COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Mótmælendum og lögreglu laust saman í kínverskri borg
Lögreglu og mótmælendum laust saman í kínversku stórborginni Guangzhou í nótt. Mótmæli hafa brotist út vegna strangra sóttvarnaraðgerða kínverskra stjórnvalda. Slíkt andóf er fátítt þar í landi.
Héðan í frá má segja hvaðeina um COVID-19 á Twitter
Stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hyggst leyfa birtingu á öllum sjónarmiðum varðandi COVID-19. Til þess að svo megi verða lætur Twitter af stefnu sinni sem ætlað var að koma í veg fyrir dreifingu villandi upplýsinga.
Kína: Lögregla lokar af fyrirhugaða mótmælastaði
Lögregla virðist hafa kæft þá mótmælaöldu sem reis í Kína um helgina gegn hörðum sóttvarnaraðgerðum þar. Til stóð að mótmæla bæði í Peking og Sjanghæ í gærkvöld en þá hafði lögreglan reist girðingar í kringum fyrirhugaðan mótmælastað.
Sjaldséð mótmæli í Kína vegna covid-takmarkana
Mótmælt hefur verið í borgum víða um Kína um helgina, þar sem landsmenn virðast upp til hópa hafa fengið nóg af sóttvarnareglum vegna kórónuveirunnar. Kína er eitt fárra ríkja sem viðhefur enn strangar reglur sem eru sagðar eiga að hemja útbreiðslu...
27.11.2022 - 03:10
Öndunarfærasýkingar leggjast af fullum þunga á landann
Töluvert fleiri hafa greinst með inflúensu á síðustu vikum en á sama tíma undanfarin ár. Hátt hlutfall jákvæðra COVID-sýna gefur einnig til kynna mikla útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Þetta kemur fram í samantekt frá Embætti landlæknis um...
25.11.2022 - 15:11
82 milljónir öreiga í Rómönsku Ameríku
Örbirgð, eða sárafátækt, hefur farið vaxandi í Rómönsku Ameríku að undanförnu, samkvæmt sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsmálefni álfunnar. Áætlað er að allt að 82 milljónir karla, kvenna og barna í rómönsku Ameríku búi við sárafátækt...
Kína: Metfjöldi með COVID-19 og vaxandi óánægja
Fleiri greindust með COVID-19 í Kína síðasta sólarhringinn en nokkru sinni fyrr, samkvæmt opinberum tölum heilbrigðisyfirvalda. Í gær greindust 31.454 með veiruna í Kína, segir í tilkynningu heilbrigðisyfirvalda, þar af voru 27.517 einkennalaus.
24.11.2022 - 03:53
Starfsmönnum stærstu iPhone-verksmiðju heims nóg boðið
Mótmæli hafa brotist út í stærstu iPhone-verksmiðju heims í kínversku borginni Zhengzhou. Myndbönd sýna hundruð verkamanna í áflogum við menn í hvítum heilgöllum og lögreglu.
23.11.2022 - 14:42
Erlent · Apple · COVID-19 · iPhone · Kína
Metfjöldi kórónuveirusmita í Peking
Tilkynnt var í morgun um metfjölda kórónuveirusmita í kínversku höfuðborginni Peking. Íbúar borgarinnar eru þegar farnir að finna fyrir áhrifum harðrar lokunarstefnu stjórnvalda. Fyrstu Covid-tengdu andlátin frá því í maí urðu um helgina.
22.11.2022 - 05:35
Kínverjar búnir að fá nóg af COVID-takmörkunum
Borgarbúar í Guangzhou í sunnanverðu Kína virðast hafa fengið nóg af harðri stefnu stjórnvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Fjöldi fólks rauf útgöngubann og lét til sín taka í borginni.
15.11.2022 - 13:33
Danir utan áhættuhópa borga sjálfir fjórða skammtinn
Frá og með deginum í dag geta þeir íbúar Danaveldis sem ekki tilheyra áhættuhópum keypt sér fjórðu bólusetninguna gegn COVID-19, með bóluefni sem uppfært hefur verið í samræmi við þróun veirunnar og ný afbrigði hennar.
G20 ríkin stofna heimsfaraldurssjóð
Fjármála- og heilbrigðisráðherrar G20 ríkjanna settu í dag á fót sjóð sem ætlað er að takast á við næsta heimsfaraldur. Í sjóðinum er 1,4 milljarðar dollara, jafnvirði yfir 200 milljarða íslenskra króna. Bandaríkin leggja til nærri þriðjung...
90 prósentum færri deyja úr COVID-19 nú en í febrúar
Hlutfall þeirra sem deyja eftir að hafa smitast og veikst af COVID-19 hefur lækkað mikið frá því í ársbyrjun, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt þeim deyja um 90 prósentum færri smitaðra nú en í febrúar á þessu ári.
10.11.2022 - 07:09
Bóluefnakapphlaupið kostaði ríflega milljón mannslíf
Hægt hefði verið að bjarga um 1,3 milljónum mannslífa á heimsvísu ef bóluefni gegn kórónuveirunni hefði verið dreift til ríkra og fátækari ríkja með sanngjarnari hætti. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar.
Glíma við þrenningu öndunarfærasjúkdóma
Álag hefur aukist á bandarísk sjúkrahús undanfarið vegna fjölgunar tilfella þriggja öndunarfærasjúkdóma, COVID-19, RS veiru og árlegrar inflúensu sem er sögð fyrr á ferðinni en vanalega.