RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum
Samningur við Myndstef undirritaður
Þessi nýji samningur er ólíkari en eldri samningar að því leyti að um er að ræða svokallaðan samningskvaðasamning, sem Myndstef hefur heimild til að gera þar sem samtökin hafa viðurkenningu menningar-og viðskiptaráðuneytis (áður mennta-og menningarmálaráðuneyti). Samningskvaðasamningur er sérstök tegund af myndbirtingarleyfi þar sem notandi fær eitt heildarleyfi til að birta verk eftir marga höfunda og þarf því ekki að sækja um leyfi fyrir hvern höfund. Höfundum er þó ávallt heimilt að taka ekki þátt í heildarsamningum og þurfa þeir að tilkynna það til Myndstefs. Í þeim tilvikum þarf að semja sérstaklega við þann höfund.
RÚV fagnar þessum samningi sem mun án efa greiða fyrir notkun íslenskra myndverka í dagskrárgerð í miðlun RÚV og að sama skapi að það sé tryggt að höfundum verði greitt fyrir notin.
Mynd af undirrituninni þar sem Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Ragnar Th. Sigurðsson, stjórnarformaður Myndstefs, undirrita samninginn. (© Myndstef/RTS)