Kópavogsbær

Hannes strikaður oftast út í Kópavogi
Í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi, sem fóru fram um síðustu helgi, var langalgengast að kjósendur Sjálfstæðisflokksins gerðu breytingar á frambjóðendalista flokksins með útstrikunum. Alls voru gerðar 114 breytingar á lista flokksins. Hannes Steindórsson, sem skipaði fjórða sæti listans, var strikaður út langoftast, eða alls 70 sinnum.
20.05.2022 - 12:54
Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Kópavogur
Oddvitar meirihlutans ætla að ræða saman fyrst
Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ætla að ræða fyrst saman verði úrslitin eins og fyrstu tölur gefa til kynna. Grasrótarframboðið Vinir Kópavogs er óvæntur sigurvegari kosninganna. Oddviti framboðsins var bæði undrandi og glöð þegar fyrstu tölur litu dagsins ljós.
14.05.2022 - 22:57
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
X22 Kópavogur
Mismunandi áherslur í leikskólamálum í Kópavogi 
Oddvitar framboðanna átta í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi greinir á um hvernig leikskólaþjónusta bæjarins eigi að vera. Á framboðsfundi RÚV með oddvitunum voru leikskóla-, skipulags- og húsnæðismál ofarlega á baugi.  
Kveikti í velferðarsviði Kópavogs með molotov-kokteil
Skrifstofum velferðarsviðs Kópavogsbæjar var lokað í morgun eftir íkveikju. Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk sviðsins verði líklega í fjarvinnu út apríl vegna eldsvoðans. Svo virðist sem molotov-kokteill hafi verið notaður til að kveikja í skrifstofuhúsnæðinu.
12.04.2022 - 16:53
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks nýr oddviti Miðflokks
Nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi er Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Í mars sóttist Karen eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en laut í lægra haldi fyrir Ás­dísi Kristj­áns­dótt­ur.
Ólafur Þór leiðir lista VG í Kópavogi
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi, situr í öðru sæti og Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur, því þriðja.
Uppsögn starfsmannastjóra reynist Kópavogsbæ dýr
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Kópavogsbæ til að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra bæjarins 20 milljónir. Dómurinn telur að það hvernig starf starfsmannastjórans var lagt niður sem og uppsögn hans hafi verið ólögmætt. Bænum var sömuleiðis gert að greiða allan málskostnað, rúmar 4 milljónir.
Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið á í Kórahverfi og Hvörfum í Kópavogi en bilun í háspennukerfi olli því að rafmagn fór þar af á öðrum tímanum í nótt.
Sigurbjörg og Dóra efstar hjá Pírötum
Efstu sætin á framboðslista Pírata í Reykjavík og Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum réðust í prófkjörum sem lauk í dag. Borgarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem skipa efstu sætin á lista flokksins í Reykjavík og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi hreppti efsta sæti á lista flokksins í Kópavogi.
Karen Elísabet stefnir á oddvitasætið
Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Karen Elísabet skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Þá var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í fyrsta sæti en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Tvö flugeldaslys í gærkvöldi
Þrátt fyrir að janúar sé hálfnaður koma flugeldar enn við sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á áttunda tímanum í gærkvöldi bárust með stuttu millibili tilkynningar um að unglingar hefðu slasast af völdum flugelda.
Vilja út fyrir nýja Fossvogsbrú
Bygging nýrrar brúar yfir Fossvog þýðir að siglingafélagið Brokey þarf að finna sér nýja aðstöðu. Formaðurinn vill helst fara út fyrir brú og standa viðræður þess efnis yfir við borgina.
09.12.2021 - 18:31
Sjónvarpsfrétt
Um 450 lóðir í boði í Reykjavík á þessu ári
Færri lóðir verða boðnar út í Reykjavík á þessu ári heldur en undanfarin ár. Engar íbúðalóðir eru í boði á Seltjarnarnesi þar sem byggingarland er uppurið. Ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru að taka á sig mynd og byggð að þéttast.
Gert ráð fyrir afgangi hjá Kópavogsbæ
Á næsta ári verður tæpra fjórtán milljóna króna afgangur af rekstri Kópavogsbæjar og 89 milljóna afgangur af rekstri samstæðu Kópavogsbæjar ef fjárhagsáætlun næsta árs gengur eftir. Hún var lögð fram í dag og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs.
09.11.2021 - 22:34
Leikskólanum Efstahjalla lokað vegna myglu
Mygla hefur greinst í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi. Leikskólanum verður lokað frá og með morgundeginum og næstu tvo daga á meðan unnið er að endurskipulagningu.
04.10.2021 - 19:26
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Hrafnista segir upp samningi um rekstur Ísafoldar
Hrafnista hefur sent inn bréf til bæjarráðs Garðabæjar um uppsögn samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og mun uppsögnin taka gildi 1.janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Kópavogs- og Garðapóstsins í dag.
30.06.2021 - 16:08
Kópavogsbær sýknaður af rúmlega hálfs milljarðs kröfu
Landsréttur sýknaði Kópavogsbæ í gær af tæplega 600 milljóna króna skaðabótakröfu verktakafyrirtækisins Dverghamars. Fyrirtækið var meðal þeirra sem vildu fá úthlutað lóðum við Álalind á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi undir byggingar.
Gunnar Birgisson látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi og Fjallabyggð, er látinn 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi frá 1999-2006. Þá var hann formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990-2005 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra. Því gegndi hann til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015-2019.
15.06.2021 - 10:28
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Myndskeið
Fimm milljarða baðlón opnað í Kópavogi á morgun
Nýtt baðlón, Sky Lagoon, verður opnað á Kársnesinu í Kópavogi í fyrramálið. Kostnaður við verkefnið nemur fimm milljörðum króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, segir að hugmyndin sé að skapa griðastað á miðju höfuðborgarsvæðinu.
29.04.2021 - 19:25