RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Mynd með færslu
 Mynd:
Ákörðun um ráðningu útvarpsstjóra liggur nú fyrir en stjórn RÚV hef­ur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson út­varps­stjóra til næstu fimm ára.  Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi.

Ákörðun um ráðningu útvarpsstjóra liggur nú fyrir en stjórn RÚV hef­ur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson út­varps­stjóra til næstu fimm ára.  Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi.

Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. Stjórnin lagði áherslu á fag­legt og vandað ráðning­ar­ferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu var lögð áhersla á meta umsækjendur út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru sett­ar í aug­lýs­ing­unni um starfið.  Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.

Stefán hefur umfangsmikla reynsla af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra.

Stefán lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengt stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative.

Staða út­varps­stjóra var aug­lýst 15. nóvember sl. í kjöl­far þess að Magnús Geir Þórðarson lét af störf­um. Alls barst 41 um­sókn­ um stöðuna.

Við óskum Stefáni hjartanlega til hamingju og bjóðum hann velkominn. Hann tekur formlega til starfa 1. mars næstkomandi.

28.01.2020 kl.14:51
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni