Landbúnaðarmál

Gátu ekki tekið sýni úr dauðu gæsunum
Dánarorsök um 50 heiðagæsa sem fundust við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum um helgina er óþekkt. Ekki var nægilegt hold á hræjunum til skimunar fyrir fuglaflensu.
Yfir 50 dauðar gæsir við Hvalnes og í Suðurfjörum
Náttúrustofa Suðausturlands fékk tilkynningu um helgina um nokkurn fjölda dauðra gæsa og álfta við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum. Ekki er vitað hvað dró fuglana til dauða.
Óttast tjón á túnum og girðingum í miklum flóðum í Laxá
Bóndinn á Hólmavaði í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar séu á kafi.
08.04.2021 - 13:25
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.
Stórhuga geitabændur á Brúnastöðum í Fljótum
Það er handagangur í öskjunni á bænum Brúnastöðum í Fljótum þar sem geitburði er rétt að ljúka. Sextíu geitur verða mjólkaðar þar í sumar fyrir ostaframleiðslu og áætlað er að fjölga mjólkandi geitum enn frekar.
Nýtt félagskerfi samþykkt á Búnaðarþingi
Tillaga Bændasamtakanna um að búgreinafélögin renni í Bændasamtökin sem undirdeildir var samþykkt samhljóða á nýloknu Búnaðarþingi í dag. Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ekki er búið að taka ákvörðun um framtíð Bændahallarinnar.
23.03.2021 - 16:43
Kindahræ blésu út í flutningagámi og hleri gaf sig
Mikill þrýstingur í kindahræjum sem voru í flutningi suður um heiðar í gær varð til þess að hleri gámsins gaf sig. Verið var að flytja hræin til brennslu í Kölku á Suðurnesjum. Kindunum var lógað vegna riðusmits.
Segir að hægt gangi að ljúka verkefni um heimaslátrun
Bóndinn í Birkihlíð í Skagafirði og einn forsvarsmanna verkefnis um að lögleiða heimaslátrun sauðfjár, segir að hægt gangi að ljúka verkefninu. Svo virðist sem tregðan sé hjá Matvælastofnun. Hann er þó sannfærður um að verkfnið verði að veruleika fyrir næstu sláturtíð.
Grænum fingrum borgarbúa greinilega að fjölga
Svo virðist sem íbúar í Reykjavík sýni matjurtaræktun meiri áhuga. Í dag var opnað fyrir umsóknir fyrir matjurtagarða á vegum borgarinnar og aðsóknin hefur sjaldan verið meiri. Útlit er fyrir að biðlisti myndist í vikunni eftir að fá úthlutað garði.
Búgreinafélögin renni í Bændasamtökin sem undirdeildir
Á Búnaðarþingi í næstu viku leggur stjórn Bændasamtakanna fram tillögu að því að búgreinafélögin renni í  Bændasamtökin sem undirdeildir. Búnaðarþing fer fram í næstu viku á Hótel Sögu. Það hafi mikla hagræðingu í för með sér.
15.03.2021 - 09:26
Á annan tug höfðu áhuga á að kaupa Hótel Sögu
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að tólf til fjórtán mismunandi aðilar hafi haft áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og var því lokað í nóvember. HÍ hefur átt í viðræðum við samtökin ásamt menntamálaráðuneytinu um afnot af húsinu.
15.03.2021 - 08:32
Engin bílaferja tiltæk meðan Baldur er bilaður
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn vélarvana á Breiðafirði og bíður eftir dráttarbátnum Fönix sem er á leið frá Reykjavík. Á meðan gert verður við Baldur er ekkert skip sem getur leyst Baldur af hólmi sem getur flutt bíla, aðeins farþega.
Ástæða til að varast samgang farfugla og alifugla
Matvælastofnun hvetur þá sem halda alifugla til að skrá fuglahald hjá stofnuninni. Skráningin geti komið að góðu gagni ef fuglaflensufaraldur sem herjað hefur á Evrópu undanfarið nær hingað til lands. Líkur á smiti aukast þegar farfuglarnir taka að streyma til landsins með vorinu.
Sjónvarpsfrétt
Framleiða prótein úr þörungum og losa bara súrefni
Á Hellisheiði eru áform um að stækka til muna verksmiðju sem framleiðir umhverfisvænan próteingjafa. Hugmyndin var sniðin að aðstæðum við Hellisheiðarvirkjun og eini úrgangur frá verksmiðjunni er súrefni.
Með 71 kíló af rusli í meltingarveginum
71 kíló af plasti, nöglum og öðru rusli fannst í meltingarvegi kelfdrar kýr á Indlandi. Kýrin og ófæddur kálfur hennar drápust. Þetta þykir táknrænt fyrir ástandið sökum ruslamengunar í landinu en einnig aðbúnað flökkukúa.
04.03.2021 - 15:50
Riðan á Vatnshóli mikið áfall
Talsmaður sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu segir það mikið áfall að riða hafi nú greinst á bæ í sýslunni. Bærinn er í Vatnsneshólfi þar sem riða er þekkt, en næsta varnarhólf er riðufrítt. Ristahlið á varnargirðingu milli hólfanna var fjarlægt í haust.
03.03.2021 - 11:13
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Viðtal
Segir umsögn Matvælasjóðs lýsa fádæma fordómum
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir umsögn frá Matvælasjóði sem fylgdi höfnun styrkumsóknar er varðaði geitfjárafurðir lýsa fádæma fordómum.
02.03.2021 - 09:15
Mikil verðhækkun á minkaskinnum
Sjötíu og níu prósenta hækkun varð á verði fyrir minkaskinn á uppboði sem nú er nýlokið í Kaupmannahöfn. Talsmaður íslenskra loðdýrabænda segir þetta gefa minkabændum vind í seglin, enda sé mikil eftirspurn eftir skinnum.
01.03.2021 - 12:35
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Góð útkoma úr tilraunaverkefni um heimaslátrun
Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.
26.02.2021 - 14:43
Viðtal
Alltaf verið að ölmusuvæða bændur
Gísli Jóhannsson, garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, er þreyttur á óvissunni sem fylgir starfinu. Óvissan hafi fælingarmátt sem stöðvi nýliðun í stéttinni.
19.02.2021 - 14:00
Myndskeið
Meðalmaðurinn slafrar í sig 4 bollum á bolludaginn
Það eru allir í þeim gír að njóta á bolludaginn, segir formaður Landssambands bakarameistara sem áætlar að hver landsmaður spæni í sig fjórum bollum í dag. Þótt bollurnar séu gamalgróinn réttur er sífellt verið að prófa nýjar bragðtegundir.
15.02.2021 - 20:32
Spegillinn
Fjórðungur ráðskvenna varð fyrir ofbeldi
Fjórðungur þeirra ráðskvenna í sveit á seinni hluta síðustu aldar, sem Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur hefur rætt við í doktorsverkefni sínu, varð fyrir kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi í vistinni.  Saga og aðbúnaður ráðskvenna í sveit á síðari hluta tuttugustu aldar er viðfangsefni Dalrúnar.
13.02.2021 - 08:20
Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.