COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Viðtal
Aðgerðir hertar í dag eða á morgun
Líklegt er að sóttvarnaraðgerðir verði hertar um helgina, segir Víðir Reynisson. 75 manns greindust kórónuveirusmitaðir í gær. Smitrakningu er ekki lokið en að minnsta kosti þriðjungur þeirra tengist skemmtistöðum í miðborginni. Boðað hefur verið...
Vikulokin
Uggandi en klár í bátana
„Ég hef áhyggjur af þessu og við erum uggandi á spítalanum þó að við séum alveg klár í bátana,“ sagði Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, um mikla fjölgun COVID-19 tilfella þegar rætt var við hana í Vikulokunum í morgun...
19.09.2020 - 11:55
75 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví
75 smit greindust innanlands í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 1. apríl síðastliðinn þegar greindust 99 smit. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.
19.09.2020 - 11:05
Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
19.09.2020 - 10:50
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á...
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
0,25% starfsfólks Landspítala með mótefni fyrir COVID
Nánast alveg hefur tekist að forða klínísku starfsfólki Landspítala frá því að smitast af COVID-19, en nýleg rannsókn á þeim starfshópi sýndi að einungis 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir veirunni.
18.09.2020 - 19:46
Smitaður einstaklingur kom inn á starfsstöð Isavia
Hluti starfsmanna Isavia sem starfa í starfsstöð fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakningarteymi almannavarna rekur smit einstaklings sem kom inn á vinnustaðinn.
18.09.2020 - 18:10
Staðfest smit í Listaháskólanum
Neyðaráætlun Listaháskóla Íslands hefur verið virkjuð eftir að smit kom upp innan skólans. Það var staðfest í morgun, en Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor upplýsti nemendur og starfsfólk um þetta nú síðdegis.
18.09.2020 - 17:19
Spegillinn
Staðirnir í raun tæknilega gjaldþrota
Kráareigandi á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvörðun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda...
18.09.2020 - 17:03
Starfsemi Landspítalans ekki færð upp á hættustig
Tveir liggja nú á Landspítala með COVID-19. Á fundi viðbragðsnefndar spítalans í morgun var ákveðið að starfsemi spítalans yrði ekki færð upp á hættustig. Spítalinn var á hættustigi í sumar, þegar færri smit voru en greinst hafa núna undanfarna daga.
18.09.2020 - 16:43
Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.
Smit á Akranesi - allir í sóttkví sem fóru í ræktina
Kórónuveirusmit greindist á Akranesi. Búið er að rekja ferðir einstaklings sem reyndist smitaður, í það minnsta að hluta, en hann fór meðal annars í líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á þriðjudaginn.
18.09.2020 - 14:16
Hefja mótefnamælingar fyrir almenning á Akureyri
Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið COVID-19. Framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar segist finna fyrir mikilli eftirspurn almennings eftir mótefnamælingum.
18.09.2020 - 14:08
Telja óhætt að opna Hámu á Háskólatorgi á ný á mánudag
Háma, matsölustaður Háskóla Íslands á Háskólatorgi, opnar á ný á mánudag. Hámu var lokað á mánudag vegna COVID-19 smits hjá starfsmanni.
18.09.2020 - 14:01