Landbúnaðarmál

Ekki talið að kuldakastið hafi mikil áhrif á sauðburð
Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út ám og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.
13.05.2022 - 14:04
Verðmæti íslenskrar útflutningsvöru eykst mikið
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi, sjávar- og landbúnaðarafurðum hefur aukist verulega á undanförnum þremur árum, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur verið fluttur út varningur héðan fyrir nær 319 milljarða króna, en á sama tímabili árið 2020 var andvirði íslensks vöruútflutnings tæplega 197 milljarðar.
Landinn
Kindunum líður betur úti
„Þetta er náttúrulega ansi mikil törn. Á meðan á sauðburði stendur þá sefur Geir bara hérna í fjárhúsunum. Við erum hinsvegar með einn fjórtán mánaða gutta núna þannig að ég er að sinna honum en er í húsunum eins mikið og ég get,“ segir Aldís Þórunn Bjarnardóttir bóndi á Stóru - Reykjum í Flóa.
12.05.2022 - 15:07
Rúmlega 1.230.000 skepnur í bústofni Íslendinga
Bústofn Íslendinga samanstóð um áramót af um það bil 1.236.267 skepnum. Bændablaðið greinir frá þessu. Þótt gefin sé upp nákvæm tala er ekki þar með sagt að hún segi rétt til um fjölda búfjár í landinu, segir í blaðinu, því talning á hrossum hefur verið í ólestri í mörg ár og er enn.
12.05.2022 - 06:36
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Staðfest að fuglaflensa hér er skæða afbrigðið H5N1
Fuglaflensa hefur nú greinst í sjö villtum fuglategundum á Íslandi. Staðfest var síðdegis að veiran er af tegundinni H5N1, sem er sama afbrigði og geisað hefur í Evrópu. Sérgreinalæknir alifuglasjúkdóma segir málið grafalvarlegt.
Fimm ný fuglaflensutilfelli í villtum fuglum
Fimm ný tilfelli fuglaflensu hafa greinst í villtum fuglum við rannsóknir í tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Sérgreinadýralæknir í alifuglasjúkdómum segir að allt bendi til þess að skæð fuglaflensa sé á ferðinni.
03.05.2022 - 12:39
Skerpa á mikilvægi brunavarna í sveitum landsins
Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Það getur tekið slökkvilið allt að klukkutíma að komast að bæjum í Árnessýslu.
02.05.2022 - 13:22
Horfur góðar fyrir sauðburð í ár
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir vonast eftir góðu sauðburðarvori. Gróandinn í apríl gefi fulla ástæðu til bjartsýni.
30.04.2022 - 17:06
Kindur
Fimmtán ára með dálæti á sauðfjárrækt
„Ég allt í einu fór að fara í fjárhús og þá elskaði ég þær [kindur] allt í einu, ég veit ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Marinó Helgi Sigurðsson, fimmtán ára, frá Hólmavík sem hefur frá 2020 varið flestum helgum og sumrum við bústörf í Svansvík í Ísafjarðardjúpi.
30.04.2022 - 08:30
Spegillinn
Eðlilegast væri að draga uppsagnirnar til baka
Starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum verður áfram þar eftir að námið færist til FSu og ríkið tekur yfir fasteignir á staðnum. Kennari við skólann segir of snemmt að fagna happi og að réttast væri að draga uppsagnir starfsfólks til baka. Sérstakur hópur verður skipaður um framtíð skólans, en forsvarsmenn skólans furða sig á því að atvinnulíf greinarinnar hafi ekki aðkomu að honum.
Samkomulag í höfn um framtíð Garðyrkjuskólans
Samkomulag hefur náðst um að Fjölbrautarskóli Suðurlands taki við Garðyrkjuskólanum á Reykjum og öllu starfsfólki staðarins boðin vinna hjá nýrri stofnun. Innviðaráðherra vonast til að skólinn verði á ný krúnudjásn íslensks landbúnaðar
29.04.2022 - 15:19
Stór spurning hvort blóðmerahald sé þess virði
Matvælaráðherra segir allar hliðar blóðmerahalds verða skoðaðar áður en upp úr verður kveðið um hvort því verður haldið áfram hér á landi. Stóra spurningin sé hvort það sé þess virði fyrir  ímynd Íslands út á við að halda blóðmerabúskap áfram eður ei.
„Hysjið upp um ykkur buxurnar!“
Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) gagnrýnir Lilju Alfreðsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra að flytja Garðyrkjuskólann á Reykjum yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) "með einu pennastriki og án samráðs við Alþingi", eins og segir í ályktun FÍN undir fyrirsögninni "Hysjið upp um ykkur buxurnar"
Blóðtaka hefur ekki neikvæð áhrif á heilsu segir MAST
Matvælastofnun telur engar vísbendingar um að blóðmagn sem tekið er úr blóðmerum sé of mikið. Ekki komi fram neikvæð áhrif á skilgreinda mælikvarða og heilsu og blóðbúskap hryssnanna .Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var á vef MAST í dag.
27.04.2022 - 16:00
Hrossabændur ekki sammála um blóðmerahald
Mjög skiptar skoðanir eru á meðal hrossabænda um hvort halda skuli blóðmerahaldi áfram á Íslandi eður ei. Margir hrossabændur telja þennan rekstur skaða ímynd Íslands sem upprunaland íslenska hestsins. 
Óvíst að blóðmerabannsfrumvarp verði afgreitt í vor
Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í dag frumvarp Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um bann við blóðmerahaldi. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir málið langt frá því að vera komið á þann punkt að unnt sé að afgreiða það úr nefnd. Þá styttist í þinglok og mörg mál bíði afgreiðslu nefndarinnar. Það sé því óvíst að unnt verði að ljúka umfjöllun um blóðmerahald.
Landinn
Hannar fjölnota poka fyrir heyrúllur
„Ég trúi á hringrásarhagkerfið og vil búa til verðmæta vöru sem við pössum upp á í staðinn fyrir að vera bara með einnota,“ segir Garðar Finnson frumkvöðull í Mývatnssveit sem hefur undanfarin misseri varið ófáum vinnustundum í að hanna og þróa fjönota poka fyrir heyrúllur.
25.04.2022 - 11:34
Kindur
„Þá fannst mér komið nóg“
„Árið 2020, fimm hjarðir hurfu bara því það var komin upp riða í öllum þessum hjörðum í Skagafirði og þá fannst mér komið nóg,“ segir Karólína Elísabetardóttir, í Hvammshlíð, sem hefur drifið áfram stóra rannsókn til að finna vernandi gen í íslensku sauðfé gegn riðu með góðum árangri. Nú hefur fundist 31 kind með vernandi gen við riðu hér á landi og von er á niðurstöðum úr fjölda sýna til viðbótar.
23.04.2022 - 08:30
Morgunútvarpið
Enn óvíst með útbreiðslu fuglaflensunnar hér á landi
Óvenjuleg tilfelli fuglaflensuveirunnar hafa greinst víða um heim að undanförnu, en sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk eigi ekki að þurfa að óttast smit. Þó sé mikilvægt að huga að sóttvörnum þegar dauðir fuglar eru meðhöndlaðir. Enn er óvíst hversu útbreidd veiran er í fuglum hér á landi eftir að hún greindist á dögunum.
22.04.2022 - 09:28
Telja losun kolefnis frá landbúnaði mögulega ofmetna
Losun kolefnis frá landbúnaði á Íslandi hefur líklega verið stórlega ofmetin samkvæmt nýrri rannsókn. Margt bendir til að mýrar sem bændur þurrkuðu upp og breyttu í tún losi aðeins brot af því sem haldið hefur verið fram. 
17.04.2022 - 12:03
Óttast að fuglaflensan sé bráðsmitandi afbrigði
Óttast er að fuglaflensa sem greinst hefur í dauðum fugli af þremur tegundum undanfarna daga sé af skæðu afbrigði sem geisar í Evrópu og er bráðsmitandi, en fólki á þó ekki að stafa hætta af. Fólk er varað við því að handleika dauðan fugl með berum höndum.
16.04.2022 - 13:07
Fuglaflensa staðfest á Íslandi - dauðar súlur í Eldey
Fuglaflensa hefur verið staðfest í villtum fuglum á Íslandi, auk þess sem hænur á bóndabæ á Skeiðum sýndu sjúkdómseinkenni og voru aflífaðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að fuglaflensa hafi greinst í heiðagæs við Hornafjörð, súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstrandarveg og hrafni á Skeiðum í Árnessýslu. Þá barst fréttastofu ábending um að á upptöku vefmyndavélar í Eldey, einni stærstu súlubyggð heims, megi sjá allmargar dauðar súlur.
15.04.2022 - 23:30
Spegillinn
Eyddu þurrkar norrænni byggð á Grænlandi?
Ný og mjög vísindalega kenning er komin fram um af hverju byggð Norrænna manna lagðist af á Grænlandi á 15. öld. Ekki var það kuldinn og ekki var það vankunnátta við veiðar heldur óbærilegir þurrkar. Þarna er hugsanlega komið nýtt svar við gamalli gátu.
06.04.2022 - 10:49
Sjónvarpsfrétt
Rækta 80 prósent af svínafóðrinu sjálf
80 prósent af fóðri fyrir svínin á bænum í Laxárdal á Suðurlandi er ræktað á Íslandi. Svínabóndinn hyggst gera tilraunir til að rækta nýjar fóðurtegundir svo hægt sé að auka hlutfallið enn frekar.
23.03.2022 - 18:27