RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins

Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráðið - RÚV
Umhverfis og auðlindaráðuneyti gaf í gær út tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt 16.september á Degi íslenskrar náttúru. Verðlaunin eru veitt fjölmiðlafólki sem vekur sérstaka áherslu á umhverfismál.

 

Tveir dagskrárgerðarmenn hjá RÚV fengu tilnefningu. Arnhildur Hálfdánardóttir, fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían og Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á fréttastofu RÚV, fyrir umfjöllun um náttúru Íslands

Aðrir tilnefndir voru Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíasson, Sunna Ósk Logadóttir og Sölvi Bjartur Ingólfsson. 

 

 

10.09.2020 kl.16:17
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni