Kjósarhreppur

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Myndskeið
Allt á floti á Suðvesturlandi
Talsverður vöxtur er í ám á Suðvesturlandi eftir miklar rigningar að undanförnu og ár og lækir hafa flætt yfir bakka sína. Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri veiðifélagsins Hreggnasa, segir að veiðimenn verði nú að beita allt öðrum aðferðum en í þurrkunum í sumar. Áfram er spáð miklum rigningum á vestanverðu landinu. Bræðurnir Svavar og Björgólfur Hávarðssynir eru við veiðar í Meðalfellsvatni og Laxá í Kjós og þykir vatnið nokkuð hafa breitt úr sér eins og myndir sýnir.
19.09.2019 - 13:33
Myndskeið
Lögðu nýja vatnsveitu á sex dögum í Eilífsdal
Það kemur ekki deigur dropi úr vatnskrönum í sumarhúsum víða í Eilífsdal í Kjós þar sem vatnsbólið hefur tæmst. Dalbúar brugðust hið snarasta við og hafa á sex dögum komið upp nýrri vatnsveitu. Vonir standa til að vatn komist á að nýju í kvöld eða á morgun. Þar með verður endi bundinn á vikulangt vatnsleysi.
22.06.2019 - 20:08
Myndskeið
Best að skríða á maganum
Laxá í Kjós er óvenju vatnslítil enda hefur varla fallið í hana rigningardropi í rúmar þrjár vikur. Veiðimenn eru hvattir til að skríða á maganum að bökkum árinnar til þess að fæla ekki þá laxa sem þó ganga í ána. 
17.06.2019 - 12:39
Áttuðu sig ekki á hættunni og kveiktu varðeld
Gestir á tjaldsvæði í Skorradal kveiktu varðeld í gærkvöld. Miklir þurrkar hafa verið á þessum slóðum og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Þau sem kveiktu eldinn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni en aðrir gestir brugðust skjótt við og bentu þeim á hana. Einnig bárust fregnir af öðrum varðeldi í Skorradal, niðri við vatnið, en þar reyndist heitavatnslögn hafa farið í sundur.
16.06.2019 - 13:42
Myndskeið
Sprunginn jarðvegur í túnum hjá bændum í Kjós
Rúmar þrjár vikur eru frá því rigningardropi féll í Kjósarhreppi. Þurrkurinn kemur illa við bændur. Áburðarkorn liggja enn óhreyfð á túnum og sprungur hafa myndast í grassverði.
12.06.2019 - 09:53
Taka af rafmagn í Hvalfirði og Kjós í nótt
Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós frá miðnætti í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið vegna vinnu í aðveitustöð RARIK í Brennimel. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og sinna vinnu í Hvalfjarðargöngum á meðan. Fylgdarakstur verður um göngin.
09.05.2019 - 11:55
Brýnar vegabætur verði að setja í forgang
Fyrst verður að ákveða að flýta brýnum vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu áður en ákveðið verður að taka upp veggjöld. Þetta segir formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Veggjöld geti aðeins verið tímabundin og tryggja verði að þau renni til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
„Áhuginn er eflaust undir niðri”
Ljósleiðaravæðing er forgangsmál hjá íbúum í Kjósarhreppi og að ljúka lagningu hans. Þetta segir Guðmundur H. Davíðsson, oddviti í sveitarfélaginu. Kosning verður óbundin í komandi sveitarstjórnarkosningum eins og verið hefur. Guðmundur ætlar að gefa kost á sér áfram sem sveitarstjóri en hann greinir ekki mikinn áhuga hjá íbúum vegna komandi kosninga.
Greinir á um birtingu stefnu
Talsmaður Silicor Materials segir að forstjóra félagsins hafi ekki verið birt stefna, eins og fréttastofa RÚV hafði eftir Páli Rúnari Mikael Kristjánssyni lögmanni í gær. Páll er lögmaður Kjósarhrepps, umhverfissamtaka og fleiri sem hafa stefnt Silicor Materials.
27.10.2015 - 13:19
Óttast að prestsetrið verði lagt niður
Biskupsstofa leggur til að Mosfellsprestakall og Reynivallaprestakall í Kjós verði sameinuð. Kjósverjar óttast að prestsetrið á Reynivöllum verði lagt niður og mótmæla áformunum.
29.04.2015 - 17:17
Hitaveita stofnuð í Kjósinni
Kjósahreppur hefur stofnað fyrirtæki vegna þess heita vatns sem fannst í hreppnum, nú síðast í landi Möðruvalla. Kjósarveitur ehf. var stofnað formlega í byrjun ársins.
20.01.2015 - 20:41
Þórarinn fékk flest atkvæði í Kjósarhreppi
Þórarinn Jónsson hlaut flest atkvæði í kosningunum í Kjósahreppi. Aðrir í hreppsnefnd verða Sigríður Klara Árnadóttir, Guðmundur H. Davíðsson, Guðný Guðrún Ívarsdóttir og Sigurður Ásgerisson. Kjörsókn var 79,53 prósent.
01.06.2014 - 02:29
Kjósarhreppur
Í Kjósarhreppi bjuggu 221 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 60. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:47
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Minni frjósemi næst iðjuverum
Helmingi fleiri ær voru að jafnaði geldar á bæjum sem voru nálægt iðjuverunum á Grundartanga heldur en á bæjum svo voru fjær þeim. Þetta kemur fram í meistaraverkefni Gyðu S. Björnsdóttur, í umhverfis- og auðlindafræði.
12.05.2014 - 16:40
Verklok sjúkraflutninga undirbúin
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins undirbýr nú að hætta sjúkraflutningum. Slökkviliðsstjóri segir þetta dapurt og óttast að þjónustan skerðist ef sjúkraflutningarnir fara annað.
Lóðréttur úti í á á rennisléttum dekkjum
Ekki er vitað hversu margir voru í fólksbílnum sem nú stendur nánast lóðréttur upp úr á við bæinn Eilífsdal í Kjós.
11.01.2014 - 15:03
Hátíðartað í Kjós
Tað er mikilvægt við matvælaframleiðslu fyrir jólin. Á Kiðafelli í Kjós hefur Sigurbjörn Hjaltason bóndi notað haustið til að reykja kjöt. Landinn stakk út og fékk að vita galdurinn á bak við verkun á góðu taði og taðreykingu.
09.12.2013 - 13:14
Grillar hamborgara á Tuddanum
Þórarinn Jónsson nautgripabóndi í Kjós söðlaði um og keypti sér grillbíl. Þetta var draumur sem hann hafði gengið með lengi, en lét slag standa þegar hann sá bíl sem hentaði auglýstan. Honum finnst fátt skemmtilegra en að keyra um á grillbílnum Tuddanum og grilla hamborgara ofan í landslýð.
23.08.2013 - 17:03
Sendiráðsmenn staðnir að veiðiþjófnaði
Kínverskir sendiráðsmenn voru staðnir að veiðiþjófnaði í Laxá í Kjós um helgina, þegar leiðsögumaður með hóp íslenskra veiðimanna kom að hópnum. Áin er ein af þekktari laxveiðiám landsins og veiðileyfi kosta tugi þúsunda á þessum tíma.
19.08.2013 - 12:30
Telja botni náð í mengunarmálum
Hreppsnefnd Kjósarhrepps fagnar úttekt Faxaflóahafna um stöðu umhverfismála á Grundartanga og næsta nágrennis. Niðurstaða rannsóknanna leiddi í að mikið álag mengandi efna sé frá verksmiðjusvæðinu en þó sé það innan marka og teljist ásættanlegt, að sögn talsmanna Faxaflóahafna.
10.05.2013 - 20:45
Engin hætta vegna sinubruna
Á Melum í Melasveit nærri Akranesi er verið að brenna sinu. Reykurinn sést víða að enda skyggni með miklum ágætum. Sýslumaðurinn á Akranesi gaf leyfi fyrir sinubrunanum.
21.03.2013 - 16:37
Grásleppa í forrétt, skata í aðalrétt
Ragnar Gunnarsson, brottfluttur Vestfirðingur sem býr nú í Kjósinni, eldaði skötuna utandyra í blíðunni í dag og bauð stórfjölskyldunni að njóta með sér. Einnig bauð hann uppá signa grásleppu, sem hann segir rúsínuna í pylsuendanum.
23.12.2012 - 20:06