RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Kynjahlutfall viðmælenda RÚV 2020

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 liggja fyrir. Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. 

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að mæla hver staðan og þróunin eru. 

Jafnt hlutfall í dagskrá RÚV

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV á fyrsta ársfjórðungi 2020, utan frétta, var jafnt, 50% karlar og 50% konur. Með kynjajafnvægi í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis. 

Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 65% karlar og 35% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af.  

Viðmælendaskráning fyrsta ársfjórðung 2020

  kk. kvk. Heild kk. % kvk. %
Rás 1 524 604 1.128 46% 54%
Rás 2 359 286 645 56% 44%
RÚV 357 363 720 50% 50%
Fréttastofa 2.305 1.265 3.570 65% 35%
           
Dagskrá og fréttir 3.545 2.518 6.063 58% 42%
Dagskrá RÚV 1.240 1.253 2.493 50% 50%