Eftir sigur Danmerkur á Króatíu í milliriðli II á HM karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum mótsins. 8-liða úrslitin verða spiluð á miðvikudag.
Danmörk burstaði Króatíu í leik liðanna í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Króatía hefði farið áfram í 8-liða úrslit með sigri en sú varð svo sannarlega ekki raunin.
Katar hleypti spennunni heldur betur upp í milliriðli II á HM karla í handbolta með eins marks sigri á Argentínu í lokaumferð riðilsins í kvöld. Leikurinn endaði 26-25 fyrir Katar. Argentínu nægði jafntefli til að komast í 8-liða úrslit en Katar varð að vinna. Hvorugt lið er þó enn öruggt með sæti í 8-liða úrslitum.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það gangi ekki upp að þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta sinni öðru starfi samhliða því að stýra landsliðinu. „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða.“ segir Guðni.