Íþróttir í spilara

Mynd með færslu
19.09.2020 - 12:41

Áhorfendabann um helgina

Handknattleikssamband og knattspyrnusamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda.
Mynd með færslu
19.09.2020 - 12:25

Afturelding kom til baka og vann á Akureyri

Blaktímabilið hófst formlega hér á landi í gær þegar fyrsti leikur úrvalsdeildar kvenna fór fram á Akureyri. Þar mættust ríkjandi deildarmeistarar KA og Afturelding í æsispennandi leik. Íslandsmeistarar voru ekki krýndir í blakinu á síðasta tímabili en hætta þurfti keppni á miðju tímabili vegna kórónuveirufaraldursins.
Mynd með færslu
19.09.2020 - 11:33

Sérsamböndin halda sínu striki

75 ný kórónuveirusmit í gær hafa mikil áhrif á þjóðfélagið og íþróttahreyfinguna sömuleiðis. Stóru sérsambönd ÍSÍ halda sínu striki þar til annað kemur í ljós. Guðni Bergsson formaður KSÍ segir sambandið fylgjast vel með gangi mála í þjóðfélaginu.
Mynd með færslu
19.09.2020 - 10:45

Valur vann stórveldaslaginn

Stórleikur úrvalsdeildar kvenna, viðureign Fram og Vals, fór fram á Hlíðarenda í gærkvöld. Liðin hafa skipt með sér titlum síðustu ára en eftir spennandi leik var það Valur sem hafði betur.
epa08680087 Los Angeles Lakers forward LeBron James (L), Los Angeles Lakers forward Anthony Davis (C), and Los Angeles Lakers forward Kyle Kuzma (R) watch from the bench the final minutes of the NBA basketball Western Conference finals playoff game one between the Denver Nuggets and the Los Angeles Lakers at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 18 September 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
19.09.2020 - 10:32

Davis í góðum gír í fyrsta leik

Los Angeles Lakers og Denver Nuggets mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Vesturdeild NBA í nótt. Lakers vann leikinn nokkuð auðveldlega en Nuggets gekk erfiðlega að ráða við stórstjörnur Lakers liðsins.
epa08064450 Captain Tiger Woods of the United States team plays a shot from the first tee during the first round of the Presidents Cup golf tournament at the Royal Melbourne Golf Club in Melbourne, Australia, 12 December 2019  EPA-EFE/SCOTT BARBOUR AUSTRALIA AND NEW ZEALAND  EDITORIAL USE ONLY
19.09.2020 - 09:39

Tiger ekki í gegnum niðurskurð - Reed efstur

Opna bandaríska meistaramótið í golfi fer fram þessa dagana á Winged Foot vellinum í New York. Sigurvegarinn frá því 2018, Patrick Reed, leiðir eftir tvo hringi en Tiger Woods hefur lokið leik þar sem hann slapp ekki í gegnum niðurskurð.