RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Norrænt sjónvarpsefni í blóma

Mynd með færslu
 Mynd:
Leikið norrænt sjónvarpsefni hefur aldrei verið í eins miklum blóma og þykir með því frambærilegasta sem gert er í heiminum. Sýningar á norrænu efni á RÚV hefur aukist um 55% síðan 2014.

Hér má sjá brot af norrænu efni sem hefur verið í sýningum á RÚV og einnig úrval af því sem koma skal á næstunni.

Mynd:  / 

Meðal þátta sem væntanlegir eru á RÚV eru Twin frá NRK sem hefja göngu sína á RÚV í byrjun janúar. Þættirnir 22. júlí sem einnig koma úr smiðju NRK verða einnig á dagskrá í janúar. Invisible Heoroes frá finnska ríkissjónvarpinu hefja göngu sína í apríl og  Når støvet har lagt sig frá DR verður á dagskrá RÚV haustið 2020.

Leikið íslenskt efni sem RÚV hefur tekið þátt í að framleiða hefur að sama skapi ferðast víða um heim en þar á meðal eru þættirnir Pabbahelgar, Ófærð 1 og Ófærð 2 og Flateyjargátan. 

 

01.11.2019 kl.14:39
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni