Landbúnaðarmál

Fyrsta uppskera af íslensku útiræktuðu grænmeti komin
Helgi Jóhannesson, ráðu­nautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins segir að fyrsta uppskera af útiræktuðu íslensku grænmeti sé komin og það sé alltaf svolítið hátíðlegt. Það fari að streyma í meira magni í verslanir um mánaðamótin. Uppskeran lofi góðu um framhaldið. 
Myndskeið
Óttast heyskort næsta vetur
Bændur víða um land vinna nú baki brotnu við heyannir fyrir veturinn. Mikið kal í vor setur strik í reikninginn hjá bændum eystra sem hafa ekki séð minni uppskeru í áraraðir.
21.07.2020 - 20:47
Sjá ekki fram á heyskap fyrr en í september
Margir bændur á Norður- og Austurlandi, sem plægðu tugi hektara í vor þar sem tún voru kalin, sjá ekki fram á heyskap fyrr en í lok ágúst eða í september. Heyskortur blasir við þeim sem ekki eiga fyrningar frá síðasta ári.
14.07.2020 - 13:50
Svart útlit í minkarækt eftir hrun á skinnamörkuðum
Hrun varð í sölu minkaskinna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og talsmaður íslenskra minkabænda segir útlitið afar svart. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að styrkja greinina um 80 milljónir króna á þessu ári.
13.07.2020 - 13:22
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.
33 lagabálkar felldir brott og 5 stjórnsýslunefndir
Þrjátíu og þrír lagabálkar eru felldir brott í heild sinni með samþykkt Alþingis á tveimur frumvörpum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um einföldun regluverks.
Jafnast á við að fá dráttarvél með framdrifi
Bændur líkja tilkomu nýs erfðaefnis í nautgriparækt við þá byltingu þegar dráttarvélar buðust með framdrifi. Innflutningur á erfðaefni sé framfaraskref fyrir grein sem sé vænlegur kostur fyrir ungt fólk sem vill hefja búskap.
28.06.2020 - 20:06
Myndskeið
Fé beitt á 25.000 ferkílómetra af gróðursnauðu landi
Sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra land sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og landrof mikið. Þetta má lesa úr kortavefsjá sem opnuð var í dag. Kindum er því beitt á gróðursnautt landssvæði á stærð við fjórðung landsins. 
Myndskeið
„Það alversta sem ég hef séð“
Miklar skemmdir urðu á girðingum víða norðanlands í vetur. Bóndi í Grýtubakkahreppi, sem hefur síðustu þrjár vikur unnið að viðgerðum, segist aldrei hafa séð annað eins. Bjargráðasjóður sér ekki fram á að geta afgreitt allar umsóknir um bætur nema til komi aukafjármagn frá ríkinu.
Myndskeið
Sláttur hafinn í Eyjafjarðarsveit
Heyskapur hófst í Eyjafjarðarsveit í gær. Bóndasonur segir byrjunina lofa góðu upp á framhaldið þrátt fyrir mikið kal í túnum eftir erfiðan vetur.
11.06.2020 - 13:13
Mikil söluaukning á fræi vegna kalskemmda
Mun meira hefur selst af fræi í ár en vanalega enda þurfa bændur margir hverjir að ráðast í mikla endurrækt vegna kalskemmda í túnum. Sölu- og markaðsstjóri hjá Bústólpa líkir ástandi túna við náttúruhamfarir.
08.06.2020 - 12:26
Enn snjór yfir túnum í Fljótum eftir ömurlegan vetur
Bændur hófu slátt á nokkrum bæjum á Suðurlandi fyrir helgi en norður í Fljótum í Skagafirði er staðan önnur og víða enn snjór yfir túnum. Þrátt fyrir það segja heimamenn að betur hafi farið en á horfðist eftir einstaklega snjóþungan og leiðinlegan vetur.
08.06.2020 - 11:54
Lögregla rannsakar sölu lambakjöts úr heimaslátrun
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna meintrar ólöglegrar dreifingar afurða á Norðurlandi. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátrun. Meint brot áttu sér stað seinasta vetur og voru vörurnar auglýstar á Facebook.
08.06.2020 - 10:39
Faraldurinn færði frönskum bónda nýjan ost
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, í það minnsta fyrir franska ostaunnendur. Svo vildi til að í kórónuveirufaraldrinum varð fjöldi oststykkja eftir í kjallara ostagerðarmannsins Lionel Vaxelaire í Vosges héraði í Frakklandi. Sala á ostum hrundi, enda voru markaðir og veitingastaðir lokaðir þegar útgöngubann var í gildi í landinu. 
07.06.2020 - 07:44
Telja kartöflurnar sleppa í kuldakastinu
Kartöflubændur á Norður- og Austurlandi segjast græða á því í þetta sinn hve seint þeir gátu sett niður kartöflur. Grös eru lítið farin að spretta og því hafi það ekki áhrif þótt frjósi um helgina.
04.06.2020 - 18:20
Matvælastofnun: Sýklalyfjaónæmi finnst í íslensku búfé
Sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast í íslensku búfé og afurðum þeirra, sem og í íslenskri náttúru. Þetta leiðir vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmi í fyrra í ljós. Vöktunin náði til rúmlega 1200 sýna úr sýnatökum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar.
03.06.2020 - 15:04
Stefna að tilraunum í heimaslátrun með haustinu
Stefnt er að því að hefja tilraunir með heimaslátrun í haust. Taka á sýni úr lömbum sem verður slátrað heima og kanna gæði kjötsins. Bóndi segir að heimaslátrun auki verðmætasköpun og ýti jafnvel undir nýsköpun.
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Vilja draga úr innflutningi vegna ferðamannafæðar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hafnaði í vikunni beiðni Bændasamtaka Íslands um að fallið verði frá úthlutun tollkvóta á landbúnaðarafurðir vegna kórónaveirufaraldursins. Formaður Bændasamtakanna segir að forsendur samningsins séu breyttar þar sem engir ferðamenn séu á landinu.
22.05.2020 - 18:10
Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Landinn
Reisa gróðurhús úr umbúðum
„Hér erum við með einnota umbúðir sem verða verðmætari við breytt ástand,“ segir Jón Hafþór Marteinsson sem smíðar til gróðuhús úr svokölluðum bömbum, þúsund lítra plasttönkum sem eru notaðir fyrir flutning á allsskonar vökva.
11.05.2020 - 08:30
Belgar gripnir hænsnaæði í faraldrinum
Svo virðist sem hænsnaæði hafi gripið Belga í kórónuveirufaraldrinum. Hænsnabændahjúin Martine og Cristopher Denis í nágrenni borgarinnar Waivre segja í samtali við fréttastofuna AFP að alifuglasala hafi allt að þrefaldast í útgöngubanninu sem sett var á þar í landi í mars.
09.05.2020 - 02:36
Sauðfé hefur fækkað um 50 prósent í landinu
Sauðfé á Íslandi hefur ekki verið færra í fjörutíu ár og er sauðfé nú rétt rúmlega 50 prósentum færra en það var árið 1980. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag. Nautgripum í landinu hefur fjölgað um 35 prósent á sama tímabili.
07.05.2020 - 07:16