Garðabær

Meirihlutaviðræður hafnar í Hafnarfirði
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Hafnarfirði og hefjast í vikunni í Mosfellsbæ. Óformlegar viðræður eru í Kópavogi. Oddviti Sjálstæðismanna í Hafnarfirði segir að flokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi ekki verið farnir að máta saman stefnumál sín fyrir fundinn. Oddviti Framsóknarmanna sagði í kvöldfréttum í gær að flokkurinn myndi gera meiri kröfur enda bætti hann við sig einum bæjarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks í kosningunum á laugardag.  
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
X-22 - Garðabær
Barnaflóð í Urriðaholti kom meirihlutanum á óvart
Íbúasamsetning í nýjum hverfum í Garðabæ komu meirihluta bæjarstjórnar í bænum á óvart. Leikskólapláss er ekki í boði í Urriðaholti þar sem fleira barnafólk hefur fest rætur en skipulag gerði ráð fyrir.
Almar leiðir lista Sjálfstæðisfólks í Garðabæ
Almar Guðmundsson fór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og verður oddviti D-lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Almar, sem setið hefur í bæjarstjórn Garðabæjar frá 2014, fékk 832 atkvæði í fyrsta sæti. Áslaug Hulda Jónsdóttir lenti í öðru sæti með 1.032 atkvæði í 1. og 2. sæti. Aðeins munaði 41 atkvæði á þeim Almari og Áslaugu Huldu, sem fékk 791 atkvæði í fyrsta sætið.
500 milljóna viðsnúningur
500 milljóna króna viðsnúningur verður á rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári. Bæði Mosfellsbær og Garðabær stefna á að skila afgangi á næsta ári.
09.12.2021 - 12:41
Sjónvarpsfrétt
Lóðir fyrir um 4.000 íbúðir í boði í Hafnarfirði
Þónokkur eftirspurn virðist vera eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ er stefnt að því að úthluta um 280 lóðum af ýmsum stærðum og gerðum fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram í vor. Þá eru áform um lóðaúthlutanir í Hafnarfirði fyrir um 4.000 íbúðir á næstu mánuðum.
Lét Garðabæ vita af harðræði Hjalteyrarhjóna
Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manneskju sem dvaldi á vistheimili hjónanna á Hjalteyri. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Viðkomandi hafði verið látinn borða sápu á vistheimilinu á Hjalteyri. „Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt.“
24.11.2021 - 15:30
Gera úttekt á starfsemi hjónanna í Garðabæ
Garðabær ætlar að láta gera hlutlausa úttekt á starfsemi hjóna sem ráðku vistheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum. Frásagnir af ofbeldi þeirra í garð barna sem þar dvöldu hafa verið áberandi seinustu daga.
23.11.2021 - 22:12
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Hrafnista segir upp samningi um rekstur Ísafoldar
Hrafnista hefur sent inn bréf til bæjarráðs Garðabæjar um uppsögn samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og mun uppsögnin taka gildi 1.janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Kópavogs- og Garðapóstsins í dag.
30.06.2021 - 16:08
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Ólögmætt að streyma ekki frá fjarfundi bæjarstjórnar
Samgöngu-og sveitastjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólögmætt af bæjaryfirvöldum í Garðabæ að streyma ekki frá fjarfundi bæjarstjórnar. Þar sem hljóðupptaka af fundinum hafi verið aðgengileg daginn eftir hafi ekki verið slíkir annmarkar að fundurinn teljist ógildur. Ráðuneytið telur eftir sem áður mikilvægt að fundir sveitarstjórna séu alltaf opnir og aðgengilegir íbúum.
08.12.2020 - 18:41
Á að ræða við Vegagerðina um „lágkúrulegt“ hringtorg
Bæjarráð Garðabæjar fól í morgun Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við Vegagerðina um hringtorg á Álftanesi sem er fyrir framan forsetabústaðinn. Ábending barst frá leiðsögumanni sem bendir á að þetta sé malarhringtorg og í hvert sinn sem hann komi akandi að því þyki honum það alltaf jafn leiðinlegt „hversu lágkúrulegt þetta hringtorg er.“
08.12.2020 - 16:11
Taldi höfundarrétt að engu hafðan með stækkun bílskúra
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kæru Albínu Thordarson, arkitekts, varðandi ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar um nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi. Breytingin felst meðal annars í því að leyfilegt verður að stækka bílskúra raðhúsalengju sem Albína teiknaði um 10 fermetra. Hún taldi að með þessari breytingu væri höfundar- og sæmdarréttur hennar sem arkitekts raðhúsanna að engu hafður.
22.10.2020 - 16:14
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Dómur fellur í gróðurdeilu á Arnarnesinu
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íbúa á Arnarnesi af kröfu nágranna hans um að klippa eða lækka tré á lóð sinni. Nágrannarnir töldu trén skerða útsýni sitt til Esjunnar og Snæfellsness. Dómurinn gerði íbúanum aftur á móti að fjarlægja nokkrar greinar sem sköguðu yfir lóðamörkin.
Lokanir í tveimur leikskólum í Garðabæ vegna COVID-19
Leikskólinn Akrar í Garðabæ er lokaður næstu daga eftir að smit kom upp meðal starfsmanns leikskólans. Einnig er ein deild leikskólans Ása í Garðabæ lokað eftir að smit kom upp hjá starfsmanni þar.
21.09.2020 - 07:31
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Myndskeið
Skiltum skipt út fyrir listaverk í Garðabæ
Nýtt útilistaverk sem stendur við bæjarmörk Garðabæjar á Arnarneshálsi var vígt í dag. Listaverkið verður nýtt aðkomutákn bæjarins og er ætlunin að sambærileg tákn komi í stað skilta með nafni Garðabæjar við öll bæjarmörk.
18.06.2020 - 17:27
Garðabær tapar máli í Hæstarétti vegna Ísafoldar
Ríkið á ekki að borga allan rekstrarkostnað við hjúkrunarheimilið Ísafold samkvæmt dómi Hæstaréttar í morgun sem sýknaði ríkið af kröfum Garðabæjar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Íbúar dvalarheimila fengu óvæntan glaðning
Íbúar dvalarheimila á Akureyri og í Garðabæ fengu óvæntan glaðning í dag þegar nokkrir af helstu poppurum landsins komu í heimsókn og tóku lagið fyrir utan.  Söngurinn var kærkominn, enda hefur verið heimsóknarbann á dvalarheimilum í að verða hálfan mánuð.   
18.03.2020 - 22:41