Hafnarfjarðarkaupstaður

Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Hafnarfjörður verður heimabær Tækniskólans
Í gær undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans viljayfirlýsingu um að reisa framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur undanfarin ár starfað í nokkrum byggingum sem dreifast víða um höfuðborgarsvæðið en í nýrri skólabyggingu gæti öll starfsemi skólans verið undir sama þaki.
Rafmagnslaust í hluta Hafnarfjarðar
Rafmagnslaust er í hluta Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu HS Veitna. Verið er að leita að biluninni. Íbúi í miðbæ bæjarins hafði samband við fréttastofu og sagði þar vera kolniðamyrkur. Svo virðist sem rafmagnið hafi farið um níu leytið í kvöld. HS Veitur bættu því svo við á Facebook klukkan 22:15 að rafmagn væri komið á að nýju hjá öllum notendum.
13.03.2021 - 21:36
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Hafa áhyggjur af nikotínpúða-notkun grunnskólakrakka
Rúmlega 16 prósent stelpna í tíunda bekk hafa notað nikotínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Tæp tíu prósent höfðu notað slíkan púða síðastliðna 30 daga. Þetta er hærra hlutfall hjá strákum á sama aldri; tæp 14 prósent höfðu prófað og 8,8 prósent síðustu þrjátíu daga. Íþrótta-og tómstundaráð Hafnarfjarðar hefur áhyggjur af stöðunni.
09.12.2020 - 20:57
Hafnarfjarðarbær aftur dæmdur fyrir óbyggðan grunnskóla
Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í lok síðasta mánaðar að Hafnarfjarðarbær þurfi að greiða arkitektastofunni Hornsteinum skaðabætur vegna grunnskóla sem stofan hannaði en var aldrei byggður. Í staðinn var honum fundinn annar staður nærri áratug seinna og nýtt útboð haldið. Arkitektastofan hefur metið tjónið á 47 til 74 milljónir króna.
Umhverfisstofnun geldur varhug við knatthúsi Hauka
Umhverfisstofnun hefur óskað eftir frekari gögnum frá Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðs knatthúss sem til stendur að reisa á mörkum friðlands Ástjarnar í Áslandi. Stofnunin telur óljóst hvaða áhrif framkvæmdin mun hafa á vatnafar Ástjarnar og það sé mikilvægt að meta hvaða áhrif jarðrask vegna knatthúss hafa á vatnsstöðu og lífríki tjarnarinnar.
18.10.2020 - 10:35
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Kynferðisbrotamál starfsmanns grunnskóla fellt niður
Mál starfsmanns Hraunvallaskóla, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum, hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.
Dapurlegt að börn komist ekki að í tónlistarnámi
Alls eru 219 á biðlista eftir að komast að í tónlistarnámi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. 171 grunnskólanemandi er á biðlistanum, en mest aðsókn er í að læra á píanó og gítar.
Slasaður hjólreiðamaður sóttur á sexhjóli
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að Helgafelli í Hafnarfirði í kvöld vegna reiðhjólaslyss. Einn maður slasaðist, en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Erfitt er að komast að slysstað á hefðbundnum sjúkrabílum og voru sjúkraflutningamenn því fluttir á staðinn á sexhjólum til að sækja hinn slasaða.
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Verktakafyrirtæki vill 248 milljónir vegna knatthúss
ÞG verktakar hafa stefnt Hafnarfjarðarbæ vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hafna tilboði fyrirtækisins í knatthús í Kaplakrika. Fyrirtækið krefst þess að bænum verði gert að greiða því nærri 248 milljónir með vöxtum en til vara að bærinn borgi kostnað fyrirtækisins við þátttöku í útboðinu.
16.07.2020 - 18:10
Ákærður fyrir manndráp, árás og ofsaakstur
Maður, sem er ákærður fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í apríl, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ofsaakstur. Beðið er eftir sakhæfismati en maðurinn hefur verið vistaður á réttargeðdeild.
Sökuðu minnihlutann um dylgjur og útúrsnúninga
Enn var tekist á í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Minnihlutinn sakar meirihlutann um að fylgja ekki verkferlum og að halda upplýsingum frá almenningi. Þá er spurt hvort vitneskja um mögulega fjárfesta hafi verið ljós frá upphafi og málið því keyrt áfram eins hratt og kostur er. Meirihlutinn vísar gagnrýninni á bug.
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
Þrír handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu
Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöld, grunaðir um framleiðslu fíkniefna. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir einnig handteknir vegna gruns um vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Að lokinni skýrslutöku voru þeir svo látnir lausir. Ekki er greint frá því í dagbókinni hvort, og þá hversu mikið magn fíkniefna var haldlagt.
Höfnuðu því að fresta launahækkunum bæjarfulltrúa
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafnaði á bæjarstjórnarfundi í gær tillögu frá fulltrúum minnihlutans um að breyta þóknun til kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði þannig að fyrirhugaðar hækkanir á þingfararkaupi nái ekki til þeirra. 
Myndskeið
Vilja selja til að stoppa upp í gatið
Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði vill selja hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við samdrætti sem er fyrirsjáanlegur vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir enga umræðu hafa verið um málið og að fólki hugnist þetta ekki.
Myndskeið
Kafarar þreifuðu fyrir sér í myrkri til að finna bílinn
Skjótur viðbragðstími og góð samvinna þeirra sem björguðu drengjunum sem voru í bíl sem fór í sjóinn Hafnarfjarðarhöfn í janúar varð ekki síst til þess að þeir lifðu slysið af. Aðstæður voru með versta móti og kafarar þurftu að þreifa fyrir sér í myrkri til að finna bílinn.
Viðtal
Hafnfirsku drengirnir lifðu af tveggja tíma hjartastopp
Drengirnir tveir, sem voru í bíl sem fór í sjóinn í Hafnarfirði í janúar, voru í hjartastoppi í tvo tíma og eru fyrstu og einu Íslendingarnir sem hafa lifað af jafn langt hjartastopp. Læknirinn sem sá um meðferð drengjanna segir málið einstakt á alla mælikvarða, en þeir eru báðir komnir heim af spítala.
20.04.2020 - 19:10
„Kraftaverk að þeir hafi allir lifað slysið af“
Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára drengur sem var í bíl sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í janúar, er kominn heim af sjúkrahúsi. Drengirnir þrír sem voru í bílnum hafa því allir náð sér. Tveir þeirra eru fæddir árið 2002 og einn 2004. Móðir Helga Vals segir kraftaverk að þeir hafi allir komist lífs af úr slysinu.
16.04.2020 - 12:40
Lögregla kom á heimilið áður konan fannst látin
Lögregla var kölluð að heimili í Hafnarfirði fimm klukkustundum áður en kona fannst þar látin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonur konunnar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Stöð 2. Málið hefur verið tilkynnt til héraðssaksóknara.