Landbúnaðarmál

Gæti tekið allt að þrjá mánuði að brenna hræin
Umhverfisstofnun mælir með því að fé sem á að skera niður í Skagafirði á fjórum bæjum verði flutt í sorpeyðingarstöðina Kölku á Reykjanesi til brennslu. Það gæti tekið allt að þrjá mánuði.
Samfélagið
Rekja megi riðuna til synda fortíða
Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segist telja að mögulega megi rekja riðusmit í fé í Skagafirði til gamalla urðunarstaða sem hafi tekið við sýktum gripum. Riðusmitefni geti nefnilega lifað í áratugi.
28.10.2020 - 11:10
Riðusýni tekin á tugum bæja í Tröllaskagahólfi
Grænumýri, Syðri-Hofdalir og Hof í Skagafirði fá úr því skorið seinna í dag hvort skera þurfi niður hátt í tvö þúsund fjár á bæjunum vegna riðu. Bráðabirgðaniðurstöður sem fengust á föstudag gefa til kynna smitandi riðu. Héraðsdýralæknir segir sýni hafa verið tekin á tugum bæja.
27.10.2020 - 11:53
Myndskeið
Á annað þúsund hestar seldir til útlanda
Vel á annað þúsund íslenskir hestar hafa verið seldir til útlanda á þessu ári og hefur salan aukist verulega á milli ára. Hestaútflytjendur segja að veiking krónunnar hafi ýtt undir eftirspurn.
26.10.2020 - 22:57
Auðskilið mál
Riða er ólæknandi sjúkdómur í kindum
Riða er alvarlegur sjúkdómur sem leggst á kindur og lömb. Riða er ólæknandi. Hún skemmir heilann og mænuna í dýrunum. Hún er mjög smitandi.
Auðskilið mál
Meira en 2000 kindur felldar vegna riðu í Skagafirði
Lóga þarf meira en 2000 kindum í Skagafirði vegna þess að þar hefur fundist riða. Dýralæknirinn vill fá skýrar leiðbeiningar frá landbúnaðarráðuneytinu um hvernig hann á að standa að niðurskurðinum.
Vill ekki leggja það á bændur að skera oft niður
Töluverð óvissa er um hvernig meðhöndla skuli fé sem skorið verður niður í Skagafirði eftir að riða kom upp í síðustu viku. Útlit er fyrir að farga þurfi meira en tvö þúsund fjár hið minnsta. Héraðsdýralæknir vill fá skýrari leiðbeiningar frá ráðuneytinu.
26.10.2020 - 12:09
Riða er sjúkdómur sem leikur bændur grátt
Riða hefur verið staðfest á einum bæ í Skagafirði í vikunni og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er fé smitað á þremur bæjum til viðbótar. Riða er sjúkdómur sem veldur miklum búsifjum. Ekki er til nein lækning við honum.
Myndskeið
Hryllileg tilfinning að riða greinist hjá manni
Bóndi á Hofi í Hjaltadal segir það hryllilega tilfinningu að bíða niðurstöðu sýnatöku. Sterkur grunur er um að riða sé komin upp á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði.
23.10.2020 - 20:17
Um 3.000 fjár á 4 bæjum líklega skorið niður vegna riðu
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu hefur riðusmit greinst á þremur sauðfjárbúum í Skagafirði til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit var staðfest fyrr í vikunni. Bæjirnir þrír, Syðri Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal eru allir í sama smitvarnarhólfi og Stóru Akrar.
Íhugar að fara í mál við Matís
Sveinn Margeirsson, sem vikið var úr starfi forstjóra Matís, íhugar að leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. Sveinn var sýknaður af ákæru um sölu afurða af heimaslátruðu fé. Honum var sagt upp í kjölfar ákærunnar.
Viðtal
„Hellist yfir mann gríðarlega mikil sektarkennd“
Bóndi á Stóru Ökrum í Skagafirði neyðist nú til að farga um 800 kindum eftir að riða greindist á bænum. Hann upplifði mikla sektarkennd eftir að málið kom upp og segir erfitt að horfa á eftir ævistarfinu. Fleiri bændur í sveitinni bíða nú milli vonar og ótta um afdrif sinna búa.
22.10.2020 - 19:37
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Riðuveiki staðfest á Stóru-Ökrum 1
Staðfest hefur verið að riðutilfelli á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði er hefðbundin smitandi riða. Héraðsdýralæknir segir að allt fé á bænum verði skorið niður. Þetta sé mikið áfall fyrir bændur á þessu svæði, sem hefur verið riðulaust í 20 ár.
21.10.2020 - 14:37
Rofar til á erlendum mörkuðum fyrir íslenska ull
Eftir hrun á erlendum ullarmörkuðum hefur aðeins rofað til undanfarið og síðustu vikur hefur tekist að selja um 150 tonn af ull úr landi. Heimsmarkaðsverð er í algeru lágmarki og verksmiðjustjóri Ístex á Blönduósi segir að mikil innanlandssala á handprjónabandi bjargi rekstrinum.
Stærra vistspor af íslensku kjöti en innfluttu grænmeti
„Með þessum ráðleggingum er fólk að vinna bæði með náttúrunni og berjast gegn vannæringu og ofnæringunni sem er að hrjá okkur hérna á Vesturlöndum,“ segir Thor Aspelund prófessor í lýðheilsufræðum um svokallað vistkerafæði. Það er matarstefna sem tekur mið af því hvernig hægt sé að brauðfæða heiminn í framtíðinni. Reiknað er með að jarðarbúum fjölgi um tvo milljarða á næstu 30 árum.
20.10.2020 - 12:10
Matvælastofnun nýtt auknar heimildir til dýraverndar
Matvælastofnun hefur frá árinu 2016 beitt dagsektum í 69 málum og vörslusviptingu í 30 málum. Stjórnvaldssektum hefur verið beitt 13 sinnum og 11 málum hefur verið vísað til lögreglu. Einu sinni hefur starfsemi verið stöðvuð vegna brota á velferð dýra.
Myndskeið
Segir nautgriparækt ekki standa undir sér
Nautgripabóndi segir nautaeldi ekki standa undir sér eftir verðlækkanir á nautakjöti til bænda síðustu ár. Landbúnaðarráðherra segir það áhyggjuefni og að forsendur fyrir tollasamningum séu breyttar.
Rimlahlið á mörkum varnarsvæða fjarlægt án samráðs
Yfirdýralæknir hefur beðið sveitarstjóra Húnaþings vestra afsökunar að rimlahlið sem aðskilur varnarsvæði búfjársjúkdóma hafi verið fjarlægt án vitundar sveitarfélagsins. Hliðið verði sett aftur upp í vor og lágmarksáhætta sé á að fé fari á milli hólfa á meðan.
Lóga 1,5 milljónum minka á 80 minkabúum vegna COVID-19
Dönsk minkabú gætu orðið gróðrarstía veiruafbrigðis sem líklega mun draga úr virkni mögulegra bóluefna gegn COVID-19 og því þarf að aflífa um 1,5 milljónir danskra eldisminka. Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna dönsku bóluefnastofnunarinnar, Statens Serum Institut, SSI, á smituðum eldisminkum á Norður-Jótlandi.
14.10.2020 - 04:40
Mörg úrvalshross flutt úr landi seinustu ár
Frá því árið 2015 hafa rúmlega 700 fyrstu verðlaunahross verið flutt úr landi og seld. Um 400 1. verðlauna stóðhestar hafa verið seldir úr landi og um 300 1. verðlauna merar.
12.10.2020 - 11:39
Líta til tollaverndar og afurðaverðs
Hörð gagnrýni bænda á ummæli Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra í vikunni eru að hluta til kominn vegna vanda sauðfjárræktarinnar sem verður að taka á segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Ráðherra vísaði í ummæli bænda í viðtölum um að sauðfjárbúskapur væri meiri lífstíll en spurning um afkomu. 
10.10.2020 - 13:10
Segir ummælin vísa í samtöl við bændur
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að ummæli hans á Alþingi séu vísun í samtöl hans við nokkra sauðfjárbændur sem hafi talað á þessum nótum. Landbúnaður sé og verði alvöru atvinnugrein og hryggjarstykki byggðar í sveitum landsins. 
Mótmæla orðum ráðherra um að búskapur sé lífstíll
Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega orðum Kristjáns Þórs Júlíussonar sem hann lét falla í ræðustól Alþingis í gær. Þar sagði hann að sauðfjárbændir segi búskapinn spurningu um lífstíl frekar en afkomu.
07.10.2020 - 15:53
Ummæli ráðherra hitta bændur illa fyrir
Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir vont ef landbúnaðarráðherra skuli hafa þá tilfinningu fyrir búgreininni að menn líti ekki á sig sem alvöru atvinnurekendur. Ummælin hitti bændur illa fyrir, í miðri sláturtíð, að sjá afrakstur ársins.