Olíuverð

Delta-afbrigðið skekur heimshagkerfið
Hröð útbreiðsla Delta afbrigðis kórónuveirunnar á heimsvísu ógnar enn og aftur efnahagsbata í heimshagkerfinu. Olíuverð hefur hríðfallið á undanförnum viknum og bílaframleiðendur eru í vanda vegna skorts á aðföngum.
22.08.2021 - 18:13
Hlutabréf lækka í Noregi vegna verðlækkunar á olíu
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló féll í dag um 2,39 prósent. Það er afleiðing þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um sex prósent eftir að OPEC+ samtökin ákváðu í gær að auka olíuframleiðsluna til að lækka verð og draga úr þrýstingi á efnahagskerfi heimsins af völdum COVID-19 faraldursins. 
19.07.2021 - 17:34
OPEC-ríki ætla að auka olíuframleiðslu
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, samþykktu í gær að auka framleiðslu sína. Þannig vilja þau stuðla að lægra verði og minni þrýstingi á efnahagskerfi heimsins. Framboð á olíu verður aukið þegar í næsta mánuði, eftir mikinn niðurskurð í framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar í heimsfaraldrinum.
19.07.2021 - 06:20
Hráolíuverð lækkar vegna COVID-19
Verð á tunnu af hráolíu úr Norðursjó hefur lækkað í dag um tæplega fjögur og hálft prósent. Þá hefur tunna af bandarískri hráolíu lækkað um yfir fimm prósent. Þetta er rakið til þess að talið er að hertar sóttvarnir víða um Evrópu vegna COVID-19 farsóttarinnar dragi úr eftirspurn.
25.03.2021 - 15:48
Hráolíuverð á uppleið í heiminum
Verð á bandarískri hráolíu hækkaði í dag um 2,2 prósent í viðskiptum á Asíumarkaði. Verð á hverja tunnu fór í 60,77 dollara. Það hefur ekki verið hærra frá því í janúar í fyrra.
15.02.2021 - 08:41
Olíuverð hækkar vegna bóluefnisins
Verð á tunnu af hráolíu úr Norðursjó hefur hækkað um þrjú prósent það sem af er degi. Í gær nam hækkunin tæpum sex prósentum. Uppsveiflan er rakin til tilkynningar lyfjarisans Pfizers frá því í gær um að tekist hefði að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni, sem virkaði í níutíu prósentum tilvika. Verð á bandarískri hráolíu hefur einnig hækkað töluvert.
10.11.2020 - 16:12
Hráolíuverð lækkar vegna veirunnar
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð það sem af er degi. Fjárfestar eru sagðir hafa áhyggjur af því að heimfaraldurinn hafi enn frekari áhrif en orðið er á eftirspurn eftir hráolíu.
28.10.2020 - 14:14
Eftirspurn eftir olíu vex og verðið hækkar
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkaði nokkuð í viðskiptum á Asíumarkaði í dag. Sérfræðingar telja að það sé merki þess að tilslakanir stjórnvalda í ýmsum ríkjum vegna COVID-19 farsóttarinnar séu farnar að auka eftirspurn eftir bensíni og olíu.
08.05.2020 - 09:51
Olíuverð hækkar á Asíumörkuðum
Verð á hráolíu hækkað skarpt á mörkuðum í Asíu í morgun en verðið hefur verið í frjálsu falli undanfarna daga og og vikur.
23.04.2020 - 08:01
Leiða leitað til að bjarga olíufyrirtækjum
Bandaríkjaforseti hefur falið ríkisstjórn landsins að leggja fram áætlun til að bjarga bandaríska olíuiðnaðinum. Verð á Norðursjávarolíu hefur fallið í dag um tæplega tuttugu af hundraði.
21.04.2020 - 16:47
Hráolíutunnan komin niður fyrir tvo dollara
Verð á bandarískri hráolíu til afhendingar í næsta mánuði hefur verið í frjálsu falli í dag. Tunnan kostaði undir tveimur dollurum laust fyrir klukkan sex í dag. Verðið hefur aldrei verið lægra síðan farið var að skrá hráolíuverð á NYMEX hrávörumarkaðnum í New York árið 1983.
20.04.2020 - 18:12
Verðhrun á hráolíu
Verð á bandarískri hráolíu til afhendingar í maí hrundi í dag og var um tvöleytið 10,77 dollarar á tunnu. Það hefur ekki verið lægra frá árinu 1998. Ástæðan er rakin til lítillar eftirspurnar vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verðlækkunin nemur fjörutíu prósentum frá því fyrir helgi.
20.04.2020 - 14:52
Olíuverð lækkar enn
Þrátt fyrir nýgert samkomulag milli OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og annarra framleiðenda á borð við Rússa um að draga úr framleiðslunni til að knýja fram hærra verð hefur verðið haldið áfram að lækka.
20.04.2020 - 09:26
Hráolíuverð hækkaði um tugi prósenta
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkaði um meira en þrjátíu prósent um tíma í dag eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter að hann byggist við því að verðstríði Sádi-Araba og Rússa færi að ljúka með því að sátt næðist um að draga úr framleiðslunni.
02.04.2020 - 17:42
Hráolíuverð ekki lægra í sautján ár
Verð á hráolíu úr Norðursjó hefur fallið í dag um 7,33 prósent. Tunnan kostaði laust fyrir klukkan þrjú í dag 24,41 dollar. Verðið hefur ekki verið lægra frá árinu 2003. Bandarísk hráolía lækkaði einnig í verði, um tæp sex prósent. Tunna af henni kostaði 21,25 dollara.
27.03.2020 - 16:34
Viðskipti á Wall Street stöðvuð í 15 mínútur
Hlutabréfaviðskipti voru stöðvuð í fimmtán mínútur á Wall Street í New York í dag vegna verðhruns við upphaf viðskipta. S&P 500 hlutabréfavísitalan féll um sjö prósent og Dow Jones um 7,3 prósent. Nasdaq vísitala tæknifyrirtækja lækkaði um 6,9 prósent.
09.03.2020 - 14:47
Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um tæp 10 prósent í gær og hefur ekki verið lægra í 3 ár. 
07.03.2020 - 16:36
Dregið verður úr olíuframleiðslu á næsta ári
Helstu olíuframleiðendur heimsins náðu samkomulagi um það á fundi sínum í Vínarborg að draga úr framleiðslunni um fimm hundruð þúsund tunnur á dag frá og með næstu áramótum.
06.12.2019 - 15:49
Telur hættu á frekari árásum
Hætta er á frekari árásum á olíumannvirki í Sádi-Arabíu ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Þetta sagði Amin Nasser, forstjóri Saudi Aramco, ríkisolíufélagsins í Sádi-Arabíu, í morgun.
09.10.2019 - 09:02
Varar við fordæmalausum olíuverðhækkunum
Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, varar við fordæmalausum verðhækkunum á olíu ef ríki heims sameinast ekki um að halda aftur af Íran á hernaðarsviðinu.
30.09.2019 - 08:26
Olíuverð hækkar vegna árása á Sádi-Arabíu
Hráolíuverð hefur hækkað um meira en átta prósent í dag vegna árása á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu á laugardag. Bandaríkjamenn saka Írana um að hafa verið að verki. Evrópusambandið og stjórnvöld í Rússlandi og Kína hvetja til varkárni meðan árásin hafi ekki verið rannsökuð í þaula.
16.09.2019 - 13:28
Takmarka olíuframleiðslu þar til í mars
Orkumálaráðherrar OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, samþykktu í dag að halda aftur af framleiðslunni þar til í mars á næsta ári. Búist er við að framleiðendur utan samtakanna geri hið sama til að hamla gegn verðlækkunum á olíu.
02.07.2019 - 16:00
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkar
Heimsmarkaðsverð á tunnu af bandarískri hráolíu fór á ný yfir sextíu dollara í dag eftir að ákveðið var á fundi OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, að takmarka framleiðsluna til næstu áramnóta að minnsta kosti. Rússar og fleiri ríki utan samtakanna styðja takmarkanirnar til að halda verði á eldsneyti uppi.
01.07.2019 - 08:00
Sádi-Arabar draga úr olíuframleiðslu
Sádi-Arabar, helstu olíuframleiðendur heims, ætla að draga úr framleiðslunni í þessum mánuði um tíu prósent frá því sem var í nóvember síðastliðnum. Það þýðir að samdrátturinn nemur átta hundruð þúsund tunnum á dag. Í næsta mánuði er áformað að draga úr henni um hundrað þúsund tunnur á dag til viðbótar.
09.01.2019 - 18:16
Hráolíuverð hækkaði um fimm prósent
Verð á hráolíu úr Norðursjó hækkaði um fimm prósent í dag þegar fréttir bárust af því að olíumálaráðherrar ríkja í Samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, og utan þeirra hefðu ákveðið að draga úr framleiðslunni. Verð á tunnu af Norðursjávarolíu fór í 63,07 dollara. Verð á bandarískri hráolíu hækkaði um hátt í fimm prósent.
07.12.2018 - 14:39