COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Rússar verða sendir í frí vegna COVID-19
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í dag að landsmenn taki sér frí frá vinnu dagana 30. október til 7. nóvember. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.10.2021 - 14:06
Vilja ákæra Bolsonaro fyrir glæpi gegn mannkyni
Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur...
Leggja til átta daga frí í Rússlandi
Rússneska stjórnin leggur til að landsmenn fái átta daga frí frá vinnu um næstu mánaðamót í þeirri von að smitum af kórónuveirunni fækki. Ástandið fer hríðversnandi og bólusetning gegn veirunni gengur mun hægar en stefnt var að.
19.10.2021 - 17:31
„Ég er orðinn eins og hrópandinn í eyðimörkinni“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir erfitt að segja til um hver áhrif breyttra sóttvarnareglna verða. Til skoðunar er að slaka á reglum um sóttkví á næstunni.
19.10.2021 - 17:04
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í...
Hárgreiðslufólk fagnar — „Þetta var svona Vúhú! móment“
Meðal breytinga á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er afnám grímuskyldu. Því fagna vafalítið margir en fáir líklega jafn mikið og hárgreiðslufólk sem hefur þurft að bera grímu við störf sín nær linnulaust frá því að faraldur hófst.
19.10.2021 - 16:01
Taldi sér skylt samkvæmt lögum að aflétta aðgerðum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir í minnisblaði sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að þótt aflétting allra takmarkana í sumar hafi leitt til stærstu bylgju kórónuveirufaraldursins væri henni skylt samkvæmt...
80 smit greindust í gær - helmingur utan sóttkvíar
80 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af var tæplega helmingur utan sóttkvíar. Ekki hafa jafn mörg smit greinst á einum degi síðan í lok ágúst. Staðan á Landspítalanum er óbreytt; sjö liggja inni en enginn þeirra er á gjörgæslu.
Þorgerður vill rífa plásturinn af - Inga fylgir Þórólfi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að ríkisstjórnin taki skrefið til fulls og aflétti öllum sóttvarnatakmörkunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fylgja ráðleggingum Þórólfs Guðnasonar og taka varfærin skref. Logi...
Metfjöldi covid-smita á Nýja-Sjálandi
Metfjöldi COVID-19 smita greindist á Nýja-Sjálandi í gær. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 94 hefðu greinst með COVID-19 síðasta sólarhringinn. Fyrra met hljóðaði upp á 89 smit á einum degi og er síðan í apríl á síðasta ári. Tilkoma delta-...
Þýskaland
Neyðarstigi vegna COVID-19 aflétt í lok nóvember
Neyðarstigi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar verður aflétt í Þýskalandi 25. nóvember næstkomandi, rúmlega hálfu öðru ári eftir að því var lýst yfir, þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara ekki fram á frekari framlengingu þess.
19.10.2021 - 01:17
Færeyingum býðst þriðja og jafnvel fjórða sprautan
Landlæknir Færeyja hvetur landsmenn til að þiggja þriðju bólusetninguna gegn COVID-19 en hann útilokar ekki frekari bólusetningar gegn veirunni í framtíðinni.
Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12
Leggur þrjá kosti fyrir stjórnvöld í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir skilaði í morgun minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum. Hann gerir ekki beinar tillögur, heldur leggur fram þrjá ólíka kosti.
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.