Kópavogsbær

Leikskólanum Efstahjalla lokað vegna myglu
Mygla hefur greinst í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi. Leikskólanum verður lokað frá og með morgundeginum og næstu tvo daga á meðan unnið er að endurskipulagningu.
04.10.2021 - 19:26
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Hrafnista segir upp samningi um rekstur Ísafoldar
Hrafnista hefur sent inn bréf til bæjarráðs Garðabæjar um uppsögn samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og mun uppsögnin taka gildi 1.janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Kópavogs- og Garðapóstsins í dag.
30.06.2021 - 16:08
Kópavogsbær sýknaður af rúmlega hálfs milljarðs kröfu
Landsréttur sýknaði Kópavogsbæ í gær af tæplega 600 milljóna króna skaðabótakröfu verktakafyrirtækisins Dverghamars. Fyrirtækið var meðal þeirra sem vildu fá úthlutað lóðum við Álalind á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi undir byggingar.
Gunnar Birgisson látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi og Fjallabyggð, er látinn 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi frá 1999-2006. Þá var hann formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990-2005 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra. Því gegndi hann til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015-2019.
15.06.2021 - 10:28
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Myndskeið
Fimm milljarða baðlón opnað í Kópavogi á morgun
Nýtt baðlón, Sky Lagoon, verður opnað á Kársnesinu í Kópavogi í fyrramálið. Kostnaður við verkefnið nemur fimm milljörðum króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, segir að hugmyndin sé að skapa griðastað á miðju höfuðborgarsvæðinu.
29.04.2021 - 19:25
Koma fyrr heim úr skólaferðalagi og beint í skimun
Nemendur í 9. bekk Álftamýraskóla í Reykjavík þurfa að koma fyrr heim úr skólabúðum á Laugarvatni þar sem nemandi í bekknum, sem þó var ekki með í ferðalaginu, greindist með COVID-19 í gær.
Viðtal
Óheimilt að láta hús eyðileggjast og verða að lýti
Annar helmingur parhúss við Skólagerði í Kópavogi, sem ekki hefur verið haldið við í um sextíu ár og er orðið illa farið vegna raka og myglu, er til sölu í Kópavogi. Í fasteignaauglýsingu er þeim sem vilja skoða húsið að innan ráðlagt að gera það í hlífðarfatnaði. Sigurður H. Guðjónsson, formaður húseigendafélagsins, segir að lögum samkvæmt eigi að vera unnt að koma í veg fyrir að hús fari svona illa. Bæjaryfirvöld eigi að hindra niðurníðslu húsa.
08.02.2021 - 09:29
Þórdís hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir FASASKIPTI
Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóð sitt FASASKIPTI. Í umsögn dómnefndar um ljóðið segir meðal annars að Fasaskipti sé „margrætt ljóð um umhverfingar og skil milli heima, yfirborð og himnur, mörk dags og nætur, þunnt skænið sem aðskilur veruleika okkar frá djúpinu. [...] Ljóðið hreyfist og breytist,“ segir dómnefnd, „og virðist nánast iða af göldrum góðrar ljóðlistar.“
Myndskeið
Framkvæmdir í Hamraborg: „Ekki sátt um verkefnið“
Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg. Þeir segja meðal annars að skortur hafi verið á samráði og að það hafi ekki verið góð hugmynd að selja einkaaðilum miðbæinn.
Myndskeið
Umdeildar framkvæmdir í Hamraborg: „Stórslys á ferð“
Kópavogsbær ætlar að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir í Hamraborg þar sem 550 íbúðir eru fyrirhugaðar. Áætlaður kostnaður er um 20 milljarðar og framkvæmdir munu taka nokkur ár. Mjög skiptar skoðanir eru um þessar hugmyndir á meðal íbúa.
11.01.2021 - 19:26
Ekki fyrsta slysið í kastalanum sem tilkynnt er um
Slys sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki fyrsta slysið sem tilkynnt hefur verið um. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum. Þrátt fyrir að tilkynnt væri um atvikið var ekki gripið til aðgerða. Forsvarsmenn Garðabæjar ætla að ráðast í úttekt á þeim leikkastölum sem settir hafa verið upp í bænum.
07.01.2021 - 12:56
Myndskeið
Vígðu vináttuvagninn til að sporna gegn einelti
Strætisvagn, skreyttur skilaboðum gegn einelti, ekur Kópavogsbúum næstu vikurnar. Grunnskólanemendur sem hönnuðu strætóinn segja nauðsynlegt að láta vita að það er í lagi að vera öðruvísi.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Ákærðir fyrir að koma slösuðum manni ekki til bjargar
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn vegna fólskulegrar líkamsárásar að Hjallabrekku í Kópavogi í apríl. Einn mannanna er ákærður fyrir árásina sjálfa en hinir tveir fyrir að koma hinum særða ekki til bjargar. Maðurinn er sagður hafa verið lífshættulega slasaður og ósjálfbjarga.
Gera ráð fyrir 575 milljóna rekstrarhalla á næsta ári
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir næsta ár var lögð fram í gær og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist bjartsýnn á að viðsnúningur verði á næsta ári og vonast til að spyrnan frá botninum sé að hefjast.
11.11.2020 - 15:56
Leita skemmdarvarga sem fóru um Guðmundarlund í nótt
Skemmdir voru unnar í Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt, en Skógræktarfélag Kópavogs vekur athygli á þessu og óskar eftir upplýsingum frá almenningi um ferðir skemmdarvarga.
24.10.2020 - 14:44
Bregðast þurfi við alvarlegri stöðu í barnaverndarmálum
Nauðsynlegt er að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikillar fjölgunar tilkynninga til barnaverndar og auknum alvarleika mála.
24.10.2020 - 09:41
Gagnrýndi meirihlutann fyrir „óboðleg vinnubrögð“
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs í Kópavogi voru harðlega gagnrýndir á fundi bæjarráðs í gær. Þeir voru sakaðir um ábyrgðarleysi eftir að meirihlutinn í bæjarráði lagði fram vitlaust skjal á fundinum.
23.10.2020 - 08:04
Fallið frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg
Vegagerðin ætlar að breyta útfærslu fyrirhugaðra vegamóta við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Fallið er áformum um mislæg gatnamót en í stað þess verða sett ljósstýrð gatnamót.
14.10.2020 - 16:54
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Síðdegisútvarpið
Loppulangur þjófur í Kópavogi
Undarleg þjófnaðaralda hefur riðið yfir Kópavog að undanförnu þar sem fólk hefur orðið vart við það að ýmsir smáhlutir og leikföng hverfa úr görðum þess. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varpaði ljósi á málið á Facebook og reyndist sökudólgurinn vera loppulangur köttur hennar.
23.09.2020 - 10:55
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.