Fréttaskýringar

Hér má sjá, hlýða á og lesa fjölbreyttar fréttaskýringar frá fréttastofu RÚV um málefni líðandi stundar. 

X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Krafa um betri samgöngur
Samgöngur milli lands og Eyja brenna á Vestmannaeyingum. Siglingaleiðin sé lífæð þeirra og óþolandi sé að geta ekki treyst á hana. Öll afkoma byggist á góðum reglulegum samgöngum, fólks- og vöruflutningar og heilbrigðisþjónustan.
X22 - Borgarbyggð
Margir kjósa eftir afstöðu framboða til vindorkuvera
Bætt íþróttaaðstaða, möguleg vindorkuver og skólahald í heimabyggð eru meðal þess sem kjósendur í Borgarbyggð velta fyrir sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
X22 - Árborg
Mikilvægt að huga að innviðauppbyggingu í Árborg
Mikil fjölgun íbúa í Árborg veldur miklum vaxtarverkjum og innviðir víða komnir að þolmörkum. Standa verði vörð um innviðauppbyggingu og auka samvinnu sveitarfélaganna í kosningunum eftir níu daga.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari...
Mikil hreyfing á fylginu í Reykjavík
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun Prósents, en flokkurinn mældist einnig stærstur í síðustu könnun Maskínu fyrr í þessum mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar mjög samkvæmt könnun Prósents, fer niður í 19,4%...
Spegillinn
Spennan verður í Reykjavík
Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið.
Mikil nýliðun í kjörstjórnum um allt land
Sveitarfélög landsins eru í óða önn að manna kjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningar í næsta mánuði. Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að auglýsa í stjórnirnar til að reyna að manna þær stöður sem losna vegna nýrra hæfisreglna.
Hæfisreglur sagðar setja kosningaundirbúning í uppnám
Margt þaulreynt kosningastarfsfólk er skyndilega orðið vanhæft vegna nýrra kosningalaga og skipa þarf óreynt fólk í þess stað. Sumir kjörstjórnarmenn hafa á orði að nýju hæfisreglurnar setji undirbúning sveitarstjórnarkosninganna í uppnám.
Spegillinn
Stafrænar hættur í kosningabaráttu
Tilkoma samfélagsmiðla hefur á liðnum árum gjörbreytt kosningabaráttu í vestrænum lýðræðisríkjum. Segja má að straumhvörf hafi orðið þegar upp komst árið 2018 að breska fyrirtækið Cambridge Analytica hafði selt forsetaframboði Donalds Trumps ...
Heimskviður
Um hvað og hverja er sungið í American Pie?
Lagið American Pie eftir Don McLean varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, meira en átta mínútur. Textinn hefur valdið mörgum vangaveltum í áratugi. Höfundurinn, Don McLean, hefur verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í...
09.11.2021 - 07:30
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún...