna þar sem fjögurra flokka meirihluti í borginni kolféll. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn þrátt fyrir verstu úrslit í sögu hans og Samfylkingin tapaði tveimur borgarfulltrúum.
15.05.2022 - 05:30
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Framsókn leggur höfuðborgarsvæðið að fótum sér
Framsóknarflokkurinn vinnur stórsigur á höfuðborgarsvæðinu miðað við fyrstu tölur. Í Mosfellsbæ, Reykjavík og Garðabæ nær flokkurinn inn manni þar sem hann hafði engan fyrir og bæði í Hafnarfirði og Kópavogi bætir hann við sig.
15.05.2022 - 02:26
Myndskeið
Oddvitar meirihlutans beindu spjótum sínum að Hildi
Oddvitar flokkanna, sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn, beindu allir spurningum sínum að Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Raunar þótti Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, nóg um spurningaflóðinu til Hildar og hætti við spurningu sína til hennar en Hildur svaraði henni engu að síður.
13.05.2022 - 22:15