Landbúnaðarmál

Sögur af landi
Hefja skipulega ræktun burnirótar á Íslandi
Á jörðinni Huldulandi í Hegranesi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson. Þar hafa þau gert tilraunir með ræktun burnirótar, sem kölluð hefur verið gingsen norðursins og er eftirsótt vara í heilsuiðnaðinum. Draumurinn er að stofna samvinnufélag bænda um ræktun burnirótar.
13.01.2021 - 14:04
Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Landinn
Býr til ost og konfekt úr sauðamjólk
Í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal hefur Ann-Marie Schlutz komið sér fyrir með framleiðslu á afurðum úr sauðamjólk, undir nafni Sauðagulls. „Ég kom til Íslands 2016 og sá bara alls staðar fullt af kindum en engan sauðaost og það fannst mér svolítið skrítið,“ segir Ann-Marie.
17.12.2020 - 08:30
Úthlutað úr Matvælasjóði í fyrsta sinn
Úthlutað var úr Matvælasjóði í fyrsta sinn í morgun. Matvælasjóður leysir af hólmi Framleiðnisjóð og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 62 verkefni hlutu styrki fyrir tæpar 500 milljónir. Eftirspurnin var talsvert meiri, eða fyrir 2,8 milljarða.
Heimila notkun reiðhalla með takmörkunum
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu til æfinga innanhúss í reiðhöllum. Ekki mega þó vera fleiri en 10 manns inni í hverri höll hverju sinni og gæta þarf sérstaklega að sameiginlegir snertifletir séu engir. Starfsmenn annast umhirðu gólfs og tryggi að ekki sé farið yfir 10 manna fjöldatakmörk.
11.12.2020 - 16:19
Vilja minna regluverk og meiri sveigjanleika
Minnka þarf regluverk og auka sveigjanleika fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu stefnuna.
Sauðfjár-og kúabændur fá milljarð vegna COVID-19
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að sauðfjár-og kúabændur fái rúman milljarð til að mæta vanda þeirra vegna kórónuveirufaraldursins. Í nefndarálitinu kemur fram að úrræði stjórnvalda hafi ekki gagnast bændum nema að takmörkuðu leyti. Því sé talin þörf á að grípa til sértækra aðgerða til að mæta „erfiðri stöðu stéttarinnar í kjölfar heimsfaraldurs.“ Áætlað er að framleiðsluvirði sauðfjárbænda og kúabænda dragist saman um 14 prósent milli ára.
09.12.2020 - 18:56
Landinn
Smáframleiðendur undir einum hatti
Við vorum einfaldlega í kaffi saman vinkonurnar og vorum að spjalla um heimaunnar afurðir sem við þekktum allar  og höfum keypt vítt og breytt um landið. Þá fórum við að spá í hvað það væri þægilegt ef það væri hægt að nálgast þetta góðmeti allt á einum stað, segir Jóhanna Björnsdóttir en hún, ásamt Sveinbjörgu Jónsdóttur og Önnu Júlíusdóttur, rekur vefverslunina Gott og blessað.
Bylting í kynbótum íslenska kúastofnsins
Kortlagning á erfðamengi íslenskra nautgripa, sem nú stendur yfir, veldur byltingu í kynbótastarfi í naugtriparækt að sögn verkefnisstjóra hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Kortlagningin verður til þæss að hægt verður að taka ný kynbótanaut í notkun nokkrum árum fyrr en ella.
06.12.2020 - 11:50
Myndskeið
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
Heimskviður
Minkamálið hluti af stærra vandamáli
Förgun minka í Danmörku vegna hugsanlegrar stökkbreytingar kórónuveirunnar hefur sett umræðu um loðdýrarækt á kortið á ný. Atburðarásin tengist enn stærra vandamáli sem kom kórónuveirunni af stað til að byrja með, það sem snertir heilu vistkerfin og samband manns og náttúru.
05.12.2020 - 09:00
Myndskeið
Framleiða osta úr mildum geitum í Fljótunum
„Þeir seljast eins og heitar lummur," segir sauðfjárbóndi í Fljótunum um bjórleginn geitaost sem framleiddur er á bænum Brúnastöðum. Bjórinn kemur þó víðar við sögu í framleiðslunni því geiturnar sjálfar fá að njóta góðs af bjórframleiðslu á Siglufirði.
01.12.2020 - 19:41
MAST telur niðurskurð nauðsynlegan á Syðri-Hofdölum
Matvælastofnun segir það ekki ekki verjandi að hverfa frá niðurskurði á fé á bænum Syðri-Hofdölum. Riða kom upp á bænum fyrr í haust en ábúendur óskuðu eftir því að aðeins hluti stofnsins yrði skorinn niður.
01.12.2020 - 17:34
Landinn
Samtvinna sinneps- og býflugnaræktun
Margrét Jóna Ísólfsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson hafa ræktað býflugur við heimili sitt í Fljótshlíð frá árinu 2013. „Þegar maður er búinn að vera með býflugur í smá stund þá fer maður svo mikið að hugsa um öll blómin sem eru í náttúrunni og í kring og okkur langaði svolítið að auka uppskeruna og finna nytjajurt sem myndi hjálpa býflugunum okkar og þá var svo mikill kostur að nytjajurtin myndi gefa af sér einhverja matvöru og þannig myndi hringurinn lokast,“ segir Margrét Jóna. 
01.12.2020 - 08:20
Sögur af landi
„Þessi þrá að prófa alltaf eitthvað nýtt“
„Maður er auðvitað svo lánsamur að vera úti í sveit, þannig að þó að maður komist ekki mikið af bæ, þá er maður alla vega svo frjáls í sveitinni. Maður fer bara í verkin sín, og það breytist ekki eins og á stærri vinnustöðunum annars staðar,“ segir Ásta Arnbjörg Pétursdóttir um starf bóndans á COVID-tímum. Hún og maðurinn hennar eru óhrædd við að prófa nýjar leiðir í búskapnum.
30.11.2020 - 14:15
Beiðni um að stöðva niðurskurð á Syðri-Hofdölum hafnað
Beiðni landbúnaðarnefndar Skagafjarðar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum hefur verið hafnað. Beiðnin kom til eftir að búið var að lóga og taka sýni úr 161 grip sem komst í návígi við sýktan hrút án þess að riða greindist í fleiri gripum.
30.11.2020 - 13:43
Bændur fá sálfræðistuðning vegna riðuveiki í Skagafirði
Landbúnaráðherra, formaður Bændasamtaka Íslands og fulltrúar sveitarfélaga í Skagafirði hafa skrifað undir samkomulag við Kristínu Lind Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita heimilisfólki á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst sálfræðiþjónustu og ráðgjöf. Þjónustan verður í boði í Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundabúnað.
29.11.2020 - 10:47
Mengun frá brunanum í landnámshænurnar í Hrísey
Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs ehf. í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor.
27.11.2020 - 18:07
Rotnandi minkahræ ryðja sér leið upp úr grunnum gröfum
Vandræði danskra stjórnvalda vegna drápsins á milljónum eldisminka fara enn vaxandi. Aðfaranótt mánudags, nokkrum dögum eftir að síðustu minkunum í þessari fjöldaslátrun var lógað, tók hluti þeirra þúsunda rotnandi minkahræja sem urðuð voru nærri æfingasvæði hersins að ryðja sér leið upp úr jörðinni, knúin áfram af gasinu sem myndast hefur í iðrum þeirra.
25.11.2020 - 03:46
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.
Sumarbeit ekki slæm í ungum lerkiskógi
Ný rannsókn gefur til kynna að óhætt sé að nýta ungan lerkiskóg til sumarbeitar fyrir sauðfé. Sauðfé sækir ekki í að éta Rússalerki sem er ein mest ræktaða nytjaplanta í skógrækt hér á landi.
22.11.2020 - 09:17
Danskir bændur mótmæla minkamálinu á dráttarvélum
Danskir bændur ætla að mótmæla aðgerðum danskra stjórnvalda í minkamálinu með því að tefja umferð í Kaupmannahöfn og í Árósum í dag. Það gera þeir með því að aka um göturnar á dráttarvélum.
21.11.2020 - 09:39
Viðtal
Horfði á eftir ævistarfinu þegar öllu fé var lógað
Bóndi í Skagafirði horfði á eftir ævistarfinu í dag þegar lokið var við að lóga tæplega 900 kindum og geitum á bænum. Hann segir bætur ekki standa undir kostnaði við að endurreisa búið og kallar eftir svörum frá landbúnaðarráðherra um næstu skref.
19.11.2020 - 20:16
Ekkert COVID-19 smit í minkum hér á landi
Enginn minkur greindist með kórónuveiruna í skimun Matvælastofnunar sem fram fór á dögunum. Tekin voru sýni á öllum minkabúum landsins. Hertar sóttvarnir verða fyrirskipaðar á búunum,
19.11.2020 - 11:59
Tröllaskagahólf orðið sýkt sóttvarnarhólf
Í kjölfar riðusmita í Skagafirði undanfarið hefur Matvælastofnun skilgreint Tröllaskagahólf sem sýkt svæði. Hólfið hefur verið riðulaust fram til þessa. Riða má ekki greinast þar í 20 ár svo að það teljist riðufrítt.