Jafnlaunastefna

RÚV hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks. Kerfið inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna RÚV á henni. Markmið jafnlaunakerfis RÚV er að tryggja launajafnrétti kynjanna. Konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og þar með tryggja jafna stöðu kynjanna innan RÚV. Jafnlaunastefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.  
Útvarpsstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Mannauðsstjóri er fulltrúi æðstu stjórnenda og ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að skila skýrslum til æðstu stjórnenda um jafnlaunakerfi, gæði þess og skilvirkni, sem og tilmælum um úrbætur. 
Framkvæmdastjórn skal setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmiðin ná til allra starfsheilda RÚV. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. 
Til þess að framfylgja stefnunni mun RÚV framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt og sambærileg störf og kannað hvort munur mælist eftir kyni. Mannauðsstjóri skal vera meðvitaður um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað. Stjórnendur skulu jafnframt skuldbinda sig til þess að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu. 
Ef upp kann að koma óútsýrður munur á launum fyrir sambærileg störf skal sá munur skoðaður, leitað skýringa og unnið að úrbótum. 

9. október 2018