Hafnarfjarðarkaupstaður

Sprenging á vinnusvæði í Hafnarfirði
Nokkuð öflug sprenging varð um klukkan hálf níu í morgun á vinnusvæði við Ásvallabraut í Hafnarfirði.
Góður gangur í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði
Góður gangur er í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Myndskeið
Framsókn í aðalhlutverki í Hafnarfirði
Framsóknarflokkurinn er í lykilhlutverki við myndun meirihluta í Hafnarfirði. Núverandi meirihluti heldur þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn missi einn bæjarfulltrúa miðað við fyrstu tölur. Samfylkingin bætir verulega við sig undir forystu Guðmundar Árna Stefánssonar sem snýr aftur í bæjarstjórn eftir tæplega þriggja áratuga fjarveru. Hann ætlar að vera í símanum í alla nótt en vill ekki gefa upp við hvern hann ætlar að tala fyrst.
14.05.2022 - 23:45
Sjónvarpsfrétt
Dálæti á einkabílnum vex með fjarlægð frá miðborginni
Dálæti Reykvíkinga á einkabílnum er mismikil eftir búsetu. Þannig eru flestir aðdáendur hans hlutfallslega í Grafarvogi en flestir unnendur almenningssamgangna eru í miðborginni. Þetta leiða niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors í ljós. „Það er svona meira að íbúar hallist að einkabílnum þegar fjær kemur vesturbæ og miðbæ,“ segir Rúnar.
Fylgi flokka í Hafnarfirði
Samfylkingin í stórsókn og meirihlutinn í fallhættu
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist verulega meðal hafnfirskra kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Verði niðurstaða kosninganna í takt við niðurstöður þessarar könnunar er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi og Framsóknarflokkurinn bæti lítið eitt við sig.
Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
X22 Hafnarfjörður
Deilt um fyrirhyggju eða fyrirhyggjuleysi í Hafnarfirði
Húsnæðis- og skipulagsmál voru áberandi í umræðum oddvita þeirra átta flokka eða framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þ. 14. maí.
Davíð leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði
Vinstri græn í Hafnarfirði stilltu í kvöld upp lista fyrir bæjarstjórnarkosningar. Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, skipar efsta sætið og Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, er önnur.
Stuð á þingmönnum í umræðu um húsnæðismál
Þingmenn börðu í borðið og klöppuðu jafnvel þegar þeir ræddu húsnæðismál undir liðnum fundarstjórn forseta. Og greina mátti kosningaskjálfta fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Framsóknarmenn punduðu á meirihlutann í borginni fyrir aðgerðarleysi en stjórnarandstaðan kom honum til varnar og beindi spjótum sínum að stöðunni í Hafnarfirði þar sem Framsókn er í meirihluta. Formaður Samfylkingarinnar sagði innkomu ráðherra í umræðuna „með því ósmekklegra sem ég hef heyrt.“
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
Björguðu tíu ára dreng upp úr sprungu á Völlunum
Slökkviliðsmenn komu tíu ára dreng til bjargar eftir að hann féll ofan í sprungu á útivistarsvæði á Völlunum í Hafnarfirði um klukkan hálf fimm í dag. Þegar slökkvilið kom að var um einn og hálfur metri niður að höfði drengsins þar sem hann stóð í sprungunni, fastur á fæti.
Kastljós
„Það er algjör pattstaða alls staðar“
Valdimar Númi Hjaltason, tæplega fimmtugur öryrki í Hafnarfirði, hefur undanfarna fimm mánuði þurft að fara í sund til að komast í bað. Hann býr til bráðabirgða hjá föður sínum meðan hann bíður eftir hentugu húsnæði frá Hafnarfjarðarbæ en fær engin svör um hvenær það gæti orðið.
Guðmundur Árni efstur hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði
Guðmundur Árni Stefánsson varð efstur í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði fyrir hönd Alþýðuflokksins 1986 til 1993, verður þar með oddvitaefni flokksins í bæjarstjórnarkosningum í maí.
Rósa sækist eftir endurkjöri í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar.
Sjónvarpsfrétt
Lóðir fyrir um 4.000 íbúðir í boði í Hafnarfirði
Þónokkur eftirspurn virðist vera eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ er stefnt að því að úthluta um 280 lóðum af ýmsum stærðum og gerðum fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram í vor. Þá eru áform um lóðaúthlutanir í Hafnarfirði fyrir um 4.000 íbúðir á næstu mánuðum.
70 milljónir þarf til að forða freskuverki frá skemmdum
Viðgerðarkostnaður við Víðistaðakirkju nemur um 70 milljónum og er fjármögnun verksins mikil áskorun fyrir söfnuðinn. Viðgerðirnar eru lífsnauðsynlegar því vegna ástandsins á kirkjunni liggja freskumyndir eftir listamnninn Baltasar Samper undir skemmdum. Þetta kemur fram í bréfi formanns sóknarnefndar til bæjarráðs Hafnarfjarðar þar sem hann þakkar fyrir þann 10 milljóna króna styrk sem bæjaryfirvöld veittu á dögunum.
02.12.2021 - 13:47
Myndskeið
Lítið bókasafn í litlum vita í Hellisgerði
Börn og eldri menn tóku saman höndum í Hafnarfirði í dag til þess að glæða lestraráhuga bæjarbúa. Karlar í skúrnum smíðuðu bókavita og leikskólabörn vígðu hann með því að setja bækur í hann. Verkefnið er
06.10.2021 - 19:21
Ekið á barn í suðurbæ Hafnarfjarðar
Umferðarslys varð í suðurbæ Hafnarfjarðar um klukkan tvö í dag. Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningamenn eru við störf á vettvangi. Talið er að slysið sé alvarlegt að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.