Mosfellsbær

Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Formlegar viðræður fjögurra flokka hafnar í Mosfellsbæ
Formlegar bæjarstjórnarviðræður eru hafnar í Mosfellsbæ. Listi Framsóknar, sem hlaut stórsigur í kosningunum, ákvað í gærkvöldi að hefja viðræður um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Viðreisn og Vini Mosfellsbæjar. 
Algjör viðsnúningur í Mosfellsbæ eftir kosningar
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í Mosfellsbæ, fékk rúm 32% atkvæða, og fjóra menn kjörna. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna féll, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í bænum í áraraðir, tapaði 12% frá síðustu kosningum, og Vinstri grænir þurrkuðust út.
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Framsóknarsigur fellir meirihlutann í Mosfellsbæ
Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í Mosfellsbæ er kolfallið þegar búið er að telja nærri helming atkvæða. Sjálfstæðisflokkur fær þrjá bæjarfulltrúa en VG engan. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna, fær fjóra bæjarfulltrúa og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn eftir að hafa ekki verið með neinn í síðustu kosningum.
15.05.2022 - 00:37
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
Óánægð með að hafa leiktæki við svefnherbergisgluggann
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur gert Mosfellsbæ að svara án tafar bréfi vegna leikvallar í Teigahverfi. Þar óskuðu íbúar eftir því að fá að kaupa lóð leikvallarins ella fengju þau leyfi til að færa girðingu á mörkum lóðar þeirra allt að 5 metra inn á leikvallarlóðina og reisa hærri girðingu. Skömmu eftir að erindið var sent fór Mosfellsbær í framkvæmdir á leikvellinum, hann nýtur nú talsverðra vinsælda og þar eru leiktæki sem eru staðsett við svefnherbergisglugga íbúanna.
08.05.2022 - 14:47
Mosfellsbær braut á fötluðum einstaklingi
Hæstiréttur dæmdi Mosfellsbæ í gær til að greiða manni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna dráttar sem varð á því að hann fengi notendastýrða persónulega aðstoð hjá bænum. Maðurinn sótti um þjónustuna í október árið 2018 en fékk hana ekki fyrr en í febrúar í fyrra. Hæstiréttur segir að bænum hafi mátt vera ljóst hversu brýnt það var fyrir manninn að fá úrlausn mála sinna.
X22 Mosfellsbær
Vaxtarverkir í skólamálum Mosfellsbæjar
Skólamálin voru fyrirferðarmikil í framboðsþætti RÚV fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ. Ágreiningur var um hvort bærinn hefði ráðið við þá fjölgun skólabarna sem orðið hefur á undanförnum árum og hvort innviðir skólastarfs væru nógu sterkir.
Börnin fá betri lýsingu - geta sleppt höfuðljósunum
Fótboltagenginu svokallaða, hópi barna í Mosfellsbæ sem spila fótbolta hvernig sem viðrar, verður að ósk sinni. Þau fá lýsingu á fótboltavelli í Reykjahverfi þar sem þau léku sér kappklædd í fótbolta í janúar með höfuðljós til að sjá hvert boltinn færi í myrkrinu. Fjallað var um mál barnanna í sjónvarpsfréttum í janúar eftir að þau sendu bæjaryfirvöldum beiðni um úrbætur. BBC tók umfjöllunina upp á sína arma fyrir skemmstu.
07.03.2022 - 15:07
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Ásgeir vann prófkjör Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
Ásgeir Sveinsson fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ. Hann hlaut 697 atkvæði í fyrsta sæti, eða 69 prósent gildra atkvæða þegar öll atkvði höfðu verið talin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kjörnefnd Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ.
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að spila fótbolta með höfuðljós
Það er allt í lagi að spila fótbolta með höfuðljós en óþægilegt að fá ljósið beint í augun. Svo er erfitt að sjá hvort boltinn lendir í markinu. Þetta segir Fótboltagengið, hópur barna í Mosfellsbæ, sem hefur beðið bæjarstjórn um betri lýsingu á fótboltavelli.
15.01.2022 - 19:59
500 milljóna viðsnúningur
500 milljóna króna viðsnúningur verður á rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári. Bæði Mosfellsbær og Garðabær stefna á að skila afgangi á næsta ári.
09.12.2021 - 12:41
Sjónvarpsfrétt
Um 450 lóðir í boði í Reykjavík á þessu ári
Færri lóðir verða boðnar út í Reykjavík á þessu ári heldur en undanfarin ár. Engar íbúðalóðir eru í boði á Seltjarnarnesi þar sem byggingarland er uppurið. Ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru að taka á sig mynd og byggð að þéttast.
Haraldur gefur ekki kost á sér í vor
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gefur ekki kost á sér í bæjarstjórnarkosningum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Haraldur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, hefur verið bæjarstjóri frá 2007 og setið í bæjarstjórn frá 2002.
10.11.2021 - 09:37
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
Segir einhvern hafa opnað inn í brunninn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði í gærkvöld konu upp úr vatnsbrunni við Lágafell í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir greinilegt að einhver hafi opnað brunninn. Hann hafi ekki staðið opinn.
11.04.2021 - 15:14
Landinn
Skrúfukvöld í Mosfellsdal
„Ég er hérna mjög oft, nokkrum sinnum í viku, enda finnst mér þetta skemmtilegasti staðurinn að vera á," segir Ásgrímur Örn Alexandersson. Staðurinn sem hann talar um er bílskúrinn heima hjá honum í Mosfellsdal.
24.03.2021 - 07:50
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Grunur um fjárdrátt í Skálatúni
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa dregið sér fé úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn starfaði sem launafulltrúi og bókari á heimilinu. Grunur um fjárdrátt kviknaði í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar í sumar.
29.10.2020 - 14:34
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.
Vesturlandsvegur tvöfaldaður í Mosfellsbæ í sumar
Vesturlandsvegur verður tvöfaldaður í sumar í Mosfellsbæ milli Skarhólabrautar og Langatanga. Framkvæmdir hefjast í fyrramálið og má búast við töfum á umferð og að hún gangi hægar fyrir sig.
09.06.2020 - 16:04