Frambjóðandi

Hér kemur banner fyrir frambjóðanda

1
Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu

Ég er 32 ára, fædd og uppalin í Reykjavík. Ég á eiginmann og með honum tvær dætur sem eru fjögurra og tæplega tveggja ára gamlar.

Fyrsta skáldsagan mín kom út árið 2011 og bækur nr. 5 og 6 eru væntanlegar nú fyrir jólin. Meðfram ritstörfum hef ég gert ýmislegt, unnið textavinnu, prófarkalesið og skrifað greinar og pistla fyrir prentmiðla.

Ég hef verið virk í feminískri baráttu, en hef síðustu árin að mestu helgað mig baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem eru stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. Tíminn til að bregðast við er naumur, en það er ekki um seinan. Við vitum hvað við þurfum að gera, tæknin er til staðar, það þarf bara vilja til að taka af skarið.

Baráttan gegn loftslagsbreytingum er í grunninn barátta fyrir jöfnuði. Rót loftslagsvandans er nefnilega stjórnlaus gróðahyggja, óhófleg neysla og yfirgangur lítils hluta mannkyns á kostnað þeirra sem standa hallari fæti. Loftslagsvandinn snýst um réttlæti og verður ekki leystur nema með því að koma jöfnuði á í samfélaginu. Afraksturinn verður betra samfélag, í sátt við náttúruna.Air Jordan 1

Fjölskylda

Eiginmaður minn er Egill Þórarinsson. Við eigum tvær dætur, Rán, fjögurra ára, og Örk, eins árs.

Fyrri störf

Verkefnastjóri í loftslagsmálum hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands

Rithöfundur

Bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur

Texta- og hugmyndasmiður

Menntun

BA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands.