Mynd með færslu
05.10.2022 - 20:07

„Vil takast á við nýjar áskoranir“

Sigurður Heiðar Höskuldsson lætur af störfum sem þjálfari Leiknis, í Bestu deild karla í fótbolta, að loknu þessu tímabili. Sigurður staðfesti þessi tíðindi í samtali við RÚV í kvöld.
Mynd með færslu
05.10.2022 - 18:15

Eldri kylfingar í ársbann eftir uppnám á Íslandsmóti

Aganefnd Golfsambands Íslands hefur dæmt þrjá eldri kylfinga í árs leikbann fyrir að hafa sýnt af sér óprúðmannlega og ámælisverða hegðun á Íslandsmóti eldri kylfinga í sumar. Einn þeirra er sagður hafa sýnt formanni mótanefndar og dómara löngutöng þegar þeir óku framhjá honum. Annar þeirra er Margeir Vilhjálmsson, margreyndur kylfingur og golfkennari. Telur aganefndin að gera hafi mátt meiri kröfur til hans.
Íþróttafréttir miðvikudags
Mynd með færslu
05.10.2022 - 10:06

Valskonur á toppinn eftir sigur á Fram í kvöld

Hér birtast allar helstu íþróttafréttir dagsins í dag, miðvikudaginn 5. október, í lifandi uppfærslu. Úrslit, fréttir og allt það helsta á einum stað.
Vinkillinn
epa10223911 Players of Club Brugge celebrate with their supporters after winning the UEFA Champions League group B soccer match between Club Brugge and Atletico Madrid in Bruges, Belgium, 04 October 2022.  EPA-EFE/Stephanie Lecocq
04.10.2022 - 21:23

Úrslitakeppni erlendis – sagan segir að þau efstu sigri

Í ár er spilað með úrslitakeppnisfyrirkomulagi í Bestu deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn. Fyrirkomulagið þekkist víða erlendis en reynsla er einna helst komin á úrslitakeppni í Danmörku og Belgíu. Þó að fyrirkomulagið þar sé ekki með nákvæmlega sama hætti og hér heima er ljóst að við getum lært ýmislegt af sögunni þar á bæ.
Viðtal
Mynd með færslu
04.10.2022 - 15:42

„Þetta var bara alveg stórkostlegt“

Sigurður Örn Ragnarsson, þríþrautarkappi úr Breiðabliki, varð á sunnudag fyrstur Íslendinga til að vinna alþjóðlega járnkarlskeppni, eða Ironman, og fékk um leið sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Hann segir allan sársauka og erfiði hafa horfið þegar hann sá endalínuna.
Mynd með færslu
04.10.2022 - 14:35

Einar fékk leikbann fyrir ummæli sín

Einar Jónsson þjálfari Fram í Olís-deild karla í handbolta var í dag dæmdur í eins leiks bann fyrir ummæli sín í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik FH og Fram í deildinni á fimmtudagskvöld. Birgir Steinn Jónsson leikmaður Gróttu fær líka eins leiks bann fyrir gróft brot í leik Aftureldingar og Gróttu.