RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Algert jafnvægi milli kynja í dagskrá RÚV

Þau Unnsteinn Manúel Stefánsson, Þórdís Gísladóttir og Ilmur Stefánsdóttir voru viðmælendur Lestarklefans 09. nóvember.
 Mynd: RÚV
Liður í jafnréttisvinnu RÚV er samræmd skráning á kynjahlutfalli viðmælenda sem tekin var upp 1. desember 2015 og birt er opinberlega á þriggja mánaða fresti.

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að mæla hver staðan og þróunin eru. RÚV hefur markvisst staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að hvetja konur til þátttöku á sviðum sem þær hafa ekki verið jafnar körlum m.a. námskeiði í íþróttafréttamennsku fyrir konur, námskeiðum í spurningatækni fyrir Gettu betur og kynjakvóta í liðum í Gettu betur. Þessar aðgerðir báru góðan árangur.

Jafnt hlutfall kynja í dagskrá árið 2018

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var betri árið 2018 en árið á undan og var nú í fyrsta sinn alveg jafnt, þ.e. 50% karlar og 50% konur. Með jafnvægi milli kynja í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis þar sem sjaldan er jafnvægi milli kynja. 

Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af.  Tölurnar hafa þó þróast í átt til jafnvægis milli ára. 

Jákvæð þróun

Tölur fyrir fjórða ársfjórðung, 1. október til 31. desember 2018, staðfesta jákvæða þróun í átt að jöfnuði. Hlutfall karla og kvenna í dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og RÚV síðustu þrjá mánuði ársins er nánast jafnt, 51% konur og 49% karlar. Hlutfall viðmælenda er 56% karlar og 44% konur í dagskrá og fréttum samanlagt. Einhverjar sveiflur eru á milli miðla en í heild minnkar kynjabilið stöðugt í dagskránni í miðlum RÚV.

Viðmælendaskráning fjórði ársfjórðungur 2018

  kk kvk Heild kk % kvk %
Rás 1 633 701 1334 47% 53%
Rás 2 372 336 708 53% 47%
RÚV 508 548 1.056 48% 52%
Fréttastofa 2.048 1.216 3.264 63% 37%
           
Dagskrá og fréttir 3.561 2.801 6.362 56% 44%
Dagskrá RÚV 1.513 1.585 3.098 49% 51%

 

Viðmælendaskráning 2018 – heild

  kk kvk Heild kk % kvk %
Rás 1 2.211 2.477 4.688 47% 53%
Rás 2 1.539 1.292 2.831 54% 46%
RÚV 1.025 1.023 2.048 50% 50%
Fréttastofa 7.152 4.275 11.427 63% 37%
           
Dagskrá og fréttir 11.927 9.067 20.994 57% 43%
Dagskrá RÚV 4.775 4.792 9.567 50% 50%

 

Viðmælendaskráning 2017 – heild

  kk kvk Heild kk % kvk %
Rás 1 2.211 2.395 4.507 47% 53%
Rás 2 1.841 1.420 3.261 56% 44%
RÚV 1.517 1.433 2.950 51% 49%
Fréttastofa 7.234 4.113 11.347 64% 36%
           
Dagskrá og fréttir 12.704 9.361 22.065 58% 42%
Dagskrá RÚV 5.470 5.248 10.718 51% 49%