Myndlistagagnrýni

Víðsjá
Stóra augnablikið
„Þegar hlutirnir eru settir fram á ákveðinn hátt, í fastar stellingar og samhengi öðlast þeir aukið vægi. Við byrjum að bera hærri væntingar til þeirra og þar með skapast meiri hætta á að við verðum fyrir vonbrigðum,“ segir Sunna Ástþórsdóttir myndlistarrýnir Víðsjár. Hún segir sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur í Listasafni Reykjavíkur, Mannfjöldi hverfur sporlaust, fanga þessa spennu og leika sér með hugmyndir um virði, fegurð og glópagull.
Gagnrýni
Örugg hátíð í musteri íslenskrar gjörningalistar
Nýútskrifaðir sviðshöfundar hæddust að listinni um leið og hún var upphafin á gjörningalistahátíðinni Safe-fest í Núllinu í Bankastræti. „Eflaust verða margir listamannana sem tóku þátt áberandi í íslensku listalífi þegar fram líða stundir,“ segir Snæbjörn Brynjarsson.
21.11.2019 - 10:53
„Þú mátt vera mjög viðkvæmur og bleikur“
„Ég fór inn þarna frekar melankólísk með flensu og ég fór bara næstum að gráta,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur um sýninguna Allt fínt eftir Örnu Óttarsdóttur sem nú er í Nýlistasafninu.
Tilraunir með hringi, ferhyrninga og línur
Hugsun listmálarans Eyborgar Guðmundsdóttur flæðir af myndflötum listakonunnar og út í sýningarrýmið á vel heppnaðri sýningu sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Heba Helgadóttir hafa komið saman á Kjarvalsstöðum. Þetta er mat Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, myndlistarrýnis Víðsjár á Rás 1, en umfjöllun hennar má heyra hér að ofan.
04.03.2019 - 10:57
Gagnrýni
Orð öðlast líf
Inga Björk Bjarnadóttir fjallar um sýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar, sýninguna Handrit sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
21.12.2018 - 14:04
Gagnrýni
Náttúra og furðuverur í sjálfvirkni Söru Riel
„Sara Riel er líklegast þekktust fyrir veggjalist sína en verk hennar prýða byggingar víða um borgina sem og erlendis, en í sýningunni Sjálfvirk finnst mér mætast míkró og makró úr verkum hennar.“ Inga Björk Bjarnadóttir fjallar um sýningu Söru Riel, Sjálfvirk.
29.11.2018 - 13:45
Gagnrýni
Flækjuróf
„Hér eru verk sem reyna að búa til, eða birta, eða afhjúpa raunverleikann,“ segir Starkaður Sigurðarson myndlistargagnrýnandi um yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, á Kjarvalsstöðum. „Hann tekur einhvern smáhlut eða smástund og skoðar hvernig hægt er að gera allan heiminn úr því. Og heimurinn er meira hugmynd heldur en hlutur. Hér býr Haraldur til þennan heim.“
15.11.2018 - 09:10
Gagnrýni
Lýðræðið er pulsa
„Menningarleg fjölbreytni hefur lítið verið til umræðu á Íslandi og því hefði hátíðin verið kjörið tækifæri til þess að kafa dýpra ofan í málið og gefa samræðum meira rými. Hvað þýðir inngilding fyrir skipuleggjendum Cycle og fyrir listasenunni á Íslandi?“ Inga Björk Bjarnadóttir, myndlistarrýnir Víðsjár, fjallar um listahátíðina Cycle.
30.10.2018 - 16:59
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.
Hlusta
Fuglveldi
Hvað er það sem við tölum um þegar við tölum um íslenska myndlist? Starkaður Sigurðarson fjallar um mörkin milli íslenskrar myndlistar og erlendar.
29.04.2018 - 08:00