COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Blóðtappar afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen
Lyfjastofnun Evrópu hefur komst að þeirri niðurstöðu að skrá eigi blóptappa sem afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnis Janssen gegn COVID-19.
20.04.2021 - 15:08
Borgarstjóri bólusettur í dag
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var einn fjölmargra sem bólusettur var með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag. Dagur hafnaði bólusetningu þegar hann fékk boð sem læknir en fékk boð núna þar sem hann er á ónæmisbælandi lyfjum.
Viðtal
Segja COVID hafa eyðilagt allt það skemmtilega í lífinu
Í næsta mánuði klára fjórir þrettán ára félagar barnaskólann og hefja nám í gagnfræðaskóla. Þeir eru sammála um að þá taki við bjartari tímar með meira frelsi en barnaskólinn bjóði upp á. Og vonandi engu COVID.
20.04.2021 - 14:40
Um 69 prósent færri gistinætur en í fyrra
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 54 þúsund. Það er fækkun um 69 prósent samanborið við mars í fyrra þegar gistinætur voru rúmlega 174 þúsund. Þetta kemur fram í nýjum skammtímahagvísi Hagstofu Íslands fyrir ferðaþjónustuna.
20.04.2021 - 12:44
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með...
Blaðamannafundur klukkan 16 um landamæraaðgerðir
Ríkisstjórnin heldur blaðamannafund klukkan 16 í dag þar sem kynntar verða ráðstafanir á landamærunum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna verða á fundinum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá áformum...
Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.
Um 62 prósent landsmanna vildu sóttkvíarhótelskyldu
Rúmlega 62 prósent landsmanna hefðu viljað að farþegar sem kæmu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli og að gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð....
20.04.2021 - 09:13
Segir sóttkvíareftirlit í skötulíki
Búist er við því að ríkisstjórnin ræði á fundi sínum á eftir hvernig tryggja megi lagastoð fyrir því að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að bregðast verði við strax því eftirlit...
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
Leikskóla á Selfossi lokað vegna smits hjá starfsmanni
Leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Leikskólinn verður lokaður á morgun, þriðjudag, og verða allir starfsmenn sendir í sýnatöku.
Leggur mögulega fram frumvarp um sóttkvíarhótel
Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum í fyrramálið mögulegar útfærslur á lagafrumvarpi um hvernig tryggja megi lagastoð fyrir þeirri aðgerð að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mögulegt að heilbrigðisráðherra leggi...
Myndskeið
Rúmir 11 dagar í litakóðunarkefið - unnið að útfærslu
Það ræðst í þessari viku hvort og hvernig litakóðunarkerfi taki gildi á landamærunum um mánaðamót. Forsætisráðherra segir að unnið sé að útfærslu á kerfinu. Píratar vilja að fallið verði frá því að taka upp litakóðunarkerfið. Forsætisráðherra segir...
Viðtal
„Fólk getur farið illa út úr því að veikjast af COVID“
Hilma Hólm, hjartalæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem stýrði rannsókn á langtímaáhrifum farsóttarinnar á heilsufar og úthald, segir að koma eigi í veg fyrir að fólk sýkist af kórónuveirunni. „Fólk getur farið illa út úr því að veikjast af...
„Það er mikil hræðsla og fólk er bara í áfalli“
Á fimmta tug kórónuveirusmita greindust um helgina í tveimur hópsýkingum, bæði tengjast sóttkvíarbrotum. Móðir Covid-smitaðs barns á leikskólanum Jörfa í Reykjavík segir foreldra í áfalli. Fólk tók þríeykið á orðinu og streymdi í sýnatöku í dag.