Íþróttir í spilara

Mynd með færslu
24.09.2020 - 18:08

Birkir Már með tvö og Valur í vænlegri stöðu

Valsmenn komu sér svo sannarlega í vænlega stöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta þegar Valur vann 4-1 útisigur á FH. Valur hefur nú ellefu stiga forskot á toppi Pepsi Max deildarinnar þegar liðið á eftir að spila sex leiki. Birkir Már Sævarsson skoraði tvö mörk fyrir Val í leiknum.
Mynd með færslu
24.09.2020 - 14:44

Ágústa Edda og Margrét búnar í tímatökum HM

Ágústa Edda Björnsdóttir hafnaði í 41. sæti og Margrét Pálsdóttir í 46. sæti í tímatökukeppni HM í götuhjólreiðum í Imola á Ítalíu í dag. Alls var 51 keppandi í tímatökunum í dag. Keppendur voru ræstir einn í einu og hjóluðu 31,7 km í kapp við tímann.
Mynd með færslu
24.09.2020 - 11:54

„Í sjálfu sér engar stórkostlegar tilfinningar“

KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er orðinn leikjahæstur í sögu efstu deildar karla í fótbolta á Íslandi með 322 leiki. Óskar er stoltur af afrekinu og segist ekki sjá fyrir sér að leggja skóna á hilluna í bráð.
epa08684635 Kepa Arrizabalaga of Chelsea reacts after Sadio Mane scores a goal during the English Premier League match between Chelsea vs Liverpool in London, Britain, 20 September 2020.  EPA-EFE/Matt Dunham / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
24.09.2020 - 10:39

Chelsea búið að gefast upp á dýrasta markverði heims

Enska fótboltaliðið Chelsea kynnti í dag til leiks senegalska markvörðinn Édouard Mendy. Mendy kemur til Chelsea frá franska liðinu Rennes og er hugsaður sem aðalmarkvörður liðsins.
Mynd með færslu
24.09.2020 - 10:16

HSÍ og KKÍ fresta viðburðum og mótum

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta bæði yngri flokka mótum og landsliðsæfingum á næstunni. Það er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar að því er segir í tilkynningu frá HSÍ.
epa07902252 FC Barcelona's Arturo Vidal, Luis Suarez and Leo Messi celebrate a goal during a Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Sevilla FC at the Camp Nou stadium in Barcelona, Spain, 06 October 2019.  EPA-EFE/TONI ALBIR
24.09.2020 - 07:45

Bestu vinir Messi seldir frá Barcelona

Úrúgvæski framherjinn Luis Suárez gekk í gærkvöld í raðir spænska fótboltaliðsins Atlétco Madríd frá Barcelona. Suárez var einn þeirra leikmanna sem Ronald Koeman nýr knattspyrnustjóri Börsunga tilkynnti strax á fyrstu dögum sínum í starfi, að mættu róa á önnur mið.