Kópavogsbær

Vilja samráð um legu Borgarlínu meðfram Nauthólsvegi
Landhelgisgæslan vill vera með í ráðum við frekari ákvörðun um legu Borgarlínunnar meðfram flugskýli gæslunnar í Vatnsmýri. Tryggja verði að flugrekstur stofnunarinnar skerðist ekki. Þetta kemur fram í umsögn Landhelgisgæslunnar um kynningu á breytingum á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
29.05.2020 - 08:42
Eldur í kjallaraíbúð í Hlíðasmára
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í kjallaraíbúð í Hlíðarsmára um klukkan ellefu í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út í fyrstu, en eftir að í ljós kom að eldurinn var minni en óttast var voru flestar stöðvar kallaðar til baka.
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Myndskeið
Hefur miklar áhyggjur af verkfalli Eflingar
Um 270 félagsmenn í Eflingu hætta störfum á hádegi á morgun þegar verkfall hefst í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfus. Foreldri leikskólabarna hefur miklar áhyggjur af verkfallinu og segir ástandið erfitt. Loka þarf nokkrum leik- og grunnskólum, þeim sömu og var lokað í tíu daga í mars vegna verkfalls.
Verkfall Eflingar hefst á morgun
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Viðtal
„Algjörlega óboðlegt“ ef verkfall truflar skólahald
Sveitarstjórnarráðherra segist skilja áhyggur barna af því að geta ekki mætt í skólann í næstu viku komi til verkfalls. Ráðherra segir það óboðlegt verði skólahald ekki með eðlilegum hætti í fjórum sveitarfélögum sem verkfall tæki til. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa náðst samningar.
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
Rekstrarafgangur Kópavogs var 1,7 milljarður í fyrra
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 1,7 milljarður króna árið 2019. Gert hafði verið ráð fyrir 554 milljón króna afgangi í áætlunum svo ljóst er að staða sveitarfélagsins er vel rúmum milljarði betri en áætlað var. Tekjur bæjarins námu 34,4 milljörðum króna.
26.04.2020 - 21:59
Loka skólum í Kópavogi vegna óþrifnaðar
Álfhólsskóla og Kársnesskóla hefur verið lokað vegna verkfalls skólaliða sem eru í Eflingu. Skólaliðarnir sjá um ræstingu í skólanum. Verkfallið hefur staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og óþrifnaðurinn orðinn þannig að nauðsynlegt er að loka skólanum.
11.03.2020 - 13:30
Kópavogsbær lokar félagsmiðstöðvum og stoðþjónustu
Kópavogsbær hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta gerir bærinn eftir að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar. Í yfirlýsingu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðun um lokun starfsstöðva sé tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.
08.03.2020 - 10:09
Myndskeið
Efast um að 600 milljóna króna lán dugi
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að með auknum lánveitingum til Sorpu upp á sex hundruð milljónir sé verið að boða gjaldskrárhækkun og efast um að þetta dugi til að rétta af fjárhaginn. 
Viðtal
Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. til skoðunar
Sveitarfélögin sem eiga Sorpu bs. þurfa að ábyrgjast sex hundruð milljóna króna lán til að rétta af rekstur byggðasamlagsins. Stjórnarformaður Sorpu og nýráðinn framkvæmdastjóri segir að skoðað verði hvort hækka þurfi gjaldskrár til að mæta þessu. Svipuðum aðferðum verður beitt til að rétta af rekstur Sorpu bs. og gert var hjá Orkuveitunni eftir bankahrunið. Nýr framkvæmdastjóri Sorpu segir að aðgerðaáætlunin verði þó ekki nefnd Stóra planið eins og hjá Orkuveitunni.
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
Myndskeið
Björgunarsveitarmenn standa í ströngu
Björgunarsveitarmenn í hjálparsveit skáta í Kópavogi stóðu í ströngu við að tryggja tvöfalda hurð á vörulager Heimkaupa í turninum við Smáratorg í Kópavogi í morgun. Hurðin hafði hreinlega fokið upp og rifnað af hjörunum.
14.02.2020 - 11:30
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu. 
Myndskeið
Áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um Sorpu er áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu bs. Stjórnin setti framkvæmdastjórann í leyfi. Hann segir skýrsluna ranga. 
Bæjarstjóri skoðar mál Guðmundar Geirdal
Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar að skoða mál bæjarfulltrúa og samflokksmanns síns sem var nýverið dæmdur til að greiða 50 milljónir í sekt. Hann vill þangað til ekki tjá sig um hæfi bæjarfulltrúans til að gegna trúnaðarstörfum fyrir bæinn.
Keypti bátinn aftur eftir uppboð
Bátur sem var í eigu útgerðarfyrirtækis Guðmundar Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem dæmdur var til að greiða þrotabúi útgerðarinnar 50 milljónir króna vegna gjafagjörnings, er nú skráður á son hans.
Vill að bæjarfulltrúi víki eftir alvarlegan dóm
Dómur gegn Guðmundi Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, er mjög alvarlegur og hlýtur að leiða til þess að Guðmundur víki úr ráðum og nefndum á vegum flokksins, í það minnsta á meðan málið er í áfrýjunarferli. Þetta segir Theódóra Þorsteinsdóttir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn.
28.11.2019 - 16:25
Leggja til mikla hækkun húsaleigu í félagslegum íbúðum
Lagt er til að húsaleiga í félagslegu húsnæði á vegum Kópavogsbæjar verði hækkuð um 30 af hundraði, þar sem leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum, eins og staðan er í dag. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi dæmdur fyrir gjafagjörning
Bæjarfulltrúi í Kópavogi var á dögunum dæmdur til að greiða þrotabúi útgerðar sem áður var í hans eigu 50 milljónir króna auk dráttarvaxta. Skiptastjóri búsins vildi meina að um gjafafjörning væri að ræða. Bæjarfulltrúinn segir að málið hafi ekki áhrif á hans störf í bæjarstjórn.
27.11.2019 - 16:04
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.