Menntamál

Óvissa blasir við íslenskum námsmönnum erlendis
Íslenskir nemar erlendis glíma við mikla óvissu vegna kórónuveirufaraldursins, nú þegar styttist í að háskólar hefjist á ný. Þetta segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis.
09.08.2020 - 17:44
Ekki í myndinni að framhaldsskólar fái undanþágu
Ekki kemur til greina að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að veita framhaldsskólum samskonar undanþágu fyrir skólahaldi og leikskólar og grunnskólar hafa fengið.
08.08.2020 - 10:50
Stefnt að því að hefja allt skólahald á tilsettum tíma
Stefnt er að því að allt skólahald hefjist á tilsettum tíma, þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins. Menntamálaráðherra hefur falið skólastjórnendum að útfæra starfsemina í samræmi við sóttvarnarreglur. Áhersla verður lögð á að kennsla raskist sem minnst. 
07.08.2020 - 21:05
Gera ráð fyrir einhverjum takmörkunum á skólastarfi
Gera má ráð fyrir að einhverjar takmarkanir verði á skólastarfi í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Beðið er eftir tilmælum sóttvarna- og skólayfirvalda. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir að ekki verði hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en stefna stjórnvalda í sóttvarnamálum sé komin fram. 
Heildarframlög til menntamála námu rúmum 200 milljörðum
Heildarframlög hins opinbera til fræðslu- og menntamála í fyrra voru rúmir 200 milljarðar eða 203.817 milljónir, miðað við um190 milljarða 2018 og og tæplega 180 milljarða árið 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga hófust í dag
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga þriggja aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust klukkan ellefu í morgun. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á föstudag.
Í hópi bronsverðlaunahafa á Evrópuleikunum í eðlisfræði
Kristján Leó Guðmundsson var í hópi bronsverðlaunahafa á Evrópuleikum í eðlisfræði. Leikarnir fóru fram á netinu dagana 20. og 21. júlí en var stjórnað frá Eistlandi. Íslenska landsliðið í eðlisfræði tók þátt í mótinu í fyrsta skipti nú í ár. Það var valið í maí og er skipað, auk Kristjáns, af Arnari Gylfa Haraldssyni, Jasoni Andra Gíslasyni, Jóni Val Björnssyni og Valdimar Erni Sverrissyni.
28.07.2020 - 15:03
Segir breytingar á námslánum þær mestu í áratugi
Menntamálaráðherra segir breytingar sem gerðar hafa verið á lánum til námsmanna þær mestu í áratugi. Vegna COVID verður frítekjumark þeirra sem snúa aftur til náms eftir fjarveru fimmfaldað. Menntamálaráðherra boðar aukin framlög til menntamála.
24.07.2020 - 17:45
Erlendir nemar hætta við nám í HÍ vegna COVID-19
Starfs­fólk skrif­stofu alþjóðasam­skipta Há­skóla Íslands hef­ur orðið vart við að er­lend­ir nem­end­ur hætti við fyrirhugað nám við háskólann vegna kórónuveirufaraldurins.
24.07.2020 - 07:19
Hækka frítekjumark nema sem koma af vinnumarkaði
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að heimila hækkun frítekjumarks lánþega sem koma af vinnumarkaði til þess að hefja nám á skólaárinu 2020-2021. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hækkunin er liður í að koma til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði vegna sérstakra aðstæðna á árinu.
23.07.2020 - 20:06
Myndskeið
Áskorun að aðlagast íslensku samfélagi
Sýrlensk kona sem flutti hingað til lands árið 2016 ásamt fjölskyldu sinni segir það margþætta áskorun að setjast að á Íslandi, ekki síst í dreifðari byggðum. Styðja þurfi betur við bakið á flóttafólki og auka fræðslu meðal barna og fullorðinna um mismunandi menningarheima.
Jákvætt að fresta PISA-könnuninni um eitt ár
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunnar segir að það sé jákvætt að Pisa-prófinu hafi verið frestað. Æskilegt sé að hafa meiri tíma á milli heldur en þrjú ár og fjögur ár henti betur. Meiri tími gefist til að vinna úr gögnum.
22.07.2020 - 12:26
HÍ ætlar ekki að hafna umsóknum þrátt fyrir metaðsókn
Háskóli Íslands hyggst ekki hafna umsækjendum vegna metfjölda umsókna í skólann, sem meðal annars má rekja til kórónuveirufaraldursins. HÍ barst á tólfta þúsund umsóknir fyrir næsta skólaár. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú um 13.000 og því er gert ráð fyrir verulegri fjölgun þeirra í haust.
17.07.2020 - 07:00
Morgunvaktin
LHÍ áformar að koma á fót kvikmyndadeild á næsta ári
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Kvikmyndaskóli Íslands sækir í sig veðrið
Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Skólinn stefnir að því að nýta allt húsnæðið innan þriggja ára. Skólinn sótti um flýtimeðferð hjá mennta- og menningarmálaráðherra um að fá háskólaviðurkenningu fyrir næsta ár.
Myndskeið
Nýr Kársnesskóli fyrsta Svansvottaða skólabyggingin
Stefnt er að því að nýr Kársnesskóli, sem reistur verður á lóð eldra húss sem rifið var vegna raka og myglu, verði fyrsta skólabygging landsins sem fær Svansvottun. Framkvæmdum á að ljúka eftir tæp þrjú ár.
13.07.2020 - 09:41
Samstarfsverkefni HÍ hlaut 800 milljóna króna styrk
Háskóli Ísland hlaut á fimmtudag, ásamt níu öðrum háskólum í Evrópu, styrk upp á 800 milljónir króna frá Evrópusambandinu til þess að efla samtarf skólanna og styrkja þá til sóknar í samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum.
11.07.2020 - 10:02
Myndskeið
Íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum í erfiðri stöðu
Landvistarleyfi erlendra námsmanna í Bandaríkjunum verða felld úr gildi ef allt nám fer fram í fjarkennslu. Á lánaskrá Menntasjóðs námsmanna eru um fimmtán hundruð Íslendingar skráðir í nám í Bandaríkjunum.
07.07.2020 - 22:54
Erlendir nemar í fjarnámi fá ekki landvistarleyfi
Erlendir nemendur í bandarískum háskólum fá ekki dvalarleyfi ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram í gegnum netið. Bandaríska innflytjenda- og tollaeftirlitið greindi frá þessu í gærkvöld. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem allra fyrst, eða færa sig yfir í nám með staðkennslu. Ef þeir gera það ekki geta þeir átt von á því að vera sendir úr landi.
07.07.2020 - 06:25
„Fólk langar ekki til þess að vera hér“
„Í íslensku samfélagi og annars staðar gerir fólk alltaf ráð fyrir að þeir sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd eða eru hælisleitendur vilji endilega koma hingað. En hinn napri raunveruleiki er að það er bara ekki raunin. Fólk langar ekki til þess að vera hér, það langar bara til að lifa sínu lífi áfram á upprunastað eða í heimalandi.“ Þetta segir Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
06.07.2020 - 23:03
Myndskeið
Vildu frekar festast á Íslandi þó þvotturinn yrði eftir
Íslendingar sem voru í háskólanámi erlendis neyddust til að skilja óhreina þvottinn við sig ytra til þess að komast aftur til landsins áður en landamæri í Evrópu lokuðust í vor. Þau eru fegin að hafa frekar verið föst á Íslandi.
05.07.2020 - 19:18
43 akademískir starfsmenn HÍ fá framgang í starfi
Fjörtíu og þrír akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. 
04.07.2020 - 12:58
Telja Vatnsmýri ákjósanlegasta fyrir Listaháskólann
Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem kynnt var á mánudag. Starfsemi Listaháskólans dreifist nú í fjögur hús í tveimur póstnúmerum í Reykjavík.
02.07.2020 - 15:43
HA samþykkir allt að 400 fleiri umsóknir
Háskólinn á Akureyri ætlar að fjölga samþykktum umsóknum um nám við skólann úr rúmlega 1.000 í allt að 1.400 fyrir komandi skólaár. Þetta er gert vegna stöðunnar í íslensku samfélagi og ákvörðunar stjórnvalda um að auka fjármagn til háskólanna vegna aukinnar aðsóknar.
Engir gestir viðstaddir útskrift úr HÍ
Rúmlega 2.000 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi í Háskóla Íslands í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn 27. júní. Engir gestir verða hins vegar viðstaddir athafnirnar að þessu sinni, heldur verður beint streymi fyrir aðstandendur kandídata og aðra sem fylgjast vilja með.
26.06.2020 - 09:31