Ísafjarðarbær

Sumir skipverjar alvarlega veikir með öndunarerfiðleika
Sumir í áhöfn Júlíusar Geirmundssonar sem höfðu veikst af COVID-19 voru alvarlega veikir með háan hita og öndunarörðugleika. Þeir undrast orð sóttvarnalæknis í Kastljósi í gær um að ekkert hafi bent til þess að þarna væri hópsmit, þegar umdæmislæknir sóttvarna hafi lýst því yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. Lyfjabirgðir voru ekki nægar um borð og því þurfi að handvelja þá sem voru veikastir og þurftu á verkjalyfjum að halda.
23.10.2020 - 16:15
Júlíus Geirmundsson á leið til hafnar - sýnataka í dag
Skuttogarinn Júlíus Geirmundsson kemur í land á Ísafirði upp úr hádegi. Þar fer fram sýnataka í dag en meirihluti 25 skipverja er smitaður af COVID-19.
20.10.2020 - 12:32
Fá 1200 milljónir frá ríkinu við sameiningu
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi 1.2 milljarða króna. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi.
Myndskeið
Verður gripið til rýminga ef hætta er á snjóflóðum
Aðgerðir til þess að efla byggð og atvinnu á Flateyri í Önundarfirði eru margar komnar af stað. Öryggismál í vetur eiga enn eftir að skýrast. Níu mánuðir eru síðan snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
Þurfa að fara með milljónatjón á Eyri fyrir dóm
Ísafjarðarbær ætlar að láta reyna á það fyrir dómi hvort byggingarstjóri hjúkrunarheimilisins Eyrar sé ábyrgur fyrir galla á ytra byrði hússins. Bærinn þarf að ráðast í úrbætur sem fyrst þannig að skaðinn verði ekki meiri og segir bæjarstjóri Ísafjarðar að tjónið hlaupi á einhverjum milljónir.
12.10.2020 - 15:42
Fimm smitaðir á Ísafirði – allir voru í sóttkví
Fimm manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ísafirði í dag. Allir sem greindust jákvæðir voru í sóttkví, og er uppruni smitsins þekktur.
02.10.2020 - 19:29
Myndskeið
Selja bakaríið eftir 100 ára rekstur sömu fjölskyldu
Bæði Bakarinn og Gamla bakaríið á Ísafirði eru til sölu. Hið síðarnefnda hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í hundrað ár.
21.09.2020 - 10:49
Myndskeið
Tók þátt í Boston-maraþoninu á Vestfjörðum
Maður frá Texas í Bandaríkjunum tók þátt í Boston-maraþoninu í morgun. Kílómetrana 42 hljóp hann þó ekki í Boston, heldur í Skutulsfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Berfætt, náttfataklædd og í annarlegu ástandi
Lögreglan á Vestfjörðum reyndi að aðstoða unga konu sem var á gangi á Ísafirði á þriðjudag í síðustu viku. Hún var berfætt og náttfataklædd. Samkvæmt lögreglu virtist hún í annarlegu ástandi og illa áttuð svo erfitt reyndist að komast að dvalarstað hennar eða áformum. Til að tryggja öryggi hennar var hún færð í fangaklefa og látin sofa úr sér vímuna. Henni var ekið til síns heima daginn eftir, þegar hún gat upplýst um hvar það var.
Dagvistun ekki í boði vegna kórónuveirusmits á Hlíf
Félagsstarf eldri borgara fellur niður og dagvistun verður ekki í boði á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði, eftir að kórónuveirusmit greindist þar um helgina.
24.08.2020 - 10:57
Myndskeið
„Það urðu allir lækir að beljandi stórfljótum“
Á Vestfjörðum hefur verið úrhelli og aftakaveður. Loka þurfti sundlauginni á Suðureyri vegna vatnstjóns og rennsli í ám hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
17.07.2020 - 19:58
Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Sektaður fyrir að fella aspir sem höfðu sögulegt gildi
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað íbúa í Ísafjarðarbæ um 200 þúsund krónur fyrir að fella níu aspir sem voru í eigu bæjarins. Aspirnar voru gróðursettar í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri árið 1995.
09.06.2020 - 07:22
Myndskeið
Segir að kvóti á grásleppu myndi ekki bæta úr skák
Sjómaður á Þingeyri segir að skyndileg stöðvun grásleppuveiða fyrir helgi hafi verið óréttlátur skellur. Hugmyndir um kvótakerfi séu ekki til bóta. 
05.05.2020 - 22:06
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Bróðurpartur smita síðustu daga fyrir vestan
Tíunda andlátið hér á landi af völdum COVID-19 varð í Bolungarvík í gær. Tvö ný tilfelli greindust á landinu, bæði á Vestfjörðum.
Hertar aðgerðir verða áfram á Ísafirði og í Bolungarvík
Hertar aðgerðir með fimm manna samkomubanni og lokuðum skólum verða í gildi í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði til 4. maí, hið minnsta. Létt verður á takmörkunum í Súðavík og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri 27. apríl og taka þar þá almennar sóttvarnarreglur gildi.
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Tvö ný smit á Vestfjörðum og skimun hefst á morgun
Tvö ný smit hafa greinst með tengsl við Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Íslensk erfðagreining hefur skimun fyrir COVID-19 á norðanverðum Vestfjörðum á morgun.
Þyrla með liðsauka fer vestur seinnipartinn
Mikið mæðir á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík reiðir sig nú nær eingöngu á bakvarðarsveit. Hertar aðgerðir eru nú í gildi á öllum Norðurfjörðunum og þyrla Landhelgisgæslunnar flytur þangað liðsauka eftir hádegi.
Myndskeið
„Við stöndum þetta af okkur ansi vel, enn sem komið er“
Aðgerðir vegna faraldursins hafa verið hertar til muna í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. álag hefur aukist mikið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Tíu íbúa hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eru í sóttkví.
Aðgerðir hertar til muna og kallað í liðsauka
Ekki mega fleiri en fimm koma saman og allt skólahald er aflagt í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði, nema fyrir forgangshópa. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að þessar hertu aðgerðir verði í gildi næstu vikurnar.
Landinn
Sameinast um að rækta grænmeti í heimabyggð
„Gróandi er félagslandbúnaður. Það byggist upp á því að fólk úr bænum hópar sig saman og gerir félag og félagið ræður til sín starfsmann, eða fleiri, sem sér svo um að rækta. Svo það eru meðlimagjöldin sem verða laun starfsmannsins og efniskostnaður og allt slíkt,“ segir Hildur Dagbjört Arnardóttir, sem er forsprakki Gróanda á Ísafirði og nú einnig starfsmaður. Hún kynntist hugmyndafræði félagslandbúnaðar þegar hún bjó í Noregi. 
30.03.2020 - 10:53