Garðabær

Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Myndskeið
Skiltum skipt út fyrir listaverk í Garðabæ
Nýtt útilistaverk sem stendur við bæjarmörk Garðabæjar á Arnarneshálsi var vígt í dag. Listaverkið verður nýtt aðkomutákn bæjarins og er ætlunin að sambærileg tákn komi í stað skilta með nafni Garðabæjar við öll bæjarmörk.
18.06.2020 - 17:27
Garðabær tapar máli í Hæstarétti vegna Ísafoldar
Ríkið á ekki að borga allan rekstrarkostnað við hjúkrunarheimilið Ísafold samkvæmt dómi Hæstaréttar í morgun sem sýknaði ríkið af kröfum Garðabæjar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Íbúar dvalarheimila fengu óvæntan glaðning
Íbúar dvalarheimila á Akureyri og í Garðabæ fengu óvæntan glaðning í dag þegar nokkrir af helstu poppurum landsins komu í heimsókn og tóku lagið fyrir utan.  Söngurinn var kærkominn, enda hefur verið heimsóknarbann á dvalarheimilum í að verða hálfan mánuð.   
18.03.2020 - 22:41
Myndskeið
Efast um að 600 milljóna króna lán dugi
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að með auknum lánveitingum til Sorpu upp á sex hundruð milljónir sé verið að boða gjaldskrárhækkun og efast um að þetta dugi til að rétta af fjárhaginn. 
Viðtal
Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. til skoðunar
Sveitarfélögin sem eiga Sorpu bs. þurfa að ábyrgjast sex hundruð milljóna króna lán til að rétta af rekstur byggðasamlagsins. Stjórnarformaður Sorpu og nýráðinn framkvæmdastjóri segir að skoðað verði hvort hækka þurfi gjaldskrár til að mæta þessu. Svipuðum aðferðum verður beitt til að rétta af rekstur Sorpu bs. og gert var hjá Orkuveitunni eftir bankahrunið. Nýr framkvæmdastjóri Sorpu segir að aðgerðaáætlunin verði þó ekki nefnd Stóra planið eins og hjá Orkuveitunni.
Mögulega kosið aftur í Garðabæ
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, er óánægður með framkvæmd atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í vikunni. STAG er aðildarfélagi að BSRB og var eina félagið sem náði ekki nægri kjörsókn til að samþykkja verkfall.
21.02.2020 - 12:38
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu. 
Myndskeið
Áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um Sorpu er áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu bs. Stjórnin setti framkvæmdastjórann í leyfi. Hann segir skýrsluna ranga. 
Bæjarblað Garðabæjar sektað fyrir auglýsingu golfmóts
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Garðapóstinn, bæjarblað Garðbæinga, fyrir að birta auglýsingu um Sumarsólstöðumót Stella Artois sem haldið var af GKG, Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í sumar. Fjölmiðlanefnd taldi auglýsinguna ekki aðeins vera fyrir golfmót heldur hefði henni einnig verið ætlað að vekja sérstaka athygli á vörumerkinu Stella Artois. Þetta er í annað sinn sem bæjarblaðið brýtur fjölmiðlalög með auglýsingu fyrir golfmótið.
23.12.2019 - 09:33
Eldur við íbúðarhús í Garðabæ í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúðarhúsi við Holtaveg í Garðabæ um klukkan hálf fjögur í nótt. Þar hafði kviknað í á veröndinni, að öllum líkindum vegna útikertis. Töluverður eldur var í tréverki, en hvorki komst eldur né reykur inn í húsið.
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Plastið fer ýmist í græna, bláa eða gráa tunnu
Umhverfisráðherra segir það ekki ganga upp að plast sé flokkað með mismunandi hætti í sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu er plast ýmis sett í gráar tunnur, bláar eða grænar. Ráðherra undirbýr lagafrumvarp um samræmdar merkingar. Hann vonast til þess að það hljóti samþykki Alþingis fyrir þinglok í vor.
Viðtal
Fagnar forsendum dóms í máli Freyju
Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar þeim forsendum sem Hæstiréttur byggir dóms sinn í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um að verða fósturforeldri áður en hún hafði farið í gegnum matsferli. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir dóm Hæstaréttar skýran. Við mat á hæfni fósturforeldra eigi hagsmunir barns að vera í fyrirrúmi.
Viðtal
Á ekki að dæma fatlaða foreldra strax úr leik
Freyja Haraldsdóttir fagnar dómi Hæstaréttar í morgun. Þetta er „viðurkenning á því að það eigi ekki að dæma fatlaða foreldra strax úr leik og allir eiga rétt á tækifæri til að sanna sig,“ segir Freyja. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að hafna umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að sækja námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér fósturbörn.
Frjókornasprenging á Akureyri í lok júlí
Margir draga andann léttar þegar haustið færist yfir og frjókornum í lofti fækkar. Náttúrufræðistofnun gaf í dag út yfirlitsskýslu um frjómælingar á Akureyri og í Garðabæ í sumar.
14.10.2019 - 16:30
25 flóttamenn væntanlegir til landsins
Tuttugu og fimm flóttamenn frá Úganda, Rúanda, Kongó, Súdan og Simbabve koma til landsins 12. september og setjast að í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarfélög taka á móti kvótaflóttamönnum. Fyrirhugað er að Mosfellsbær taki einnig á móti hluta hópsins, sem verður þá í annað sinn sem sveitarfélagið gerir það.
Tveir fluttir á spítala vegna áreksturs
Tveir bílar rákust á við Lyngás í Garðabæ á níunda tímanum í kvöld. Annar bíllinn hafnaði á ljósastaur. Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru áverkar þeirra ekki taldir alvarlegir.
Notuðu jarðýtu við slökkvistarf
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöld vegna sinubruna í Dysjamýri austan við bæinn Dysjar í Garðabæ.
07.06.2019 - 09:13
Vilja leggja hjóla- og göngustíg um Gálgahraun
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi Gálgahrauns en miklar deilur stóðu fyrir nokkrum árum um veglagningu í hrauninu. Tillagan gerir ráð fyrir þriggja metra breiðum og 1,3 kílómetra löngum göngu- og hjólreiðastíg syðst í friðlandi Gálgahrauns. Einnig er gert ráð fyrir tveggja metra breiðum malarstíg eftir miðju friðlandinu og fólkvanginum sem liggur þvert á áðurnefnda göngu-og hjólreiðaleið. Hann yrði tveir kílómetrar að lengd.
15.05.2019 - 07:00
Myndskeið
Eldsneyti fyrir 5000 bíla fer til spillis
Metangas, sem dugir til að knýja fjögur til fimm þúsund litla fólksbíla í heilt ár, fer til spillis hjá Sorpu vegna lítillar eftirspurnar. Framkvæmdastjóri Sorpu furðar sig á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem eiga Sorpu, skuli ekki nýta gasið í meira mæli á þjónustubíla sína. Aðeins tveir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu ganga fyrir metani.
Hefja formlegar viðræður um samgöngur
Stýrihópur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að ráðstafa 102 milljarða fjárfestingu ríkisins í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Skaðabótaskyldur vegna líkamsræktar-útboðs
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi útboð Garðabæjar á líkamsræktaraðstöðu sem átti að rísa við íþróttamiðstöðina við Ásgarð og gert bæjaryfirvöldum að bjóða framkvæmdina út að nýju. Nefndin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart fyrirtækinu Sporthöllinni ehf vegna kostnaðar sem fyrirtækið lagði út í við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboðinu.
30.04.2019 - 15:42