Landbúnaðarmál

Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Vilja draga úr innflutningi vegna ferðamannafæðar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hafnaði í vikunni beiðni Bændasamtaka Íslands um að fallið verði frá úthlutun tollkvóta á landbúnaðarafurðir vegna kórónaveirufaraldursins. Formaður Bændasamtakanna segir að forsendur samningsins séu breyttar þar sem engir ferðamenn séu á landinu.
22.05.2020 - 18:10
Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Landinn
Reisa gróðurhús úr umbúðum
„Hér erum við með einnota umbúðir sem verða verðmætari við breytt ástand,“ segir Jón Hafþór Marteinsson sem smíðar til gróðuhús úr svokölluðum bömbum, þúsund lítra plasttönkum sem eru notaðir fyrir flutning á allsskonar vökva.
11.05.2020 - 08:30
Belgar gripnir hænsnaæði í faraldrinum
Svo virðist sem hænsnaæði hafi gripið Belga í kórónuveirufaraldrinum. Hænsnabændahjúin Martine og Cristopher Denis í nágrenni borgarinnar Waivre segja í samtali við fréttastofuna AFP að alifuglasala hafi allt að þrefaldast í útgöngubanninu sem sett var á þar í landi í mars.
09.05.2020 - 02:36
Sauðfé hefur fækkað um 50 prósent í landinu
Sauðfé á Íslandi hefur ekki verið færra í fjörutíu ár og er sauðfé nú rétt rúmlega 50 prósentum færra en það var árið 1980. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag. Nautgripum í landinu hefur fjölgað um 35 prósent á sama tímabili.
07.05.2020 - 07:16
Langflestar lánsbeiðnir frá Suðurlandi
Byggðastofnun bárust 136 lánsbeiðnir á síðasta ári, samtals að fjárhæð 6,2 milljarðar króna. Það er næst mesti fjöldi umsókna til stofnunarinnar frá upphafi. Þær voru 132 árið 2018 og 156 á metárinu 2017. Hlutfall samþykktra lánsumsókna hækkaði og var 76 prósent á árinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Byggðastofnunar.
05.05.2020 - 05:41
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
Segir fellt þingmál sett í COVID-gervi
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin reyndi að bregða COVID-dulargervi á frumvarp til að koma því í gegnum þingið án mikillar umræðu. Hann átti við frumvarp um matvælasjóð og sagði þingið þegar hafa hafnað slíkum sjóði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði frumvarpið og sagði að það væri tvímælalaust hluti af viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum.
Styrkja landbúnaðinn um 2.700 milljarða vegna COVID-19
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld að ríkissjóður hygðist styrkja landbúnaðinn í landinu um 19 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 2.700 milljarða króna, til að mæta því tekjutapi sem bændur landsins hafa orðið og munu verða fyrir vegna COVID-19 faraldursins.
18.04.2020 - 00:42
Styrktargreiðslur til sauðfjárbænda færðar fram
Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda verður flýtt um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Tilfærslan á að koma sérstaklega til móts við þá bændur sem stóla á hliðartekjur eins og ferðamennsku. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir greiðslurnar skipta miklu þar sem kostnaðarsamasti tíminn í greininni sé að ganga í garð.
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Um 100 skráðir í bakvarðasveit bænda
Bændur á átta búum hafa veikst af völdum kórónuveirunnar. Eitt bú hefur óskað eftir aðstoð úr bakvarðasveit bænda. Verkefnastjóri telur bændur vel undirbúna undir farsóttina.
Verð á kjötvöru hækkar við gengisfall krónunnar
Nokkrar afurðastöðvar hafa undanfarið tilkynnt um allt að fimm prósenta verðhækkun á kjötvörum til verslana. Aðalástæðan er sögð lækkun íslensku krónunnar og aukinn framleiðslukostnaður þess vegna.
25.03.2020 - 18:02
Viðtal
Binda vonir við nýtt bóluefni við sumarexemi í hrossum
Íslenski hesturinn er vinsæll víða um veröld og árlega eru flutt út á bilinu 1200-1500 hross. Bóluefni við sumarexemi í hrossum er innan seilingar. Exemið hefur um árabil verið til ama í hrossum sem eru flutt úr landi.
21.03.2020 - 20:06
Segir framboðsskort á fersku grænmeti yfirvofandi
Áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskan landbúnað og sjávarútveg voru rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þegar er farið að bera á töfum á innfluttu grænmeti hjá Samkaup. Fyrirtækið segir að í núverandi stöðu anni íslensk framleiðsla ekki eftirspurn.
Ungir bændur hvattir til að stíga fram vegna COVID-19
Formaður Bændasamtakanna segir samtökin vera á tánum og vakti landbúnaðinn í landinu. Ungir bændur eru sérstaklega hvattir til að skrá sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur sem hugsanlega veikjast af COVID-19. Birgðir af kjarnfóðri í landinu eru tryggðar fyrir næstu þrjá til fjóra mánuði.
Auglýsa eftir fólki til þess að leysa bændur af
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna nú að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur, vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir fólki á viðbragðslista sem er tilbúið til þess að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur smitist af veirunni.
Gunnar felldi Guðrúnu í formannskjöri Bændasamtakanna
Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi og formaður Sambands garðyrkjubænda var í dag kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Kosning fór fram á Búnaðarþingi sem stendur nú yfir á Hótel Sögu í Reykjavík.
03.03.2020 - 13:44
Býður sig fram gegn sitjandi formanni Bændasamtakanna
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes og Grafningshreppi býður sig fram til formennsku Bændasamtaka Íslands. Þetta tilkynnti hann á Búnaðarþingi nú á fimmta tímanum. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal.
02.03.2020 - 16:39
Félagskerfi bænda einfaldað á Búnaðarþingi
Tillaga nefndar um félagskerfi bænda gerir ráð fyrir að aðildarfélögum að Bændasamtökum Íslands verði fækkað og að búnaðarsambönd sameinist með það að markmiði að einfalda kerfið. Búnaðarþing var formlega sett í hádeginu í dag.
Spegillinn
Samþjöppun eignarhalds jarða vekur víða spurningar
Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Jarðakaup Jims Ratcliffes hafa gert hann að stærsta jarðeiganda á Íslandi. Í nýju stjórnarfrumvarpi um fasteignakaup eru meðal annars kröfur um gagnsæi og kvaðir til að hindra samþjöppun eignarhalds. Skotar glíma einnig við samþjöppun eignarhalds þar sem stór hluti lands er í eigu örfárra stóreignamanna.
26.02.2020 - 14:07
Kveikur
Síðasti bóndinn slekkur ljósið
Neysluhættir Íslendinga hafa gerbreyst á undanförnum áratugum og sífellt fleiri velja grænmeti. En íslenska landbúnaðarkerfið virðist að mörgu leyti sniðið að kröfum neytenda á áttunda áratug síðustu aldar.
25.02.2020 - 20:05