RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum
Útvarpsþing RÚV 2022
Fimmtudaginn 22. september verður Útvarpsþing Ríkisútvarpsins haldið undir yfirskriftinni RÚV okkar allra – fyrir þig. Á þinginu verður stefna Ríkisútvarpsins til næstu ára ásamt framtíðarsýn og stefnuáherslum kynnt.
Öflugir erlendir fyrirlesarar dýpka umfjöllun um helstu áhersluatriðin í stefnu RÚV á þinginu.
Sandy French, fréttastjóri DR fjallar um mikilvægi almannaþjónustumiðla í fréttaþjónustu, stafræna stefnu DR, og birtingarmynd hennar á samfélagsmiðlum og hvernig almannaþjónustumiðlar og einkamiðlar geta starfað samhliða.
Francesca Scott, sérfræðingur EBU á sviði fjölbreytileika, jafnræðis og þátttöku, fjallar um mikilvægi þess að auka fjölbreytileika og jafnræði í fjölmiðlum.
Olivier van Duüren, stjórnunarráðgjafi hjá The Dualarity, um stjórnun stafrænna breytinga og hvernig tryggja megi árangur í hröðu umbreytingaferli. Að erindum loknum verða pallborðsumræður.
Dagskrá:
Stutt ávarp
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
Stefna RÚV og stefnuáherslur
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri
Fréttir og þjóðfélagsrýni
Sandy French, fréttastjóri danska Ríkisútvarpsins DR
Fjölbreytileiki, jafnræði og þátttaka
Francesca Scott, sérfræðingur EBU á sviði fjölbreytileika, jafnræðis og þátttöku
Stjórnun stafrænna breytinga
Olivier van Duüren stjórnunarráðgjafi hjá The Dualarity
Pallborðsumræður
RÚV okkar allra - fyrir þig
Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður stjórnar RÚV
Fundarlok
Fundarstjóri: Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV
Skráning á útvarpsþing
Útvarpsþingið stendur frá kl. 9 - 12
Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8.30 í Útvarpshúsinu.