Ísafjarðarbær

X22 - Ísafjarðarbær
Þorpin enn afskipt eftir rúman aldarfjórðung
Það þarf að koma á heimastjórnum eða efla hverfisráðin sem fyrir eru til að styrkja byggðakjarna utan Ísafjarðar segja frambjóðendur í Ísafjarðarbæ. Þó að 26 ár séu síðan núverandi sveitarfélag varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum telja margir að enn þurfi að efla samstarfið og þjónustu á minni stöðunum. Oddvitar fjögurra framboða í Ísafjarðarbæ ræddu meðal annars þessi mál á framboðsfundi RÚV.
Landinn
„Líklega eina skipasmíðastöðin sem stækkar við sig“
Ingvar Friðbjörn, eða Ingi Bjössi, byrjaði að setja saman skipamódel þegar að hann kom í land eftir 45 ár á sjó. „Þetta er skipasmíðastöðin hjá mér í Hnífsdal, hérna smíða ég módel og hef gaman af,“ segir Ingi Bjössi.
02.05.2022 - 07:50
Mynd með færslu
Í BEINNI
Aldrei fór ég suður 2022
Rás 2 útvarpar beint frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn síðan árið 2019 vegna veirunnar og uppsöfnuð þörf fyrir góðu Aldrei-djammi er af áður óþekktri stærðargráðu.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Aldrei fór ég suður 2022
Rás 2 útvarpar beint frá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn síðan árið 2019 vegna veirunnar og uppsöfnuð þörf fyrir góðu Aldrei-djammi er af áður óþekktri stærðargráðu.
Sjónvarpsfrétt
Skíðað og skotið á Skíðaviku á Ísafirði
Ísafjörður hefur breyst í stórborg þar sem svo margir eru komnir á Vestfirði til að taka þátt í Skíðaviku, segir skíðavikustýra. Ekki þurfa allir að festa á sig skíðin til að taka þátt því boðið er upp á alls kyns menningarviðburði.
14.04.2022 - 19:13
Búið að hreinsa upp eftir olíuleka á Suðureyri
Búið er að hreinsa dísilolíu, sem lak úr tanki Orkubús Vestfjarða, upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri í Súgandafirði. Fylgst verður með hvort mengunar gætir aftur þegar snjóa leysir.
21.03.2022 - 18:00
Landinn
Skautasvell á Flateyri trekkir að
Á milli óveðurslægða birtir til með fallegum vetrarstillum og þá er tilvalið að skafa snjóinn af skautasvellinu á Flateyri.
10.03.2022 - 07:50
Martraðakennd aðkoma eftir olíuleka á Suðureyri
Súgfirðingar hafa staðið í ströngu við að bjarga æðarfugli eftir að um níu þúsund lítrar af olíu fóru þar í sjóinn úr olíutanki Orkubús Vestfjarða. Orkubússtjóri segir augljóslega hafa verið pottur brotinn hjá fyrirtækinu.
09.03.2022 - 19:57
Landinn
Halda sína eigin Ólympíuleika á Ísafirði
Á sama tíma og vetrarólympíuleikarnir í Beijing eru í algleymingi eru aðrir Ólympíuleikar á sjúkrahústúninu á Ísafirði. - Þetta eru Ólympíuleikar fimm og sex ára barna á leikskóladeildinni Tanga.
01.03.2022 - 07:50
Sögur af landi
Lækningavörur úr þorskroði í frystihúsum fyrri tíma
„Þetta ótrúlega flotta fyrirtæki er komið með yfir 200 manns sem eru að vinna við að koma íslenska roðinu til þeirra sem þurfa á því að halda,“ segir Dóra Hlín Gísladóttir, þróunarstjóri hjá Kerecis. Fyrirtækið hefur þróað sáravörur úr þorskroði með góðum árangri, vaxið hratt og komið sér fyrir í tveimur fyrrverandi frystihúsum á Ísafirði og víðar um heim. „Stór hluti af þessari sýn sem við höfðum hefur gengið eftir, eða er kominn vel á veg,“ segir Dóra Hlín.
Birgir frá Ísafjarðarbæ til Þjóðkirkjunnar
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar. Birgir tekur við starfinu í júní, og lætur því af starfi bæjarstjóra við lok kjörtímabilsins.
15.02.2022 - 11:46
Sögur af landi
Gefa bankahúsi nýtt hlutverk í Ólympíuundirbúningnum
„Við fórum úr rúmum hundrað fermetrum í níu hundruð fermetra,“ segir Elín Marta Eiríksdóttir. Hún og Snorri Einarsson, skíðagöngukappi, hafa undanfarið fundið gamla Landsbankahúsinu á Ísafirði nýtt hlutverk, samtímis því að Snorri undirbýr keppni á vetrarólympíuleikunum sem eru á næsta leiti.
Sögur af landi
Þúsundir Finna fylgjast með lífinu á Ísafirði
„Mér finnst langskemmtilegast að vera rithöfundur. En eins og allir sem eru rithöfundar vita þá er það ekki alltaf nóg til að ná endum saman svo ég er líka lítil auglýsingastofa. Ég bý til auglýsingar til Finnlands frá Ísafirði,“ segir Satu Rämö, finnskur rithöfundur og áhrifavaldur sem býr á Ísafirði og vinnur nú að sinni tuttugustu og annarri bók.
Fluttu sig til Bolungarvíkur vegna andstöðu á Flateyri
Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús sitt heldur í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjararbæ segir þetta vonbrigði, en vonast til þess að Ísafjarðarbær njóti góðs af annarri starfsemi fyrirtækisins.
Vilja orku fyrst og þjóðgarð svo á Vestfjörðum
Bæjarstjórn Ísafjarðar vill fyrst sjá lausnir í orkumálum á Vestfjörðum áður en til stofnunar þjóðgarðs á kjálkanum kemur. Stofnun þjóðgarðs hefur staðið í stað síðan málinu var frestað í bæjarstjórn í júní á síðasta ári.
Landinn
Galið að farga raftækjum við fyrstu bilun
„Við erum að bjóða fólki að koma með ýmsa muni eða tæki sem eru bilaðir eða brotnir og við erum að finna út úr því í sameiningu með fólki og góðum sjálfboðaliðum hvort það sé hægt að koma hlutunum í lag aftur,“ segir Þórarinn Bjartur Breiðfjörð, forstöðumaður Fab Lab á Ísafirði. Reddingakaffið er haldið í samstarfi við Munasafn Reykjavíkur, RVK Tool library.
15.12.2021 - 07:50
Sjónvarpsfrétt
Opnuðu hjólaleigu á Ísafirði í desember
Nú er hægt að leigja sér hjól á Ísafirði með appi í símanum. Hjólaleigan opnaði í byrjun desember og er með tíu hjól á nagladekkjum til útleigu í vetur.
14.12.2021 - 16:56
Landinn
Japönskunám í Grunnskóla Ísafjarðar
„Þetta er alveg erfitt, sérstaklega ritmálið, en þetta er mjög skemmtilegt," segir Orri Norðfjörð einn fjölmargra nemenda grunnskólanna á Ísafirði og Suðureyri sem tekur japönsku sem valfag.
01.12.2021 - 07:50
Sjónvarpsfrétt
Sögulegar hafnarframkvæmdir á Ísafirði
Verið er að reka niður stálþil í Ísafjarðarhöfn þar sem lengja á höfnina um 320 metra. Hafnarstjórinn segir að þetta sé söguleg framkvæmd.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Sjónvarpsfrétt
Olíutankur orðinn listaverk og samkomustaður á Þingeyri
Nýr samkomustaður og útilistaverk hefur nú risið á Þingeyri í Dýrafirði. Það er gert úr gömlum olíutanki sem með þessu móti gengur nú í endurnýjun lífdaga.
13.09.2021 - 14:13
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.
Fyrstu nýbyggingarnar á Flateyri síðan 1997
14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum munu rísa við Hafnarstræti sem hluti af nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri. Færri komast að en vilja í námið sem er um margt óvenjulegt.
Viðtal
Salt eða sandur líklegir misturvaldar á Vestfjörðum
Ísfirðingar og Bolvíkingar hafa velt fyrir sér hvað valdi þéttu mistri sem legið hefur yfir bæjunum frá því í gærmorgun. Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir ólíklegt að þetta sé mengun frá gosinu á Reykjanesskaga. Böndin berast að salti og söndum. Ekki er talin ástæða til að vara við mistrinu.