Menntamál

Lokapróf í skólum gamaldags og úrelt fyrirbæri
Lokapróf í skólum eru úrelt fyrirbæri sem hafa ekkert með nám og menntun að gera. Þetta er skoðun fráfarandi skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Það þurfi kjark til að opna augum fyrir því hvaða mannauð við erum að missa með flokkun sem viðgengst í skólakerfinu.
Hundruð nemenda komast ekki í verk- og iðnnám
Tækniskólinn þarf að hafna nokkur hundruð nemendum um skólavist næsta vetur. Sömu sögu er að segja af öðrum skólum sem bjóða uppá iðnám, þar fá ekki allir skólavist sem vilja.
14.06.2022 - 22:29
Breyttir kennsluhættir hafa jákvæð áhrif á nemendur
Fyrsta ár læsisverkefnisins Kveikjum neistann er afstaðið. Verkefnisstjórinn segir að breyttir kennsluhættir í Grunnskóla Vestmannaeyja hafi haft jákvæð áhrif á námsárangur. 
14.06.2022 - 13:51
Yfir 500 kandídatar brautskráðir frá HA
Yfir fimm hundruð kandídatar voru brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri um helgina. Brautskráð var í þremur athöfnum á föstudag og laugardag og eftir tveggja ára hlé gátu kandídatar aftur boðið gestum í útskriftina.
13.06.2022 - 15:15
Sögur um daga og dagar taldir
Bókin Dagatal eftir Karitas Hrundar Pálsdóttur er sannnarlega ekkert almank heldur örsagnasafn sem inniheldur 91 sögu á einföldu íslensku máli. Þetta eru örsögur um allt milli himins og jarðar, m.a. um óvenjulega daga í íslensku samfélagi eins og Þrettándann og Þorláksmessu en líka um sæta, langa sumardaga og saumaklúbba, um veiruna og um fjöruna sem og um venjulegt fólk allt eftir dögum ársins eða ekki. Form frásagnanna eru mismunandi, stutt saga, stutt leikrit, jafnvel tölvupóstar.
13.06.2022 - 14:19
Aðstæður hinsegin ungmenna „algjörlega óásættanlegar“
Efla á hinsegin fræðslu í skólum borgarinnar og styrkja Hinsegin félagsmiðstöðina til að bregðast við auknu aðkasti sem hinsegin ungmenni verða fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að ástandið sé algjörlega óásættanlegt. 
Getur einhver reddað rafvirkja?
Illa gengur að fá rafvirkja til starfa. Formaður félags löggiltra rafvirkja segir getuleysi stjórnmálamanna um að kenna. Það bitni á stéttinni að þeir sem vilji læra fagið komist ekki í nám.
08.06.2022 - 17:52
Sjónvarpsfrétt
Allt að 20 prósent einelti í grunnskólum
Fimmtán af hverjum 100 nemendum í sjötta til tíunda bekk í grunnskóla segjast hafa orðið fyrir einelti á síðasta skólaári. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að upplýsingum sé haldið leyndum. Dæmi séu um skóla þar sem eineltið er meira.
03.06.2022 - 20:16
Sjónvarpsfrétt
„Ef börnunum okkar líður illa, læra þau ekki neitt“
Arna Magnea Danks, grunnskólakennari, segir að hinsegin nemendum líði mörgum illa í skólanum, séu oftar veik og mæti þar af leiðandi verr en önnur börn. Hún segir að stórefla þurfi fræðslu, bæði fyrir kennara og nemendur. 
31.05.2022 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Stuð og gleði í 50 ára afmælisveislu Fellaskóla
Fellaskóli í Reykjavík er fimmtíu ára og var því slegið upp veislu í dag þar sem gamlir fullorðnir nemendur hittu sína fyrrverandi lærimeistara. Sérstök áhersla er lögð á tónlistarkennslu í skólanum enda minna um að börn í hverfinu séu skráð í tónlistarskóla en í sumum öðrum hverfum.
28.05.2022 - 19:00
Myndskeið
Fellaskóli fagnar fimmtugsafmæli
Grunnskólinn Fellaskóli í Breiðholti fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Í tilefni stórafmælisins buðu nemendur, starfsfólk og foreldrar gestum og gangandi á afmælis- og vorhátíð Fellaskóla í dag.
28.05.2022 - 14:13
Fyrsti vefur um aðgengi framhaldsskólanemenda opnaður
Hægt er að skoða hvernig framhaldsskólar standa sig hvað varðar aðgengi og þjónustu fyrir nemendur með námsþarfir á nýjum vef, sem Samband íslenskra framhaldsskólanema opnaði í gær.
„Sveigjanlegt nám er jafnréttismál“
Háskóli Íslands hefur hlotið gagnrýni fyrir fjarnám skólans. Langveik kona á Akureyri segir lítið fjarnámsframboð koma í veg fyrir að langveikt fólk og fólk af landsbyggðinni geti stundað það nám sem það dreymir um.
Ráðherra tekur fram fyrir hendur skólanefndar MA
Menntamálaráðherra hefur brugðist við kröfu kennarafélags Menntaskólans á Akureyri og skipað óháða nefnd til að meta hæfi umsækjenda um starf skólameistara MA. Kennarafélagið lýsti yfir vantrausti á störf skólanefndar MA við ráðningarferli skólameistara.
Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Fær ekki greitt útkall fyrir aðstoð við smitrakningu
Félagsdómur hefur sýknað Hafnarfjarðarbæ af kröfu Félags grunnskólakennara sem krafðist þess að bærinn greiddi grunnskólakennara fyrir útkall vegna aðstoðar hans við smitrakningu. Félagsdómur taldi að þar sem kennarinn gat sinnt þessu verkefni heiman frá sér þyrfti bærinn ekki að greiða fyrir útkall.
17.05.2022 - 11:12
Landinn
Skógurinn nýtist við kennslu á öllum skólastigum
Skógurinn ofan við grunnskólann á Hólum í Hjaltadal nýtist nemendum á öllum skólastigum. Háskólanemar í ferðamálafræði gera þar göngustíga í verklegu námi sem svo nýtast grunn- og leikskólabörnum í útikennslu.
Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Borgar sig fyrir samfélagið allt að búa vel að börnum
Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri og bæjarstjóri í Reykjanesbæ, telur málefni barna vera stærsta málaflokkinn í sveitarstjórnarmálum. Sýnt hafi verið fram á að það gagnist samfélaginu öllu til lengri tíma að búa vel að börnum í upphafi.
08.05.2022 - 16:22
Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Flensborgar
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir í yfirlýsingu að skólinn harmi fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga. Brugðist hafi verið af festu vegna ofbeldismáls sem hafi verið til umfjöllunar, meðal annars með brottvísunum úr skóla til lengri og skemmri tíma. Öllum hlutaðeigandi hafi verið gerð grein fyrir því að hvers konar ofbeldisfull hegðun verði aldei liðin.
08.05.2022 - 13:30
Myndskeið
Mæta ekki í skólann vegna líkamsárásar og hótana
Nemandi í Flensborgarskóla sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda segir skólayfirvöld ekkert bregðast við og hann treysti sér ekki til að mæta í skólann. Nemendafélag Flensborgarskóla segja yfirvöld skólans ekki bregðast við alvarlegum líkamsárásum og einelti nemenda í skólanum í garð samnemenda.
Nýr formaður telur mikilvægt að efla félagið
„Mér finnst mikilvægt að virkja félagið og efla hinn almenna félagsmann til starfa og umræðu um kjör og aðstæður kennara,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara.  
07.05.2022 - 18:33
Sitjandi formaður Félags grunnskólakennara felldur
Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla, hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara næstu fjögur árin.
07.05.2022 - 15:06
Persónuvernd sektar borgina um fimm milljónir
Persónuvernd hefur gert Reykjavíkurborg að greiða 5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna notkunar á Seesaw-nemendakerfinu í grunnskólum borgarinnar. Persónuvernd horfði meðal annars til þess að persónuupplýsingar barna nytu sérstakrar verndar og að líkur væru á að í kerfinu hefðu verið skráðar viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Borgin taldi ekki forsendur fyrir sektinni.
07.05.2022 - 14:31
„Stærsta stundin í sögu skólans“
„Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta stundin í sögu skólans frá því hann var stofnaður,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, sem hafi beðið þess í 22 ár að komast undir eitt þak. Viljayfirlýsing um flutning skólans í Tollhúsið í Tryggvagötu var undirrituð í hádeginu.
07.05.2022 - 12:55