Íslenska kóvid-kortið

Nýjustu upplýsingar um útbreiðslu COVID-19 á Íslandi, uppfærðar daglega klukkan ellefu að morgni. Þrjú mismunandi kort sýna nýgengi eftir byggðarlögum, staðsetningu tilfella síðasta dags og fjölda fólks í einangrun á hverjum stað.

Íslenska kóvid-kortið

Athugið

Vegna breytinga á skráningum kóvid-tilfella hjá sóttvarnalækni eru kort og tölur sem birtast hér ónákvæm.

Nýjustu upplýsingar um útbreiðslu COVID-19 á Íslandi, uppfærðar daglega klukkan ellefu að morgni. Þú getur valið milli þriggja mismunandi korta sem sýna nýgengi eftir byggðarlögum, staðsetningu tilfella síðasta dags og fjölda fólks í einangrun á hverjum stað. Með því að stækka kortin með hnappnum efst til vinstri á hverju korti fást nákvæmari upplýsingar.

Veldu kort

iPhone- og iPad-notendur:
Smellið fyrst einu sinni með fingri á kortið til að geta þysjað inn og út með fingrunum.

Nýgengi á landinu:

Þróun nýgengisUppfært

Línuritin sýna tímabilið 14. júlí 2021 - 21. febrúar 2022

Síðan er samstarfsverkefni Kveiks og Landmælinga Íslands.

Umsjón og gagnavinnsla: Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður og Ásta Kristín Óladóttir, fagstjóri grunngerðar landupplýsinga og miðlunar hjá Landmælingum.

Upplýsingar á síðunni byggjast á gögnum sem eru send sjálfvirkt úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnalæknis einu sinni á dag og miðast við stöðuna klukkan sex að morgni. Leiðréttingar sem eru gerðar handvirkt á morgnana, áður en upplýsingar eru birtar á covid.is, endurspeglast ekki í nýjustu tölum á þessari síðu. Smitsjúkdómaskráin er lifandi gagnagrunnur og því geta upplýsingar breyst aftur í tímann.

Nánar um framsetningu gagna

Staðsetning tilfella miðast við lögheimili nema annar dvalarstaður sé skráður í smitsjúkdómaskrá.

Í gögnum sóttvarnalæknis, sem Kveikur og Landmælingar fá afhent, er fjöldi tilfella skráður eftir póstnúmerum. Hér eru upplýsingar bæði settar fram eftir póstnúmerum og byggðarlögum. Byggðarlög, sem eru tvö eða fleiri póstnúmer sýnd sem eitt svæði, eru hér oftast skilgreind sem þéttbýlisstaður og eftir atvikum nærsveitir, burtséð frá mörkum sveitarfélaga. Til dæmis flokkast allur Borgarfjörður hér með Borgarnesi, þótt tvö sveitarfélög séu á svæðinu. Um leið eru Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn sýnd sem þrjú byggðarlög, þótt staðirnir séu í sama sveitarfélagi.

Ekki er alltaf samræmi milli póstnúmeramarka og marka byggðarlaga í landinu. Þegar upplýsingar eru hér sýndar eftir byggðarlögum flokkast lítill hluti Bláskógabyggðar, sem tilheyrir póstnúmerinu 276, með Kjós. Æðey flokkast með Súðavík. Syðsti hluti Skagabyggðar flokkast með Blönduósi. Vatnsskarð allt flokkast með Sauðárkróki. Hólsfjöll flokkast með Mývatnssveit.

Til að ekki sé hægt að rekja tilfelli til einstaklinga hafa upplýsingar um tilfelli í 17 póstnúmerum, þar sem íbúar eru færri en 20, verið sameinaðar við upplýsingar um tilfelli í næsta póstnúmeri. Tilfelli í 161 Reykjavík birtast með tilfellum í 110 Reykjavík, tilfelli í 206 Kópavogur með 203 Kópavogur, tilfelli í 235 Keflavíkurflugvöllur með 230 Reykjanesbær, tilfelli í 421 Súðavík með 420 Súðavík, tilfelli í 431 Suðureyri með 430 Suðureyri, tilfelli í 461 Tálknafjörður með 460 Tálknafjörður, tilfelli í 466 Bíldudalur með 465 Bíldudalur, tilfelli í 512 Hólmavík með 511 Hólmavík, tilfelli í 522 Kjörvogur og 523 Bær með 524 Norðurfjörður, tilfelli í 581 Siglufjörður með 580 Siglufjörður, tilfelli í 626 Ólafsfjörður með 625 Ólafsfjörður, tilfelli í 676 Raufarhöfn með 675 Raufarhöfn, tilfelli í 711 Seyðisfjörður með 710 Seyðisfjörður, tilfelli í 731 Reyðarfjörður með 730 Reyðarfjörður, tilfelli í 736 Eskifjörður með 735 Eskifjörður og tilfelli í 686 Bakkafjörður með 685 Bakkafjörður. Tilfelli í tveimur fámennum, afskekktum póstnúmerum eru inni í heildartölunni efst á síðunni en birtast ekki á kortunum eða í töflunum: 345 Flatey á Breiðafirði og 715 Mjóifjörður.

Tilfelli sem greinast innanlands hjá fólki sem býr í útlöndum eru inni í heildartölunni efst á síðunni en birtast ekki á kortunum eða í töflunum.