RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum
RÚV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA
Eliza Reid forsetafrú kynnti viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar á rafrænni ráðstefnu þann 13. nóvember sem streymt var í beinni útsendingu á RÚV.is. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2019 hlutu 18 þátttakendur viðurkenningu, en í ár voru viðurkenningarhafar 44 talsins.
„Við erum afar þakklát fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu. Hún staðfestir að við erum á réttri leið og hvetur okkur sömuleiðis til að halda áfram.“ Segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Meðal þeirra sem tóku þátt ráðstefnunni voru Katrín Jakobsdóttir – forsætisráðherra, Dr. Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, mannauðsstjóri Deloitt, Þorsteinn V. Einarsson, Karlmennskan, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 30 fyrirtækja, 5 sveitarfélaga og 9 opinberra aðila úr hópi þeirra 116 aðila sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2019 hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hafa náð markmiðunum um rúmlega helming á milli ára.
Á árinu undirrituðu alls átta sveitarfélög og tólf opinberir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar og bættust þar með í hóp þeirra sem undirrituðu fyrir ári síðan. Þá hafa 38 fyrirtæki einnig undirritað viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin.
Hér að neðan má sjá lista yfir viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar árið 2020.
1912 ehf.
Akureyrarbær
Arion banki
Atmonia
Borgun hf
Coca-Cola European Partners Íslandi
Controlant
Distica
Dómsmálaráðuneytið
Félagsbústaðir
Múlaþing
Framkvæmdasýsla ríkisins
GG verk ehf
Godo
Háskóli Íslands
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
iClean ehf
Inter ehf
Ísafjarðarbær
Isavia Ohf
Íslandsbanki
Ístak hf
Landhelgisgæsla Íslands
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Lyf og heilsa
Lyfja hf.
Miðbæjarhótel/Center Hotels ehf
Olíuverzlun Íslands ehf
Orka náttúrunnar
Orkuveita Reykjavíkur
Pipar\TBWA
Reykjanesbær
Ríkisútvarpið ohf
Rio Tinto á Íslandi
Samkaup
Sjóvá
Skatturinn
Sveitarfélagið Ölfus
Terra umhverfisþjónusta
Torg ehf
Valitor
Veritas Capital ehf
Vinnupallar ehf
VÍS Vátryggingafélag Íslands
Vörður tryggingar