RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Viðmælendagreining RÚV - 3. ársfj. 2020

Mynd með færslu
 Mynd:
Í stefnu RÚV sem gildir til 2021 eru jafnréttismál í forgrunni. Árið 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum.

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og öllum reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi og eru mælingarnar birtar fjórum sinnum á ári.  Talning sem þessi getur aldrei sýnt til fulls hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að átta sig á stöðunni og fylgjast með þróuninni.

Viðmælendaskráning á þriðja ársfjórðungi 2020

Tölur fyrir þriðja ársfjórðung, 1. júlí til 30. september 2020 sýna að hlutfall viðmælenda var 52% karlar og 48% konur í sjónvarps og útvarpdagskrá RÚV, að undanskildum fréttum.  Sem fyrr er ójafnvægi meðal viðmælenda í fréttum en það ræðst að stærstum hluta af samfélagsaðstæðum. Talningin bendir þó til mun sterkari stöðu hjá RÚV en almennt hjá öðrum miðlum hérlendis og erlendis.

  KK% KVK%
Fréttastofa 63% 37%
Rás 1 47% 53%
Rás 2 58% 42%
RÚV 46% 54%
     
Án frétta 52% 48%