RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Dagur íslenska táknmálsins á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Julia&Juli - Vimeo
Degi íslenska táknmálsins, þriðjudaginn 11. febrúar, verður fagnað með eftirfarandi hætti á RÚV:

KrakkaRÚV

  • Táknmálstúlkun með Krakkafréttum 11. febrúar.
  • Stundin okkar með táknmálstúlkun sunnudaginn 16. febrúar.
  • Borði á krakkaruv.is tileinkaður deginum og íslenska táknmálinu.
  • Þann 11. febrúar verður einnig tilkynnt um stórt samstarfsverkefni KrakkaRÚV við ýmsar stofnanir um stafakennslu og kennslu á íslenska táknmálinu.

Fréttastofa

  • Fréttir kl. 19 með táknmálstúlkun á RÚV 2 og rúv.is

RÚV.is

  • Valið útvarpsefni túlkað á táknmál í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þættirnir verða birtir á rúv.is og vef SHH.
  • Fyrstu tveir þættirnir fara í loftið 11. febrúar. Það eru annars vegar Orð af orði frá 17. febrúar 2019 þar sem rætt var við Valgerði Stefánsdóttur um sögu íslenska táknmálsins og hins vegar viðtal við Hólmfríði Þóroddsdóttur  í Síðdegisútvarpinu 1. febrúar 2019 um íslenska táknmálið og allskyns misskilning sem gætir um það.
  • Fleiri þættir og innslög eru væntanleg.