Ísafjarðarbær

Myndskeið
„Það urðu allir lækir að beljandi stórfljótum“
Á Vestfjörðum hefur verið úrhelli og aftakaveður. Loka þurfti sundlauginni á Suðureyri vegna vatnstjóns og rennsli í ám hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
17.07.2020 - 19:58
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Sektaður fyrir að fella aspir sem höfðu sögulegt gildi
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað íbúa í Ísafjarðarbæ um 200 þúsund krónur fyrir að fella níu aspir sem voru í eigu bæjarins. Aspirnar voru gróðursettar í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995.
09.06.2020 - 07:22
Myndskeið
Segir að kvóti á grásleppu myndi ekki bæta úr skák
Sjómaður á Þingeyri segir að skyndileg stöðvun grásleppuveiða fyrir helgi hafi verið óréttlátur skellur. Hugmyndir um kvótakerfi séu ekki til bóta. 
05.05.2020 - 22:06
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Bróðurpartur smita síðustu daga fyrir vestan
Tíunda andlátið hér á landi af völdum COVID-19 varð í Bolungarvík í gær. Tvö ný tilfelli greindust á landinu, bæði á Vestfjörðum.
Hertar aðgerðir verða áfram á Ísafirði og í Bolungarvík
Hertar aðgerðir með fimm manna samkomubanni og lokuðum skólum verða í gildi í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði til 4. maí, hið minnsta. Létt verður á takmörkunum í Súðavík og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri 27. apríl og taka þar þá almennar sóttvarnarreglur gildi.
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Tvö ný smit á Vestfjörðum og skimun hefst á morgun
Tvö ný smit hafa greinst með tengsl við Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Íslensk erfðagreining hefur skimun fyrir COVID-19 á norðanverðum Vestfjörðum á morgun.
Þyrla með liðsauka fer vestur seinnipartinn
Mikið mæðir á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík reiðir sig nú nær eingöngu á bakvarðarsveit. Hertar aðgerðir eru nú í gildi á öllum Norðurfjörðunum og þyrla Landhelgisgæslunnar flytur þangað liðsauka eftir hádegi.
Myndskeið
„Við stöndum þetta af okkur ansi vel, enn sem komið er“
Aðgerðir vegna faraldursins hafa verið hertar til muna í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. álag hefur aukist mikið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Tíu íbúa hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eru í sóttkví.
Aðgerðir hertar til muna og kallað í liðsauka
Ekki mega fleiri en fimm koma saman og allt skólahald er aflagt í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði, nema fyrir forgangshópa. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að þessar hertu aðgerðir verði í gildi næstu vikurnar.
Landinn
Sameinast um að rækta grænmeti í heimabyggð
„Gróandi er félagslandbúnaður. Það byggist upp á því að fólk úr bænum hópar sig saman og gerir félag og félagið ræður til sín starfsmann, eða fleiri, sem sér svo um að rækta. Svo það eru meðlimagjöldin sem verða laun starfsmannsins og efniskostnaður og allt slíkt,“ segir Hildur Dagbjört Arnardóttir, sem er forsprakki Gróanda á Ísafirði og nú einnig starfsmaður. Hún kynntist hugmyndafræði félagslandbúnaðar þegar hún bjó í Noregi. 
30.03.2020 - 10:53
Bætir í snjó á fjöllum og rýming í stöðugri endurskoðun
Minnst fjögur snjóflóð hafa fallið utan byggðar síðasta sólarhringinn og viðbúið að fleiri falli. Sveinn Brynjólfsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar segir veður virðast ætla að ganga niður á suðurfjörðunum í kvöld en áfram sé útlitið slæmt á norðanverðum Vestfjörðum. Því má búast við að óvissustig verði áfram í gildi þar til á morgun.
17.03.2020 - 17:23
Hús rýmd á Ísafirði og viðbúið að fleiri snjóflóð falli
Enn er óvissuástand á Vestfjörðum öllum vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri og Patreksfirði. Búið er að rýma iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og varðskipið Týr er komið til Flateyrar.
17.03.2020 - 11:30
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
Traustar ofanflóðavarnir, fiskeldi og íbúðir á Flateyri
Uppbygging heilsugæslusels, nýtt íbúðarhúsnæði og fiskeldi í Önundarfirði er meðal þess sem hægt er að gera til þess að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð.
06.03.2020 - 18:15
Ekkert flogið vestur þar sem vélin var komin í annað
Flug til Ísafjarðar hefur legið niðri frá því á laugardag vegna veðurs. Um hádegi í dag rofaði til fyrir vestan og skilyrði urðu nægilega góð til að fljúga þangað. Þá var hins vegar búið að ráðstafa flugvél Air Iceland Connect í önnur verkefni og því varð ekkert úr flugi vestur í dag.
03.03.2020 - 18:06
„Hversdagsleikinn er lífið“
Við Hafnarstræti á Ísafirði þar sem löngum var skóbúð er Hversdagssafnið nú til húsa.
03.03.2020 - 07:44
Ólík sýn á verkefni kostar Ísafjarðarbæ 12,5 milljónir
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna starfsloka Guðmundar Gunnarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, er 12,5 milljónir eða sem nemur 6 mánaða launum. Birgir Gunnarsson, nýráðinn bæjarstjóri, mun vinna 5 af þeim 6 mánuðum sem uppsagnarfrestur Guðmundar tekur til en laun Birgis eru 1,8 milljónir á mánuði með orlofi.
24.02.2020 - 14:30
Þrjú snjóflóð féllu við Flateyri
Þrjú snjóflóð féllu utan við Flateyri í veðrinu, sem gekk yfir norðanverða Vestfirði.
22.02.2020 - 11:06
Fyrrverandi bæjarstjóri flýr Ísafjörð
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og fjölskylda hans hafa ákveðið að flytja frá Ísafirði. Hann segir að líðan fjölskyldunnar hafi versnað í kjölfar starfslokanna. Ýmsar sögur hafi farið á flug um störf hans sem bæjarstjóri og ástæður brotthvarfs hans úr starfi.
20.02.2020 - 13:24
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum það sem af er ári. Í fyrra var hins vegar einungis lokað þrisvar, þar af tvisvar í óveðrinu sem gekk yfir í desember.