Starfsfólk á vistheimilinu Arnarholti lýsti ómannúðlegri meðferð á heimilisfólki í ítarlegum vitnaleiðslum fyrir tæpri hálfri öld. RÚV sagði fyrst frá því sem fram kom í vitnaleiðslunum.
Málefni Arnarholts
Mikilvægt að rannsókn sé vel afmörkuð
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að kalla fulltrúa lagaskrifstofu Alþingis og fulltrúa forsætisráðuneytis á sinn fund á næstunni til að fara yfir minnisblað forsætisráðuneytis, síðan í byrjun mánaðar, um rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum...
16.02.2021 - 14:10
Umfang rannsóknar „gæti orðið gríðarlega mikið“
Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Forsætisráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess...
07.02.2021 - 12:45
Skila greinargerð um Arnarholt fyrir mánaðarmót
Forsætisráðuneytið ætlar að skila velferðarnefnd Alþingis greinargerð um væntanlega rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum vistheimilum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
20.01.2021 - 11:19
Borgarstjórn samþykkir tillögu um Arnarholt
Borgarstjórn samþykkti nú á áttunda tímanum einróma tillögu um að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts.
19.01.2021 - 20:45
Leggja til heildstæða athugun á starfsemi Arnarholts
Borgarstjórn ætlar að beina því formlega til forsætisráðherra að gerð verði heildstæð athugun á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Tillaga þess efnis verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjóri segir að...
19.01.2021 - 12:04
Trúnaðarherbergi útbúið með gögnum um Arnarholt
Borgarskjalasafnið hefur lagt til við borgarráð að sett verði upp trúnaðarherbergi í húsnæði safnsins við Tryggvagötu þar sem borgarfulltrúum gefst kostur á að kynna sér þau skjöl um Arnarholt sem varðveitt eru hjá safninu. Borgarfulltrúar verða að...
03.12.2020 - 17:13
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá...
25.11.2020 - 19:12
Breyta þarf lögum um sanngirnisbætur
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta sem greiddar hafa verið um 1.200 manns vegna þess hvernig farið var með þá sem börn á heimilum á vegum hins opinbera, telur að endurskoða þurfi lög um sanngirnisbætur og horfa til þess að fólk...
25.11.2020 - 09:25
Þurfa að ákveða fjölda heimila og fjölda ára í rannsókn
Ákveða þarf hversu mörg vistheimili á að skoða og yfir hversu langan tíma slík rannsókn myndi ná, segir formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin ætlar að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu áður en ákvörðun verður tekin.
23.11.2020 - 12:52
„Mér fannst það mjög kuldalegt og nöturlegt“
Það var bæði nöturlegt og kuldalegt að sjá fólk læst inni í einangrun í Arnarholti, segir fyrrverandi starfsmaður þar. Hún segir að málefni heimilisins brenni enn þann dag í dag á þeim starfsmönnum sem þar unnu. Þeir hafi reynt að vekja athygli á...
22.11.2020 - 19:10
Reiðubúin til samstarfs um rannsókn á Arnarholti
Velferðarnefnd ræðir aðbúnað fatlaðs fólks á morgun. Forsætisráðherra segist vera reiðubúin til samstarfs um rannsókn þess efnis, hvað þarf til í slíka rannsókn ráðist af umfanginu og hvernig hún verður afmörkuð.
22.11.2020 - 12:36
Starfsmenn kröfðust brottvikningar árið 1983
Allt virðist hafa logað í illdeilum á vistheimilinu Arnarholti árið 1983, tólf árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nítján þáverandi og fyrrverandi starfsmenn á heimilinu skrifuðu undir undirskriftalista það sama ár, þar sem...
19.11.2020 - 12:06
Vill að forsætisráðuneytið kanni aðbúnað á vistheimilum
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum vegna umfangs og reynslu ráðuneytisins af sambærilegum verkefnum.
18.11.2020 - 18:44
Einhuga um að ráðast í rannsókn á Arnarholti
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að ráðist verði í rannsókn á aðbúnaði í Arnarholti og á öðrum vistheimilum. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort sérstök rannsóknarnefnd Alþingis eigi að skoða málið, eða nefnd á vegum forsætisráðuneytisins.
18.11.2020 - 12:44
Þarf að skoða Arnarholt og fleiri staði í þaula
Mikilvægt er að komast til botns í hvað gerðist í Arnarholti og víðar, segir heilbrigðisráðherra. Frásagnir af þeirri meðferð sem vistmenn í Arnarholti sættu séu hræðilegar og átakanlegar. Ráðherra segist ætla að beita sér eins og henni sé unnt til...
17.11.2020 - 19:29