Helgafellssveit

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Sveitarfélög fyrir norðan og vestan í sameiningarhug
Íbúar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykktu í kvöld sameiningu. Íbúar í 19 í sveitarfélögum hafa nú kosið um sameiningu frá því í sumar og þetta voru síðustu sameiningarkosningarnar í nokkuð langri törn.
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær stefna að sameiningu
Nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningarviðræður. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári.
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Undir 50 á kjörskrá í tveimur sveitarfélögum
Fæstir kjósendur á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru í Skorradalshreppi og Helgafellssveit. Í Skorradalshreppi eru 44 á kjörskrá og í Helgafellssveit 45.
Segir sameiningu liggja beinast við
Hilmar Hallvarðsson, oddviti í Helgafellssveit, er þeirrar skoðunar að það sé út í hött að reka stjórnsýslu fyrir 50-60 manns. Hann segir að sameining við Stykkishólm liggi beinast við en viðurkennir að skiptar skoðanir séu um sameiningu meðal íbúa.
Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í bráð
Ekkert verður af íbúakosningum um sameiningu þriggja sveitarfélaga á Snæfellnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þetta er niðurstaða samstarfsnefndar um mögulega sameiningu.
Fréttaskýring
Ólíklegt að sveitarfélögum fækki mikið í bráð
Þrátt fyrir sameiningarviðræður í flestum landshlutum er ólíklegt að sveitarfélögum fækki um meira en þrjú í náinni framtíð. Viðræður hafa víða siglt í strand vegna skorts á fjármagni. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að ríkið geri meira til að liðka fyrir sameiningum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í dag dragbítur á sameiningar.
Kosið um sameiningu á Snæfellsnesi
Íbúar í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði greiða væntanlega atkvæði í lok nóvember eða byrjun desember um hvort sameinina eigi sveitarfélögin. Sameiginlegur undirbúningsfundur sveitarstjórnanna verður haldinn eftir helgi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sagðist á Morgunvaktinni vonast til að sveitarfélögin sameinist og á endanum verði allt Snæfellsnes eitt sveitarfélag.
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
Egill með flest atkvæði í Helgafellssveit
Egill V. Benediktsson hlaut flest atkvæði í kosningum í Helgafellssveit. Aðrir sem sem kjörnir voru í sveitarstjórn eru Guðlaug Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, Sif Matthíasdóttir og Jóhanna Kristín Hjartardóttir.
Helgafellssveit
Í Helgafellssveit bjuggu 53 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er annað af fámennustu sveitarfélögum landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 17:24
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.
Úrslit í Helgafellssveit
Aðalmenn í Helgafellssveit voru í dag kjörnir þau Benedikt Benediktsson, Jóhannes E. Ragnarsson, Sævar I. Benediktsson, Brynjar Hildibrandsson og Auður Vésteinsdóttir. 49 voru á kjörskrá, 44 greiddu atkvæði, þar af einn auður seðill og enginn ógildur seðill.
30.05.2010 - 02:27