RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Gott jafnvægi milli kynjanna í dagskrá RÚV

Bein útsending frá Hæfileikunum, hæfileikakeppni félagsmiðstöðva í Reykjavík.

Hæfileikarnir eru hæfileikakeppni þar sem unglingar frá félagsmiðstöðvum Reykjavíkur taka þátt. 10 atriði frá 8 félagsmiðstöðvum eru í keppninni og taka 10 unglingar þátt. Ekki er nóg með það að þátttakendur séu unglingar heldur eru kynnar og dómnefnd líka unglingar. Auk þess eru unglingar líka á bakvið tjöldin og leggja hönd á plóg við tæknivinnu, förðun og margt annað sem við kemur sjónvarpsútsendingunni.

Keppendur eru

Auður Árnadóttir og Monika Lárusdóttir  
Félagsmiðstöðinni Fjörgyn 

Bára Katrín Jóhannsdóttir
Félagsmiðstöðin Fókus 

Annía Stefánsdóttir
Félagsmiðstöðin Hólmaseli   

Marteinn Þór Vilhelmsson  
Félagsmiðstöðin Tíunni 

Ísak Thomas Birgisson 
Félagsmiðstöðin Hólmaseli   

Freyja Eaton  
Félagsmiðstöðin Buskanum 

Bjarni Pálsson 
Félagsmiðstöðin Frosta   

Sigrún Benediktsdóttir  
Félagsmiðstöðin 100og1 

Helena Ósk Halldórsdóttir 
Félagsmiðstöðin Buskanum
 Mynd: Mummi Lú
Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Tölur fyrir allt árið 2019 liggja nú fyrir.

 

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að mæla hver staðan og þróunin eru. 

RÚV hefur markvisst staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að hvetja konur til þátttöku á sviðum þar sem þær hafa ekki verið jafnar körlum m.a. námskeiði í íþróttafréttamennsku fyrir konur, námskeiðum í spurningatækni fyrir Gettu betur og kynjakvóta í liðum í Gettu betur. Þessar aðgerðir hafa borið góðan árangur.

Jafnt hlutfall í dagskrá RÚV 2019

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var alveg jafnt, 50% karlar og 50% konur. Með kynjajafnvægi í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis. 

Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af.  Tölurnar hafa þróast í átt til jafnvægis frá því að mælingar hófust.

Viðmælendaskráning fjórði ársfjórðungur 2019

  kk. kvk. Heild kk. % kvk. %
Rás 1 528 647 1.175 45% 55%
Rás 2 395 341 736 54% 46%
RÚV 347 325 672 52% 48%
Fréttastofa 2.116 1.253 3.369 63% 37%
           
Dagskrá og fréttir 3.386 2.566 5.952 57% 43%
Dagskrá RÚV 1.270 1.313 2.583 49% 51%

 

Viðmælendaskráning 2019 í heild

  kk. kvk. Heild kk. % kvk. %
Rás 1 1.999 2.207 4.206 48% 52%
Rás 2 1.555 1.264 2.819 55% 45%
RÚV 970 995 1.965 49% 51%
Fréttastofa 8.205 4.844 13.049 63% 37%
           
Dagskrá og fréttir 12.729 9.310 22.039 58% 42%
Dagskrá RÚV 4.524 4.466 8.990 50% 50%