Helgafellssveit
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
24.02.2020 - 13:20
Undir 50 á kjörskrá í tveimur sveitarfélögum
Fæstir kjósendur á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru í Skorradalshreppi og Helgafellssveit. Í Skorradalshreppi eru 44 á kjörskrá og í Helgafellssveit 45.
16.05.2018 - 14:46
Segir sameiningu liggja beinast við
Hilmar Hallvarðsson, oddviti í Helgafellssveit, er þeirrar skoðunar að það sé út í hött að reka stjórnsýslu fyrir 50-60 manns. Hann segir að sameining við Stykkishólm liggi beinast við en viðurkennir að skiptar skoðanir séu um sameiningu meðal íbúa.
11.05.2018 - 16:50
Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í bráð
Ekkert verður af íbúakosningum um sameiningu þriggja sveitarfélaga á Snæfellnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þetta er niðurstaða samstarfsnefndar um mögulega sameiningu.
13.11.2017 - 12:29
Ólíklegt að sveitarfélögum fækki mikið í bráð
Þrátt fyrir sameiningarviðræður í flestum landshlutum er ólíklegt að sveitarfélögum fækki um meira en þrjú í náinni framtíð. Viðræður hafa víða siglt í strand vegna skorts á fjármagni. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að ríkið geri meira til að liðka fyrir sameiningum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í dag dragbítur á sameiningar.
06.10.2017 - 16:25
Kosið um sameiningu á Snæfellsnesi
Íbúar í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði greiða væntanlega atkvæði í lok nóvember eða byrjun desember um hvort sameinina eigi sveitarfélögin. Sameiginlegur undirbúningsfundur sveitarstjórnanna verður haldinn eftir helgi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sagðist á Morgunvaktinni vonast til að sveitarfélögin sameinist og á endanum verði allt Snæfellsnes eitt sveitarfélag.
16.08.2017 - 11:03
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
05.07.2016 - 16:11
Egill með flest atkvæði í Helgafellssveit
Egill V. Benediktsson hlaut flest atkvæði í kosningum í Helgafellssveit. Aðrir sem sem kjörnir voru í sveitarstjórn eru Guðlaug Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, Sif Matthíasdóttir og Jóhanna Kristín Hjartardóttir.
31.05.2014 - 21:21
Helgafellssveit
Í Helgafellssveit bjuggu 53 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er annað af fámennustu sveitarfélögum landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 17:24
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
13.05.2014 - 09:44
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
04.10.2013 - 12:27
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.
16.02.2013 - 12:25
Úrslit í Helgafellssveit
Aðalmenn í Helgafellssveit voru í dag kjörnir þau Benedikt Benediktsson, Jóhannes E. Ragnarsson, Sævar I. Benediktsson, Brynjar Hildibrandsson og Auður Vésteinsdóttir. 49 voru á kjörskrá, 44 greiddu atkvæði, þar af einn auður seðill og enginn ógildur seðill.
30.05.2010 - 02:27