Olíuverð

Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Bjartsýni gætir um flugrekstur í Færeyjum
Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.
Hráolíuverð tekur dýfu
Hráolíuverð lækkaði í dag eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti nýja spá þar sem gert er ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum minnki á þessu ári vegna Úkraínustríðsins. Um klukkan hálf fjögur í dag hafði verð á tunnu af hráolíu lækkað um 5,4 prósent og kostaði þá 107,11 dollara. Verð á tunnu af á svokallaðri WTI eða West Texas Intermediate-olíu hafði þá lækkað um 5,5 prósent, niður í 102,30 dollara.
19.04.2022 - 16:07
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
Olíuverð lækkaði á mörkuðum í dag
Olíuverð lækkaði um yfir fimm prósent á mörkuðum í dag. Ástæður lækkunarinnar eru meðal annars raktar til minnkandi eftirspurnar vegna viðbragða helstu banka ýmissa ríkja við vaxandi verðbólgu. Eins hafa nokkur ríki tilkynnt um að gripið verði til varabirgða olíu.
07.04.2022 - 00:35
Lokað fyrir samfélagsmiðla á Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka lokuðu í nótt fyrir aðgang landsmanna að samfélagsmiðlum eftir að boðað var til helgarlangs útgöngubanns vegna harðvítugra mótmæla. Forseti landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu á föstudag.
03.04.2022 - 06:50
Hráolíuverð komið niður fyrir 100 dali tunnan
WTI Hráolíuverð er komið niður fyrir 100 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Meðal ástæðna er minnkandi eftirspurn í Kína og bjartsýni um að friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna skili árangri.
Spegillinn
Peningar flæða í olíusjóð Norðmanna
Stríðið í Úkraínu hefur valdið verulegri hækkun á olíu og gasi.Norðmenn hafa áhyggjur. Óvæntir peningar velta inn í sjóði landsmanna, og enginn veit hvað á að gera við þá. Tekjur ríkissjóðs af orkusölu gætu sexfaldast.
Bensínlítrinn nálgast óðfluga 300 krónur
Bensínverð hækkar dag frá degi og nú er það rétt undir 300 krónum á lítrann þar sem það er dýrast. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hvetur til þess að stjórnvöld lækki álögur sínar tímabundið til að lágmarka skaðleg áhrif á þjóðlífið.
08.03.2022 - 16:27
Kauphallir rauðar vegna stríðs og efnahagsþvingana
Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. Icelandair hefur lækkað um nær þrettán prósent í morgun og um hátt í 20 prósent frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Sama staða er uppi á mörkuðum í Evrópu. Þar hefur hlutabréfaverð lækkað mikið í dag og er það ekki síst rakið til þess að verð á olíu og gasi hefur hækkað mikið eftir að Rússlandsher réðist inn í Úkraínu.
07.03.2022 - 12:40
Hvatt til friðsamlegra lausna í Kasakstan
Innanríkisráðuneytið í Kasakstan segir að átján lögreglumenn og þjóðvarðliðar hafi fallið í átökum við mótmælendur. Upplýsingar um mannfall í þeirra röðum liggja ekki fyrir. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að stríðandi fylkingar geri út um deilumálin með friðsamlegum hætti.
06.01.2022 - 17:23
Delta-afbrigðið skekur heimshagkerfið
Hröð útbreiðsla Delta afbrigðis kórónuveirunnar á heimsvísu ógnar enn og aftur efnahagsbata í heimshagkerfinu. Olíuverð hefur hríðfallið á undanförnum viknum og bílaframleiðendur eru í vanda vegna skorts á aðföngum.
22.08.2021 - 18:13
Hlutabréf lækka í Noregi vegna verðlækkunar á olíu
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló féll í dag um 2,39 prósent. Það er afleiðing þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um sex prósent eftir að OPEC+ samtökin ákváðu í gær að auka olíuframleiðsluna til að lækka verð og draga úr þrýstingi á efnahagskerfi heimsins af völdum COVID-19 faraldursins. 
19.07.2021 - 17:34
OPEC-ríki ætla að auka olíuframleiðslu
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, samþykktu í gær að auka framleiðslu sína. Þannig vilja þau stuðla að lægra verði og minni þrýstingi á efnahagskerfi heimsins. Framboð á olíu verður aukið þegar í næsta mánuði, eftir mikinn niðurskurð í framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar í heimsfaraldrinum.
19.07.2021 - 06:20
Hráolíuverð lækkar vegna COVID-19
Verð á tunnu af hráolíu úr Norðursjó hefur lækkað í dag um tæplega fjögur og hálft prósent. Þá hefur tunna af bandarískri hráolíu lækkað um yfir fimm prósent. Þetta er rakið til þess að talið er að hertar sóttvarnir víða um Evrópu vegna COVID-19 farsóttarinnar dragi úr eftirspurn.
25.03.2021 - 15:48
Hráolíuverð á uppleið í heiminum
Verð á bandarískri hráolíu hækkaði í dag um 2,2 prósent í viðskiptum á Asíumarkaði. Verð á hverja tunnu fór í 60,77 dollara. Það hefur ekki verið hærra frá því í janúar í fyrra.
15.02.2021 - 08:41
Olíuverð hækkar vegna bóluefnisins
Verð á tunnu af hráolíu úr Norðursjó hefur hækkað um þrjú prósent það sem af er degi. Í gær nam hækkunin tæpum sex prósentum. Uppsveiflan er rakin til tilkynningar lyfjarisans Pfizers frá því í gær um að tekist hefði að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni, sem virkaði í níutíu prósentum tilvika. Verð á bandarískri hráolíu hefur einnig hækkað töluvert.
10.11.2020 - 16:12
Hráolíuverð lækkar vegna veirunnar
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð það sem af er degi. Fjárfestar eru sagðir hafa áhyggjur af því að heimfaraldurinn hafi enn frekari áhrif en orðið er á eftirspurn eftir hráolíu.
28.10.2020 - 14:14
Eftirspurn eftir olíu vex og verðið hækkar
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkaði nokkuð í viðskiptum á Asíumarkaði í dag. Sérfræðingar telja að það sé merki þess að tilslakanir stjórnvalda í ýmsum ríkjum vegna COVID-19 farsóttarinnar séu farnar að auka eftirspurn eftir bensíni og olíu.
08.05.2020 - 09:51
Olíuverð hækkar á Asíumörkuðum
Verð á hráolíu hækkað skarpt á mörkuðum í Asíu í morgun en verðið hefur verið í frjálsu falli undanfarna daga og og vikur.
23.04.2020 - 08:01
Leiða leitað til að bjarga olíufyrirtækjum
Bandaríkjaforseti hefur falið ríkisstjórn landsins að leggja fram áætlun til að bjarga bandaríska olíuiðnaðinum. Verð á Norðursjávarolíu hefur fallið í dag um tæplega tuttugu af hundraði.
21.04.2020 - 16:47
Hráolíutunnan komin niður fyrir tvo dollara
Verð á bandarískri hráolíu til afhendingar í næsta mánuði hefur verið í frjálsu falli í dag. Tunnan kostaði undir tveimur dollurum laust fyrir klukkan sex í dag. Verðið hefur aldrei verið lægra síðan farið var að skrá hráolíuverð á NYMEX hrávörumarkaðnum í New York árið 1983.
20.04.2020 - 18:12
Verðhrun á hráolíu
Verð á bandarískri hráolíu til afhendingar í maí hrundi í dag og var um tvöleytið 10,77 dollarar á tunnu. Það hefur ekki verið lægra frá árinu 1998. Ástæðan er rakin til lítillar eftirspurnar vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verðlækkunin nemur fjörutíu prósentum frá því fyrir helgi.
20.04.2020 - 14:52
Olíuverð lækkar enn
Þrátt fyrir nýgert samkomulag milli OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og annarra framleiðenda á borð við Rússa um að draga úr framleiðslunni til að knýja fram hærra verð hefur verðið haldið áfram að lækka.
20.04.2020 - 09:26