Ísafjarðarbær

Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Sjónvarpsfrétt
Olíutankur orðinn listaverk og samkomustaður á Þingeyri
Nýr samkomustaður og útilistaverk hefur nú risið á Þingeyri í Dýrafirði. Það er gert úr gömlum olíutanki sem með þessu móti gengur nú í endurnýjun lífdaga.
13.09.2021 - 14:13
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.
Fyrstu nýbyggingarnar á Flateyri síðan 1997
14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum munu rísa við Hafnarstræti sem hluti af nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri. Færri komast að en vilja í námið sem er um margt óvenjulegt.
Viðtal
Salt eða sandur líklegir misturvaldar á Vestfjörðum
Ísfirðingar og Bolvíkingar hafa velt fyrir sér hvað valdi þéttu mistri sem legið hefur yfir bæjunum frá því í gærmorgun. Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir ólíklegt að þetta sé mengun frá gosinu á Reykjanesskaga. Böndin berast að salti og söndum. Ekki er talin ástæða til að vara við mistrinu.
Íbúar langþreyttir á hávaða frá girðingu við sparkvöll
Húsfélag við Grundargötu á Ísafirði hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau geri úrbætur á girðingu sem snýr að húsinu. Girðingin stendur við enda sparkvallar hjá Grunnskólanum á Ísafirði og segja íbúarnir mikið ónæði af hávaða sem myndast þegar boltanum er sparkað í hana. Bæjarráð vísaði málinu til úrvinnslu hjá umhverfis-og eignasviði á fundi sínum í morgun.
12.07.2021 - 22:32
Kampi byrjaður að greiða niður forgangskröfur
Greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði hefur verið framlengd til 7. ágúst. Þá verður tekið til við að ljúka nauðasamningum við lánardrottna.
23.06.2021 - 12:15
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
Eiga von á sextíu skemmtiferðaskipum í sumar
Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar.
07.06.2021 - 12:17
Myndskeið
Vantar ekki hug í Dýrfirðinga
Nauðsynlegt er að sýna þolinmæði þegar rétta á við neikvæða byggðaþróun. Þetta segir verkefnisstjóri Brothættra byggða í Dýrafirði hvers markmið er að efla og styrkja byggð í firðinum.
Sögur af landi
Skíðavikan sem ekki varð
Skíðavikan á Ísafirði er orðinn fastur liður í hátíðarhaldi bæjarbúa um páska. Upphaf hennar má rekja aftur til ársins 1935. Sjaldan hefur þurft að aflýsa hátíðinni. Það gerðist fyrst árið 1949 þegar mænuveikifaraldur geisaði á landinu. Í fyrra var hátíðinni svo aflýst í annað skiptið í sögu Skíðavikunnar. Þá máttu aðeins fimm manns koma saman að hámarki á Ísafirði vegna COVID. Það var því spenna í loftinu þetta árið að geta haldið Skíðavikuna hátíðlega.
Landinn
Flutti á Þingeyri og tók húsið með sér í heilu lagi
Þegar Valdísi Evu Hjaltadóttur bauðst starf Blábankastjóra á Þingeyri þá tók hún húsið sitt með sér í heilu lagi. „Þessi tilfinning að eiga heima einhversstaðar - ég get tekið hana með hvert sem er,“ segir Valdís.
22.02.2021 - 07:30
Leggja til að slá söluferli íbúða á Hlíf á frest
Tillaga bæjarstjórnarmeirihluta um að slá söluferli íbúða í eigu bæjarins á Hlíf 1 á Ísafirði á frest verður lögð fyrir á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. „Aðalatriðið er að gera þetta í sátt við íbúana,“ segir Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs. Meirihluti bæjarstjórnar óskaði eftir því að meirihluti íbúðanna á Hlíf í eigu bæjarins færi í söluferli á bæjarstjórnarfundi 8. febrúar. Tillagan hefur vakið sterk viðbrögð bæjarbúa.
16.02.2021 - 21:01
Ísafjarðarbær selur á þriðja tug þjónustuíbúða
Ísafjarðarbær ætlar að selja 22 af 26 þjónustuíbúðum fyrir aldraða á Hlíf 1. Þær bætast við um hundrað aðrar leiguíbúðir sem eru á sölu. Þetta á að bæta skuldastöðu en líka fjármagna byggingu nýs knattspyrnuhúss á Ísafirði.
09.02.2021 - 12:36
Flateyrarvegur áfram lokaður en Flateyringar rólegir
Flateyrarvegur um Hvilftarströnd hefur verið lokaður síðan á laugardagsmorgun. Hann var opnaður um stundarkorn í gær en lokað aftur þegar snjóflóð féll á hann. Eigandi Gunnukaffis segir að stefni í brauðbakstur í dag.
25.01.2021 - 12:18
„Hefðum ekki getað ímyndað okkur þessa stöðu“
Það kom flatt upp á vinnslustjóra rækjuverksmiðjunnar Kampa og stjórnarformann þegar í ljós kom að fjárhagsstaða hennar var mun verri en komið hafði fram í ársreikningum og bókhaldi fyrirtækisins. „Við hefðum eiginlega ekki getað ímyndað okkur þessa stöðu,“ segir Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður.
21.01.2021 - 15:11
Leggja til að eldi meira en tvöfaldist í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi til allt að tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Dýrafirði á Vestfjörðum fyrir Arctic Sea Farm, sem heyrir undir Arctic Fish. Það er meira en tvöföldun frá fyrra starfsleyfi, en núverandi leyfi hljóðar upp á 4200 tonn á ári. Fyrirtækið hefur stefnt að því að auka við eldi í firðinum í þó nokkur ár.
08.01.2021 - 12:07
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.
Snjóflóðin í janúar fóru yfir garða á tveimur stöðum
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í janúar á nánast sama tíma og fóru þau yfir varnargarða fyrir ofan bæinn á tveimur stöðum. Þetta kom fram á íbúafundi á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið var til eftir að snjóflóðin féllu á bæinn 14. janúar og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun, ef snjóflóð skyldi falla aftur.
24.11.2020 - 08:03
Myndskeið
Skipverjar kljást enn við líkamleg og sálræn eftirköst
Sjópróf fór fram fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Sjóprófið átti að leiða í ljós hvað gerðist um borð þegar 22 af 25 áhafnarmeðlimum sýktust af COVID-19.
Ætti ekki að hika við að verja höfnina á Flateyri
Heildartjón vegna skemmda sem urðu á höfninni á Flateyri við snjóflóð sem féllu þar í janúar er á annað hundrað milljónir. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar segir brýna þörf á að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Vill opna þjóðgarð á Vestfjörðum 17. júní 2021
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill stofna þjóðgarð á Vestfjörðum. Unnið er að útfærslu hans og er stefnt á að hann verði opnaður 17. júní á næsta ári.
10.11.2020 - 10:51
Vilja opna glæsitjaldsvæði í Önundarfirði
Umsókn um að setja upp lúxus- eða glæsitjaldsvæði á Flateyri er nú á borði skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Í umsókninni er óskað eftir afnotum af landi bæjarins í Önundarfirði, skammt fyrir utan Flateyri.
Myndskeið
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
Sumir skipverjar alvarlega veikir með öndunarerfiðleika
Sumir í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni sem veiktust af COVID-19 voru alvarlega veikir með háan hita og öndunarörðugleika. Þeir undrast orð sóttvarnalæknis í Kastljósi í gær um að ekkert hafi bent til þess að þarna væri hópsmit þegar umdæmislæknir sóttvarna hafi lýst því yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. Lyfjabirgðir voru ekki nægar um borð og því þurfti að handvelja þá sem voru veikastir og þurftu á verkjalyfjum að halda.
23.10.2020 - 16:15