RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Nöfn tólf kvenna sem taka þátt í fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV 2021

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV er eitt af hreyfiaflsverkefnum FKA sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu og nú hefur valnefnd skilað lista yfir þær 12 konur sem fá að verja deginum í Útvarpshúsi 4. febrúar. Á annað hundrað konur sóttu um og ferilskrár þeirra sem heimiluðu verða sendar áfram til fjölmiðla.

 

Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi fjölmiðlafólks og beina sjónum að ólíkum konum í atvinnulífinu og bjóða komandi kynslóðum uppá fjölbreyttar fyrirmyndir. Einnig er markmiðið að auka á fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og greiða leið fjölmiðlafólks að konum. 

Nöfn kvennanna í stafrófsröð

Danielle Neben
Marketing end-to-end Chinese payment, digital marketing and eCommerce solutions in Iceland.

Edda Heiðrún Geirsdóttir
Össur

Eva Dís Þórðardóttir
Skipulagsfræðingur

Eva Michelsen
Fjármál og rekstur ehf. / Eldstæðið ehf. / ERM ehf.

Gerður Huld Arinbjarnardóttir
Eigandi Blush

Hafdís Hanna Ægisdóttir 
Doktor í plöntuvistfræði, umhverfismálum og alþjóðlegri þróunarsamvinnu

Hulda Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar ITERA

Ragna Björg Guðbrandsdóttir
Bjarkarhlíð

Sigríður Kristjánsdóttir
Jarðeðlisfræðingur

Sonja Scott
CCEP

Unnur Birgisdóttir
Director, People Experience hjá Geko

Unnur Elva Arnardóttir
Skeljungur

Öllum umsækjendum er þakkað fyrir sýndan áhuga og við minnum á að fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV verður haldið aftur að ári.

 

01.02.2021 kl.11:49
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, FKA, Í umræðunni