FORSETAKOSNINGAR 2020
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið forseti Íslands undanfarin fjögur ár og gefur kost á sér til endurkjörs. Hann er sjötti forseti lýðveldisins, kjörinn 25. júní 2016. 

Á þeim fjórum árum sem hann hefur verið forseti hefur embættið færst nær því sem það var í tíð Vigdísar Finnbogadóttur, að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Guðni hefur þótt alþýðlegur og vakið athygli fyrir að hjóla með börnin sín í skólann og halda áfram að fylgja þeim á íþróttamót ásamt öðrum foreldrum. Hann vakti svo athygli á heimsvísu fyrir að andstyggð sína á ananas á pizzum. 

Rætt við Guðna í sjónvarpsfréttum 29. maí

Shop Sneakers in Footwear

Mynd: RÚV/Vilhjálmur / RÚV/Vilhjálmur

Aldur, menntun og fyrri störf

Guðni fæddist í Reykjavík 26. júní 1968, sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og er því á heimaslóðum á Bessastöðum sem talist hefur til sveitarfélagsins frá sameiningu Garðabæjar og Álftaness árið 2012. 

Guðni kynntist eiginkonu sinni, Elizu Reid, á námsárunum í Oxford á Englandi. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því að Guðni lauk doktorsnámi. Þau eiga fjögur börn; Duncan Tind, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Eddu Margréti. Fyrir á Guðni dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur. 

Guðni útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987 og lauk B.A.-prófi frá háskólanum í Warwick á Englandi 1991. Að loknu meistaraprófi frá Háskóla Íslands 1997 lærði hann sagnfræði við Oxford-háskóla á Englandi og lauk þaðan M.St.-gráðu í sögu og árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary háskólanum í London. Guðni hefur einnig lagt stund á nám í rússnesku og þýsku. 

Aldur og uppruni

51 árs. Fæddur í Reykjavík 26. júní 1968. Sonur Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara.

Fjölskylduhagir

Eiginkona Guðna er Eliza Reid. Börn þeirra eru fjögur; Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Edda Margrét. Guðni á eitt barn, Rut, með fyrri eiginkonu sinni.

Menntun

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. B.A.-gráða í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Warwick-háskóla á Englandi. Meistarapróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. M.St. í sagnfræði frá Oxford-háskóla á Englandi. Doktorspróf í sagnfræði frá Queen Mary University of London.

Guðni kenndi sagnfræði við Háskóla Íslands 2013-2016, síðast sem prófessor. Hann hefur einnig kennt við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og University of London. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita, meðal annars um forsetaembættið og um embættistíð Kristjáns Eldjárns forseta Íslands.

Guðni vann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og varð landskunnur eftir viðtöl í fréttum um Panama-skjölin, þar sem hann velti upp mögulegum útkomum og reyndi að setja atburðina í samhengi með vísun í dæmi úr stjórnmálasögunni. Eftir það kom fram hvatning til hans um framboð til forseta Íslands.

Guðni í Silfrinu 24. maí

Mynd: Silfrið / RÚV

Í forsetatíð sinni hefur Guðni fært embættið aftur nær því sem það var í tíð Vigdísar Finnbogadóttur á þá lund að forsetinn sé sameiningartákn og haldi sig til hlés þegar tekist er á í samfélaginu. Hann hefur frá því hann tók við sem forseti afþakkað launahækkanir sem embættinu hafa verið ákveðnar og gefið mismuninn til góðgerðarmála. 

Guðni hefur verið vinsæll í embætti og mældist með yfir 90% stuðning í byrjun júní, í fyrsta þjóðarpúlsi Gallups fyrir forsetakosningarnar í sumar. 

Guðni í Speglinum 4. júní

Mynd: Arnar Páll Hauksson / Arnar Páll Hauksson

Guðni kynnir sig

Mynd: RÚV / RÚV
Frambjóðendum býðst að birta eigin kynningarmyndbönd hjá RÚV í aðdraganda kosninga. Kynningarmyndbandið er einnig á dagskrá sjónvarpsins.

Netfang framboðs