COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Enn er einungis eitt smit á Austurlandi
Enginn þeirra 38 sem fóru í skimun vegna COVID-19 smits sem greindist á Austurlandi í síðustu viku reyndist smitaður og enn er einungis eitt smit virkt í landshlutanum. Sá smitaði starfaði í skóla, ekki hefur tekist að rekja hvernig hann smitaðist...
Auðskilið mál
Betra að koma heim í tæka tíð fyrir jólin
Íslendingar sem búa í útlöndum og ætla að koma heim um jólin verða að koma til landsins fyrir 18. desember. Annars verða þeir í sóttkví á aðfangadagskvöld.
23.11.2020 - 16:50
Nýtt bóluefni ódýrara og auðveldara að flytja
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19 sem nú er í þróun virkar í allt að 90 prósentum tilfella og er ódýrara í framleiðslu og auðveldara er að flytja það en önnur sem fram hafa komið. Virkni þess er hins vegar mismunandi eftir því...
Vitnaleiðslu lýkur í dag eða á morgun
Sautján eru á vitnalista í sjóprófi í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem reynt er að komast að því hver og hvernig ákveðið var að halda Júlíusi Geirmundssyni á veiðum í október, þótt grunur væri um að skipverjar væru smitaðir af kórónuveirunni.
„Bláa veiran“ á niðurleið – fylgjast vel með jólagestum
„Bláa veiran“ sem hefur verið drifkrafturinn í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins er á hraðri niðurleið. Nýir stofnar hafa greinst og valdið nokkrum litlum hópsýkingum. Í flestum tilvikum er hægt að rekja þessa veirustofna til landamærasmits....
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna 23. nóvember 2020
Þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, sitja fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dag. Fundurinn hefst kl. 11:03.
23.11.2020 - 10:39
Fjórði hver Svíi vill ekki bólusetningu
Fjórði hver Svíi vill ekki láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Ástæðan er fyrst og fremst ótti við aukaverkanir, að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir fréttaþáttinn Agenda í sænska sjónvarpinu.
23.11.2020 - 09:37
Þórólfur, Víðir og Már á upplýsingafundi dagsins
Almannavarnir og landlæknir hafa boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 11. Þar sitja Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir svörum. Gestur fundarins er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar...
23.11.2020 - 09:03
Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.
Heimilisofbeldi á Grikklandi hjúpað þagnarmúr
Að sögn sérfræðinga er barátta gegn heimilisofbeldi á Grikklandi mjög skammt á veg kominn og landið stendur langt að baki öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar þann málaflokk.
23.11.2020 - 06:26
Hagræðingarkröfur hættulegar í miðjum heimsfaraldri
„Það er hættulegt að leggja stífar aðhalds- og hagræðingarkröfur á heilbrigðisþjónustu í miðjum heimsfaraldri og þessu þarf Alþingi að breyta,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook.
myndband
Ætla að tryggja fátækum ríkjum bóluefni
Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, samþykktu í dag að tryggja jafnan aðgang allra jarðarbúa að bóluefni við COVID-19. Varað hefur verið við að fátækari ríki heims verði útundan þegar dreifing á bóluefni hefst. Angela Merkel, kanslari...
22.11.2020 - 19:15
Myndskeið
Býst við að hægt verði að kynna tilslakanir eftir viku
Hér á landi er nú lægsta nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu. Yfirlögregluþjónn þakkar það samstöðu almennings og býst við að hægt verði að kynna tilslakanir eftir viku.
22.11.2020 - 18:58
Vonast til að bólusetja 20 milljónir manna fyrir árslok
Bandarísk yfirvöld vonast til að geta hafið bólusetningar gegn COVID-19 fyrir miðjan desember. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að hægt verði að dreifa bóluefninu um leið og Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt...
22.11.2020 - 18:33
Nýgengi lægst hér – „Mikilvægt að vakta landamærin vel“
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er hvergi lægra en á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þróunin hér á landi sé á svipaðri leið og búist var við og sýni að samkomutakmarkanir...
22.11.2020 - 16:47