RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf. 27.apríl 2022

Mynd með færslu
 Mynd:
Boðað hefur verið til aðalfundar Ríkisútvarpsins ohf., miðvikudaginn 27. apríl kl. 16.00 í húsnæði félagsins, Efstaleiti 1, Reykjavík. Ársskýrsla RÚV verður aðgengileg á rafrænu formi skömmu fyrir fundinn, aðgengileg á www.ruv.is. Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins:

1.            Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
2.            Endurskoðaður ársreikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar
3.            Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps
4.            Starfskjarastefna lögð fram til samþykktar
5.            Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra
6.            Kosning stjórnar félagsins
7.            Kosning í stjórn dótturfélaga Ríkisútvarpsins ohf.
8.            Kosning endurskoðanda
9.            Önnur mál

22.04.2022 kl.16:20
Valgeir Vilhjálmsson
Samskiptasvið
Birt undir: Í umræðunni, Aðalfundur, Í umræðunni