Grundarfjarðarbær

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
50 þúsund manns með skipum til Grundarfjarðar í sumar
Von er á fimmtíu þúsund farþegum með 45 skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar í sumar. Hafnarstjóri segir ekkert lát á bókunum.
Sögur af landi
Skellurinn kom þegar ljóst varð að þrjá menn vantaði
„Þetta er alltaf í hausnum á þér, það er bara þannig. Svona lífsreynslu, það er ekkert strokleður sem afmáir það. Það er bara svoleiðis,” segir Hafsteinn Garðarsson. Hann var skipstjóri á togaranum Krossnesi SH-308 frá Grundarfirði sem fórst fyrir þrjátíu árum á Halamiðum, 23. febrúar 1992. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Aldrei fékkst staðfest hvað varð til þess að skipið sökk.
24.04.2022 - 09:30
Sjónvarpsfrétt
„Hann fylgir fólki bara frá vöggu til grafar“
Verið er að skanna tugþúsundir ljósmynda Bærings Cecilssonar sem myndaði og skjalfesti hversdaginn, persónur og viðburði í Grundarfirði um áratugaskeið á síðustu öld.
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Landinn
Aðventugluggar Grundarfjarðar
„Þetta er eitthvað sem okkur datt í hug í fyrra, í covid," segir Þuríður Gía Jóhannesdóttir hjá Grundarfjarðarbæ. Bærinn stendur núna, annað árið í röð, fyrir því að opna svokallaða aðventuglugga, einn á hverjum degi, frá fyrsta desember og til jóla.
Grundfirðingar og Patreksfirðingar takast á við hópsmit
Fjórðungur allra Grundfirðinga eru nú ýmist í einangrun eða sóttkví og enn greinast smit utan sóttkvíar. Skólahald á Patreksfirði liggur niðri út þessa viku vegna hópsmits sem kom upp í gær.
24.11.2021 - 12:30
Grundfirðingar bjóðast til að lána húsin sín í hópsmiti
Um sextán prósent bæjarbúa í Grundarfirði eru ýmist í sóttkví eða einangrun, flest þeirra börn. Bæjarstjórinn segir að búast megi við fleiri smitum.
23.11.2021 - 16:36
Sveitarfélög fengu þremur milljörðum of mikið
Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um mánaðamótin. Í desember fengu þau líka þrjá milljarða, sem þau áttu að fá en vissu ekki af.
Myndskeið
Höfnin stóðst tekjuáætlun þrátt fyrir faraldur
Höfnin í Grundarfirði stóðst tekjuáætlun í fyrra og gott betur en það þrátt fyrir að skemmtiferðaskipin kæmu ekki. Stækkun hafnarinnar hefur tafist en henni á að ljúka í júní.
Myndskeið
Skúlptúrgarður sem má svo klára að henda á endanum
Alþýðulistamaður í Grundarfirði vinnur nú að skúlptúrgarði úr endurnýttu efni, sem síðan má fjarlægja og henda þegar staðurinn fær nýtt hlutverk.
15.02.2021 - 11:22
Ótækt að sveitarfélög fái ekki álagningarskrár afhentar
Bæjarstjóri í Grundarfirði segir ótækt að sveitarfélög fái ekki álagningarskrár afhentar þar sem þær geyma upplýsingar um stóran hluta tekna sveitarfélaganna. Það sé sérstaklega bagalegt nú í ljósi tekjuskerðingar í kórónuveirufaraldrinum.
17.12.2020 - 16:48
Viðtal
Vilja gera Grundarfjörð gönguvænni
Bæjarstjórn Grundarfjarðar ætlar að ýta undir að fólk gangi meira í ferðum sínum innan bæjarins. Í nýju skipulagi er stefnt að því að gera gönguferðir að meira aðlaðandi valkosti fyrir fólk. Matthildur Elmarsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, hefur unnið að gerð aðalskipulags fyrir Grundarfjörð. Hún segir að það séu ekki aðeins vegalengdir sem ráði því hvort að fólk fari gangandi eða velji aðrar fararmáta. Upplifunin og aðstæður skipta líka miklu máli.
09.11.2020 - 09:38
Myndskeið
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Myndskeið
Strangar sóttvarnarkröfur stokka upp starfsemina
Fyrirtæki sem fá undanþágu frá samkomubanni þurfa að standast strangar sóttvarnarkröfur. Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grundarfirði segir að starfsemi fyrirtækisins hafi verið umturnað.
24.03.2020 - 21:42
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Móttaka stærri skipa möguleg með hafnarstækkun
Unnið er að stækkun norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn. Hafnargarðurinn lengist um 130 metra og þar verður um tíu metra dýpi við kant. Nú er verið að skipa upp um 650 tonnum af stáli sem er framleitt í Hollandi og var flutt þaðan til Íslands til hafnargerðarinnar.
Fjöruhreinsun á Snæfellsnesi og víðar
Snæfellingar, Grindvíkingar og Hornfirðingar hreinsa strendur í dag á Norræna strandhreinsunardeginum.
04.05.2019 - 15:30
Björg ráðin bæjarstjóri í Grundarfirði
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Gengið var frá ráðningu hennar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í morgun. Tillaga um ráðningu hennar var samþykkt samhljóða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grundarfjarðarbæ. Hún hefur störf 9. ágúst.
Fjölgun íbúða og efling atvinnulífs mikilvæg
Húsnæðismál eru ofarlega í hugum margra íbúa Grundafjarðarbæjar. Þetta segir bæjarstjóri sveitarfélagsins. Fjölgun íbúðahúsnæðis og efling atvinnulífs er nauðsynleg forsenda þess að fjölga íbúum í bænum. 
Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í bráð
Ekkert verður af íbúakosningum um sameiningu þriggja sveitarfélaga á Snæfellnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þetta er niðurstaða samstarfsnefndar um mögulega sameiningu.
Kosið um sameiningu á Snæfellsnesi
Íbúar í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði greiða væntanlega atkvæði í lok nóvember eða byrjun desember um hvort sameinina eigi sveitarfélögin. Sameiginlegur undirbúningsfundur sveitarstjórnanna verður haldinn eftir helgi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sagðist á Morgunvaktinni vonast til að sveitarfélögin sameinist og á endanum verði allt Snæfellsnes eitt sveitarfélag.
Reisa nýja fiskvinnslu í Grundarfirði
Sjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hyggst reisa 2000 fermetra hús fyrir endurbætta fiskvinnslu í bænum. Stjórnarformaður segir að þótt erfileikar séu í sjávarútvegi í dag, hafi síðustu ár verið veltugóð. Áætlaður kostnaður er um eða yfir milljarður króna.
12.06.2017 - 11:40
Hagur sveitarfélaga vænkast til muna
Flest sveitarfélögin sem hafa skilað ársreikningi, og voru með aðlögunaráætlun hjá eftirlitsnefnd um fjármálum sveitarfélaga, eru búin að ná markmiðum áætlunarinnar - sum jafnvel á undan áætlun. Staða sveitarfélaganna snarbatnaði á síðasta ári frá árinu áður.
Fá skýrslu um meint einelti í Grundarfirði
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur gert Grundarfjarðarbæ að afhenda stóran hluta skýrslu um meint einelti á vinnustað í bænum sem fyrirtækið Líf og sál vann fyrir sveitarfélagið. Grundarfjarðarbær taldi sig ekki þurfa að afhenda skýrsluna þar sem niðurstaðan úr rannsókninni hefði verið sú að ekkert einelti hefði átt sér stað.