Menntamál

Umboðsmaður barna óttast að börn dragist aftur úr námi
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óttast að hætta sé á að börn dragist aftur úr námi, sérstaklega ef þau þurfa að sæta endurtekinni sóttkví eða einangrun.
19.01.2022 - 10:00
Nærri þriðjungur leikskólabarna fjarverandi vegna covid
Sjö hundruð og sautján starfsmenn á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur voru í einangrun eða sóttkví í gær. Það þýðir að 12 af hverjum 100 starfsmönnum voru frá vinnu.
„Þetta er bútasaumur allan daginn".
"Heilt yfir er staðan ekkert góð en núna er hún þokkaleg hjá mér", segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri á Urðarhóli í Kópavogi.
17.01.2022 - 19:49
Gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli Katrínar
Stjórn Kennarasambands Íslands segir að ekkert samráð hafi verið haft við fólk í faginu þegar ákvörðun um að halda skólastarfi óbreyttu var tekin af stjórnvöldum og gerir „alvarlegar athugasemdir“ við málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
14.01.2022 - 19:20
Stofnanir loka í Hveragerði vegna faraldurs
Ákveðið var í dag að loka Grunnskólanum í Hveragerði á mánudag, sem og frístundaskólanum Bungubrekku og leikskólanum Óskalandi. Í bréfi frá Aldísi Hafsteinsdóttur sem birt er á vef grunnskólans segir að hátt í 40 prósent starfsmanna grunnskólans séu fjarverandi og á annað hundrað nemendur vegna kórónuveirufaraldursins. Nær allir starfsmenn frístundaskólans eru í sóttkví og nokkur smit hafa komið upp í leikskólanum.
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Ná ekki utan um fjölda smita
Ekkert skóla-og frístundastarf verður í Seljahverfi í Reykjavík á morgun, föstudag, og á mánudag vegna mikillar útbreiðslu COVID-smita sem ekki hefur tekist að rekja. Seljaskóla verður lokað og engar íþróttaæfingar verða hjá ÍR fyrir börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla, segist hreinlega ekki vita hversu margir séu smitaðir.
13.01.2022 - 16:23
Franskir kennarar lögðu niður störf
Þúsundir kennara lögðu niður störf í Frakklandi til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda við að halda niðri útbreiðslu kórónuveirunnar. Þeir segja að skólastarfið sé í molum og að nemendurnir séu frekar í dagvistun en að stunda nám.
13.01.2022 - 16:09
Seljaskóla lokað vegna COVID-19 smita
Ekkert skóla-og frístundastarf verður í Seljaskóla á morgun, föstudag, og á mánudag vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 smita sem ekki hefur tekist að rekja. Engar íþróttaæfingar hjá ÍR verða heldur fyrir börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Kennarar kolfelldu kjarasamninginn
Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71% og 24,82% sögðu já.
13.01.2022 - 12:51
Þurfa að leita til almennra borgara við löggæslustörf
Mannekla hjá lögreglunni veldur því að lögreglumenn í dreifbýli þurfa oft að leita til almennra borgara við löggæslustörf og reiða sig á aðstoð í samfélaginu. Félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri segir nauðsynlegt að fjölga hér lögreglunemum. Ísland sé með næstfæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu.
12.01.2022 - 16:03
75.000 krónur fyrir að fá vin til starfa á leikskóla
Starfsfólk leikskóla í Reykjavík mun fá 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vin eða ættingja til starfa á leikskóla. Tillagan er hluti af átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum og var samþykkt af borgarráði á þriðjudag.
07.01.2022 - 20:18
Greiðir 37,5 milljónir í leigu fyrir nemendur Hagaskóla
Reykjavíkurborg hefur framlengt tvo leigusamninga fyrir kennsluhúsnæði undir nemendur 8. og 9. bekkjar Hagaskóla. Fyrrnefnda hópnum verður kennt á Hótel Sögu en þeim síðarnefnda í Ármúla. Leigusamningarnir eru til 5 mánaða og nemur heildarkostnaðurinn 37,5 milljónir.
07.01.2022 - 07:33
Heimapróf tvisvar í viku í grunnskólum í Danmörku
Nemendur og starfsfólk allra grunnskóla í Danmörku eru hvött til að taka covid-próf tvisvar sinnum í viku. Skólastarf hófst þar á ný í dag og segja yfirvöld óhjákvæmilegt að smitum fjölgi en mikilvægt sé fyrir börnin að komast í skólann.
05.01.2022 - 22:02
10. bekkur í Sunnulækjarskóla sendur heim vegna covid
Það var ekki langt liðið á morguninn þegar skólastarf tók að skerðast vegna covid, en fyrsti skóladagur ársins er í dag hjá flestum grunnskólum landsins. 10. bekkur í Sunnulækjarskóla á Selfossi var sendur heim eftir að einn nemandinn fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Auk þess eru tveir kennarar í skólanum með covid.
04.01.2022 - 12:37
Danir senda nemendur í hraðpróf tvisvar í viku
Skólastarf hefst í Danmörku á morgun eftir jólafrí og þar eins og hér á landi eru miklar áhyggjur af nýrri bylgju covid-smita fljótlega eftir að skólastarf hefst. Dönsk stjórnvöld boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem fyrirkomulag starfsins var kynnt. Bæði nemendur og starfsfólk fara í covid-próf tvisvar í viku og stjórnvöld segja óumflýjanlegt að smitfjöldi taki kipp fljótlega eftir að skólastarf hefst.
04.01.2022 - 10:10
Spegillinn
Uggur í skólafólki og foreldrum í upphafi annar
Viðbúið er að skólastarf raskist eitthvað vegna faraldursins á næstunni. Bæði vegna sóttvarnaráðstafana og þess hve kórónuveirusmit eru útbreidd og tilheyrandi einangrun og sóttkví hjá starfsfólki og nemendum.  Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar 3. janúar og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst.
Ekki gert opinbert ef foreldrar hafna barnabólusetningu
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að tryggja það að allar upplýsingar sem lúta að bólusetningum barna komi fram, svo foreldrar geti tekið ákvörðun fyrir hönd sinna barna og með sínum börnum varðandi bólusetningu.
Kom á óvart að stjórnvöld hafi ekki frestað skólabyrjun
Viðbúið er að skólastarf raskist á morgun þar sem mikil forföll eru meðal kennara og starfsfólks vegna kórónuveirufaraldursins. Það vakti undrun og óánægju kennara og skólastjórnenda að stjórnvöld færu ekki eftir þeim tilmælum sóttvarnayfirvalda að fresta skólabyrjun.
03.01.2022 - 13:02
Telur ákvörðun ráðherra vera byrjendamistök
Formaður félags grunnskólakennara telur byrjendamistök liggja að baki því að mennta- og barnamálaráðherra ætli ekki að fresta skólabyrjun eins og sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól vegna kórónuveirunnar og fjöldasmita í samfélaginu.</p>
03.01.2022 - 09:21
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Óttast að smitum fjölgi þegar skólar hefjast á ný
Einangrun þeirra sem greinst hafa með covid hefur verið stytt úr tíu dögum í sjö. Sóttvarnalæknir segist enn á þeirri skoðun að fresta eigi skólabyrjun vegna stöðunnar í samfélaginu. Ákveðið hefur verið að engin börn mæti í skóla eða frístund á mánudag vegna fjölda covid-smita.
30.12.2021 - 20:15
Ekkert skóla- og frístundastarf á mánudag
Ákveðið hefur verið að allt skóla- og frístundastarf falli niður á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 3. janúar. Það er gert svo starfsfólk geti lagað starfsemina að takmörkunum í samfélaginu.
30.12.2021 - 17:39
Jólalandinn
Missti tjaldið upp í tré
„Við erum vinkonuhópur sem byrjaði að ganga saman á fjöll og síðan fengum við boð í útileguafmæli hjá einni úr hópnum og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Hafdís Huld Björnsdóttir, en hún og fjórar aðrar útilegukonur settu sér það markmið í byrjun árs að sofa í tjaldi allavega eina nótt í hverjum mánuði allt þetta ár.
29.12.2021 - 09:00
Áttum að fresta skólahaldi eins og Þórólfur vildi
Formaður félags skólastjórnenda segir mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að tillögum sóttvarnalæknis um að loka skólum og leikskólum fram yfir áramót vegna uppsveiflu covid-faraldursins.
22.12.2021 - 11:11