Menntamál

Heyrði son sinn óska þess að deyja í kjölfar eineltis
Lýsingar móður á grófu einelti sem sonur hennar hefur orðið fyrir hefur vakið mikla athygli í dag. Stjórnendur grunnskólans sem drengurinn sækir, þar sem mikið af eineltinu hefur farið fram, harmar stöðuna sem upp er komin. 
23.10.2020 - 16:42
Hafa ekki rætt undanþágur fyrir aðra en bakverði
Ekki hefur verið rætt hvort til standi að koma til móts við aðra námsmenn sem starfa innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins með sama hætti og þá sem starfa sem bakverðir. Þetta segir Lárus Sigurður Lárusson, stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, í samtali við fréttastofu. Með fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma tekjur bakvarða ekki til skerðingar á námslánum.
65% stúdenta hafa áhyggur af veirunni og auknu álagi
Hátt í 65 prósent stúdenta við Háskóla Íslands hafa áhyggjur af því að þeir eigi eftir að smitast af veirunni, en rúmleg 19 prósent hafa litlar áhyggjur af því. Faraldrinum fylgir aukið álag sem hefur áhrif á viðhorf nemenda til lokaprófa og fyrirkomulag námsins.
20.10.2020 - 06:50
Íþróttatímar úti og ekkert skólasund
Skóla og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Öll íþróttamannvirki og sundlagar sveitarfélaga verða lokuð.
19.10.2020 - 22:49
Myndskeið
Skólar slaki á kröfum: „Getum ekki látið sem ekkert sé“
Skólar og menntayfirvöld ættu í auknum mæli að huga að virkni, vellíðan og andlegri heilsu nemenda og slaka á námskröfum á meðan hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins eru í gildi.
19.10.2020 - 14:02
Fagnar að Lilja ætli að leysa mál bakvarðar
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands fagnar því að menntamálaráðherra ætli að taka á málum nema í heilbrigðisstétt sem námslán voru skert hjá vegna starfa í bakvarðasveit.
19.10.2020 - 09:45
Myndskeið
Skólabörn í sóttkví „Þetta er alveg drepleiðinlegt“
Meira en tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví. Eitt smit hjá nemanda getur haft víðtæk áhrif á skólastarf. Tveir vinir í Réttarholtsskóla segjast vera orðnir mjög þreyttir á einverunni sem faraldurinn veldur. Þeir eru orðnir þreyttir á að hanga heima og geta ekki hitt vinina, farið í skólann eða stundað íþróttir. Þeir vona að lífið fari að komast í samt horf.
18.10.2020 - 19:11
Öll unglingadeildin í Austurbæjarskóla í sóttkví
Yfir hundrað nemendur í unglingadeild Austurbæjarskóla þurfa að fara í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í orðsendingu til foreldra frá skólastjóra skólans. Nemendurnir voru settir í úrvinnslusóttkví í gær á meðan unnið var að smitrakningu.
Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Akureyri ganga vel
Framkvæmdir við Klappir, nýjan leikskóla á Akureyri, ganga samkvæmt áætlun. Skólinn er sjö deilda með 144 rými og áætlað að hann verði tilbúinn næsta haust.
17.10.2020 - 13:43
Myndskeið
Mikil ásókn í fiskeldisnám
Nemendafjöldi í námi í fiskeldi við Háskólann á Hólum hefur tvöfaldast milli ára. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans fékk nýverið 56 milljóna króna styrk til námsefnisgerðar í fiskeldisfræðum.
Ákvæði um starfslok við sjötugt ekki stjórnarskrárbrot
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Reykjavíkurborg af kröfu kennara í Breiðholtsskóla sem gert var að láta af störfum eftir sjötugt samkvæmt ákvæði kjarasamnings grunnskólakennara. Konan taldi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum hennar og krafðist þess að fá 1,5 milljónir í skaðabætur með dráttarvöxtum, auk þess sem skólinn myndi viðurkenna skaðabótaskyldu.
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
Spegillinn
Bætt í til safna segir ráðherra en mætti gera betur
Geymsluvandi íslenskra safna er víða býsna alvarlegur - helst að ástandið sé þokkalegt á Þjóðminjasafninu. Höfuðsöfn hrjáir plássleysi, brunavörnum er ábótavant og hætta á skemmdum vegna raka og vatnsleka eins og fram kom í fréttaskýringarþættinun Kveik í síðustu viku. Í greinargerð vegna Fjármálaáætlunar ríkisins 2021-2025 segir beinlínis að menningararfur þjóðarinnar sé í hættu og geti glatast að einhverju leyti ef ekki sé tekið á þessum geymslumálum með heildstæðum hætti.
Allir á unglingastigi í Lindaskóla í sóttkví
Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi voru sendir í sóttkví í gær eftir að kennari sem kennir öllum bekkjunum greindist með COVID-19. Sóttkvíin gildir til föstudags og Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri segir í samtali við fréttastofu að nú sé unnið að því að skipuleggja hvernig fjarkennslu verður háttað í næstu viku.
11.10.2020 - 17:01
Enginn greindist í skimun í Sunnulækjarskóla
Enginn nemandi eða starfsmaður greindist smitaður í sýnatöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Sunnulækjarskóla í gær. Um 550 nemendur og 50 starfsmenn komu í skimun sem gekk með eindæmum vel.
09.10.2020 - 18:01
Spegillinn
Mögulegt að ástandið skili nýjum lausnum
Skólabörn á Íslandi hafa ekki farið varhluta af áhrifum COVID-19 farsóttarinnar frekar en aðrir. Síðustu daga hefur hún þó gert enn óþyrmilega vart við sig, hundruð nemanda hafa þurft að fara í sýnatökur og sóttkví og skólastarfið allt úr skorðum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir margt leggjast á börn og foreldra þessa dagana, samt sé ekki útilokað að eitthvað jákvætt komi út úr þessari þolraun. 
09.10.2020 - 16:35
Yfir þúsund smit í háskólanum í Newcastle
Yfir eitt þúsund stúdentar við háskólann í Newcastle hafa greinst með kórónuveiruna síðustu viku. Sky sjónvarpsfréttastofan hefur eftir talsmanni skólans að tólf af 6.500 starfsmönnum skólans hafi jafnframt reynst smitaðir.
08.10.2020 - 15:12
Hrósar vel undirbúnum krökkum í Sunnulækjarskóla
„Þetta gengur bara rosalega vel, engar biðraðir myndast og allir rosalega tilbúnir í þetta, góður stuðningur hjá öllum og krakkarnir standa sig rosalega vel við þetta,“ segir Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi um víðtæka skimun í Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag. Til stendur að skima 550 nemendur og 50 kennara í dag, alls 600 manns, og þegar rætt við við Margréti rétt fyrir tvö var búið að skima um 300.
08.10.2020 - 14:30
Allir nemendur og starfsfólk Helgafellsskóla í skimun
Allir nemendur og starfsmenn í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ fara í skimun í dag. Starfsmaður skólans greindist með kórónuveiruna um síðustu helgi og í kjölfarið voru allir settir í sóttkví.
08.10.2020 - 13:39
Smit í Háteigsskóla: Á annað hundrað í úrvinnslusóttkví
Allir nemendur á unglingastigi Háteigsskóla í Reykjavík, auk kennara, eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit greindist hjá nemanda í unglingadeild. Unnið er að því að rekja smitið innan skólans, en á meðan eru 144 nemendur og 10-12 starfsmenn í úrvinnslusóttkví.
08.10.2020 - 08:43
Viðtal
600 börn og kennarar í skimun í Sunnulækjarskóla í dag
Heilbrigðisstofnun Suðurlands skimar í dag 600 manns í Sunnulækjarskóla á Selfossi fyrir kórónuveirunni, 550 nemendur og 50 kennara. Lögregla aðstoðar við skipulag, skimunin hófst nú klukkan hálfníu og vonast er til að hægt verði að ljúka henni fyrir fjögur.
08.10.2020 - 08:37
Grunnskólakennarar þurfi að finna fyrir ákveðnu öryggi
Formaður félags grunnskólakennara segir nýundirritaðan kjarasamning opna á sveigjanlegra starfsumhverfi fyrir kennara, en nýr samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður á ellefta tímanum í gærkvöld.
Segir fjarnám erfitt og marga fresta útskrift
Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema óttast að nemendur einangrist og flosni frekar upp úr námi en áður vegna minnkandi viðveru í skólum í Covid-faraldrinum. Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð segir að margir þurfi að fresta útskrift, enda sé oft erfitt að halda sér við efnið í fjarnámi. 
Spyrja sig hvort sóttvarnir í skólum séu nægar
Það þarf að skoða í hverjum skóla fyrir sig hvað hægt er að gera til að takmarka röskun á skólastarfi vegna farsóttarinnar, að mati formanns félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar séu hræddir eins og aðrir landsmenn.
Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43