Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Yrðlingaútrás til Noregs

13.02.2015 - 00:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjöldi Íslendinga hefur flust búferlum til Noregs síðustu ár í leit að betra lífi. Keli er ungur Íslendingur sem ólst upp í Laugardalnum í Reykjavík en er nú fluttur til Kristiansands í Noregi. Þar hafa norsk yfirvöld útvegað honum maka og vonast til að hann komi sér upp fjölskyldu.

Keli er sennilega yngsti íslenski Noregsfarinn en hann var í hópi fimm yrðlinga sem fæddust í húsdýragarðinum í vor. Frændur hans í Noregi eru í bráðri útrýmingarhættu og því varð Keli við kalli norskra stjórnvalda og lagði land undir loppu.

Móttökurnar voru reyndar ekki eins og verður best á kosið, Keli þurfti að dúsa í einangrun í heilan mánuð meðan hann beið eftir úrlausn sinna mála. En svo kom loks að því að hann fékk að aðlagast norsku samfélagi. Keli er kominn til sinna nýju heimkynna og nú vona menn að þessi fjallmyndarlegi Íslendingur fari að blikka norsku tófurnar.