Enski markvörðurinn Ben Foster hefur slegið í gegn á nýjum vettvangi á þessu tímabili. Auk þess að hjálpa Watford við að endurheimta sæti í úrvalsdeildinni heldur hann úti vinsælli YouTube rás þar sem áhorfendur fá að fylgjast með daglegu lífi atvinnumanns í fótbolta og hjólaferðum Fosters.
Björk og Gerpla endurheimta bikartitla sína á bikarmótinu í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum í gær. Gerpla átti einnig stigahæstu keppendur mótsins, Hildu Maja Guðmundsdóttir var stigahæst í kvennaflokki og Valgarð Reinhardsson var stigahæstur í karlaflokki.
WBA náði í þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni þegar að liðið sigraði Brighton í dag. Brighton fékk fjölmörg tækifæri til að jafna en liðið klúðraði tveimur vítum auk þess sem mark var dæmt af liðinu með umdeildum hætti.