Menntamál

Peysufatadagur
Verslunarskólanemendur skemmtu sér í dansi í Hörpu í dag á Peysufatadeginum. Meira verður dansað í kvöld en upphlutur og peysuföt verða þá eftir heima og annar dansgalli dreginn fram. Þetta er fyrsta ball í Verslunarskólanum frá upphafi COVID.
Skólahald hefst á Reyðarfirði á ný eftir hópsmit
Skólahald hefst á ný á Reyðarfirði í dag. Fimm smit greindust úr sýnatöku sem fram fór á Reyðarfirði í fyrradag, en þá voru tekin rúmlega tvö hundruð sýni.
23.09.2021 - 07:08
Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Segir fjölskyldur í Fossvogi í erfiðri stöðu
Foreldrar í Fossvogi eru þreyttir á röskun á skólastarfi vegna mygluskemmda. Starfsemi leikskólans Kvistaborgar færist tímabundið í Safamýri næsta þriðjudag þegar framkvæmdir hefjast í leikskólanum vegna rakaskemmda. Skólastarf Fossvogsskóla fer að hluta til fram í Korpuskóla og að hluta í húsnæði Hjálpræðishersins um þessar mundir af sömu ástæðu. Ástríður Viðarsdóttir, formaður foreldrafélags Kvistaborgar, hefur ekki síst áhyggjur af foreldrum sem eiga börn í báðum skólum.
16.09.2021 - 15:46
Viðtal
„Við skjótumst ekki undan ábyrgð og viljum gera betur“
Borgaryfirvöld gangast við því að vinnubrögð hafi ekki verið nógu góð og upplýsingamiðlun nógu skýr þegar kemur að myglu- og rakavandamálum í skólahúsnæði í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir segir að borgaryfirvöld séu að setja upp nýja verkferla, hvernig eigi að bregðast við þegar mygla og rakavandamál koma upp í skólum.
15.09.2021 - 09:09
Fyrstu nýbyggingarnar á Flateyri síðan 1997
14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum munu rísa við Hafnarstræti sem hluti af nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri. Færri komast að en vilja í námið sem er um margt óvenjulegt.
Sjónvarpsfrétt
Eins og að HM í fótbolta sé haldið á Íslandi
Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of legends verður haldið í Laugardalshöll í byrjun næsta mánaðar. Formaður rafíþróttasambandsins líkir þessu við að HM í fótbolta yrði haldið hér á landi.
Nýtt samfélagsnámsefni fyrir fullorðna innflytjendur
Nýtt námsefni fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur, Landneminn,  verður tekið í gagnið á næstunni.
09.09.2021 - 08:04
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Endurreisn skólakerfis Haítí er kapphlaup við tímann
Stjórnvöld á Haítí keppast nú við að koma nemendum aftur að skólaborðinu eftir að harður jarðskjálfti reið yfir í síðasta mánuði. Allt kapp er lagt á að skólaárið fari ekki til spillis.
05.09.2021 - 03:24
Nemendur lausir við samræmdu prófin
Mennta- og menningarmálaráðuneytið ákvað í sumar að samræmd könnunarpróf yrðu ekki lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í grunnskólum.
02.09.2021 - 15:47
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Ragnhildur nýr rektor Háskólans í Reykjavík
Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor skólans. Hún tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur verið rektor háskólans undanfarin ellefu ár.
01.09.2021 - 14:39
Sárt þegar hetjur falla af stalli
Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.
Sjónvarpsfrétt
Margt nýtt í nýjum leikskóla á Akureyri
Leikskólarýmum á Akureyri fjölgar um 90 þegar nýr leikskóli verður opnaður um mánaðamót. Þar verða einnig flest af þeim 12 mánaða börnum sem nú verða innrituð í leikskóla á Akureyri í fyrsta sinn. Kostnaður við skólann er tæpur milljarður króna.
31.08.2021 - 17:09
Borgar 1,2 milljónir í leigu til Hjálpræðishersins
Reykjavíkurborg borgar 1,2 milljónir í leigu á mánuði til Hjálpræðishersins fyrir bráðabirgðahúsnæði undir nemendur Fossvogsskóla. Leigusamningurinn er í gildi frá 23. ágúst til 17. september með möguleika á framlengingu um mánuð. Innifalið eru húsgögn, hiti, rafmagn, þrif og húsvarsla.
29.08.2021 - 21:29
Húsnæðisvandi Grundaskóla kostar um milljarð
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi verður skipt niður á tvær byggingar á þessu skólaári. Stokka þurfti alla starfsemina upp þegar alvarlegir ágallar á húsnæði skólans komu í ljós í vor. Starfsmenn eru enn frá vinnu vegna heilsubrests. Um milljarður fer í framkvæmdir og aðra þætti vegna húsnæðisvandans.
23.08.2021 - 09:01
Hólfaskipting nauðsynleg og áskoranir í skólastarfi
Formaður félags grunnskólakennara segir að hólfa þurfi niður skóla til að koma í veg fyrir smit og sóttkví skólabarna. Margar áskoranir bíði kennara og foreldra fyrir komandi skólavetur. Á morgun hefst bólusetning 12-16 ára barna í Laugardalshöll. Hún er þegar hafin víða á landsbyggðinni.
Óbólusettir nemendur teknir af skrá í Virginíuháskóla
Virginíuháskóli í samnefndu ríki Bandaríkjanna hefur tekið yfir tvö hundruð nemendur skólans af nemendalista þar sem þeir höfðu ekki fylgt reglum skólans. Reglunar sem um ræðir kveða á um að nemendur hans skuli vera bólusettir.
Fossvogsskóli
Kennsla fer fram í húsi Hjálpræðishersins
Niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg lagði fyrir kennara og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla er skýr. Lýst var yfir miklum stuðningi við að skólastarf í þessum árgöngum færi fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.
Óboðlegur seinagangur í Fossvogsskóla segir ráðherra
Gera þarf allsherjar úttekt á skólum landsins og bæta eftirlit með skólabyggingum. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún er meðal annars spurð út í ástandið í Fossvogsskóla í Reykjavík.
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
Myndskeið
Skoða hvort bólusetning verði skylda hjá starfsfólki
Mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar er að fara vandlega yfir það hvort borgin muni skylda starfsfólk grunnskóla í bólusetningu. „Þetta er atriði sem er í náinni skoðun,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs. Skólahald í upphafi skólaársins verður með svipuðum hætti og það var í vor.
Reykjavíkurborg leitar að öðru rými fyrir Fossvogsskóla
Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segjast ætla að kanna möguleika á betra kennslurými fyrir nemendur 2.-4. bekkjar í Fossvogsskóla. Kallað var til skólaráðsfundar síðdegis þar sem foreldrar lýstu þungum áhyggjum af fyrirhuguðum áætlunum um kennslu í tengibyggingu og kjallara í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings.