Menntamál

Fátækum unglingum líður verr
Fjárhagur foreldra hefur mikil áhrif á hvernig íslenskum unglingum líður. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna alþjóðlegrar könnunar um heilsu og líðan ellefu, þrettán og fimmtán ára barna.
21.05.2020 - 14:29
Hraunvallaskóli og Smáraskóli sigurvegarar
Nemendur í Hraunvallaskóla og Smáraskóla stóðu uppi sem sigurvegarar í Lestrarkeppni grunnskólanna. Hraunavallaskóli í Hafnarfirði fagnaði sigri í flokki skóla með yfir 450 nemendur og þar varð Salaskóli í Kópavogi í öðru sæti. Smáraskóli í Kópavogi sigraði í flokki skóla með færri en 450 nemendur. Þar varð Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.
21.05.2020 - 11:12
Siðanefnd HÍ vísar deilum fræðimanna frá
Siðanefnd Háskóla Íslands birti í gær niðurstöðu sína í deilum prófessors við lagadeild HR og forstöðumanns Hafréttarstofnunar.
19.05.2020 - 23:01
Foreldrar vilja meiri upplýsingar um mygluviðgerðir
Foreldrafélagið í Lundarskóla á Akureyri vill fá meiri upplýsingar frá skólayfirvöldum vegna myglu sem fannst í skólanum í vor. Foreldrar óttast að málið verði þaggað niður og ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt.
19.05.2020 - 09:59
Mörg hundruð börn þurfa aðstoð vegna félagslegrar stöðu
Gera má ráð fyrir að 700 börn og unglingar í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla hafi slök tengsl við foreldra vini og skóla, allt í senn. Þetta má lesa út úr skýrslunni Félagstengsl íslenskra ungmenna. Skýrslan er unnin úr íslenskum gögnum alþjóðlegu rannsóknarinnar HBSC sem varðar heilsu og líðan skólanema.
16.05.2020 - 17:02
Skref í rétta átt en ekki nógu stórt
Háskólanemar hafa áhyggjur af því að störfin sem stjórnvöld hyggjast fjármagna fyrir stúdenta í sumar séu of fá í ljósi atvinnuástandsins. Stjórnvöld hafa boðað mikla fjölgun slíkra starfa. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, sagði í þættinum Vikulokunum á Rás 1 að stúdentar hefðu þegar þurft að hafa alla anga úti til að framfleyta sér fyrir COVID-19 faraldurinn.
16.05.2020 - 12:46
Stúdentar gagnrýna skilgreiningu stjórnvalda á sumri
Stúdentar eru afar harðorðir í garð stjórnvalda eftir að aðgerðir voru kynntar um sumarstörf og sumarnám fyrir námsmenn í dag. Stjórnvöld eru meðal annars gagnrýnd fyrir skilgreiningu sína á lengd sumars og að þau störf sem boðuð eru nái ekki nærri því að mæta yfirvofandi atvinnuleysi námsfólks.
Frekari fjárveiting í sumarstörf verður skoðuð
Ef þau 3.400 opinberu sumarstörf sem ríkið hefur hug á að fjármagna fyrir námsmenn nær ekki til nægilega margra námsmanna verður auka fjárveiting skoðuð. Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundi nú eftir hádegi. Á fundinum ræddi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, líka um sumarnám.
Sigruðu með þróun á greiningartæki fyrir heilabilun
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn í dag. Fjögur verkefni voru verðlaunuð, en sigurverkefnið snýst um að þróa sjálfvirkt, þrívítt myndgreiningartól sem byggist á gervigreind og á að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun. Aðstandendur verkefnisins fengu þrjár milljónir króna í verðlaunafé. 
12.05.2020 - 14:27
BEINT
Afhenda vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 11 í dag. Streymt verður frá athöfninni á vefnum, enda er gestum ekki leyfilegt að vera viðstaddir athöfnina vegna samkomutakmarkana. Aðeins verðlaunahafar og dómnefnd fá að vera viðstaddir.
12.05.2020 - 10:51
Enn verið að losa hjólin á reiðhjólum barna og unglinga
Töluverð umræða skapaðist á síðasta ári um að hjól á reiðhjólum barna og unglinga væru losuð með tilheyrandi hættu á stórslysum. Meðal annars tvíhandleggsbrotnaði drengur og þurfti í aðgerð í kjölfarið. Enn berast fregnir af þessari iðju.
12.05.2020 - 10:24
Fékk á þriðja hundrað erinda um samkomubann
Um 220 erindi hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um samkomubann og skólahaldi síðan takmarkanir voru settar 13. mars. Fáar undanþágur hafa verið veittar.
Rafrænar brautskráningar úr HA
Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri verður rafræn í ár vegna heimsfaraldursins. Fulltrúar skólans segja þau ætla að gera það besta úr aðstæðunum. Bifröst stefnir að hefðbundinni útskrift en Háskólinn í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun.
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Viðtal
Telur ástæðu til að hafa miklar áhyggjur
„Ég held að við þurfum að hafa miklar áhyggjur og hugsa um það hvernig við ætlum að grípa inn í málefni barna og stöðu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, þegar hún er spurð að breyttri stöðu í íslensku samfélagi í heimsfaraldri og efnahagsþrengingum. Hún segir að það sé jafnan til bóta þegar rætt sé við börn og þeirra álit fengið áður en ákvarðanir eru teknar sem varða þau.
Einkennilegasta skólaönn sem menn muna eftir
Þessi skólaönn er sú einkennilegasta sem kennarar, nemendur og skólastjórar hafa upplifað. Þetta segir skólastjóri með 35 ára starfsreynslu.
06.05.2020 - 17:54
Lífið með ADHD
„Verð skarpari en missi húmorinn á lyfjum“
Jón Gnarr var orðinn þrítugur þegar hann var loksins greindur með ADHD. Alla tíð hafði hann vanist því að samferðafólk hans og kennarar töldu hann latan og vitlausan en í dag segist hann eiga velgengni sína sem leikari og skemmtikraftur að miklu leyti röskuninni að þakka.
06.05.2020 - 12:15
Gagnrýnir ráðherra fyrir að gleyma tónlistarkennurum
Tónlistarskólastjórar kannast ekki við gagnrýni Neytendasamtakanna að kvartað hafi verið undan því að skólarnir rukki fyrir fjarkennslutíma þó fólk geti ekki nýtt sér þá. Þvert á móti hafi skólastjórar fengið að heyra þakklæti fyrir það hvernig tónlistarskólar hafi brugðist við kórónuveirufaraldrinum.
05.05.2020 - 09:58
Fáir framhaldsskólanemar mæta í skóla á mánudag
Fáir framhaldsskólanemar snúa aftur í skólann á mánudag þegar slakað verður á samkomubanni. Einungis nemar á verknámssviði mæta að nýju til náms. 
01.05.2020 - 19:10
Myndskeið
Brottfall úr námi ekki ólíklegt segir háskólarektor
Búast má við einhverju brottfalli nemenda í Háskóla Íslands vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Atli Benediktsson háskólarektor. Hann segir ljóst að síðustu vikur hafi verið gríðarlega erfiðar fyrir marga nemendur. 
Óvíst hvort og þá hve mikið gæði náms rýrna
Skólar þurfa að sýna sveigjanleika og skilning vegna áhrifa COVID-19 faraldurins, segja skólastjórnendur. Meðal annars þarf að sporna gegn brottfalli. Erfitt sé að segja til um hvort það leiði til þess að gæði náms rýrni.
30.04.2020 - 15:53
Víðir: „Framhaldið er í okkar höndum“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að þótt ekkert smit hafi greinst í gær megi búast við að eitthvað sjáist á morgun eða næstu daga. Hann sagði það ánægjuefni að skólastarf í leik-og grunnskólum væri að hefjast á mánudag. Hann hvatti samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að leysa kjaradeiluna, það væri samfélaginu öllu til hagsbóta.
30.04.2020 - 14:46
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
Skólar í Rúmeníu lokaðir til hausts
Skólahald í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum og háskólum í Rúmeníu fellur niður þar til í september vegna COVID-19 farsóttarinar. Eina undantekningin er tíu dagar í júní þegar nemendur í áttunda til tíunda bekk í grunnskólum mæta í vorpróf.
27.04.2020 - 16:21