RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Menningarviðurkenningar RÚV 2020

Menningarviðurkenningar RÚV 2020
 Mynd:
Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2020, voru veittar við þann 20. janúar 2021. Andri Snær Magnason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Helgi Björnsson hlaut Krókinn, viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu.

 

Menningin á RÚV gerði viðurkenningunum skil sama dag auk þess sem rætt var við viðurkenningarhafa í Víðsjá Rásar 1. Við sama tilefni var tilkynnt um um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu auk þess sem orð ársins að mati hlustenda og Stofnun Árna Magnússonar var kynnt.

Orð ársins 2020 að mati Stofnunar Árna Magnússonar var orðið sóttkví, en notendur rúv.is völdu orðið þríeyki. Markmiðið með því að velja orð ársins er að draga fram þau orð sem einkenndu þjóðfélagsumræðuna á nýliðnu ári. Orðin þurfa að hafa verið áberandi eða endurspegla samfélagið á einn eða annan hátt. Þau orð sem þóttu standa upp úr 2020 voru orðin kófið, samkomubann og bangsaleit. Stofnun Árna Magnússonar sótti orð ársins í textasöfn sem endurspegluðu umræðuna í fjölmiðlum og samfélaginu öllu. ína

Alls var 121 styrkur veittur úr sameinuðum Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs árið 2020. Sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar. Sjóðurinn veitir höfundum fjárstuðning fyrir tónsmíði og heildstæð verk og er sérstaklega horft til fagþekkingar auk þess sem metnaðarfyllri og yfirgripsmeiri verkefni hljóta forgang.