RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Aukið traust á fréttastofu RÚV

Mynd með færslu
 Mynd:
Mikill meirihluti landsmanna treysti fréttaflutningi RÚV í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Könnun MMR, sem var gerð í byrjun maí, sýnir að 72% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Það hefur aukist frá fyrra ári því það mældist að meðaltali 68% í könnunum 2019. 

Þetta eru ánægjulegar fréttir sem staðfesta traust landsmanna á fréttaþjónustu RÚV!

Í sömu könnun var einnig spurt um upplýsingagjöf vegna COVID-19.  Tæplega 85% svarenda voru sammála þeirri fullyrðingu að RÚV væri mikilvægur hlekkur í upplýsingagjöf í kórónuveirufaraldrinum.

*Könnunin var gerð 4.-8.maí og náði til Íslendinga, 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.  Svarfjöldi var 1.023.