Landbúnaðarmál

Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Heimavirkjanir skemmdust í vatnavöxtunum
Talsverðar skemmdir urðu á smávirkjunum á Norðurlandi í miklum vatnavöxtum á dögunum. Mest varð tjónið á tveimur bæjum þar sem skemmdust bæði stíflur og inntaksmannvirki.
12.07.2021 - 16:21
Umfang skóga rúmlega tvöfaldast á tuttugu árum
Skógarþekja á Íslandi eykst til muna ef standa á við markmið um kolefnislosun næstu tvo áratugi. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um skógrækt því hún breytir landslagi segir sviðsstjóri Þjóðskóga.
11.07.2021 - 18:52
Búvísindi vinsælust í Landbúnaðarháskólanum
Nemendafjöldi í Landbúnaðarháskóla Íslands hefur tvöfaldast á síðustu árum. Allar deildir hafa vaxið en aðsókn er mest í búvísindi í ár.
Minni uppskera vegna þurrka
Miklir þurrkar í kjölfar hlýinda á Norður- og Austurlandi hafa orðið til þess að tún eru farin að brenna hjá bændum. Staðan er misslæm en ljóst að uppskera verður víða minni en áður, segir bóndi í Skagafirði.
08.07.2021 - 15:37
Tjón hjá bændum - tún og kornakrar umflotin vatni
Enn eru miklir vatnavextir um norðanvert landið þar sem snjór er enn í fjöllum og snjóbráð mikil í hlýindunum. Vegir í Eyjafirði og Fnjóskadal hafa skemmst og þá hafa bændur orðið fyrir tjóni þar sem tún og kornakrar eru umflotin vatni. Þetta eru að líkindum mestu flóð í meira en þrjá áratugi.
01.07.2021 - 13:43
Morgunútvarpið
Heyskapur nyrðra seinni af stað en í meðalári
Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi á bænum Sölvabakka nærri Blönduósi segist ekki muna eftir jafn hvössu veðri og verið hefur undanfarið á þessum árstíma. Heyskapur er seinna á ferðinni en í meðalári og sláttur  varla byrjaður.
01.07.2021 - 08:35
Konur ánægðari í sveitinni en karlar
Áttatíu prósent fólks sem býr í sveitum landsins er ánægt með búsetu sína. Karlar eru þó ekki eins sáttir og konur.
Unnið í kapp við tímann að selja Hótel Sögu
Hópur fjárfesta sem tengist Hótel Óðinsvéum freistar þess að kaupa Bændahöllina og þar með Hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir að unnið sé í kapp við tímann áður en heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út sjöunda júlí.
24.06.2021 - 11:08
„Loftslagsmál verði aðalstefnumál allra“
Grænvangur, samstarf sjö atvinnugreinafélaga, kynnti í dag loftslagsvegvísi atvinnulífsins. Vegvísirinn er staðfesting á einörðum vilja atvinnulífsins til að taka þátt í baráttunni við loftslagsvána í samstarfi við stjórnvöld.
Sjónvarpsfrétt
Fé kemst seinna í úthaga
Síðustu daga hefur verið mikil kuldatíð á Norðurlandi. Bændur í sveitum norðaustanlands hafa fæstir getað sleppt fé sínu á fjöll og verða að hafa það á beit í heimahaga.
17.06.2021 - 00:00
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að einhver afföll verði af lambfé í svona kulda
Bóndi í Mývatnssveit segir alltaf viðbúið að afföll verði af lambfé þegar kólnar jafn snögglega og í gær. Það versta virðist þó gengið yfir og ekki er óttast að hretið hafi haft mikil áhrif á fuglalíf.
14.06.2021 - 20:49
Breskur fyrrum bóndi á níræðisaldri slær óvænt í gegn
John Butler er löngu sestur í helgan stein. Hann var bóndi í mörg ár í Bakewell í Derbyshire á Englandi og að eigin sögn hefur hann alltaf verið hálf utan gáttar og fann fyrir litlum áhuga fólks á sér. En silkimjúk og notaleg rödd hans og lífsviðhorf hefur slegið í gegn á Youtube og hjálpað fólki að takast á við faraldurinn.
14.06.2021 - 05:26
Kölluðu Hálendisþjóðgarð opinbera útför
Fjöldi atkvæðagreiðslna stendur ný yfir á Alþingi. Tillaga um að vísa frumvarpi Umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnar var samþykkt. Þar með er formlega ljósa að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu málið opinbera útför.
Hagsmunir Bændasamtakanna látnir ráða för
Félag atvinnurekenda lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið samið um aukna fríverslun með búvörur í fríverslunarsamningi Bretlands og Íslands, sem undirritaður var á föstudag.
08.06.2021 - 13:33
Matvælaverð nær nýjum hæðum
Hrávöruverð hefur hækkað um 40 prósent á síðustu tólf mánuðum og matvælaverð á heimsvísu hefur ekki verið hærra í tíu ár. Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Loðdýrabændur bjartsýnir eftir langa niðursveiflu
Íslenskir loðdýrabædur sjá fram á betri tíð með hækkandi markaðsverði eftir lengstu niðursveiflu í sögu íslenskrar loðdýraræktar. Tekist hefur að halda íslenskum búum smitlausum með hörðum sóttvarnaaðgerðum.
03.06.2021 - 15:28
Viðtal
Jöklarnir minnkað um 18 prósent á 130 árum
Árið 2019 var heildarflatarmál jökla hér á landi um 10.400 ferkílómetrar. Frá lokum 19. aldar hafa þeir minnkað um rúmlega 2200 ferkílómetra. Það samsvarar um 18 prósenta minnkun.
Viðbúnaðarstig lækkað vegna hættu á fuglaflensu
Viðbúnaðarstig vegna hættu á fuglaflensu hefur verið lækkað. Matvælastofnun metur smithættu nú litla. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt úr gildi varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu.
Viðtal
Hefur talað við trillukarl hér og bónda þar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki hafa átt í samskiptum við svokallaða skæruliðadeild á vegum Samherja. Hann segist þó hafa átt í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja.
Vökvar skraufþurr túnin til að koma sprettu af stað
Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs að vökva hjá sér túnin til að koma af stað einhverri sprettu. Hann segir að túnin séu að skrælna, áburðurinn liggi á þeim og engin rigning sé í kortunum.
Myndskeið
Frjósöm ær á Ingjaldsstöðum bar sex heilbrigðum lömbum
Kind á bænum á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit kom eigendum sínum heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar sex lömbum. Öll lömbin lifðu og eru hin sprækustu. Mjög sjaldgæft er að kindur verði sexlembdar.
Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Ísland sem samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða
Lagt er til að Ísland verði samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða í nýrri skýrslu um efnahagstækifæri á norðurslóðum. Margvísleg tækifæri felist í væntanlegum breytingum á svæðinu.
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.