Hafnarfjarðarkaupstaður

Kynferðisbrotamál starfsmanns grunnskóla fellt niður
Mál starfsmanns Hraunvallaskóla, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum, hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.
Dapurlegt að börn komist ekki að í tónlistarnámi
Alls eru 219 á biðlista eftir að komast að í tónlistarnámi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. 171 grunnskólanemandi er á biðlistanum, en mest aðsókn er í að læra á píanó og gítar.
Slasaður hjólreiðamaður sóttur á sexhjóli
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að Helgafelli í Hafnarfirði í kvöld vegna reiðhjólaslyss. Einn maður slasaðist, en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Erfitt er að komast að slysstað á hefðbundnum sjúkrabílum og voru sjúkraflutningamenn því fluttir á staðinn á sexhjólum til að sækja hinn slasaða.
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Verktakafyrirtæki vill 248 milljónir vegna knatthúss
ÞG verktakar hafa stefnt Hafnarfjarðarbæ vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hafna tilboði fyrirtækisins í knatthús í Kaplakrika. Fyrirtækið krefst þess að bænum verði gert að greiða því nærri 248 milljónir með vöxtum en til vara að bærinn borgi kostnað fyrirtækisins við þátttöku í útboðinu.
16.07.2020 - 18:10
Ákærður fyrir manndráp, árás og ofsaakstur
Maður, sem er ákærður fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í apríl, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ofsaakstur. Beðið er eftir sakhæfismati en maðurinn hefur verið vistaður á réttargeðdeild.
Sökuðu minnihlutann um dylgjur og útúrsnúninga
Enn var tekist á í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Minnihlutinn sakar meirihlutann um að fylgja ekki verkferlum og að halda upplýsingum frá almenningi. Þá er spurt hvort vitneskja um mögulega fjárfesta hafi verið ljós frá upphafi og málið því keyrt áfram eins hratt og kostur er. Meirihlutinn vísar gagnrýninni á bug.
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
Þrír handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu
Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöld, grunaðir um framleiðslu fíkniefna. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir einnig handteknir vegna gruns um vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Að lokinni skýrslutöku voru þeir svo látnir lausir. Ekki er greint frá því í dagbókinni hvort, og þá hversu mikið magn fíkniefna var haldlagt.
Höfnuðu því að fresta launahækkunum bæjarfulltrúa
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafnaði á bæjarstjórnarfundi í gær tillögu frá fulltrúum minnihlutans um að breyta þóknun til kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði þannig að fyrirhugaðar hækkanir á þingfararkaupi nái ekki til þeirra. 
Myndskeið
Vilja selja til að stoppa upp í gatið
Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði vill selja hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við samdrætti sem er fyrirsjáanlegur vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir enga umræðu hafa verið um málið og að fólki hugnist þetta ekki.
Myndskeið
Kafarar þreifuðu fyrir sér í myrkri til að finna bílinn
Skjótur viðbragðstími og góð samvinna þeirra sem björguðu drengjunum sem voru í bíl sem fór í sjóinn Hafnarfjarðarhöfn í janúar varð ekki síst til þess að þeir lifðu slysið af. Aðstæður voru með versta móti og kafarar þurftu að þreifa fyrir sér í myrkri til að finna bílinn.
Viðtal
Hafnfirsku drengirnir lifðu af tveggja tíma hjartastopp
Drengirnir tveir, sem voru í bíl sem fór í sjóinn í Hafnarfirði í janúar, voru í hjartastoppi í tvo tíma og eru fyrstu og einu Íslendingarnir sem hafa lifað af jafn langt hjartastopp. Læknirinn sem sá um meðferð drengjanna segir málið einstakt á alla mælikvarða, en þeir eru báðir komnir heim af spítala.
20.04.2020 - 19:10
„Kraftaverk að þeir hafi allir lifað slysið af“
Helgi Valur Ingólfsson, sautján ára drengur sem var í bíl sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í janúar, er kominn heim af sjúkrahúsi. Drengirnir þrír sem voru í bílnum hafa því allir náð sér. Tveir þeirra eru fæddir árið 2002 og einn 2004. Móðir Helga Vals segir kraftaverk að þeir hafi allir komist lífs af úr slysinu.
16.04.2020 - 12:40
Lögregla kom á heimilið áður konan fannst látin
Lögregla var kölluð að heimili í Hafnarfirði fimm klukkustundum áður en kona fannst þar látin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonur konunnar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Stöð 2. Málið hefur verið tilkynnt til héraðssaksóknara.
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana
Lögreglan er með tvö mál til rannsóknar þar sem grunur er um að konum hafi verið ráðinn bani á heimilum sínum. Þær létust með rúmlega viku millibili. Maður um þrítugt er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í nótt og er hann í haldi lögreglu. Maður um sextugt var handtekinn fyrir tæpri viku á heimili sínu í Sandgerði, grunaður um að hafa banað sambýliskonu sinni.
Myndskeið
Efast um að 600 milljóna króna lán dugi
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að með auknum lánveitingum til Sorpu upp á sex hundruð milljónir sé verið að boða gjaldskrárhækkun og efast um að þetta dugi til að rétta af fjárhaginn. 
Viðtal
Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. til skoðunar
Sveitarfélögin sem eiga Sorpu bs. þurfa að ábyrgjast sex hundruð milljóna króna lán til að rétta af rekstur byggðasamlagsins. Stjórnarformaður Sorpu og nýráðinn framkvæmdastjóri segir að skoðað verði hvort hækka þurfi gjaldskrár til að mæta þessu. Svipuðum aðferðum verður beitt til að rétta af rekstur Sorpu bs. og gert var hjá Orkuveitunni eftir bankahrunið. Nýr framkvæmdastjóri Sorpu segir að aðgerðaáætlunin verði þó ekki nefnd Stóra planið eins og hjá Orkuveitunni.
Flensborgurum snúið frá Ítalíu vegna COVID-19 veirunnar
Hópur nemenda og kennara á vegum Flensborgarskólans í Hafnarfirði sneri við í Luton í gær, þar sem þau millilentu, á leið sinni til Ítalíu vegna COVID-19 veirunnar. Hópurinn ætlaði að taka þátt í verkefni á vegum Erasmus á Ítalíu en hætt var við verkefnið á meðan hópurinn var í loftinu á leið til Luton.
24.02.2020 - 11:11
Ólík menning leitt til samstarfserfiðleika
Bæjarráð Hafnarfjarðar skipaði í síðustu viku starfshóp sem á að greina og skoða stöðu húsnæðismála stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Í erindisbréfi sem lagt var fyrir fundinn kemur fram að stjórnsýslan sé með aðsetur á fjórum stöðum, við Strandgötu, Linnetstíg og Norðurhellu.
19.02.2020 - 11:07
Leikskólar í Hafnarfirði verða opnir allt sumarið
Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær að afnema sumarlokanir í leikskólum bæjarins. Frá og með sumrinu 2021 verða leikskólarnir starfræktir allt sumarið.
13.02.2020 - 07:55
Bregðast ekki við ummælum Gunnars Helga um Bandaríkin
Mennta-og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar telur að ummæli sem Gunnar Helgason lét falla um Bandaríkin í Vikunni á RÚV hafi verið óheppileg. Þau hafi þó ekki verið í samræmi við það sem skólasamfélagið upplifði af heimsóknum hans í grunnskóla Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í tveggja síðna minnisblaði sem unnið var eftir að kvartað var undan orðum Gunnars í sjónvarpsþættinum til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Annar piltanna útskrifaður af spítala
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu.