Menntamál

Þúsundir fermetra á floti í byggingum HÍ
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ Reykjavíkur gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að feikimikið vatn fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru þúsundir fermetra í Aðalbyggingu háskólans, Lögbergi, Gimli, Árnagarði, Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum og fleiri byggingum austan Suðurgötu undir vatn áður en menn náðu að loka fyrir rennsli um lögnina. Einnig mun eitthvað af vatni hafa streymt inn í Nýja Garð.
Myndskeið
Stunda námið í Færeyjum, Danmörku, Grænland og hér
Danmörk, Færeyjar, Ísland og Grænland. Þannig hljómar kennsluskráin hjá fyrsta nemendahópnum í Norður-Atlantshafsbekknum. Í honum eru nemendur frá þessum fjórum löndum sem ferðast þeirra á milli og læra saman. „Þetta er gott framtak vegna þess að þetta er Norður-Atlantshafssamstarf og það er svo mikilvægt,“ segir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Versló.
App fyrir þá sem bíða eftir að komast í meðferð
Aðferð til að bæta samskipti SÁÁ við þá sem bíða eftir innlögn á Vog fékk Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag. Verkefni, er lutu að sálareinkennum knattspyrnumanna, hreinsun skólps og heilaörvun, ásamt óróasjá fyrir jarðskjálfta og borðspili í tengslum við hugræna atferlismeðferð, fengu einnig viðurkenningu.
20.01.2021 - 18:58
Kastljós
Vill nánari upplýsingar um fatlað fólk í LÖKE kerfinu
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að bæta þurfi úr skráningu upplýsinga í LÖKE kerfi lögreglunnar til að ná betri yfirsýn yfir ofbeldismál gagnvart fólki með fötlun.
19.01.2021 - 20:40
Myndskeið
Menntamálaráðherra: „Við fordæmum allt ofbeldi“
Menntamálaráðherra fordæmir ofbeldi á borð við það sem sást í Borgarholtsskóla í vikunni. Hún segir að til skoðunar sé að auka öryggisgæslu í framhaldsskólum. Formaður Skólameistarafélagsins segir að skólarnir verði að vera undirbúnir undir fleiri slíkar árásir.
Leikskólinn fluttur á gamalt dvalarheimili
Starfsemi leikskólans Leikholts í Skeiða og Gnúpverjahreppi var flutt um helgina vegna myglu sem greinst hefur í húsnæðinu. Fyrrum dvalarheimili sveitarinnar hefur fengið nýtt hlutverk og hýsir nú yngstu íbúa sveitarinnar.
11.01.2021 - 10:32
Segir erfitt að ræða breytingar undir málaferlum
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir erfitt að ræða breytingar á greiðslum til Reykjavíkurborgar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga meðan staðið sé í málaferlum. Hann lýsir yfir vilja til viðræðna við borgina.
Reykjavíkurborg stefnir og kallar eftir sáttum
Reykjavíkurborg hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega 5,4 milljarða króna vegna vangoldinna greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á sama tíma og ríkinu er stefnt óskar borgin eftir sáttaviðræðum við ríkið um lausn á málinu.
Myndskeið
Hundruð fara í fullt nám á atvinnuleyisbótum
Atvinnulausir geta nú í fyrsta sinn sótt nám í háskóla og framhaldsskóla og verið á fullum bótum á meðan. 500 sóttu um. Mikil aðsókn var í íslensku í Fjölbraut í Breiðholti. 
Myndskeið
„Finnst eins og ég hafi ekki mætt í mörg ár“
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi fengu að mæta aftur í skólann í vikunni í fyrsta sinn eftir áramót. Þau hafa flest sinnt náminu að heiman síðan skólaveturinn hófst í haust. Þau voru flest fegin því að fá að mæta í skólann, en stóð ekki öllum á sama um smithættuna.
05.01.2021 - 17:32
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara á krítískum stað
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennarar veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Kjaraviðræður framhaldskólakennara við ríkið séu á krítískum stað. Kjarasamningarnir runnu út um áramótin.
Myndskeið
Kennarar hikandi við að mæta til vinnu vegna smithættu
Dæmi eru um að kennarar séu hikandi við að hefja kennslu í skólahúsum á morgun vegna smithættu. Nemendur fagna því að námið færist í eðlilegra horf.
04.01.2021 - 19:46
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
Myndskeið
Útlit fyrir hefðbundnara skólahald í framhaldsskólum
Útlit er fyrir að skólahald í framhaldsskólum verði með eðlilegra móti í byrjun þessarar annar, en verið hefur. Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að staðnám aukist en að farið verði varlega af stað. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar nýrri reglugerð.
03.01.2021 - 20:00
Aðsókn í bíó dregist saman um 60% vegna COVID
Aðsókn í íslensk kvikmyndahús dróst saman um 60% á nýliðnu ári miðað við venjulegt ár. Rekstur kvikmyndahúsa er því mjög erfiður, að sögn stjórnarformanns hagsmunasamtaka þeirra, sem segir úrræði stjórnvalda gagnast kvikmyndahúsunum lítið.
02.01.2021 - 19:20
Rýmri reglur um skólahald taka gildi
Grunnskólanemendur mega vera allt að fimmtíu í sama rými þegar skólar hefjast á nýju ári og reglur hafa einnig verið rýmkaðar á öðrum skólastigum. Þetta er samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra sem tók gildi 1. janúar og gildir til febrúarloka að öllu óbreyttu.
Skóflustungur teknar að stækkun hátækniseturs Alvotech
Í dag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að viðbyggingu við hátæknisetur líftæknifyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík. Viðbyggingin, sem er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands, nær tvöfaldar aðstöðu Alvotech þar.
Trúnaðarlæknir hunsaði ítrekað umsækjanda um starfsnám
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta-og starfsþróunarsetur lögreglu hafi ekki farið að lögum þegar það synjaði umsókn manns um starfsnám hjá lögreglu vegna heilsufarsmála. Maðurinn reyndi ítrekað að koma á framfæri athugasemdum við trúnaðarlækni setursins en fékk aldrei nein svör. Umboðsmaður átelur jafnframt ríkislögreglustjóra fyrir svör sín.
30.12.2020 - 16:31
Aukin áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi
Mennta- og menningarmálaráðherra segir aukna áherslu lagða á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins í nýjum þjónustusamningi, auk þess sem ýmis atriði séu skýrð betur en í fyrri samningi.
29.12.2020 - 18:00
Myndskeið
„Komið að ögurstundu“ í viðræðum um kvikmyndanám
Enn liggur ekki fyrir hvar kvikmyndanám á háskólastigi verður kennt, en námið á að hefjast næsta haust. Á sjötta tug kvikmyndagerðarmanna hafa skorað á menntamálaráðherra að fela Listaháskólanum að sjá um námið en rektor Kvikmyndaskólans segir sinn skóla betur til þess fallinn.
26.12.2020 - 19:49
Hæstiréttur hafnar málskotsbeiðni Kristins öðru sinni
Hæstiréttur hefur hafnað öðru sinni málskotsbeiðni Kristins Sigurjónssonar, lektors við HR, sem var látinn fara sem var látinn fara eftir að DV birti ummæli sem hann lét falla í spjallhópi á Facebook. Beiðni Kristins var hafnað í byrjun mánaðarins en dómstóllinn féllst á að taka málið aftur upp eftir að lögmaður Kristins benti á að einn dómaranna væri einnig kennari við Háskólann í Reykjavík.
23.12.2020 - 07:19
Staðnám heimilt í framhaldsskólum á nýju ári
Ný reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gaf út í dag heimilar framhaldsskólum að hefja staðnám á ný. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis sem er sett fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. Blöndun nemenda milli hópa í framhaldsskóla verður heimil og gerir það framhaldsskólum auðveldara um vik að hefja staðnám á ný. Sé ekki unnt að halda tveggja metra regluna er framhaldskólanemum skylt að bera grímu.
21.12.2020 - 17:56
Hátt í 200 leikskólabörn og 40 starfsmenn í sóttkví
Hátt á annað hundrað börn og um 40 starfmenn á tveimur leikskólum í Njarðvík, Reykjanesbæ eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá barni í öðrum leikskólanum og hjá barni og starfsmanni í hinum.
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um áramót
Þann 1. janúar hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 2,4 prósent. Giftir foreldrar, foreldrar í sambúð eða þar sem annað foreldri er í námi borga á mánuði rúmar tíu þúsund krónur fyrir fjögurra tíma leikskóladvöl og rúmar 27 þúsund krónur fyrir 8 tíma dvöl barns á leikskóla.
18.12.2020 - 07:00
Myndskeið
Vígðu vináttuvagninn til að sporna gegn einelti
Strætisvagn, skreyttur skilaboðum gegn einelti, ekur Kópavogsbúum næstu vikurnar. Grunnskólanemendur sem hönnuðu strætóinn segja nauðsynlegt að láta vita að það er í lagi að vera öðruvísi.