COVID-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af kórónaveiru. Talið er að hún hafi orðið til á hrávörumarkaði í Wuhan-héraði í Kína í desember 2019.

Þriggja daga útgöngubann í Queensland í Ástralíu
Milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borgar Ástralíu, og Queensland verður gert að halda sig heima í þrjá daga vegna aukinnar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Ráðstafanirnar taka gildi síðdegis í dag laugardag.
31.07.2021 - 05:18
Kórónuveiran dreifir sér um Kína
Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í Kína, þeim versta um margra mánaða skeið. Yfirvöld grípa til mjög harðra sóttvarnaráðstafana, jafnvel þótt ekki greinist mjög mörg smit.
Sjónvarpsfrétt
Vilja ólm losna úr einangrun en þurfa að vera þolinmóð
Síminn stoppar ekki hjá covid-göngudeildinni vegna fólks sem vill losna úr einangrun fyrir verslunarmannahelgina. Einangrunartími smitaðra var styttur í dag, að því gefnu að fólk sé einkennalaust og bólusett. Yfirlæknir biður fólk að sýna þolinmæði.
Fjórtán daga nýgengi gæti náð nýjum hæðum um helgina
Fjórtán daga nýgengi smita hérlendis verður orðið það mesta frá upphafi faraldursins áður en helgin er úti ef álíka mörg smit greinast á morgun og hinn og verið hefur síðustu daga. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
30.07.2021 - 17:03
Þung umferð og fólk ekkert að láta veiruna stöðva sig
Sævar Þór Sigmarsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kórónuveirufaraldurinn ekki raska ferðaplönum landsmanna. Umferðin út úr borginni hefur verið þung í dag en gengið vel, ef frá er talið óhapp í...
Tjaldsvæði á góðviðrissvæðum vel sótt og sum hótel full
Starfsmaður tjaldsvæðanna í Fjallabyggð hyggst sýna útsjónarsemi um helgina til að halda djammi í skefjum og fjölskyldufólki ánægðu. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru vel sótt og öll herbergi á Hótel Sigló uppbókuð. Töluverð aðsókn er líka á tjaldsvæðið...
Nábrókin heldur velli og búist við rífandi stemmningu
Smáhátíðin Nábrókin í Trékyllisvík á Ströndum er ein örfárra sem fara fram um verslunarmannahelgina þrátt fyrir veirutakmarkanir. Þau sem mæta á fjárhústónleika í kvöld þurfa að skrá sig í stíu. Skipuleggjandinn býst ekki við holskeflu vestur.
30.07.2021 - 15:49
Einangrun bólusettra stytt í tíu daga
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusett fólk, sem greinist með kórónuveiruna, skuli framvegis sæta tíu daga einangrun en ekki fjórtán daga eins og áður svo fremi sem þeir eru heilsuhraustir og ekki ónæmisbældir.
Sjúklingur og starfsmaður reyndust ekki með covid
Starfsmaður og sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala losnuðu úr einangrun í dag, degi eftir að skimun gaf til kynna að þeir kynnu að vera sýktir af covid. Niðurstöður þeirrar skimunar voru ekki afgerandi og voru viðkomandi því...
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá...
Útvarpsviðtal
Gætu þurft að vísa covid-sýktu fólki frá sóttvarnahúsum
Mjög er farið að þrengjast um í sóttvarnahúsum og það styttist í að öll herbergi verði fullnýtt. Því getur komið til þess á næstunni að vísa verði covid-sýktu fólki frá, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa. Fleiri herbergi eru...
30.07.2021 - 12:39
Gögn sýna meiri alvarleg veikindi hjá viðkvæmum hópum
Staðgengill sóttvarnarlæknis segir ný gögn sýna fram aukna tíðni alvarlegra veikinda og dauðsfalla hjá bólusettum, viðkvæmum hópum. Tíðnin eykst með hækkandi aldri. Hún undirstrikar þó að smit þýði ekki sjálfkrafa alvarleg veikindi, sérstaklega ekki...
Yfir 100 smit fjórða daginn í röð
112 covid-smit greindust innanlands í gær. Þetta er fjórði dagurinn í röð þar sem hundrað eða fleiri smit greinast innanlands og sá sjötti frá upphafi faraldursins. Tölur fyrir smit sem greindust í fyrradag hafa verið uppfærðar. Nú er ljóst að 129...
30.07.2021 - 10:48
Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.
30.07.2021 - 09:36
Margir mættir í sýnatöku í morgunsárið
Löng röð var í sýnatöku við í húsnæði Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í morgun. Rétt fyrir opnun náði röðin upp í Ármúla.