Frambjóðandi

Hér kemur banner fyrir frambjóðanda

1

Þorvaldur Örn Árnason

Líffræðingur og kennari á eftirlaunum

Mynd með færslu

Fæddur í Reykjavík 15.12.1947. Ólst upp við sveitarbúskap í Landeyjum. Gekk í Barnaskóla V-Landeyja, Skógaskóla og Menntaskólann á Laugarvatni. Hef síðan búið í Reykjavík, Þrándheimi, Ísafirði, Reykjanesbæ og Sveitarfélaginu Vogum. Áhugamál eru einkum náttúruvernd, tónlist og þjóðfélagsmál. Er formaður Frístunda- og meningarnefndar í Sveitarfélaginu Vogum og formaður Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd. Er áhugatónlistarmaður, syng og spila á gítar og rafbassa. Áhugi á sögu og átthögum vex með aldrinum.

Fjölskylda

Móðir: Hrefna Þorvaldsdóttir, ættuð úr Skaftártungu. Faðir Árni Þorvaldsson úr Hafnarfirði. Er kvæntur Ragnheiði Elísabet Jónsdóttur og eigum saman dótturina Eyþrúði (f.1994). Var áður kvæntur Auði Haraldsdóttur og áttum saman soninn Harald Darra (1973), en hann og hans kona, Anna Margrét Halldórsdóttir eiga þrjú börn.

Fyrri störf

Kenndi við Stóru-Vogaskóla 1999-2016 og Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1993-1999. Var námstjóri í menntamálaráðuneytinu 1982-1992. Kenndi við Menntaskólann á Ísafirði 1979-1982. Vann við gróðurrannsóknir á Rala 1973-1978 og kenndi stundakennslu við HÍ og KHÍ 1975-1979. Vann við landbúnað o.fl. í Rangárþingi í uppvextinum.

Menntun

Cand.Real í líffræði frá Háskólanum í Þrándheimi 1977 og kennsluréttindanám frá H.Í. 1981.