Menntamál

Fimmfalt fleiri útskrifast úr háskóla en iðnnámi
Mikill munur er hér á landi milli fjölda útskrifaðra nema úr bóklegu háskólanámi annars vegar og verk- og iðnnámi hins vegar. Ísland sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar í samanburði við nágrannalöndin og ástæðurnar virðast margþættar. Nærri fimmfalt fleiri hafa útskrifast úr háskólanámi á árinu en úr iðnnámi.
20.06.2021 - 17:14
Nær 1% þjóðarinnar brautskráð í dag
Á fjórða þúsund nemendur voru brautskráðir frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Bifröst í dag. Það er tæplega eitt prósent þjóðarinnar. Met var sett í fjölda brautskráðra í tveimur fyrstnefndu skólunum.
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.
Sumarstörf námsmanna gengu út
Vel hefur gengið að ráða í sumarstörf námsmanna og fá eða engin störf afgangs.
14.06.2021 - 22:27
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
Síðdegisútvarpið
Hálftíma bæting á of stuttum svefni getur skipt sköpum
Búast má við að allir skólar í Reykjavík hefji kennslu á unglingastigi síðar að deginum en nú tíðkast, takist vel til með tilraunaverkefni þess eðlis næsta vetur. Þetta kom fram í máli Erlu Björnsdóttur sérfræðings í svefni í síðdegisútvarpi Rásar tvö í dag.
Spegillinn
Bresk loforð og vanefndir
Breska stjórnin hefur haft mörg orð um nauðsyn þess að bæta skólakrökkum upp námstíma sem glataðist vegna lokaðra skóla í veirufaraldrinum. Það var ráðinn sérstakur umsjónarmaður aðgerða í þessa veruna en nú, um fjórum mánuðum síðar, hefur hann sagt af sér því stjórnin vilji ekki reiða fram það fé sem þurfi til að aðgerðir skili árangri. Þetta þykir dæmi um vanefndir fyrri loforða, bætist við önnur slík mál sem valda urgi í Íhaldsflokknum.
07.06.2021 - 17:00
600 titlar á íslensku á Disney+
Yfir 600 bíómyndir og sjónvarpsþættir frá stórfyrirtækinu Disney verða gerðir aðgengilegir með íslensku tali eða texta á streymisveitu fyrirtækisins Disney+ á næstunni.
07.06.2021 - 16:51
Börn létu vita um 17 alvarleg mál með tilkynningahnappi
Sautján mjög alvarleg mál hafa borist Barnavernd Kópavogs eftir að sérstakur tilkynningahnappur var settur í spjaldtölvur grunnskólanemenda í bænum. 
06.06.2021 - 19:23
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Sögur, verðlaunahátíð barnanna haldin í fjórða sinn
Sögur, verðlaunahátíð barnanna er haldin í fjórða skipti laugardagskvöldið 5. júní í Hörpu. Á hátíðinni er það menningarefni verðlaunað sem talið er hafa skarað fram úr í íslenskri barnamenningu.
04.06.2021 - 10:02
Myndskeið
Eru í forgangshópi en hafa samt ekki fengið sprautuna
Framhaldsskólakennarar eru ósáttir við að boðað hafi verið í handahófskenndar bólusetningar við kórónuveirunni áður en búið var að klára þann forgangshóp sem þeir tiheyra. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mörg dæmi séu um að vikið sé frá skilgreindum forgangshópum í bólusetningum.
BHM: Virði háskólamenntunar einna minnst á Íslandi
Fjárhagsvirði háskólamenntunar er einna minnst á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta er mat aðalfundar Bandalags háskólamanna sem brýnir stjórnvöld til að huga að áhrifum skattkerfisbreytinga á mun ráðstöfunartekna eftir menntastigi.
Búið að verja 600 milljónum í endurbætur Fossvogsskóla
Viðgerðir og endurbætur á Fossvogsskóla, sem staðið hafa yfir í tæp tvö ár, hafa þegar kostað 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Skólinn verður ekki opnaður aftur fyrr en húsnæðið „hefur fengið fullgilt heilbrigðisvottorð“.
27.05.2021 - 16:59
„Minn hugur er með foreldrum“ vegna Fossvogsskóla
Engin kennsla verður í húsnæði Fossvogsskóla næsta vetur þar sem ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur vegna myglu og raka í byggingum skólans. Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir að hugur sinn sé hjá foreldrum vegna þess mikla róts sem hefur verið á skólastarfi barnanna.
Hefðu átt að taka fyrr í taumana í Fossvogsskóla
Engin kennsla verður í Fossvogsskóla næsta skólaár. Ráðast á í umfangsmiklar endurbætur á skólanum vegna rakaskemmdu og myglu. Nemendum Fossvogsskóla verður áfram kennt í Korpuskóla. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vinnubrögð í málinu óásættanleg. Betra hefði verið að jafna skólann við jörðu og byggja nýjan.
27.05.2021 - 08:16
Engin kennsla í Fossvogsskóla á næsta skólaári
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að flýta framkvæmdum við Fossvogsskóla og verður engin starfsemi í skólanum á næsta ári. Stefnt er að því að skólastarf verði í Korpuskóla. Ljóst er að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir rakaskemmdir og raka í öllum byggingum skólans og því þarf að fara í frekari lagfæringar.
26.05.2021 - 22:31
Landinn
Smíða langspil í Flóanum
„Þetta er langspil, mig minnir að það sé sænskt, og við bjuggum það til í leiserprentara í FabLab," segir Garðar Þór Jónsson, nemandi í fimmta bekk við Flóaskóla. Hann og allir aðrir nemendur fimmta bekkjar fengu það verkefni að búa til sitt eigið langspil og læra að spila á það.
26.05.2021 - 07:50
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Landinn
Tímahylki með frásögnum og upplifunum af lífinu í covid
Krakkarnir á Svalbarðsströnd eru að vinna að tímalínu um pestir í gegnum aldirnar en líka tímahylki svo hægt verði að fræðast um lífið í covid í framtíðinni. Þau ætla til dæmis að setja myndir, frásagnir og grímur í hylkið sem verður ekki opnað fyrr en eftir heila öld. Fyrst verður þó sett upp sýning í Safnasafninu í haust.
23.05.2021 - 20:00
Landinn
Sá fræjum til framtíðar
Tálknafjarðarskóli er meðal grunnskóla á Vestfjörðum sem taka þátt í verkefninu Fræ til framtíðar.
Herstjórnin rekur kennara sem mættu í mótmæli
Nokkrum dögum áður en nýtt skólaár hefst í Mjanmar ákvað herstjórnin að reka rúmlega fjórðung kennara landsins úr starfi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn valdaráninu í febrúar. Guardian hefur þetta eftir stjórnanda kennarasambands Mjanmars.
23.05.2021 - 05:24
Viðtal
Fara yfir hættumerki í samböndum í nýrri herferð
Fjórða herferð Stígamóta með yfirskriftinni Sjúkást hófst í vikunni. Að þessu sinni er áhersla lögð á muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samskiptum, þá sérstaklega í samböndum. Á heimasíðu átaksins er hægt að taka próf til að átta sig betur á muninum á heilbrigðu sambandi og ofbeldissambandi.
19.05.2021 - 14:11
Áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla ekki tilbúin
Ekki liggur enn fyrir tímasett áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla. Kennsla var flutt þaðan í Kelduskóla, sem einnig gengur undir heitinu Korpuskóli, í marslok eftir langvarandi viðureign við myglu og sveppagró.
Furða sig á beinni samkeppni ríkisins vegna sumarúrræða
Félag atvinnurekenda gagnrýnir að endurmenntunardeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri bjóði á ný upp á niðurgreidd námskeið í beinni samkeppni við námsframboð einkafyrirtækja. Framkvæmdastjórinn segir að ríkið veiti fyrirtækjunum í raun tvöfalt högg í miðjum heimsfaraldri.