Landbúnaðarmál

Landinn
Frá akrinum á diskinn
„Við byrjuðum eiginlega með kjötvinnsluna af því okkur vantaði góða skinku fyrir Pizzavagninn,“ segir Petrína Þórunn Jónsdóttir hjá fyrirtækinu Korngrís í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Korngrís er vörumerki svínabúsins í Laxárdal en þar er lögð áhersla á sjálfbærni.
20.10.2021 - 12:47
Sjónvarpsfrétt
Segir vel mögulegt að útrýma riðu á tíu árum
Sauðfjárbóndi sem rannsakað hefur riðu ásamt hópi sérfræðinga segir vel mögulegt að útrýma sjúkdómnum hér á landi á tíu árum. Ráðunautur í sauðfjárrækt segir ræktunarstarf vopn sem nýta mætti betur í baráttunni gegn riðu.
14.10.2021 - 13:07
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Sjónvarpsfrétt
Brokkolí verður þrefalt dýrara með innflutningstollum
Verð innflytjenda á brokkolí eða spergilkáli þrefaldast næstum þegar tollar og gjöld hafa verið lögð ofan á. Garðyrkjubændur eru ekki hlynntir því að innflutningstollar leggist á sjálfkrafa á ákveðnum dagsetningum. 
Samar hafa betur gegn vindmyllugarði í Noregi
Hæstiréttur í Noregi úrskurðaði í gær að tveir vindmyllugarðar í Þrændalögum séu ólöglegir þar sem þeir skaði beitiland hreindýra. Andreas Bronner, lögmaður hirðingja af ættum Sama segir að þar með hljóti að verða ólöglegt að halda starfsemi vindmyllanna gangandi.
12.10.2021 - 05:47
Förgun fjár hafin á Syðra-Skörðugili
Förgun fjár er hafin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Starfandi yfirdýralæknir telur mikilvægt að draga framvegis úr samgangi fjár á milli bæja til að auka smitvarnir auk meiri sýnatöku. Allsherjarniðurskurður sé ekki á dagskrá.
11.10.2021 - 13:34
Myndskeið
Stofnfrumukjötát almennt og sjálfsagt innan fárra ára
Stofnfrumukjöt, ræktað í tönkum gæti orðið dagleg fæða fólks í náinni framtíð að mati tæknistjóra hjá Orf líftækni. Framleiðslan er möguleg í dag en tæknin er enn rándýr. Vísindamenn hamast við að lækka kostnaðinn svo lausnin, sem er umhverfisvæn, verði að veruleika og kjötið fáanlegt í kjörbúðum fyrr en síðar.
Sjónvarpsfrétt
Spunnið, ofið og selt í Ullarvikunni
Í dag var spunnið og ofið og sýndar fallegar afurðir á markaðsdegi fyrstu Ullarvikunnar sem haldin hefur verið í Þingborg í Flóa. Það er í tísku að vinna úr ullinni, segir ein spunakonan.
09.10.2021 - 19:19
Grágæsum fækkar hér á landi
Grágæsum hefur fækkað nokkuð hér á landi seinustu fjögur ár og umtalsvert mikið frá því að stofninn var í hámarki fyrir um 10 árum. Skotveiðimenn eru hvattir til að stilla veiðum í hóf.
08.10.2021 - 08:59
Bændasamtökin bjóða bændum að kaupa listaverk
Bændasamtök Íslands auglýstu í dag uppboð og sölu á listaverkum í eigu samtakanna. Uppboðið hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Bændur hafa forkaupsrétt á verkunum.
07.10.2021 - 23:22
Átak í sýnatöku úr sauðfé sem drepst af ókunnum orsökum
Átak er í sýnatöku úr  sauðfé  í Skagafirði, bæði af þekktu riðusvæði og annars staðar. Matvælastofnun hvetur bændur til að sýna árvekni og tilkynna héraðsdýralækni um minnsta grun um riðusmit.
Ekki lausn á riðuvandanum að skera allt fé í hólfinu
Bændum hugnast ekki hugmyndir fyrrverandi yfirdýralæknis um að skera niður allt fé í riðusýktu hólfi í Skagafirði. Í hólfinu eru um 60 þúsund fjár. Verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum segir að umræða um að skera allt fé sé ekki til þess fallin að skapa traust og trúverðugleika á baráttunni gegn riðu.
05.10.2021 - 17:56
Fjöldi kinda á Ströndum drapst í óveðrinu
Fjöldi kinda á Ströndum drapst í óveðrinu í vikunni og bóndi á einum bæ missti tæp 60 fjár. Bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum þurftu að grafa hundruð kinda úr fönn.
30.09.2021 - 13:23
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Bleyta og mygla veldur uppskerubresti í Þykkvabæ
Vætutíð seinustu vikna og mánaða hefur sett strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ. Mygla er komin í kartöflugarða þar í fyrsta sinn í 20 ár. Garðarnir eru svo blautir að ekki er hægt að komast um þá með upptökuvélar.
24.09.2021 - 13:58
Tapað milljónum á Brexit
Þótt viðskipti við Bretland gangi ágætlega eftir Brexit eru enn hnökrar í viðskiptum milli Íslands og Bretlands. Fyrirtæki í Skagafirði sem framleiðir fæðubótarefni úr íslenskum landbúnaðarvörum hefur tapað milljónum króna vegna hindrana.
Leggur til víðtækan niðurskurð í Skaga- og Húnahólfi
Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu, að ráðist verði í niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi.
23.09.2021 - 18:21
Myndskeið
Hættur að kaupa jarðir á Íslandi
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe segist hættur að kaupa upp land á Íslandi eftir að stjórnvöld settu lög sem girða fyrir frekari landakaup. Hann ætli að finna aðrar leiðir til að vernda Atlantshafslaxinn.
Rannsaka aðferðir til að útrýma riðuveiki í sauðfé
Riðusérfræðingar frá fjórum löndum hafa frá því í vor leitað nýrra arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem eiga að vernda sauðkindina fyrir riðusmiti. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hér á landi í tuttugu ár. Meðal annars verða tekin sýni úr 2.500 kindum á Íslandi og Grænlandi.
20.09.2021 - 15:35
Bringubeinsbrot talin algeng í íslenskum varphænum
Bringubeinsbrot vegna of mikillar eggjaframleiðslu, of lítils rýmis þegar hænur fljúga á og jafnvel þegar hænur verpa of stórum eggjum eru talin eitt helsta velferðarvandamál í eggjaframleiðslu .
16.09.2021 - 12:28
Skógræktin reif sjálf niður girðingar um Þórsmörk
Sauðfjárbóndi segir það skjóta skökku við að fárast yfir að sauðfé fari milli Almenninga og Þórsmerkur, þar sem það var Skógræktin sem fjarlægði girðinguna sem afmarkaði Þórsmörk. Bændum sé heimilt að beita á Almenningum samkvæmt úrskurði yfirítölunefndar.
13.09.2021 - 16:06
Niðurskurður eina verkfærið í baráttunni við riðu
Niðurskurður á bæjum er enn sem komið er eina verkfærið í baráttunni við riðuveiki í sauðfé. Reynt var að koma fé frá Syðra Skörðugili eins fljótt og hægt var úr Staðarrétt til síns heima.
Samfélagið slegið yfir fregnum af riðusmiti í sveitinni
Sveitarstjórinn í sveitarfélaginu Skagafirði telur brýnt að rannsaka verndandi arfgerðir gegn riðu betur svo koma megi í veg fyrir riðusmit. Nokkur þúsund fjár verða í Staðarrétt í dag þar sem réttað verður. Fé frá Syðra-Skörðugili þar sem riða hefur greinst er þar á meðal en því verður haldið frá öðru fé eins og kostur er og flutt fljótt heim á bæ.
12.09.2021 - 12:40
Segir frekari hagræðingar þörf hjá afurðastöðvum
Það hefur reynst flókið að manna sláturhús þetta haustið og verr gekk að fá innlent verkafólk til starfa en í fyrra. Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir að þeir hefðu gjarnan viljað greiða sauðfjárbændum hærra verð fyrir afurðir en raunin varð. Sláturhúsin séu í þröngri stöðu.
11.09.2021 - 18:22
Settur yfirdýralæknir óttast fleiri riðusmit nyrðra
Harðar aðgerðir eru eina leiðin til að sporna við útbreiðslu riðuveiki segir starfandi yfirdýralæknir.  Óttast er  að riða komi upp á fleiri bæjum í Skagafirði. Því miður sé eina ráðið enn sem komið er að skera niður fé ef riða kemur upp.
11.09.2021 - 13:25