Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.
Mexíkóforseti með COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tilkynnti í dag að hann hefði greinst með COVID-19. Einkennin væri þó væg enn sem komið er, skrifaði forsetinn, sem sagði frá veikindunum á samfélagsmiðlum. „Því miður þarf ég að greina ykkur frá því að...
25.01.2021 - 01:53
Biden framlengir ferðabann til Bandaríkjanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst framlengja bann við ferðum annarra en bandarískra ríkisborgara til Bandaríkjanna frá Brasilíu, Bretlandi og öllum eða flestum Schengen-ríkjum. Þá tekur bannið líka til farþega frá Suður-Afríku og allra þeirra sem...
25.01.2021 - 00:41
Tugir mótmælenda handteknir í Hollandi
Mótmæli gegn útgöngubanni brutust út víða í Hollandi í dag. Í gærkvöldi tóku gildi reglur um útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm um nætur. Útgöngubannið gildir til 10. febrúar.
24.01.2021 - 19:08
Svíar banna ferðir frá Noregi
Sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að bann við ferðum til landsins frá Noregi taki gildi á miðnætti í kvöld, vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar í Noregi. Bann við ferðum frá Danmörku og Bretlandi hefur verið í gildi í Svíþjóð frá því í lok...
24.01.2021 - 17:06
77 greinst með „suður-afríska afbrigðið“ í Bretlandi
77 hafa greinst með hið svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar í Bretlandi. Afbrigðið, sem er talið meira smitandi en önnur, hefur nú greinst í að minnsta kosti tuttugu löndum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
24.01.2021 - 16:24
Aðeins sextán dvelja í farsóttarhúsinu
Aðeins sextán dvelja nú í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Sex í sóttkví og tíu í einangrun, bæði íbúar hér á landi og ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að svo fáir hafi ekki dvalið í húsinu síðan í sumar.
24.01.2021 - 14:13
Hópsmit á sjúkrahúsi í Berlín
Vivantes Humboldt sjúkrahúsið í Berlín hefur hætt að taka við nýjum sjúklingum eftir að hópsmit af bresku afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid 19 sjúkdómnum kom upp á spítalanum.
24.01.2021 - 12:45
Fyrsta samfélagssmitið á Nýja Sjálandi í tvo mánuði
Heilbrigðisyfirvöld á Nýja Sjálandi tilkynntu í dag að þar hefði í gær greinst kórónuveirusmit utan sóttkvíar í fyrsta sinn síðan 18. nóvember. Sett hefur verið af stað víðtæk smitrakning í norðurhluta landsins.
24.01.2021 - 12:26
2 smit innanlands í gær — einn í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annar þeirra sem greindust var í sóttkví og hinn ekki. Átta greindust á landamærunun. Ekki liggur fyrir hversu mörg sýni voru tekin í gær. Í fyrradag greindist einn með smit og sá var í sóttkví. Daginn...
24.01.2021 - 11:03
Báðir foreldrar mega mæta í ungbarnavernd
Frá og með morgundeginum mega báðir foreldrar mæta í mæðravernd og ung- og smábarnavernd á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í sóttvarnaskyni hefur aðeins annað foreldrið mátt mæta frá því í vor. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri...
24.01.2021 - 08:20
Yfir 25 milljónir COVID-19 smita í Bandaríkjunum
Yfir 25 milljónir manna hafa nú greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum samkvæmt samantekt New York Times. Bandaríkjaforseti býst allt eins við því að farsóttin leggi fleiri en 600.000 Bandaríkjamenn í valinn áður en yfir lýkur.
24.01.2021 - 06:34
Egyptar hefja fjöldabólusetningu í dag
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að fjöldabólusetning gegn COVID-19 myndi hefjast í landinu í dag, sunnudag. Bóluefnið sem notað verður er frá kínverska lyfjaframleiðandanum Sinopharm.
24.01.2021 - 04:08
Bólusetningarhneyksli hrekur hershöfðingja frá völdum
Yfirhershöfðingi Spánarhers sagði af sér í dag eftir að upp komst að hann hafði verið bólusettur gegn COVID-19 þótt hann tilheyri engum forgangshópi í bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Hershöfðinginn, Migual Angel Villaroya, er einn af...
24.01.2021 - 02:45
Mótmæli í Kaupmannahöfn þróuðust út í óspektir
Óformleg hreyfing manna sem kalla sig Men in Black blés til mótmæla gegn sóttvarnaaðgerðum danskra stjórnvalda í Kaupmannahöfn í kvöld, öðru sinni, og heimtuðu „Frelsi fyrir Danmörku“. Mótmælin hófust klukkan 18 að staðartíma og voru að mestu...
24.01.2021 - 00:19
Hertari aðgerðir í Ósló og nágrenni
Norsk stjórnvöld gripu í skyndi til harðra aðgerða í Ósló og nágrenni í morgun vegna útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19. Fjöldi Norðmanna dreif sig í áfengisverslanir til að ná sér í byrgðir áður en þeim var lokað.
23.01.2021 - 19:48